Little lamb

Bambus búster - 2 lög

Vörulýsing

Auktu rakadrægnina í taubleyjunum til muna þessum þunnu og  rakadrægu mini-bústerum frá Little Lamb án þess að þykkja bleyjurnar! Henta fullkomlega sem innlegg í nýburableyjur eða sem bústerar undir hvaða innlegg sem er hvort sem það er sett flatt undir eða brotið saman í tvennt.

Nauðsynjavara fyrir taubleyjufjölskylduna og hentar mjög vel sem nætur bústerar eða fyrir langar bíl- og flugferðir.

Þessir bústerar eru hannaðir þannig að þeir draga bæði hratt og vel í sig. Bambusinn er rakadrægur af náttúrunnar hendi en svo er það efnið sem er ofið á byltingarkenndan hátt þannig það myndast andrými milli bambuslaga sem gerir það að verkum að innleggið dregur hraðar í sig. Þannig verður innleggið hvorki of blautt upp við húð barnsins og tryggir því hámarks þægindi og frábæra lekavörn.


Efni og stærð

90% bambus viscose
10%  polyester

10 x 30cm (gott að brjóta saman í tvennt og nota sem mini-búster)

Framleiðandi mælir með þremur þvottahringjum áður en bústerarnir eru teknir í notkun að tryggja hámarksrakadrægni

890 kr

Áætlaður afhendingartími milli desember 29 og desember 31.

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Based on 2 reviews
100%
(2)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
F
Fríða M.Þ. (Reykjavik)
Lipur búster

Mjög góður búster, lipur og mjúkur

Þ
Þórunn Á. (Garðabaer)
Nettur búster

Ég er með 2 laga bústerinn sem er mjög nettur. Þægilegt þegar þú þarft smá meiri rakadrægni í bleyjuna og passar í allar bleyjur einnig verða bleyjurnar ekki of miklar.

890 kr

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.