Cocobutts markaðstorg
Loksins hefur þetta tilraunaverkefni litið dagsins ljós hjá okkur! Við höfum safnað upp svolitlum lager af notuðum og nýjum varningi vegna nýbura- og prufupakkanna okkar. Einnig eru sumar vörur nýjar frá birgjum sem við vorum að skoða en tókum ekki inn. Svo eru einhverjar vörur úr okkar eigin söfnum eða vörur sem við höfum prófað sjálf og erum ekki að nota.
Myndir þú vilja selja þinn fjölnota taubleyjuvarning (hvaðan sem er) eða aðrar notaðar vörur frá okkur á Cocobutts markaðstorginu? Við erum með nokkrar pælingar í gangi þannig ef þú hefur áhuga hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á info@cocobutts.is og skoðum það saman nánar!