10 vörur
10 vörur
Flokka eftir:
Við kynnum margnota OEKO-TEX vottuðu bleyjuinnleggin frá Bare and Boho – snjöll lausn sem gerir bleyjuskiptingar eins þægilegar og hægt er.
Innleggjakerfið okkar er einfalt með smellum! Skítug innlegg eru smellt af skelinni og hrein innlegg eru smellt á.
Engir vasar sem þarf að fylla og engar frekari fyllingar til að smella saman. Rakadrægu innleggin frá Bare and Boho eru hönnuð með hámarksþægindi í huga!
One Size innlegg okkar henta vel fyrir börn frá fæðingu til klósettþjálfunar – og lengur! Þau eru fullkomin fyrir börn sem vega á bilinu 2,5-18 kg, þó að nýbura innleggin okkar séu betur til þess fallin fyrir litil nýburakríli.
Innleggin eru löguð til að tryggja að bleyjurnar verði ekki fyrirferðarmiklar á litla líkama barnsins, svo þau geti hreyft sig og leikið sér!
Innleggin okkar eru með breiðari enda og mjórri enda – sem gefur umönnunaraðilanum möguleika á snúa innlegginu eftir því hvar barnið þarf meiri rakadrægni.
Samsetning: 3ja-laga nýburableyjuinnlegg – Bambus með „stay-dry“ bómullarflís uppvið húð (OEKO-Tex vottað).
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.
Bómullar Prefold - Fullkomin Lausn Fyrir Nýbura
Bómullar prefold eru einföld, hagkvæm og ómissandi fyrir nýbakaða foreldra. Hver prefold er úr hágæða 100% bómull, sem gerir það að verkum að þau eru einstaklega mjúk og skemmtileg við viðkvæma húð barnsins.
Helstu kostir:
- Rakadrægt efni: Með samtals 7 lög af rakadrægri bómull, tryggir prefoldið að bleyjan haldist þurr og þægileg.
- Hagkvæm notkun: Koma 4 stk saman í pakka, og hægt að nota þau áfram sem innlegg í one size bleyjur þegar barnið vex.
- Sérsniðið að barninu: Auðvelt að sníða prefold að stærð barnsins, sem tryggir fullkomna aðlögun að líkama þess.
- Stærð og þvottur: Þyngd 50g og stærð 33x40.6 cm, má þvo á 60 gráðum og fara í þurrkara.
- Fljót að þorna: Þau þorna hratt á snúru sem auðveldar lífið ef þú átt ekki þurrkara.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Vörulýsing
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í fjórum mismunandi stærðum og eru dúnmjúkar og einstaklega rakadrægar. Þær eru einfaldar og með frábært og þægilegt snið og eru gjarnan notaðar sem næturbleyjur en þá eru skeljarnar keyptar með.
Frekari upplýsingar
Bleyjurnar koma bæði með og án riflásar. Bleyjur með riflás eru afskaplega þæginlegar en fara oft verr úr þvotti og endast stundum skemur. Ef valdar eru bleyjur án riflásar þá þarf að eiga taubleyjuklemmu líka. Skoða bleyjur með riflás HÉR.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Eiginleikar
Notkunarleiðbeiningar
Efni
- Oeko-tex vottað bambus og viscose
- Framleitt á umhverfisvænan og mannúðlegan hátt í Tyrklandi
Myndband
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Hafði allt til alls á ferðinni og tryggðu þér auka innlegg í fjölnothæfu skiptimottuna/töskunni frá Noah Nappies. Auka innleggin eru með fjórum smellum og eru ætlaðar til skiptana á þeirri sem fylgir fjöllnothæfu skiptimottunni.
Vörulýsing
Hvað er lanolín
Lanolín er skafað úr nýrri kindaull og er mjög náttúrulegt. Nýjar ullarskeljar hafa alla jafnan verið hreinsaðar. Með því að setja ullina í lanolínlögur gefurðu henni aftur vatnsfráhrindandi eiginleika se, hún hefur upphaflega af náttúrunnar hendi.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður.
2. Settu 1/4 úr teskeið af lanolíni fyrir hverja skel í venjulegan bolla, bættu svo Poppet ilmmola út í eða einni sprautu af barna- eða ullarsápu.
3. Bættu við nýsoðnu vatn og fylltu á bollann, hrærðu lausnina þar til lanolínið og sápan hefur leystst upp fyllilega - þegar lausnin verður mjólkurhvít er hún tilbúin.
4. Helltu vatninu úr bollanum ofan í vasann (Gakktu alltaf úr skugga um að lausnin sé ekki heitari en 30gráður - annars getur ullin þæfst)
5. Settu ullarskelina ofan í lausnina og leyfðu henni að liggja í minnst 4 tíma.
Ef verið er að lanolínsera nýjar ullarskeljar skaltu endurtaka ferlið a.m.k. tvisvar í viðbót og óþarfi að þerra skelina á milli - bara gera nýjar lanolínlögur. Ef verið er að fríska upp á ullarskelina er nóg að setja einu sinni í lanolín lög.
6. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Innihald og pakkningar
100gr af hreinu lanolíni til að lanolínsera ullarbleyjurnar í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Efni
Glycerin, Aqua, Butyrospermum Parkii butter, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Cocos Nucifera Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, CI 74160 Parfum
Efni
100% Pure Anhydrous Lanolin
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
„Eco Warrior“ lífræna hamp bómullarblandan er úr sjálfbærum og lífrænt ræktuðum trefjum sem gerir það að verkum að innleggið er náttúrulegra og minna unnið. Þetta er einnig harðgert efni sem endist vel. Vegna þess hve lítill hampurinn er unninn hefur hann tilhneigingu til að stífna þegar hann þornar og getur því verið harður og vel formaður en hefur þann eiginleika að mýkjast þegar hann hitnar við húð barnsins.
Innleggin eru „One-size“ og henta frá 4-18 kg.
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar að úr heiminum.
7.990 kr
Verð per eininguVörulýsing
Virkilega mjúk, falleg og nytsamleg lök sem vernda dýnuna frá vætu. Lökin eru hljóðlát og anda vel.
Það sem við elskum mest við lökin er að þau eru að mestu laus við þennan "brakandi" fýling sem almennar vatnsheldar undirbreiður eru með og draga gjarnan úr svefngæðum barna og foreldra.
Stærð 81 x 41 x 10cm
Passar m.a. á
- Moses vöggur
Þvottaleiðbeiningar
Lökin mega fara í þvott með almennum þvotti í hitastigi í allt upp að 60 gráður.
Við mælum með að hengja lökin upp til þerris en annars mega þau fara fara í þurrkara á lágum hita.
Má ekki strauja, leggja í klór eða láta liggja í bleyti til lengri tíma.
Efni
Efra lag er úr 100% lífrænni bómull með umhverfisvænu bleki fyrir mynstur.
Vatnsheldi parturinn er úr mjög þunnu PUL-i sem andar. Þræðirnir PUL-ið er þynnra en mennskt hár!
Varan er án allra skaðlegra efna.
Um Merkið
Little Human Linens er ástralskt merki sem sérhæfir sig í nauðsynjavörum fyrir foreldra og börn.
Viltu tryggja að barnið þitt sé þægilega klætt á meðan það nýtur sundsins? Þessar sundbleyjur frá Alva Baby eru fullkomin lausn fyrir öll börn á aldrinum 8-25 kg! Þessar léttu og stílhreinu bleyjur veita ekki aðeins öryggi, heldur einnig þægindi og stíl.
Helstu eiginleikar:
- Stillanleg hönnun: Sundbleyjurnar eru auðvelt að stilla, þannig að þær passi fullkomlega á börn sem vega á milli 8 kg og 25 kg.
- Gæðefni: Innra lagið er úr AWJ efni sem veitir þægindi, og ytra lagið er úr 100% pólýester, sem tryggir endingartíma og auðveldan þvott.
- Falleg munstur: Vörurnar koma í fjölbreyttum og fallegum munstrum sem gera sundleikinn enn skemmtilegri.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.