Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar þínar

Enginn vill slæma lykt í bleyjunum sínum en við höfum öll verið þarna á einhverjum tímapunkti. 

Ekki örvænta kæra foreldri, dragðu djúpt andann
- þú ert með þetta!
 
Mig langar að ítreka að taubleyjulífið er öðruvísi fyrir hvert barn og foreldri. Þú gerðir ekki endilega eitthvað rangt. Lykt er partur af leiknum.
 
Allir eru með öðruvísi aðferðir til þess að fyrirbyggja/vinna úr þessu alræmda vandamáli. Prófaðu þig áfram og finndu hvað virkar fyrir þínar bleyjur.

Náðu tökum á vandamálinu sem fyrst ef hún er nú þegar komin hjá þér. Ef lyktin er látin vera of lengi þá getur orðið erfiðara að ná henni úr.  
 
Hér eru nokkrir punktar sem gætu hjálpað (Punktar teknir saman af "Þvottaráð fyrir Taubleyjur" á Facebook, Cloth Diapers eftir Bailey Bowman og almennri leit á veraldarvefnum).
 
En fyrst....  Afhverju kemur ammóníu lykt?
 
Mér þykir mikilvægt að hafa ákveðna hugmynd afhverju lyktin kemur yfir höfuð. Ammóníulykt myndast þegar það er meiri úrgangur (waste) en vökvi (fluid) í pissinu. Flest börn fara í gegnum svona tímabil, sérstaklega þegar matarvenjur breytast. Passaðu að barn fær nóg af vökva yfir daginn. Sérstaklega þegar það byrjar að fá meira af fastri fæðu.  
 
Næsta lykilatriðið er að passa að bleyjur séu ekki geymdar of lengi. Því lengur sem blautar bleyjur bíða eftir þvotti, því meiri líkur að ammónía myndast. Ef það dregst að þrífa þær - reyndu þá að hafa þær í opnu íláti eins og t.d bala. Það þarf að lofta.
 
En ég er með ammóníu í bleyjunum mínum- hvernig losna ég við hana?
 
Prófaðu nokkur aukaskol eftir þvottahringinn þinn. Ef það er ekki nóg, þá getur verið tími á djúphreinsun.
 
Gerðu þetta með allar bleyjur sem þú átt í einu því stundum er það bara ein bleyja sem heldur áfram að smita yfir í aðrar.
 
1) Þrífðu allar bleyjur eins og þú myndir gera venjulega.
2) Settu þær hreinar í baðið og láttu renna eins og heitt úr krananum og þú getur.
3) Settu þvottaefni (um 250 ml) + Eina skúbbu (um 1dl) af Vanish Oxy. Einnig má setja 1dl af washing soda en þessu má sleppa. Láttu liggja í minnst 8 klst. Gott er að hræra allt til endrum og eins.
4) Skolaðu allt saman og settu aftur í þvott en nú án þvottaefnis á 60°.
 
Þú ræður hvort þú viljir setja bleyjurnar í klórbað líka. Það er ekki skylda. Ef þú vilt gera það þá eru bleyjur látnar liggja í 45 mínutur í köldu vatni með klór eða rodalon (smkv "Þvottaráð fyrir taubleiur"). Þær eru síðan settar á skol og loks þvegnar aftur á 60°með þvottaefni.
 
Mundu að þú er öllu búin/nn til þess að takast á við hvaða lykt sem er!
Gangi þér vel. 

Skildu eftir athugasemd