Cocobutts

Koppaþjálfunarpakki

10.260 kr 7.770 kr

Áætlaður afhendingartími milli janúar 25 og janúar 27.

 

Að byrja koppaþjálfun er stórt skref í lífi barnsins – og þjálfunarnærbuxur eru lykilatriði til að gera þetta ferli auðveldara og árangursríkara. Með koppaþjálfunarpakkanum getur þú valið 3 þjálfunarnærbuxur að eigin vali úr fjölbreyttu úrvali hágæða vara sem passa bæði þarfir barnsins og fjölskyldunnar. Cocobutts blautpoki með tvöföldu hólfi fylgir öllum koppaþjálfunarpökkum.

 

 

Af hverju þjálfunarnærbuxur? 

Þjálfunarnærbuxur hjálpa börnum að tengja vætu við líkamlegar þarfir sínar og auka sjálfstæði með því að gera þeim kleift að toga nærbuxurnar auðveldlega upp og niður. Þær veita á sama tíma smá vörn gegn slysum, svo fötin haldist þurr, án þess að trufla ferlið.

 

 

Veldu úr eftirfarandi valkostum:

Alva Baby One size – Fallegar nærbuxur með bambus innra lagi og vatnsheldu PUL ytra lagi. Þær henta börnum frá 10–16 kg og eru tilvaldar fyrir fyrstu skrefin í koppaþjálfun.

Alva baby 2T og 3T - Fallegar nærbuxur með bómull sem innra og ytra lag og PUL sem milli lag. Þessar eru fullkomnar fyrir þá sem vilja sjá þegar slys hafa orðið því þær blotna meðfram lærum barnsins án þess að allt annað rennblotni.

Bare and Boho – Lífrænar bómullarnærbuxur með smellum fyrir auðveldari notkun. Henta vel fyrir börn á bilinu 15–20 kg.

Little Lamb – Rakadrægar nærbuxur úr hampi og bómull, með fjölbreyttum stærðum allt upp í 28 kg. Fullkomnar fyrir löngu bíltúra eða lúra þegar þú vilt tryggja að fötin haldist þurr.

 

Pakkinn inniheldur einnig:

1x Miðlungs Cocobutts blautpoki með tveimur hólfum – Fullkominn fyrir koppaþjálfunina, með tveimur aðskildum hólfum til að geyma bæði hrein og skítug föt. Fullkomið fyrir leikskólann eða í ferðalögin! Pokinn nýtist einnig áfram sem t.d. sundpoki eða bara undir hvað sem er sem þú myndir annars nota plastpoka fyrir.

 

Af hverju að velja fjölnota lausn í stað einnota í koppaþjálfun?

Eykur skynvitund barnsins og flýtir fyrir árangri í koppaþjálfun.

Umhverfisvæn lausn sem minnkar sóun.

Hagkvæmari kostur sem sparar þér peninga til lengri tíma.

 

Veldu fjölnota – fyrir barnið þitt, budduna og jörðina!

Við mælum með að þvo flestar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.

Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.

Þumalputtareglur

  • Þjálfunarnærbuxur má þvo á 40-60°
  • Hengið upp til þerris ef það er PUL í efninu (þurrkunartími 16-24klst)
  • Ekki er mælst til þess að þurrka þjálfunarnærbuxur í þurrkara nema á lágum hita.
  • Notið mild þvottaefni án ensíma.
  • Engin mýkingarefni.

Geymsla notaðra þjálfunarnærbuxna

Við mælum með því að skola þjálfunarnærbuxur með köldu vatni og vinda mest úr og hengja til þerris ef þvo á nærbuxurnar með öðrum þvotti sem bíður þvottar. Þannig má koma í veg fyrir að blettir festist í innra efninu og að nærbuxurnar mygli ef þær fara í þvottakörfu með öðrum fötum t.d.

Ef þú vilt sleppa við allan handþvott þá mælum við með að geyma þær á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum (blautpokum) sem lofta. Við mælum sérstaklega með miðlungs- eða stórum blautpoka og að hafa rennilásinn opinn, eða netaþvottapoka, en það er einnig í lagi að nota bala sem tryggir gott loftflæði. 

Pro tip: Það er í góðu lagi að að geyma og þvo þjálfunarnærbuxurnar með taubleyjunum, tíða- og lekavörunum eða handklæðunum.

Þvottarútína

Ef þú skolar þjálfunarnærbuxurnar þínar vel með köldu vatni strax eftir notkun þá dugar oftast að þvo vörurnar á 40-60°C með þeim þvotti sem hentar þér. Ath það þarf að skola allar kúkaleifar úr þjálfunarnærbuxum áður en þær eru settar í geymslupoka og í þvottavélina.

Sjá nánar um þvott á þjálfunarnærbuxum hér

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
10.260 kr 7.770 kr

Afhverju fjölnota?

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.