5 vörur
5 vörur
Flokka eftir:
Frá 1.900 kr
Verð per eininguVirkilega sætar notaðar nýburableyjur frá Bare and Boho úr margrómuðu og elskuðu nýburapökkunum okkar! Þessar eru hugsaðar fyrir kríli frá ca 1-5kg. Við erum með tvo mismunandi pakka í boði og þetta eru allra síðustu pakkarnir okkar.
Einföld teygja við læri og öflug teygja við bakið sem hentar nýburum vel þar sem þau eyða miklum tíma liggjandi.
Aðeins takmarkað magn í boði og ekki hægt að velja um munstur.
Uppgötvaðu framúrskarandi gæði og náttúruleg þægindi með Hemp innlegginu frá Bare and Boho. Þetta innlegg er hannað úr lífrænni hamp-bómullarblöndu, sem gerir það að verkum að það er bæði umhverfisvænt og öruggt fyrir barnið þitt.
Eiginleikar:
- Náttúrulegt efni: Innleggið er framleitt úr lífrænt ræktuðum hamp, sem hefur verið lítið unnið, þannig að það er náttúrulegra og betra fyrir umhverfið.
- Gert til að endast: Harðgert efni sem endist vel og er hannað til að standast daglegar áskoranir.
- Gott snið: Innleggin eru hönnuð í „One-size“ sem hentar fyrir börn á aldrinum 2,5-18 kg, svo þau passa vel og örugglega.
- Hitastýrð mýkt: Hampurinn er stífur þegar hann er þurr en mýkist þegar hann hitnar við húð barnsins, sem tryggir þægindi.
Bleyjukerfið frá Bare and Boho
Bleyjukerfið frá Bare and Boho er eitt það einfaldasta á markaðnum! Þú þarft bara að smella innlegginu í bleyjuskelina þína - og setja hana á barnið þitt. Bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho hafa enga flókna eiginleika eða margra laga innlegg sem þarf að brjóta saman á ákveðinn hátt, sem gerir þetta kerfi hagnýtt fyrir alla sem annast barnið, þar á meðal dagforeldra, ömmur, afa og vini!
Efni
100% Endurunnið polyester + TPU Laminate Breiðar og mjúkar teygjur
Tvöföld lærateygja
Innlegg
70% Bambus, 30% bómull + Microflís efsta lag sem er 100% polyester
Uppgötvaðu framúrskarandi gæði og náttúruleg þægindi með Hemp innlegginu frá Bare and Boho. Þetta innlegg er hannað úr lífrænni hamp-bómullarblöndu, sem gerir það að verkum að það er bæði umhverfisvænt og öruggt fyrir barnið þitt.
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Dásamlegu fitted bleyjurnar frá Little Lamb voru eitt sinn í nýburapökkunum okkar og algjörlega elskaðar af nýbökuðum taubleyjuforeldrum. Ástæðan fyrir því að við ákváðum að skipta þeim út var vegna þess að riflásarbleyjur hentuðu einfaldlega ekki í leigupakkana.
Hver pakki inniheldur:
5x nýburableyjur með riflás ásamt búster og flísrenning
1x Ai2 nýburaskel með riflás og tvöfaldri lærateygju
Allir pakkarnir eru lítið til miðlungs mikið notaðir.
Vilt þú selja vörurnar þínar?
Myndir þú vilja selja þinn fjölnota taubleyjuvarning (hvaðan sem er) eða aðrar notaðar vörur frá okkur á Cocobutts markaðstorginu? Við erum með nokkrar pælingar í gangi þannig ef þú hefur áhuga hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á info@cocobutts.is og skoðum það saman nánar!
3.000 kr
Verð per eininguInnlegg (5 saman)
Fimm endingargóð innlegg sem tryggja þægindi og frábæra rakadrægni – einfalt og hagnýtt val. Þetta eru 4x Alva baby innlegg með bambus ytra lagi og microfiber innra lagi og bifold innlegg úr hamp-bómullarblöndu, líklega frá Stouthouse. Svo eru þrír bústerar úr þreföldum bambus frá Little Lamb, einn mjög lítið notaður og tveir mikið notaðir, ásamt einum beinum flísrenning í stærð 1 frá Little Lamb
Bright Bots er breskt vörumerki sem við hjá Cocobutts vorum að íhuga á að bjóða upp á. Þessar þjálfunarnærbuxur eru úr bómull með PUL sem milli lag og eru nýjar og ónotaðar.
Vilt þú selja vörurnar þínar?
Myndir þú vilja selja þinn fjölnota taubleyjuvarning (hvaðan sem er) eða aðrar notaðar vörur frá okkur á Cocobutts markaðstorginu? Við erum með nokkrar pælingar í gangi þannig ef þú hefur áhuga hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á info@cocobutts.is og skoðum það saman nánar!
2.500 kr
Verð per eininguJulicia er þýskt taubleyjumerki sem við vorum einu sinni að íhuga á að bjóða upp á en ekki varð úr. Þetta er ullarskel með ull sem innra lag og bómull ytra lag ásamt fitted terry bleyju sem hægt er að bústa með auka innleggi og þarf að festa með taubleyjuklemmu eða nælum sem er selt sér.
Þessi pakki er fullkominn fyrir foreldra sem eru að nýta sér Bleyjulaust uppeldi eða EC aðferðina (Elimination Communication).