158 vörur
158 vörur
Flokka eftir:
Leikmottan frá LPO er fullkomin félagi innan- sem utandyra og á ferðalagi. Hún er auðveld í þrifum þar sem hún er vatnsheld og jafnframt þægileg fyrir börn, því hún er léttfóðruð. Á mottunni er langt band með smellu til að rúlla mottunni auðveldlega upp og ganga auðveldlega frá henni. Bakið á mottunni er með fjölda smárra kísilpunkta sem gerir það að verkum að hún rennur ekki til.
Efni og stærð
Stærð: 137 cm x 137 cm
Samsetning: 100% pólýester
Þetta teygjulak fyrir barnarúm frá La Petite Ourse er með PUL-himnu í innra laginu sem veitir vörn gegn leka milli barnsins og dýnunnar. Ytra lag laksins er mjög mjúkt og býður upp á mikil þægindi fyrir litla barnið þitt bæði á nóttunni og í daglúrum og er algjör snilld fyrir ykkur foreldrana líka! Ef það verður pissuslys þá dugar einfaldlega að kippa lakinu af. Við mælum með að hafa alltaf hreint lak undir til að spara tíma og fyrirhöfn sérstaklega á nóttunni, og ekki verra að það sé eins lak til að hámarka vörnina.
Lakið passar líka frábærlega við mismunandi liti á sængum fyrir barnarúm. Þannig getur þú búið til þitt uppáhalds sett!
Athugið að þetta teygjulak kemur ekki í staðinn fyrir dýnuhlíf, það veitir einungis auka vörn gegn leka.
Efni og stærð
Stærð: 137 cm x 71 cm x 21 cm
Samsetning: 70% bambus, 30% bómull
Um merkið
La Petite Ourse er franskt-kanadískt taubleyjufyrirtæki sem stofnað var árið 2013 af hjónunum Agate og David. Þau höfðu það að markmiði að gera taubleyjur bæði einfaldar og aðgengilegar fyrir alla. Vörumerkið hefur notið mikilla vinsælda og verið notað af yfir þrjátíu þúsund fjölskyldum um allan heim. Það sem gerir La Petite Ourse að einstöku merki eru endingargóðar og vandaðar vörur á sanngjörnu verði. Okkar allra vinsælustu og dáðustu vörur frá LPO eru bæði vasableyjurnar og AIO bleyjur og Pail liner-inn.
Frá 4.990 kr
Verð per eininguVörulýsing
Lífrænt og loftþétt blautþurrkubox sem er fullkomið til að geyma fjölnota þurrkur. Lokið er með tvöföldum lás sem gerir það 100% vatnshelt.
Lokið er hannað þannig að þú getur leyft þurrkunum þínum að kólna á öruggan hátt í boxinu með lokinu og það er meira að segja í lagi að setja það í örbylgjuofn til að hita upp þurrkurnar! Svo nýtast þau í svo margt annað en að geyma fjölnota þurrkur þegar það tímabil er liðið hjá.
Það er einstaklega auðvelt að þrífa boxið þar sem það má fara í uppþvottavélina. Það má einnig fara í frystinn.
Stærðir
Grande 19,5 x 19,5 x hæð 9,3 cm - 1900ml - Rúmar 20stk 20x20cm þurrkur
Poco: 20 x 12 x hæð 7cm - 900 ml - rúmar um 10stk 20x20 þurrkur brotnar í tvennt
Efni
100% lífrænt bio-plast.
Þvottur og umhirða
Má fara í uppþvottavél, þolir allt að 100gráðu hita, má setja í örbylgjuofn, auðvelt að þrífa.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Lítill blautpoki með tveimur hólfum (þurr- og blauthólfi).
Þessi poki er fullkominn fyrir fjölnota tíðavörur eða fjölnota þurrkur. Settu hreint í þurrhólfið að framanverðu og notað í blauthólfið.
Þessa poka má einnig nota í ýmislegt annað, til dæmis fyrir nesti, snarl, litlar skeiðar og fjölnota rör.
Stærð: 18 x 24cm
Lítill og fallegur geymslupoki frá Elskbar.
Þessi poki er með tveimur geymsluhólfum og rennilás og hentar vel undir tíðabindi, þurrkur, eina taubleyju eða annað smærra.
Pokinn er úr TPU efni og er með hanka og smellu
Mál: 20cmx22cm
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Frábærir blautpokar fyrir heimilið, skiptitöskuna og leikskólann! Þessir litlu blautpokar með einu hólfi eru fullkomnir fyrir að geyma allt sem þú þarft, hvort sem er:
- Bleyjur
- Blautar buxur og sokka
- Blaut sundföt
- Undir snyrtidót
- Sem pennaveski
Með þægilegri stærð að 20cm x 25cm er pokinn góð lausn fyrir margar af þínum daglegu þörfum. Auk þess er blautpokinn:
- PCP vottaður
- Engin BPA, falöt, eða blý
4.500 kr
Verð per eininguDásamlegu fitted bleyjurnar frá Little Lamb voru eitt sinn í nýburapökkunum okkar og algjörlega elskaðar af nýbökuðum taubleyjuforeldrum. Ástæðan fyrir því að við ákváðum að skipta þeim út var vegna þess að riflásarbleyjur hentuðu einfaldlega ekki í leigupakkana.
Hver pakki inniheldur:
5x nýburableyjur með riflás ásamt búster og flísrenning
1x Ai2 nýburaskel með riflás og tvöfaldri lærateygju
Allir pakkarnir eru lítið til miðlungs mikið notaðir.
Vilt þú selja vörurnar þínar?
Myndir þú vilja selja þinn fjölnota taubleyjuvarning (hvaðan sem er) eða aðrar notaðar vörur frá okkur á Cocobutts markaðstorginu? Við erum með nokkrar pælingar í gangi þannig ef þú hefur áhuga hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á info@cocobutts.is og skoðum það saman nánar!
Ofur rakadrægar brjóstagjafalekahlífar úr mjúkum bambus
Umhverfisvænn og eiturefnalaus kostur fyrir mjólkandi mæður
Elskbar brjóstagjafalekahlífarnar eru hannaðar fyrir mæður sem vilja sjálfbæra og þægilega lausn. Þessar ofurmjúku lekahlífar hafa bambusflauel við húðina, sem bæði andar og ertir ekki viðkvæma húð, ásamt því að hafa bakteríudrepandi eiginleika sem dregur úr líkum á sveppasýkingum. Þrjú lög af rakadrægum bambus tryggja að þú haldist þurr allan daginn, á meðan ytra vatnshelda TPU lagið verndar gegn leka. Hér færð þú pakka með þremur pörum (samtals 6 stykki) af lekahlífum með fallegu mynstrunum Wildflowers, Twigs og Dandelions. Lekahlífarnar eru 12 cm í þvermál, sem tryggir hámarks þekju og þægindi, óháð stærð brjóstanna. Brjóstagjafalekahlífarnar má auðveldlega þvo í vél við 60 gráður og endurnýta aftur og aftur, sem gerir þær að hagkvæmu og umhverfisvænu vali fram yfir einnota brjóstagjafalekahlífar. Þú getur notað litla Elskbar blautpokann til að geyma bæði hreinar og notaðar lekahlífar, bæði heima og á ferðinni.
Danska ljósmóðirin og brjóstagjafaráðgjafinn, Sanne Christensen frá Randers Ljósmóðurstofu, og brjóstagjafaráðgjafinn og dúlan, Astrid Givard frá En Anden Start mæla með brjóstagjafaleikahlífunum frá Elskbar við danskar mjólkandi mæður.
Kostir endurnýtanlegra brjóstagjafalekahlífa
Að velja endurnýtanlegar brjóstagjafalekahlífar fram yfir einnota gefur fjölmarga frábæra kosti sem bæta ekki aðeins brjóstagjafaupplifunina heldur hafa líka jákvæð áhrif á umhverfið og fjárhaginn þinn. Hér eru helstu kostir þess að velja endurnýtanlegar brjóstagjafalekahlífar:
- Meiri þægindi og mildara við húðina: Elskbar endurnýtanlegu brjóstagjafalekahlífarnar eru úr bambus, sem er mun mýkra efni og andar betur en efnin sem notuð eru í einnota lekahlífar. Þær eru því tilvaldar fyrir viðkvæma húð, þar sem þær minnka hættuna á bakteríu- og sveppamyndun.
- Betri rakadrægni: Fjöldi laga af ofur rakadrægum bambus bambus gera það að verkum að þessar endurnýtanlegu lekahlífar geta dregið í sig meiri vökva en margar einnota lekahlífar. Þetta þýðir færri skiptingar yfir daginn og betri vörn gegn óæskilegum leka.
- Umhverfisvænt og sjálfbært: Einn af stærstu kostunum við endurnýtanlegar brjóstagjafalekahlífar er jákvæð áhrif þeirra á umhverfið. Með því að fjölnota lekahlífar minnkar þú úrgang frá einnota vörum, sem dregur úr umhverfisáhrifum þínum. Þú getur notað sömu lekahlífarnar aftur og aftur, með nokkrum börnum – bara þvegið, þurrkað og endurnýtt!
- Fjárhagslegur sparnaður: Þó að endurnýtanlegar lekahlífar kunni að hafa hærri upphafskostnað, borga þær sig margfalt til baka. Þú þarft ekki stöðugt að kaupa nýja pakka af einnota lekahlífum, sem sparar peninga til lengri tíma og gerir þær að mun betri valkosti fjárhagslega.
Hversu margar lekahlífar þarftu?
Almennt er mælt með að hafa 6 sett af endurnýtanlegum brjóstagjafalekahlífum (samtals 12 lekahlífar) til að mæta daglegum þörfum. Þetta magn gefur þér nægar lekahlífar til að skipta reglulega yfir daginn og nóttina, á meðan þú hefur tíma til að þvo og þurrka þær á milli notkunar. Fjöldinn getur þó verið breytilegur eftir því hversu mikið þú lekur og hversu oft þú vilt þvo þær. Ef þú upplifir mikinn leka eða vilt þvo sjaldnar getur verið gott að hafa fleiri sett, mögulega allt að 10-12 sett, svo þú hafir alltaf nýjar lekahlífar tilbúnar. Góð þumalputtaregla er að byrja með 6 sett og aðlaga svo eftir þínum þörfum.
Nánari upplýsingar
- 3x pör í pakka (6stk í heildina)
- Innra lag: 3x lög af rakadrægum bambus. 85% bambus og 15% polyester
- Vatnhelt ytra lag: 100% polyester með TPU (thermoplastic laminate)
- Frábær lekavörn fyrir mjólkandi mæður bæði á meðgöngu og eftir fæðingu
- Eiturefnalaus og and bakteríusafnandi efni upp við viðkvæmar og sárar geirvörtur
- 12cm ummál
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Kynntu þér þessa einstöku Lúxus ferðaskjóu frá Bare and Boho, sem er ekki aðeins falleg heldur einnig afar praktísk. Hún er hönnuð fyrir nútíma foreldra sem vilja halda skipulaginu í lagi án þess að fórna stíl og fegurð.
Eiginleikar:
- Rúmar 10-12 bleyjur: Þessi ferðaskjóða er hönnuð til að passa bleyjur og þjálfunarnærbuxur, auk þess að geyma þurrka og einnota renninga.
- Vatnsheld: Gerð úr endurunnu polýester-plasti, með vatnsheldri filmu sem gerir hana afar hentuga fyrir endurnýtanlegar nauðsynjavörur.
- Vandaður rennilás: Þolir klórvatn og saltan sjó, sem gerir hana fullkomna fyrir ferðalög.
- Handfang með smellum: Hægt er að hengja skjóðuna á vagninn eða við skiptiborðið fyrir auðvelda aðgengi.
Fullkomin fyrir ferðalög:
Ferðaskjóðan passar vel í hefðbundna ferðatösku og gerir ferðir með börn auðveldari. Við mælum með að eiga ýmsar stærðir og gerðir af blautpokum til að geyma allt frá bleyjum og fötum til sundfata.
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
5.990 kr
Verð per eininguVörulýsing
Vasableyjan frá Poppets passar börnum frá 3,5-16kg og er ótrúlega falleg og gæðaleg bleyja. Hún er nett í sniðinu, opin í báða enda og með henni fylgja tvö innlegg, eitt hemp innlegg/búster og ein innleggjatunga úr bambus og lífrænum bómull.
Eiginleikar
Innlegg
Tvö innlegg fylgja öllum vasableyjum frá Poppets baby
Sporðlaga innleggjatunga
52cm langt innlegg úr 100% lífrænni bómull ytra lag og þrjú lög af bambus innra lagi sem gefur 5 lög af súper rakadrægni
Brjóttu innleggið saman í tvennt og eða jafnvel þrennt of stilltu rakadrægnina þar sem álagið er mest. Þannig geturðu fengið allt að 15 lög af súper rakadrægni tilvalið fyrir ofurpissara.
Hemp innlegg
Fjögurra laga hemp/bómullarblandað innlegg sem er hannað til að passa fullkomlega í bleyjuna í minni stærðarstillingum. Fullkomið fyrir nýbura sem pissa oft en lítið í einu. Þegar barnið stækkar er hægt að nota hemp innleggið sem búster með innleggjatungunni og fáðu gífurlega rakadræga bleyju fyrir ofurpissara.
Efni
Skel - 100% Polyester TPU
Innra lag- 100% Microflís
„Fishtail“ Innlegg
Ytri lög 100% GOTS vottaður lífrænn bómull
Innri lög: Þrjú lög af bambus og polyester (80/20)
Hemp Insert
Fjögurra laga hemp og bómullarblanda (55/45)
Þvottur og umhirða
Hefðbundinn taubleyjuþvottur. Sjá blogg Einföld þvottarútína til viðmiðunar.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
6.490 kr
Verð per eininguVörulýsing
Vandaðar fjölnota þurrkur í fullkominni stærð úr extra mjúku bambus velúr á einni hlið og bambus terry á hinni. Koma 12 saman í pakka, 4 af hverju munstri. Fullkomnar fyrir litla bossa, hendur og andlit!
Við mælum meira að segja með þeim til að þrífa farða blíðlega af án þess að erta húðina!
Bleyttu þurrkurnar með lausn úr næringarmolunum frá Poppets og litli bossinn mun ilma eins og blóm í haga án allra eitur og aukaefna.
Efni og stærð
Tvöfaldur bambus 20cm x 20cm
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Hamp- og bómullar búster
Þunnur og grannur búster frá Pisi sem hægt er að bæta í hvaða bleyju sem er án þess að gera hana fyrirferðarmikla. Bústerinn tilheyrir hluta af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru rakadrægu efni. Búster er gerður til að auka við rakadrægni og gæti hentað vel til dæmis í næturbleyjur eða dagbleyjur sem þurfa að endast í tiltölulega langan tíma, til dæmis yfir lúr í lengri kantinum.
Stærðir
Bústerinn er um 32x11 cm og gæti minnkað um allt að 8% eftir fyrsta þvott.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að bústerinn er þunnur og sem slíkur er hann sérlega snöggur að þora á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur hreinsast almennt mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins. Þetta á einnig við um bústerinn.
Efni
Bústerinn er gerður úr 55% hampi og 45% bómull. Efnið er 350 GSM.
Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Framleiðsla
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Miðlungs geymslupoki úr TPU efni frá Elskbar.
Pokarnir eru einstaklega fallegir og rúma um 3-5 bleyjur. Þeir eru með einu hólfi og hanka með smellu. Henta mjög vel fyrir óhreinatau á ferðalagi, í sundið eða sem pissufatapokar á leikskólann!
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Viltu hafa stjórn á óreiðunni í leikskólanum, á ferðalagi eða heima? Miðlungs blautpokinn með tveimur hólfum er fullkomin lausn fyrir þig! Hér eru nokkur atriði sem gera þennan poka að frábærum valkosti:
- Tvö hólf: Eitt hólf fyrir þurrt og hreint og annað fyrir blautt og/eða óhreint, sem gerir skipulagninguna svo miklu auðveldari.
- Rúmgóð: Tekur allt að 6 bleyjur, fullkomið fyrir bleyjuskipti og þjálfunarnærbuxur.
- Margbreytileiki: Hentar einnig fyrir sundferðir, blaut föt og aðra hluti sem þurfa að vera í einangrun.
- Umhverfisvænt: Engin BPA, falöt eða blý; þú getur verið viss um að vörurnar séu öruggar fyrir þig og börnin þín.
- PCP vottun: Gæði tryggð með vottun sem veitir þér hugarró
Stærð: 30cm x 36cm – hentar vel í skiptitöskuna eða dagspokann.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Uppgötvaðu fjölbreytni og þægindi með miðlungs blautpokanum okkar, hannaður til að auðvelda lífið á ferðinni! Þessi poki er ekki aðeins stílhreinn, heldur einnig einstaklega praktískur. Hann er tilvalinn fyrir:
- Heimilið
- Skiptitöskuna
- Leikskólann
Með hliðarsmellu og hönkum er auðvelt að bera hann með sér, hvort sem þú ert að fara í sundferð eða að leysa dagleg verkefni. Pokinn er sérstaklega hannaður til að aðskilja þurrt og óhreint:
- Tvö hólf: Eitt hólf fyrir þurrt og hreint og annað fyrir blautt og/eða óhreint, sem gerir skipulagninguna svo miklu auðveldari.
- Rúmgóð: Tekur allt að 6 bleyjur, fullkomið fyrir bleyjuskipti og þjálfunarnærbuxur.
- Margbreytileiki: Hentar einnig fyrir sundferðir, blaut föt og aðra hluti sem þurfa að vera í einangrun.
- Umhverfisvænt: Engin BPA, falöt eða blý; þú getur verið viss um að vörurnar séu öruggar fyrir þig og börnin þín.
- PCP vottun: Gæði tryggð með vottun sem veitir þér hugarró
Stærð: 30cm x 36cm – hentar vel í skiptitöskuna eða dagspokann.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Nimble Nappy Lover taubleyjuþvottaefnið einfaldar taubleyjuþvottinn til muna og skilur eftir sig skínandi hreinar og mjúkar taubleyjur.
- Non-bio þvottaduft sérhannað fyrir taubleyjur
- Einfaldari leið til þvo taubleyjur. Engin þörf á auka bústerum.
- Laust við húðertandi ensím, litarefni og litskerpandi efni og innihaldur einungis ofnæmisfrí lyktarefni.
- Eyðist algerlega upp í þvotti. Þvottaefnið safnast ekki fyrir í bleyjunum
- Ein flaska dugar fyrir allt að 40 þvotta
Hafðu það notalegt og passaðu upp á heilsuna á meðan blæðingarnar eru í gangi með Náttúrulega tíðapakkanum okkar.
Pakkinn inniheldur:
1-3x tíðanærbuxur frá Elskbar að eigin vali
- Einstaklega mjúkar, vatnsheldar og gríðarlega rakadrægar tíða- og lekanærbuxur sem láta þér líða vel allan daginn eða nóttina. Fullkomnar fyrir daglega notkun, léttar blæðingar eða sem viðbótarvörn við tíðabikar. Henta einnig fyrir þvagleka og útferð.
2-5x Fjölnota tíðabindi að eigin vali á 15% afslætti
- Náttúruleg, mjúk og rakadræg bindi sem henta vel fyrir blæðingar og þvagleka. Þú velur rakadrægnina og fær 15% afslátt þegar þú tekur tíðanærbuxur með.
KAUPAUKI
1x Lítill Cocobutts blautpoki – Fullkominn til að geyma fjölnota bindi á ferðinni. Þægilegur og vatnsheldur til að einfalda daginn þinn.
Af hverju fjölnota vörur?
- Þægileg, mjúk og hönnuð með heilbrigði í huga.
- Minni sóun og minni urðun einnota tíðavara, sem stuðlar að hreinni jörð.
- Umhverfisvæn hönnun úr hágæða náttúrulegum efnum sem anda vel og bjóða upp á einstaka vellíðan.
Skapaðu þér þægilegt og sjálfbært líf með Náttúrulega tíðapakkanum – Cocobutts blautpokinn fylgir með!