4 vörur
4 vörur
Flokka eftir:
Dagspakki fyrir fjölnota lífsstíl!
Grunnpakki Cocobutts er hugsaður sem fullkominn dagspakki af frábærum vasableyjum, og inniheldur nóg af bleyjum fyrir einn dag. Þessi pakki er tilvalinn fyrir þá sem vilja prófa taubleyjur í fyrsta sinn eða bæta við núverandi bleyjubirgðir.
Pakkinn inniheldur:
- 4x AWJ vasableyjur frá Alva Baby með einu bambus innleggi
- Þægilegar og einfaldar vasableyjur með Athletic Wicking Jersey (AWJ) innra lagi sem heldur húð barnsins þurrri. Vasableyjurnar frá Alva Baby eru elskaðar af taubleyjuforeldrum á Íslandi og um heim allan vegna þess að þær eru frábærlega sniðnar, eru ótrúlega endingagóðar og mjög hagkvæmar.
- Henta börnum frá 3,5–15 kg.
2x AIO bleyjur frá La Petite Ourse
- Endingargóðar og gífurlega rakadrægar AIO bleyjur með ísaumuðu bambus innleggi og bambus búster sem smellist ofan á bleyjuna eða hægt að setja í vasann. Með hemp búster duga þessar bleyjur sem næturbleyjur fyrir flestar fjölskyldur fyrsta árið.
- Passa börnum frá 5–16 kg
1x Einnota renningar úr lífrænu lífplasti
- Mjúkir og umhverfisvænir renningar sem grípa kúk en hleypa þvaginu í gegn. Algjör nauðsyn fyrir alla sem nota taubleyjur.
2x Hemp bústerar – 2 lög
- Einstaklega þunnir og rakadrægir hemp bústerar sem þú getur brotið saman eða lagt flatt undir eða utan um annað innlegg til að auka við rakadrægnina. Tilvalið fyrir langa lúra eða í ferðalög.
1x Cocobutts tveggja hólfa blautpoki í miðlungsstærð
- Vatnsheldur blautpoki með tveimur hólfum til að geyma hreinar og notaðar bleyjur aðskildar. Fullkominn fyrir daglega notkun eða í ferðalög.
Af hverju að velja Grunnpakka Cocobutts?
Dagleg notkun: Þessi pakki inniheldur allt sem þú þarft fyrir einn dag af fjölnota bleyjunotkun.
Einfalt og hagkvæmt: Fullkomið fyrir byrjendur sem vilja prófa taubleyjur án þess að flækja hlutina.
Vinsælustu bleyjurnar: Þú færð blöndu af vinsælum vasableyjum frá Alva Baby og Little Lamb sem eru bæði þægilegar og áreiðanlegar.
Skipulag og þægindi: Tveggja hólfa blautpokinn gerir geymslu og umhirðu bleyjanna einfaldari.
Umhverfisvænt og hagkvæmt: Hver taubleyja forðar um 700 einnota bleyjum úr urðun og sparar þér um 30.000 krónur í peningum.
Lykileiginleikar:
Einföld notkun: Vasableyjur með stillanlegri hönnun sem vaxa með barninu.
Rakadrægni: Hágæða innlegg og bústerar sem tryggja að barnið sér þurrt og líði vel.
Hentug lausn: Fullkomið fyrir daglega notkun heima eða á ferðinni.
Grunnpakki Cocobutts er frábær leið til að hefja fjölnota lífsstíl og tryggja umhverfisvænni framtíð – einn dag í einu! 🌿
Allt sem þú þarft til að byrja með taubleyjur!
Startpakki Cocobutts er hannaður til að gera upphafið með taubleyjur auðvelt, hagkvæmt og skemmtilegt. Pakkinn inniheldur úrval vinsælustu vasableyjanna ásamt nauðsynlegum fylgihlutum fyrir fjölnota lífsstílinn – þar á meðal tvo blautpoka sem auðvelda geymslu og umhirðu.
Pakkinn inniheldur:
- 8x AWJ vasableyjur frá Alva Baby með bambus innleggi
Fjölhæfar og hagkvæmar vasableyjur með Athletic Wicking Jersey (AWJ) innra lagi sem heldur viðkvæmri húð barnsins þurri. - Passa börnum frá 3,5–15 kg með stillanlegri one-size hönnun.
2x Lúxus vasableyjur frá Poppets Baby með tveimur súper innleggjum
- Nettar og mjúkar bleyjur með flís innra lagi
- Tvö innlegg: eitt úr bambus og lífrænni bómull, og annað úr hampblöndu.
- Opnar í báða enda fyrir þægilega innsetningu og fjarlægingu innleggs.
- Passa börnum frá 3,5kg - 16kg
2x vasableyjur frá La Petite Ourse með tveimur bambus innleggjum
- Endingargóðar bleyjur með tveimur bambusinnleggjum og suede
- Framleiddar úr endurunnum plastefnum með CPSIA vottun.
- Henta börnum frá 5–16 kg.
1x XL blautpoki – Pail Liner með rennilás á botni
- Stór, vatnsheldur og lyktarheldur poki með rennilás á botni fyrir sem auðveldar þér taubleyjuþvottinn til muna.
- Hentar fullkomlega til að geyma bleyjur fyrir þvott.
1x Einnota renningar úr lífrænu lífplasti
- Mjúkir og umhverfisvænir renningar sem grípa kúk en hleypa þvagi í gegn. Algjör leikbreytir í taubleyjulífinu!
4x Bambus bústerar frá Alva Baby
- Frábærir bústerar sem auka rakadrægnina í bleyjunum fyrir löngu lúrana eða ferðalögin.
1x Stór Cocobutts tveggja hólfa blautpoki
- Fullkominn fyrir daglega notkun – geymir hreinar og notaðar bleyjur í aðskildum hólfum. Fullkomið fyrir ferðalög eða dagvistun.
Af hverju að velja Startpakka Cocobutts?
Vinsælustu bleyjurnar: Vasableyjur sem eru uppáhalds meðal Cocobutts viðskiptavina og okkar sjálfra.
Fullkomið fyrir byrjendur: Inniheldur allt sem þú þarft til að byrja á fjölnota ferðalaginu.
Umhverfisvænt og hagkvæmt: Hver taubleyja forðar um 700 einnota bleyjum úr urðun og sparar þér um 30.000 krónur í peningum.
Þægilegt og vel skipulagt: Með tveimur mismunandi blautpokum er auðvelt að halda skipulagi og sjá um notaðar bleyjur.
Lykileiginleikar:
Einföld notkun: Settu innlegg í vasa og bleyjan er tilbúin.
Sveigjanleiki: Bústerar og innlegg fyrir mismunandi þarfir.
Skipulag: Aðskildar lausnir fyrir daglega notkun og geymslu fyrir þvott.
Tryggðu þér Startpakka Cocobutts í dag og njóttu alls þess besta sem fjölnota lífsstíllinn hefur upp á að bjóða! 🌿
Af hverju ætti að velja ullarbleyjur og Ai2 kerfið?
Ullarbleyjur:
Ull er náttúrulegt efni sem andar einstaklega vel og hentar fullkomlega fyrir viðkvæma húð barna. Ullin hefur einstaka eiginleika sem gera hana vatnsfráhrindandi og bakteríudrepandi, sem þýðir að þú þarft ekki að þvo ullarbleyjur eftir hverja notkun – láttu þær bara lofta! Þetta sparar bæði tíma og orku og stuðlar að sjálfbærari lífsstíl. Ullarbleyjur henta sérstaklega vel fyrir bæði dag- og næturnotkun, þar sem þær veita betri öndun og draga úr hættu á rakamyndun í húð
AI2 kerfið (Allt-í-tvennu):
AI2 kerfið er einfalt, sveigjanlegt og hentar vel fyrir fjölskyldur sem vilja þægilegan og hagkvæman kost. Ullarskelin er notuð aftur og aftur svo lengi sem það kemur ekki kúkur í hana, og þú einfaldlega skiptir um innlegg eftir þörfum. Þetta þýðir minna þvottamagn og betri nýtingu á vörunni. Með Ai2 getur þú valið á milli mismunandi innleggsvalkosta, eins og bambus, hamp eða bómull, allt eftir þörfum barnsins. Ef það kemur kúkur í skelina er nóg að blettaþvo hana.
Saman mynda ullarbleyjur og AI2 kerfið fullkomið val fyrir foreldra sem vilja hagkvæmni, þægindi og umhverfisvænan lífsstíl – allt án þess að fórna þægindum barnsins. 🌱
Helstu kostir AI2 kerfisins:
- Færri skeljar: Þú þarft aðeins 2-3 skeljar fyrir daginn og getur notað þær aftur og aftur með nýjum innleggjum.
- Minni þvottur: Skeljarnar þværðu aðeins þegar þær verða óhreinar eða illa lyktandi, en innleggin þværðu eftir hverja notkun.
- Snap-in-One kerfi: Mörg innlegg eru með smellum sem tryggja að þau haldist á sínum stað í skeljunum.
- Sveigjanleiki: Þú getur blandað saman innleggjum, eftir þörfum fjölskyldunnar.
- Hagkvæmt og einfalt: Einfalt að skipta út innleggjum án þess að þvo skelina í hvert skipti.
Hvað er innifalið í þessum pakka?
- 2-4 ullarskeljar að eigin vali sem henta þínum þörfum og barni þínu.
-
1+ lanolín lausn að eigin vali
- 8+ innlegg að eigin vali á 20% afslætti
- KAUPAUKI - 1 Cocobutts blautpoki með tveimur hólfum fylgir frítt með
Ullarskeljarnar sem þú getur valið úr:
Ullarskeljar frá Pisi
- Tvö lög af GOTS- og OEKO-TEX vottaðri ull, með efnisborðum að innan sem halda innleggjum á sínum stað.
- Stærðir: 2 (6-16 kg), 3 (10-19 kg).
- Þarf lanolín meðferð fyrir vatnsheldni.
Ullarskeljar frá Puppi
- Snap-in-One skeljar úr ítalskri merino ull.
- Stærðir: OS (6-15 kg) og OS+ (9-18 kg).
- Þarf lanolín meðferð fyrir vatnsheldni.
Innleggin í boði:
Bambus innlegg frá Bare and Boho
- 5 lög af bambus-bómullarfleece með „stay-dry“ microfleece.
- Snap-in-One smellur halda innleggjunum á sínum stað.
Hemp innlegg frá Bare and Boho
- Lífræn hamp-bómullarblanda með snap-in-One smellum fyrir aukna stöðugleika.
Flatar bleyjur úr muslin frá Pisi
- Lífræn bómull, einföld í notkun og þorna hratt. Henta fyrir alla skeljar.
- Það þarf að loka flötum bleyjum með snappi eða nælum.
Fitted bleyjur frá Pisi
- Lífræn bómull með vasa fyrir auka rakadrægni.
- Henta vel undir ullarskeljar og veita framúrskarandi lekavörn.
- Fliparnir eru nógu breiðir til að sleppa snappi eða nælum en það má nota lokun með ef þú vilt að bleyjurnar haggist ekki.
Hvernig set ég saman minn pakka?
- Veldu 2-4 ullarskeljar að eigin vali.
- Veldu 1+ lanolín lausn að eigin vali.
- Veldu 8+ innlegg að eigin vali og fáðu 20% afslátt.
- Kláraðu kaupin og Cocobutts blautpoki fylgir frítt með
Náttúrulegi ullarpakkinn – Sveigjanlegt kerfi fyrir einfalda, skilvirka og hagkvæma taubleyjunotkun.
Tilvalið tækifæri fyrir þau sem vilja byrja með fjölnota bleyjur eða bæta við safnið sitt! Cocobutts blautpoki með tveimur hólfum fylgir með kaupum!
Bleyjukerfið frá Bare and Boho
Bleyjukerfið frá Bare and Boho er eitt það einfaldasta á markaðnum! Þú þarft bara að smella innlegginu í bleyjuskelina þína - og setja hana á barnið þitt. Bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho hafa enga flókna eiginleika eða margra laga innlegg sem þarf að brjóta saman á ákveðinn hátt, sem gerir þetta kerfi hagnýtt fyrir alla sem annast barnið, þar á meðal dagforeldra, ömmur, afa og vini!
Stærðir
One Size bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho eru hannaðar fyrir þyngdir 2,5 - 18 kg, eða frá fæðingu til koppaþjálfunar.
Pakkinn inniheldur:
- 5 skeljar þar sem hægt er að velja milli Flexi Cover eða Soft Cover, allt eftir því sem hentar þínu barni og þínum þörfum.
- 15 innlegg þar sem þú getur valið úr bambusinnleggjum, hampinnleggjum, bústrum eða trifold-innleggjum, þannig að þú færð fullkomið sett sem passar vel við þinn lífsstíl.
Endurbætur á Flexi Cover bleyjuskel
Nýja og endurbætta útgáfan af Flexi Cover bleyjuskelinni (2.0) hefur eftirfarandi eiginleika:
- Tvöfaldar teygjur í mjaðmagrófinni til að tryggja hámarksvörn gegn leka.
- NÝ magateygja til að forðast op á maganum þegar bleyjan er notuð.
- NÝR panell á aftari hluta bleyjunnar sem veitir innri vörn til að forðast kúkasprengingar upp að aftan.
- NÝ, breiðari og mýkri bakteygja og innri mjaðmateygja, til að tryggja hámarks þægindi fyrir barnið þitt.
Bleyjuinnleggin
Hvert endurnýjanlega innlegg er hannað til að smella eða liggja inni í bleyjuskelinni. Innleggin frá Bare and Boho geta einnig verið sett undir bakvörnina fyrir aukna vörn gegn lekum. Hvert innlegg hefur teygjur á hliðunum sem umlykja mjaðmirnar til að draga best úr raka og vernda gegn lekum.
Nýju 2.0 bambusinnleggin innihalda nú 5 lög af rakadrægu efni, þar á meðal bambus-bómullarfleece og efra lag úr microfleece. Microfleece lagið dregur raka frá húð barnsins, þannig að það heldur barninu þurru í lengri tíma.
Uppgötvaðu framúrskarandi gæði og náttúruleg þægindi með Hemp innlegginu frá Bare and Boho. Þetta innlegg er hannað úr lífrænni hamp-bómullarblöndu, sem gerir það að verkum að það er bæði umhverfisvænt og öruggt fyrir barnið þitt.
Hver endurnýjanlegi búster er mótaður í stundaglaslaga formi til að passa vel að líkamanum. Bústerarnir frá Bare and Boho hafa innbyggt efni sem er rakadrægt og mjúkt. Þeir eru hannaðir til að auka rakadrægni bleyjunnar og eru valfrjálsir í notkun, fer eftir því hversu mikið barnið þitt þarf.
Til að nota bústerinn skaltu einfaldlega leggja hann ofan á innleggið, eða brjóta hann í tvennt og leggja að framan, sérstaklega fyrir drengi, þar sem álagið er mest.
Bambus Trifold frá Bare and Boho
Trifold innleggið frá Bare and Boho er með 3 lögum af rakadrægum bambus-bómullarfleece. Þegar innleggið er brotið í þrennt, verður það að afar rakadrægu innleggi fyrir bleyjuskelina þína. Trifolds eru hönnuð til að brjóta saman í þrennt, en þrátt fyrir mikla rakadrægni er innleggið ennþá þunnt og þægilegt þegar það er samanbrotið í bleyjunni. Hægt er að nota trifolds eitt sér inni í bleyjunni eða sem viðbótarrakadrægni við venjuleg innlegg, eða í bland við önnur innlegg eða bústera fyrir enn meiri rakadrægni. Þú finnur bambus trifoldið frá Bare and Boho hér.
Sjá allar vörur frá Bare and Boho
Efni
- Ytra efni skeljar: 100% pólýester rPET
- Innri fóðrun skeljar: 100% pólýester microsuede
- Ytra efni innleggs: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efra lag innleggs: 100% pólýester microfleece
- Búster: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efri lag bústera: 100% pólýester microfleece
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.