158 vörur
158 vörur
Flokka eftir:
Vörulýsing
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í fjórum mismunandi stærðum og eru dúnmjúkar og einstaklega rakadrægar. Þær eru einfaldar og með frábært og þægilegt snið og eru gjarnan notaðar sem næturbleyjur en þá eru skeljarnar keyptar með.
Frekari upplýsingar
Bleyjurnar koma bæði með og án riflásar. Bleyjur með riflás eru afskaplega þæginlegar en fara oft verr úr þvotti og endast stundum skemur. Bleyjur án riflásar fást HÉR.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Eiginleikar
Notkunarleiðbeiningar
Efni
- Oeko-tex vottað bambus og viscose
- Framleitt á umhverfisvænan og mannúðlegan hátt í Tyrklandi
Myndband
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Vandaðar fjölnota þurrkur í fullkominni stærð úr mjúku bambus terry. Koma 10 saman í pakka. Fullkomnar fyrir litla bossa, hendur og andlit og til að bústa bleyjur!
Bleyttu þurrkurnar með ilmmolunum frá Poppets og litli bossinn mun ilma eins og blóm í haga án allra eitur og aukaefna.
Efni og stærð
Tvöfaldur bambus 20cm x 20cm
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Muslin flat bleyjur eru sérlega einfaldar og notendavæn lausn. Auðvelt að þvo og þorna sérlega hratt á snúru sem gera þær að frábærum kosti fyrir fjölskyldur sem eiga ekki þurrkara eða á ferðalagi. Gerðar úr 100% lífrænni bómull. Þessi muslin bleyja er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi (bleyjuskel) sem er vatnsverjandi lag, til dæmis ullarskeljarnar frá Pisi og Pulli og Ai2 skeljarnar frá Elskbar og Bare and Boho. Bleyjurnar frá Pisi eru mjög notendavænar og hér ríkir einfaldleikinn. Bleyjuna má nota samanbrotna inn í hvers kyns skel og einnig sem innleg í vasableyju. Einnig er hægt að brjóta bleyjuna í mismunandi brot sem hægt er að vefja utan um barnið og festa með bleyjufestingu. Þó skal tekið fram að bleyjan er ekki ferningslaga, þ.e. ekki allar hliðar jafn langar, sjá mál hér að ofan.
Hægt er að nota muslin bleyjuna til ýmissa annarra verka, tilvalið að nota sem ropklút, til að þurrka bleyjusvæðið, sem lítið handklæði, viskustykki eða þvottastykki.
Efni
Bleyjan er gerð úr tveimur lögum af 100% lífrænni bómull sem er með GOTS vottun. Bómullin er óbleikjuð/óhvíttuð sem þýðir að hún hefur ekki verið gerð hvítari með notkun efna. Bómullin er svo lítið unnin að mögulega gætir þú rekið augun í agnarsmá bómullarfræ inn á milli þráða í efninu. Hér er um að ræða eins náttúruleg efni og kostur er á. Efnið er 150 GSM.
Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | Frá 2,5 kg | 44x52 cm
- Stærð 2 | Frá 5 kg | 54x63 cm
- Stærð 3 | Frá 9 kg | 58x77 cm
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina frá Pisi, þá mælum við með að taka sömu stærð eða næstu stærð fyrir ofan af muslin bleyjunni, miðað við stærðina sem tekin er af ullarskelinni.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að flat bleyjur eru sérlega snöggar að þora á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur á borð við flat bleyjur hreinsast mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Nimble Germ Zapper sótthreinsirinn þornar fljótt og skilur ekki eftir sig filmu á höndunum. Hann er bragðlaus, með milda og góða lykt og þurrkar ekki hendurnar. Hentar ekki síður fullorðnum með viðkvæma húð.
- Eingöngu náttúruleg innihaldsefni unnin úr plöntum.
- Laus við öll ertandi efni, súlföt, ilmefni og ensím
- Dreppur 99.9 % baktería
Viltu hafa skipulag í kringum þig? Þessar geymslukörfur eru fullkomin lausn fyrir allar þínar geymsluþarfir! Með fallegu, lipru og léttu útliti, eru þær ekki aðeins aðlaðandi heldur einnig hagnýtar.
Helstu eiginleikar:
- Vatnsheldar: Þessar körfur eru hannaðar til að vætu, þannig að þú getur verið viss um að innihaldið sé þurrt og öruggt.
- Gríðarlega sterkar: Þó að þær séu léttar, þá eru þær einnig einstaklega sterkar, sem gerir þær fullkomnar fyrir daglega notkun.
- Fjölhæfar: Þú getur notað þær til að geyma bleyjur, leikföng, föt og allt milli himins og jarðar.
- Hankar: Körfurnar koma með fallegum og stekum pleðurhönkum sem auka notkunargildið.
- Auðvelt að geyma: Auðvelt að taka saman og taka lítið pláss þegar þær eru ekki í notkun.
Tæknilegar upplýsingar:
- Mál: 38x26x23 cm
- Þyngd: 350 gr
- Efni: 58% polyester, 35% bómull, 7% viscose
Nýttu þér þessa geymslukörfu til að halda heimili þínu skipulögðu og stílhreinu. Vertu viss um að það sé alltaf pláss fyrir allt það sem þér þykir vænt um!
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Þekkirðu einhvern vill leggja sitt af mörkum til umhverfisins í foreldrahlutverkinu? Gjafabréf Cocobutts er þá tilvalin gjöf og gildir í netverslun, verslun og taubleyjuleigu og hentar einstaklega vel fyrir sængurlegugjafir, barnasturtur, skírnargjafir og aðrar tækifærisgjafir sem tengjast ungabörnum.
Veldu þína upphæð og gefðu gjöf sem styður við eiturefnalaust og umhverfisvænt upphaf.
Frí heimsending í bréfpósti fylgir öllum áþreifanlegum gjafabréfum! Láttu okkur vita í skilaboðum með pöntuninni hvort við skrifum á gjafabréfið fyrir þig!
Dagspakki fyrir fjölnota lífsstíl!
Grunnpakki Cocobutts er hugsaður sem fullkominn dagspakki af frábærum vasableyjum, og inniheldur nóg af bleyjum fyrir einn dag. Þessi pakki er tilvalinn fyrir þá sem vilja prófa taubleyjur í fyrsta sinn eða bæta við núverandi bleyjubirgðir.
Pakkinn inniheldur:
- 4x AWJ vasableyjur frá Alva Baby með einu bambus innleggi
- Þægilegar og einfaldar vasableyjur með Athletic Wicking Jersey (AWJ) innra lagi sem heldur húð barnsins þurrri. Vasableyjurnar frá Alva Baby eru elskaðar af taubleyjuforeldrum á Íslandi og um heim allan vegna þess að þær eru frábærlega sniðnar, eru ótrúlega endingagóðar og mjög hagkvæmar.
- Henta börnum frá 3,5–15 kg.
2x AIO bleyjur frá La Petite Ourse
- Endingargóðar og gífurlega rakadrægar AIO bleyjur með ísaumuðu bambus innleggi og bambus búster sem smellist ofan á bleyjuna eða hægt að setja í vasann. Með hemp búster duga þessar bleyjur sem næturbleyjur fyrir flestar fjölskyldur fyrsta árið.
- Passa börnum frá 5–16 kg
1x Einnota renningar úr lífrænu lífplasti
- Mjúkir og umhverfisvænir renningar sem grípa kúk en hleypa þvaginu í gegn. Algjör nauðsyn fyrir alla sem nota taubleyjur.
2x Hemp bústerar – 2 lög
- Einstaklega þunnir og rakadrægir hemp bústerar sem þú getur brotið saman eða lagt flatt undir eða utan um annað innlegg til að auka við rakadrægnina. Tilvalið fyrir langa lúra eða í ferðalög.
1x Cocobutts tveggja hólfa blautpoki í miðlungsstærð
- Vatnsheldur blautpoki með tveimur hólfum til að geyma hreinar og notaðar bleyjur aðskildar. Fullkominn fyrir daglega notkun eða í ferðalög.
Af hverju að velja Grunnpakka Cocobutts?
Dagleg notkun: Þessi pakki inniheldur allt sem þú þarft fyrir einn dag af fjölnota bleyjunotkun.
Einfalt og hagkvæmt: Fullkomið fyrir byrjendur sem vilja prófa taubleyjur án þess að flækja hlutina.
Vinsælustu bleyjurnar: Þú færð blöndu af vinsælum vasableyjum frá Alva Baby og Little Lamb sem eru bæði þægilegar og áreiðanlegar.
Skipulag og þægindi: Tveggja hólfa blautpokinn gerir geymslu og umhirðu bleyjanna einfaldari.
Umhverfisvænt og hagkvæmt: Hver taubleyja forðar um 700 einnota bleyjum úr urðun og sparar þér um 30.000 krónur í peningum.
Lykileiginleikar:
Einföld notkun: Vasableyjur með stillanlegri hönnun sem vaxa með barninu.
Rakadrægni: Hágæða innlegg og bústerar sem tryggja að barnið sér þurrt og líði vel.
Hentug lausn: Fullkomið fyrir daglega notkun heima eða á ferðinni.
Grunnpakki Cocobutts er frábær leið til að hefja fjölnota lífsstíl og tryggja umhverfisvænni framtíð – einn dag í einu! 🌿
Vörulýsing
Einstaklega þunnur, og alveg ótrúlega rakadrægur stundaglaslaga hemp búster frá Little lamb. Geggjaður búster í vasableyjuna eða sem súper mini/búster í í hvaða bleyju sem er með því að brjóta í þrennt og setja þar sem álagssvæðið er.
Eiginleikar
Efni
60% bómull
40% hemp
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Fjögurra laga hemp blanda fyrir auka rakadrægni frá kínverska merkinu Alva Baby. Þetta innlegg er:
- Tilvalið fyrir næturvaktina
- Ofurpissara
- Þegar það er langt í næstu skipti
Efni: 45% bómull og 55% hemp
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Uppgötvaðu framúrskarandi gæði og náttúruleg þægindi með Hemp innlegginu frá Bare and Boho. Þetta innlegg er hannað úr lífrænni hamp-bómullarblöndu, sem gerir það að verkum að það er bæði umhverfisvænt og öruggt fyrir barnið þitt.
Eiginleikar:
- Náttúrulegt efni: Innleggið er framleitt úr lífrænt ræktuðum hamp, sem hefur verið lítið unnið, þannig að það er náttúrulegra og betra fyrir umhverfið.
- Gert til að endast: Harðgert efni sem endist vel og er hannað til að standast daglegar áskoranir.
- Gott snið: Innleggin eru hönnuð í „One-size“ sem hentar fyrir börn á aldrinum 2,5-18 kg, svo þau passa vel og örugglega.
- Hitastýrð mýkt: Hampurinn er stífur þegar hann er þurr en mýkist þegar hann hitnar við húð barnsins, sem tryggir þægindi.
Bleyjukerfið frá Bare and Boho
Bleyjukerfið frá Bare and Boho er eitt það einfaldasta á markaðnum! Þú þarft bara að smella innlegginu í bleyjuskelina þína - og setja hana á barnið þitt. Bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho hafa enga flókna eiginleika eða margra laga innlegg sem þarf að brjóta saman á ákveðinn hátt, sem gerir þetta kerfi hagnýtt fyrir alla sem annast barnið, þar á meðal dagforeldra, ömmur, afa og vini!
Stærðir
One Size bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho eru hannaðar fyrir þyngdir 2,5 - 18 kg, eða frá fæðingu til koppaþjálfunar.
Bleyjuskeljar
Hver bleyjuskel er úr vatnsheldu efni sem er gert úr endurunnu pólýester, unnið úr plaströrum sem bjargað hefur verið úr sjónum. Flexi Cover skeljarnar eru þurrkanlegar og hægt að endurnýta sömu skelina allt að 3x svo lengi sem það kemur ekki kúkur í hana. Innra lagið í Soft bleyjuskeljunum frá Bare and Boho er hannað til að draga úr raka og halda barni þurru. Skeljarnar hafa tvöfaldar teygjur í mjaðmagrófinni til að tryggja hámarksvörn gegn leka.
Aftast í hverri skel er innbyggð vörn sem verndar gegn lekum upp að baki barnsins. Innleggið getur annað hvort verið sett undir þessa vörn eða lagst ofan á, það er valfrjálst. Framan á hverri skel er teygja sem heldur skelinni þétt að maga barnsins. Þú finnur Flexi Cover skeljarnar hér og Soft Cover skeljarnar hér.
Bleyjuinnleggin
Hvert endurnýjanlega innlegg er hannað til að smella eða liggja inni í bleyjuskelinni. Innleggin frá Bare and Boho geta einnig verið sett undir bakvörnina fyrir aukna vörn gegn lekum. Hvert innlegg hefur teygjur á hliðunum sem umlykja mjaðmirnar til að draga best úr raka og vernda gegn lekum.
Nýju 2.0 bambusinnleggin innihalda nú 5 lög af rakadrægu efni, þar á meðal bambus-bómullarfleece og efra lag úr microfleece. Microfleece lagið dregur raka frá húð barnsins, þannig að það heldur barninu þurru í lengri tíma.
Uppgötvaðu framúrskarandi gæði og náttúruleg þægindi með Hemp innlegginu frá Bare and Boho. Þetta innlegg er hannað úr lífrænni hamp-bómullarblöndu, sem gerir það að verkum að það er bæði umhverfisvænt og öruggt fyrir barnið þitt.
Hver endurnýjanlegi búster er mótaður í stundaglaslaga formi til að passa vel að líkamanum. Bústerarnir frá Bare and Boho hafa innbyggt efni sem er rakadrægt og mjúkt. Þeir eru hannaðir til að auka rakadrægni bleyjunnar og eru valfrjálsir í notkun, fer eftir því hversu mikið barnið þitt þarf.
Til að nota bústerinn skaltu einfaldlega leggja hann ofan á innleggið, eða brjóta hann í tvennt og leggja að framan, sérstaklega fyrir drengi, þar sem álagið er mest.
Bambus Trifold frá Bare and Boho
Trifold innleggið frá Bare and Boho er með 3 lögum af rakadrægum bambus-bómullarfleece. Þegar innleggið er brotið í þrennt, verður það að afar rakadrægu innleggi fyrir bleyjuskelina þína. Trifolds eru hönnuð til að brjóta saman í þrennt, en þrátt fyrir mikla rakadrægni er innleggið ennþá þunnt og þægilegt þegar það er samanbrotið í bleyjunni. Hægt er að nota trifolds eitt sér inni í bleyjunni eða sem viðbótarrakadrægni við venjuleg innlegg, eða í bland við önnur innlegg eða bústera fyrir enn meiri rakadrægni. Þú finnur bambus trifoldið frá Bare and Boho hér.
Sjá allar vörur frá Bare and Boho
Efni
- Ytra efni skeljar: 100% pólýester rPET
- Innri fóðrun skeljar: 100% pólýester microsuede
- Ytra efni innleggs: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efra lag innleggs: 100% pólýester microfleece
- Búster: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efri lag bústera: 100% pólýester microfleece
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Hemp quadfold er sérlega rakadrægt hemp innlegg sem hægt er að brjóta saman í fernt. Hentar einkum vel sem næturinnlegg og er gert úr tveimur lögum af hampi/lífrænni bómull. Það er þunnt en samt mjög rakadrægt, og þegar þú brýtur það saman í fjögur lög færðu innlegg sem fyrir marga dugar yfir nótt með 8 lögum. Ef þú þarft eitthvað sem dregur hraðar í sig eða meira rakadrægt efni er mælt með að bæta bómullar- eða bambusinnleggi ofan á. Kosturinn við að brjóta innleggið saman sjálf/ur er að þú getur lagað stærðina og það er líka auðveldara að þrífa það og það þornar mun hraðar.
Efni: 55% hampi, 45% lífræn bómull, efnið dregst saman um ca 8%
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- S: frá um það bil 3 kg. Eftir þvott: ca 38x26 cm
- M: frá um það bil 6 kg. Eftir þvott: ca 48x29 cm
- L: frá um það bil 10 kg. Eftir þvott: ca 52x34 cm
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina frá Pisi, þá mælum við með að taka sömu stærð eða næstu stærð fyrir ofan af muslin bleyjunni, miðað við stærðina sem tekin er af ullarskelinni.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Það tekur um sólarhring fyrir innleggið að þorna á snúru.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Vörulýsing
Hafði allt til alls á ferðinni og tryggðu þér auka innlegg í fjölnothæfu skiptimottuna/töskunni frá Noah Nappies. Auka innleggin eru með fjórum smellum og eru ætlaðar til skiptana á þeirri sem fylgir fjöllnothæfu skiptimottunni.
2.500 kr
Verð per eininguJulicia er þýskt taubleyjumerki sem við vorum einu sinni að íhuga á að bjóða upp á en ekki varð úr. Þetta er ullarskel með ull sem innra lag og bómull ytra lag ásamt fitted terry bleyju sem hægt er að bústa með auka innleggi og þarf að festa með taubleyjuklemmu eða nælum sem er selt sér.
Þessi pakki er fullkominn fyrir foreldra sem eru að nýta sér Bleyjulaust uppeldi eða EC aðferðina (Elimination Communication).
Vilt þú selja vörurnar þínar?
Myndir þú vilja selja þinn fjölnota taubleyjuvarning (hvaðan sem er) eða aðrar notaðar vörur frá okkur á Cocobutts markaðstorginu? Við erum með nokkrar pælingar í gangi þannig ef þú hefur áhuga hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á info@cocobutts.is og skoðum það saman nánar!
Að byrja koppaþjálfun er stórt skref í lífi barnsins – og þjálfunarnærbuxur eru lykilatriði til að gera þetta ferli auðveldara og árangursríkara. Með koppaþjálfunarpakkanum getur þú valið 3 þjálfunarnærbuxur að eigin vali úr fjölbreyttu úrvali hágæða vara sem passa bæði þarfir barnsins og fjölskyldunnar. Cocobutts blautpoki með tvöföldu hólfi fylgir öllum koppaþjálfunarpökkum.
Af hverju þjálfunarnærbuxur?
Þjálfunarnærbuxur hjálpa börnum að tengja vætu við líkamlegar þarfir sínar og auka sjálfstæði með því að gera þeim kleift að toga nærbuxurnar auðveldlega upp og niður. Þær veita á sama tíma smá vörn gegn slysum, svo fötin haldist þurr, án þess að trufla ferlið.
Veldu úr eftirfarandi valkostum:
Alva Baby One size – Fallegar nærbuxur með bambus innra lagi og vatnsheldu PUL ytra lagi. Þær henta börnum frá 10–16 kg og eru tilvaldar fyrir fyrstu skrefin í koppaþjálfun.
Alva baby 2T og 3T - Fallegar nærbuxur með bómull sem innra og ytra lag og PUL sem milli lag. Þessar eru fullkomnar fyrir þá sem vilja sjá þegar slys hafa orðið því þær blotna meðfram lærum barnsins án þess að allt annað rennblotni.
Bare and Boho – Lífrænar bómullarnærbuxur með smellum fyrir auðveldari notkun. Henta vel fyrir börn á bilinu 15–20 kg.
Little Lamb – Rakadrægar nærbuxur úr hampi og bómull, með fjölbreyttum stærðum allt upp í 28 kg. Fullkomnar fyrir löngu bíltúra eða lúra þegar þú vilt tryggja að fötin haldist þurr.
Pakkinn inniheldur einnig:
1x Miðlungs Cocobutts blautpoki með tveimur hólfum – Fullkominn fyrir koppaþjálfunina, með tveimur aðskildum hólfum til að geyma bæði hrein og skítug föt. Fullkomið fyrir leikskólann eða í ferðalögin! Pokinn nýtist einnig áfram sem t.d. sundpoki eða bara undir hvað sem er sem þú myndir annars nota plastpoka fyrir.
Af hverju að velja fjölnota lausn í stað einnota í koppaþjálfun?
Eykur skynvitund barnsins og flýtir fyrir árangri í koppaþjálfun.
Umhverfisvæn lausn sem minnkar sóun.
Hagkvæmari kostur sem sparar þér peninga til lengri tíma.
Veldu fjölnota – fyrir barnið þitt, budduna og jörðina!
Vörulýsing
Hvað er lanolín
Lanolín er skafað úr nýrri kindaull og er mjög náttúrulegt. Nýjar ullarskeljar hafa alla jafnan verið hreinsaðar. Með því að setja ullina í lanolínlögur gefurðu henni aftur vatnsfráhrindandi eiginleika se, hún hefur upphaflega af náttúrunnar hendi.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður.
2. Settu 1/4 úr teskeið af lanolíni fyrir hverja skel í venjulegan bolla, bættu svo Poppet ilmmola út í eða einni sprautu af barna- eða ullarsápu.
3. Bættu við nýsoðnu vatn og fylltu á bollann, hrærðu lausnina þar til lanolínið og sápan hefur leystst upp fyllilega - þegar lausnin verður mjólkurhvít er hún tilbúin.
4. Helltu vatninu úr bollanum ofan í vasann (Gakktu alltaf úr skugga um að lausnin sé ekki heitari en 30gráður - annars getur ullin þæfst)
5. Settu ullarskelina ofan í lausnina og leyfðu henni að liggja í minnst 4 tíma.
Ef verið er að lanolínsera nýjar ullarskeljar skaltu endurtaka ferlið a.m.k. tvisvar í viðbót og óþarfi að þerra skelina á milli - bara gera nýjar lanolínlögur. Ef verið er að fríska upp á ullarskelina er nóg að setja einu sinni í lanolín lög.
6. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Innihald og pakkningar
100gr af hreinu lanolíni til að lanolínsera ullarbleyjurnar í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Efni
Glycerin, Aqua, Butyrospermum Parkii butter, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Cocos Nucifera Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, CI 74160 Parfum
Efni
100% Pure Anhydrous Lanolin
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Auðveldari leiðin til þess að lanólínsera ull!
Einn moli er fullkomið magn til þess að lanólínsera ullina þína - bombaðu einum mola í volgt vatn og lausnin er tilbúin... easy peasy! Þú getur keypt lanolínmolana frá Poppets í dollu, í áfyllingarformi og svo geturu líka skellt prufu sem er einn moli með í körfuna ef þú vilt prófa fyrst.
Afhverju?
Til þess að ullarbleyjur virki þarf að "preppa" hana fyrir fyrstu notkun og aftur eftir þörfum eftir það. Lanólín er í raun vaxið sem gerir ullina vatnshelda og þegar ullin er unnin af kindinni þá er lanólínið hreinsað burt. Því er mikilvægt að setja lanólín aftur í bleyjuna svo hún virki og það er gert með lanólí"baði".
Lanólínbað þarf aðeins að framkvæma á nokkurra mánaðar fresti eða eftir þörfum.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
What a Melon!: Dísætur sannkallaður vatnsmelónu ilmur. Hugsaðu um vanillu með dass af kirsuberjamöndlublöndu.
Hvernig?
Lestu þvottaleiðbeiningar fyrir ull hér.
Innihald
Lanolin, Glycerin, Aqua, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Sodium Shea Butterate, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Citric Acid, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, Parfum Citronellol, Linalool
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Hvað er lanolín
Lanolín er skafað úr nýrri kindaull og er mjög náttúrulegt. Nýjar ullarskeljar hafa alla jafnan verið hreinsaðar. Með því að setja ullina í lanolínlögur gefurðu henni aftur vatnsfráhrindandi eiginleika se, hún hefur upphaflega af náttúrunnar hendi.
Notkunarleiðbeiningar
Flaskan inniheldur lanolínlögur sem er tilbúin til notkunar. Þú einfaldlega spreyjar létt á ullarskelina til að halda lanolínseringunni við. Þú getur blandað þínar eigin lanolínlögur og notað brúsann áfram þegar upphaflega innihaldið klárast.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Innihald og pakkningar
100gr af hreinu lanolíni til að lanolínsera ullarbleyjurnar í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Efni
Glycerin, Aqua, Butyrospermum Parkii butter, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Cocos Nucifera Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, CI 74160 Parfum
Efni
100% Pure Anhydrous Lanolin
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Nimble Laundry Lover Non-Bio barnaþvottaefnið inniheldur einungis 13 innihaldsefni til að fjarlægja erfiða bletti sem er jafnframt milt og gott fyrir viðkvæma húð ungabarnsins.
- Non-bio fljótandi þvottaefni sem er sérhannað fyrir viðkvæma húð.
- Laust við húðertandi ensím, litarefni og litskerpandi efni.
- Formúlan þrífur vel fötin, jafnvelt á 30 stiga hita.
- 100% vegan, 100% cruelty-free, 100% niðurbrjótanleg efni.
- Ofnæmisfrí lyktarefni sem fríska upp á fötin, rúmfötin og mjúku leikföngin.
- Ein flaska dugar fyrir allt að 45 þvotta.