Tau á ferðalögum

þann Jul 09, 2024

Það er fátt sem við þekkjum betur en taubleyjur…. og ferðalög!

Já, það er svo sannarlega hægt að vera eiga farsælt taubleyjulíf á ferðinni hvort sem það er utan- eða innanlands. Hér eru nokkrir punktar frá okkur sem vonandi hjálpa ykkur að láta dæmið ganga upp! Það eina sem þú þarft er rétta skipulagið, aukahlutina og hugarfarið!

Fyrir innanlandsferðalög

Þvottur og þvottavélar
Gott er að kortleggja hvar og hvenær þið hafið aðgengi að þvottavél. Áttu vinafólk á landsbyggðinni? Nýttu tækifærið til þess tengjast þeim og fáðu að henda í þvott í leiðinni! Við höfum meira að segja oft séð fólk spyrja inn á taubleyjugrúppum hvort að einhver sé ekki til í að hjálpa, og yfirleitt fá fyrirspurnirnar æðislegar undirtektir - taubleyjusamfélagið á Íslandi er alveg dásamlegt! Einnig eru hótel og tjaldsvæði eru oft með þvottaaðstöðu. Þú þarft bara að spyrja!

Skiptitaskan
Næst er það taubleyjuskiptitaskan. Við mælum með tösku sem er vel skipulögð og hægt að nota sem bakpoka. Það er auðveldara að meðhöndla þær og hafa þær með sér en hliðartöskur.

Eins og alltaf gegnir blautpokinn þinn lykilhlutverki, SÉRSTAKLEGA á ferðalögum. Það er algjörlega bráðnauðsynlegt að vera með stóran geymslupoka til þess að geyma óhreinar bleyjur í. Ef þú hefur aldrei átt  blautpoka (PUL poka), þá er þetta rétti tíminn til þess að fjárfesta í a.m.k. tveimur.  

  • Pail liner
    Sá fyrsti þarf að vera stór og rúmgóður, með rennilás. Það getur verið súrt að vera með notaðar bleyjur í opnum poka í bíl, tjaldi eða sumarbústað til lengdar. Við mælum heilshugar með öllum XL blautpokunum sem við bjóðum upp á, sérstaklega þeim sem þú getur lokað alveg.
  • Blautpoki með tveimur hólfum
    Sem minni geymslupoka til þess að hafa í skiptitöskunni mælum við með að hafa tvöfaldan blautpoka í þeirri stærð sem hentar þér. Ef skiptitaskan þín er ekki mjög hólfuð þá mælum við með að eiga tvö miðlungs til stóra blautpoka með tvöföldum hólfum og hanka. Einn til að hreinar bleyjur og hrein föt í og annan til að geyma skítugar bleyjur og skítug föt. Við mælum heilshugar með miðlungspokanum frá Alva Baby er á t.d á frábæru verði og í góðri stærð fyrir skiptitöskuna þar sem hann rúmar taubleyju- og fatasett fyrir heilan dag (annaðhvort hreint eða stítugt). Fyrir þá sem vilja geyma meira magn í skiptitöskunni þá mælum við með stóra blautpokanum frá Little Lamb.

  • Skiptimotta
    Fjölnota skiptimotta er algjört must fyrir fjölskyldur á ferðalögum. Þær veita barninu þínu hreinan og mjúkan flöt hvar sem þú ert til að skipta á barninu. Við getum öll verið sammála um að grjóthart harðplast á skiptiborðum almenningssalerna er alls ekkert næs. Allir ættu að eiga fjölnota skiptimottu, hvort sem notaðar eru einnota eða fjölnota bleyjur. Við mælum sérstaklega með bólstruðu skiptimottunni frá Bare and Boho því hún er með smá bólstun fyrir mýkra undirlag.
  • Fjölnota blautþurrkur
    Það er tiltölulega lítil fyrirhöfn að vera með fjölnota þurrkur á ferðalaginu fyrst þú ert með taubleyjur hvort sem er. Þær eru afskaplega heppilegar til að þrífa margt annað en litla sæta bossa. Hægt er að nýta þær í að þurrka ýmislegt annað ef þess þarf - eins og andlit og skítuga litla putta. Við mælum með að hafa 20-30 þurrkur í 2-3ja daga ferðalag. Okkar uppáhalds þurrkur eru frá Poppets baby og Bare and Boho. Best er að geyma þær í litlum eða miðlungs blautpoka, einn til að geyma nokkrar saman í skiptitöskunni og einn til að geyma allar saman með restinni af stassinu. Við mælum með að setja notaðar þurrkur í bleyjupokann, þannig gleymist pottþétt ekki að þvo þær. 
  • Okkur finnst extra næs að bleyta þurrkurnar með vatnslausn með blautþurrkumolunum frá Poppets baby. Þá maður getur blandað t.d. 0,5 - 1 lítra lausn heima og sett í flösku fyrir ferðalagið og bleytt 5-10 þurrkur í einu beint í blautpokanum og haft þær með sér yfir daginn í skiptitöskunni. Það er líka í góðu lagi að hafa soðið vatn í flösku. Passið bara að hella ekki sjóðandi heitu vatni í plastflösku.

 

Almennt fyrir ferðalagið

Ullarbuxur
Ef þú vilt skothelda auka lekavörn þannig að barnið þitt væti pottþétt ekki svefnpokann eða gestarúmið þá mælum við hiklaust með ullarbuxunum frá Disana. Þær eru draga 30% af þyngd sinni af raka sem veitir þér og barninu þínu viðbótarlekavörn hvort sem barnið notar einnota bleyjur, fitted bleyjur eða taubleyjur með PUL ytra lagi. Svo sakar ekki að þær veita barninu þínu auka hlýju. Ullin er einnig gædd þeim einstaka eiginleika að hreinsa sig sjálf, þannig það mjög sjaldan að þvo hana sem er einstaklega hentugt á ferðalögum - meira að segja hentugri en pissulak!  Ef það vill svo ólíklega til að það blotnar í gegn þá síar ullin þvagið áður en það fer í fötin og dýnuna sem gerir það að verkum að það er sjaldan pissulykt af því sem fyrir þvaginu verður. Hljómar eins og kraftaverk og algjör lygi en þetta er alveg satt! Við erum búin að testa þetta!

Til að viðhalda lanolíninu í ullarbuxunum mælum við með viðhalds lanolínspreyinu frá Poppets baby og spreyja endrum og eins á ferðalaginu. Það er ekki nauðsynlegt að leggja nýjar Disana ullarbuxur í lanolínlögur áður en þær eru teknar í notkun en við mælum eindregið með að gera það sérstaklega ef nota á ullarbuxurnar yfir fitted bleyjur. Þú getur lesið allt um ullartaubleyjuþvott hér.

Bræður í ullarbuxum í tjaldútilegu - 3ja ára og 3ja mánaða

 

Blautpokar fyrir skipulagið
Í taubleyjuskiptitöskunni ertu með hreinar bleyjur og allt hitt dótið sem þú notar venjulega. Á ferðalögum er maður þó mikið að handfjatla allskonar farangur og því er gott að hafa extra gott skipulag. Við mælum með miðlungs blautpokum til þess að hafa í skiptitöskunni til að geyma skítugar bleyjur og skítug föt í þegar farið er á milli staða. Stórir og miðlungs blautpokar eru frábærir í fataskipulag fjölskyldunnar á ferðalögum og því ekkert vitlaust að hafa einn stóran blautpoka fyrir hvern fjölskyldumeðlim og XL blautpoka (pail liner) sem óhreinatau! 

Geymsluhirsla fyrir taubleyjustassið
Okkur finnst mikilvægt að taubleyjuaðstaðan sé opin og aðgengileg. Við mælum með geymslukörfunum frá Alva baby til að geyma hreinar bleyjur í. Þær eru liprar, taka lítið pláss, hrinda frá sér vökva og pakkast alveg saman. Að vera með opna hirslu á einum stað sem auðvelt er að leita í er algjört hax. Mjög hentugt til að bera á milli staða og þegar skipt er á barninu um miðja nótt eða þegar maður er of þreyttur til að gramsa í poka. 

Þvotta- og hreinlætisvörur
Þó þið hafið aðgengi að þvottavél þá þýðir það ekki að þið hafið aðgengi að þurrkara. Gott er að hafa þvottasnúru með til að setja upp ef þarf, og ekki gleyma klemmum! Einnig er gott að hafa brúsa af Sticky Stopper frá Nimble til þess að þrífa skiptiborðin á almenningssalernum eða aðra óhreina fleti í kringum skiptiaðstöðuna. Sticky Stopperinn er einnig frábær í öll heimilisþrif hvort sem það er í húsi, í tjaldi, tjaldvagni eða fellihýsi.

Við mælum einnig heilshugar með handsótthreinsinum Germ Zapper frá Nimble til að spritta stórar sem smáar hendur og geyma í skiptitöskunni. 

Ekki gleyma að taka þvottaefni með sem þið notið venjulega í tauið. Nappy Lover frá Nimble kemur í lokuðum brúsa og hentar því vel fyrir ferðalög.

 

Fyrir utanlandsferðalagið

Við trúum á einfaldleika og innri frið. Persónulega myndum við nota einnota bleyjur í fluginu sjálfu, sérstaklega ef þið eruð að fara í löng flug eða tengiflug. Að ferðast langt með börn er nógu stressandi fyrir! Það er einfaldara fyrir alla - þú vilt líklega nýta handfarangursheimildina þína í annað en taubleyjur… hvað þá skítugar taubleyjur. 

En þið ráðið því!

  • Ef þið viljið taujast í fluginu sjálfu þá eru einnota renningar (e.liners) algjör skyldueign til þess að meðhöndla kúkaskipti betur.  
  • Stór blautpoki (Pail liner) með tveimur hólfum 
  • Eitt hólf fyrir skítugt og annað fyrir hreint. 
  • Aftur mælum við heilshugar með brúsa af Sticky stopper til þess að þrífa óhreina fleti, SÉRSTAKLEGA inná skipitiborði inni í flugvélum og á flugvöllum og Germ Zapper til að spritta hendur.
  • Kortleggðu hvar og hvenær þú kemst í þvottavél og athugaðu sérstaklega hvort að vélin hiti vatnið. Á Íslandi tökum við ekki annað í mál en að þvottavélin hiti upp vatnið en það er annað upp á teningnum víða í heiminum. Ef vélin býður ekki upp á heitt vatn þá skaltu búast við því að þurfa að þvo eitthvað í höndum áður en það er síðan sett í vél. En það er bara gaman! Smelltu hér til að skoða þvottarútínu sem krefst handþvottar.
  • Ef þú ert að fara á stað þar sem er mjög rakt þá gæti verið sniðugt að endurhugsa innleggin sem þú ætlar að nota. Það er hægt að nota hefðbundnar taubleyjur (e. muslins), en þær eru fljótar að þorna undir sól og í röku umhverfi. Við mælum með að taka nokkrar gasbleyjur með til þess að setja í vasa á meðan venjulegu innleggin þín eru að þorna… bara til vonar og vara. 
  • Aftur, ekki gleyma uppáhálds þvottaefninu þínu en það getur verið mjög erfitt að redda sér hentug þvottaefni í útlandinu. 

 

Taubleyjur í útlöndum


Erum við að gleyma einhverju? Endilega skildu eftir athugasemd í kommentum og góða ferð!

Skildu eftir athugasemd