Þvottaleiðbeiningar fyrir ullarbleyjur

Þvottaleiðbeiningar fyrir taubleyjur úr ull

Ullarþvottur er ekki eins flókinn og maður heldur! 

Í  þessum stutta pistli ætlum við að fara yfir tvær mismunandi lanolín meðferðir; Hefðbundin lanolín meðferð, Lanolín meðferð með Poppets lanolínmola sem báðar eru tilvaldar fyrir fyrstu notkun og í lokin förum við yfir Blettaþvott á ullarskeljum.

Í grunninn þarf ekki að þvo ull svo oft. Nóg er að þvo og setja skel í lanolínmeðferð á 1-3 mánaða fresti nema það komi kúkur í hana. Ef skelin er spreyjuð með lanolín viðhaldsspreyi reglulega þá er nóg að gera lanolín meðferð á 2-4 mánaða fresti og þvo skelina með ullarsápu eftir þörfum.  

En eftir hver bleyjuskipti þarf að leyfa skelinni að lofta í góðu loftflæði. Það er því hægt að nota 2-3 skeljar á viku til skiptis. Ef kúkur fer út fyrir á ullina er vel hægt að blettaþvo hana með t.d. ullarsápu ef þetta er ekki mikið en annars er best að þvo skelina alla strax.

taubleyjur úr ull

Fyrir fyrstu notkun

Það getur það tekið allt að 3 skipti að ná upp góðri vatnsheldni á skelina og því þarf að leggja nýjar skeljar a.m.k. 2-3x til að byrja með án þess að leggja skelina til þerris á milli meðferða en það þarf að vinda mestu vætuna úr skelinni.

Hvað þarf ég? 

  • Lanolín eða Poppets lanolín mola (einnig er hægt að nota lansinoh brjóstakrem) 
  • Ullarsápu eða milda sápu að eigin vali (óþarfi ef Poppets lanolín moli er notaður)
  • Heitt vatn og volgt vatn
  • Bolli eða krukka
  • Skál, lítill bali eða vaskur
  • Skeið

Hefðbundin lanolín meðferð

Hefðbundin lanolín meðferð

  1. Fylltu skál, lítinn bala eða vaskinn af volgu vatni, nóg til að þekja ullarskelina þína. Passaðu að vatnið sé ekki heitara en 30 gráður.
  2. Settu 1/4 teskeð af lanolíni per ullarskel í bolla og bættu svo við dass af ullarsápu, mildri sápu eða jafnvel Poppets blautþurrkumola.
  3. Settu 150-200ml af nýsoðnu vatni ofan í bollann og hrærðu blönduna með skeið þangað til blandan verður skýjuð og lanolínið er alveg leyst upp. 
  4. Hellið blöndunni ofan í bala, stóra skál eða vask og leyfið henni að kólna.
  5. Setjið ullarskelina ofan í lanolín lögurnar og kreistið skelina varlega þannig að hún blotni alveg í gegn. Leyfið svo skelinni að liggja í bleyti í lágmark 2 tíma eða yfir nótt. 
    Endurtakið þetta skref 1-2x ef ullarskelin er ný án þess að þerra hana.
    Ef verið að fríska upp á notaða skel dugar að gera þetta skref 1x og í lágmark 20 mín.
  6. Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði.
    Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úr
    Leggið til þerris á flötum stað.

Lanolín meðferð með lanolínmola frá Poppets

  1. Settu 1stk lanolín mola í 150-200ml af heitu vatni ofan í bolla eða krukku og hrærðu þar til molinn hefur leyst sig alveg upp og liturinn á vatninu er orðinn skýjaður. Þú getur líka soðið lanolínmolann með vatni í potti og þá tekur þetta skemmri tíma.
  2. Hellið lausninni ofan í bala, skál eða vask og látið kólna.
  3. Setjið ullarskelina ofan í lanolín lögurnar og kreistið skelina varlega þannig að hún blotni alveg í gegn. Leyfið svo skelinni að liggja í bleyti í lágmark 2klst og jafnvel yfir nótt ef það hentar.
  4. Endurtakið þetta skref 1-2x ef ullarskelin er ný án þess að þerra hana. Ef verið að fríska upp á notaða skel dugar að gera þetta skref 1x og í lágmark 20 mín.
  5. Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði. Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úr og leggið til þerris á flötum stað
  6. Hægt er að nota afganginn af lögunum til að fríska upp á aðra ullarskel ef það er einhver.

Ullar- og blettaþvottur

Blettaþvottur ullarbleyjur
Ullarþvottur
  1. Fylltu skál, lítinn bala eða vaskinn af volgu vatni, nóg til að þekja ullarskelina þína. Passaðu að vatnið sé ekki heitara en 30 gráður.
  2. Bættu við dass af fljótandi ullarsápu og blandaðu vel saman eða ef þú ert með ullarsápustykkið frá Poppets þá nuddaru því á milli handanna þangað til vatnið er orðið skýjað.
  3. Setjið ullarskelina ofan í blönduna.
  4.  Fyrir blettaþvott er gott að nudda Poppets sápustykkinu beint á ullina. Annars bara að nudda vel og skola bletti alveg úr. 
  5. Leyfið skelinni að liggja í bleyti í sápulögunum í 30 mínútur. Skolið varlega.
  6. Ef það á að setja skelina í lanolínmeðferð þá hefst það ferli hér. 
  7. Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði.
    Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úr
    Leggið til þerris á flötum stað.

Blettaþvottur

  1. Láttu kalt eða volgt vatn í kaldara lagi renna beint úr krananum og á blettinn sem þarf að þvo.
  2. Nuddaðu Lanolín ullarsápustykkinu frá Poppets beint á blettinn þar til hann er horfinn og það er smá freydd sápa í ullinni.
  3. Skolaðu sápuna vel úr blettnum.
  4. Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði.
    Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úr
    Leggið til þerris á flötum stað.

    Nokkrir almennir punktar til að hafa í huga: 

    • Það á alltaf að handþvo ullarskeljar
    • Vatnið skal alltaf vera volgt eða um 30 gráður og forðast skal að nota mismunandi hitastig af vatni, ullin gæti þæfst og hlaupið sé það gert. 
    • Aldrei á að nudda eða skrúbba ull, bara kreista varlega.
    • Aldrei á að vinda ull harkalega í höndum, best er að rúlla upp í handklæði og kreista þannig mesta vökvan úr varlega. 
    • Eftir lanolin bað er eðlilegt að skelin sé svolítið klístruð, það lagast eftir 1-2 skipti á bossa.
    • Þvoið ull í dökkum og ljósum litum í sitthvoru lagi.
    • Við mælum líka með að halda vatnsheldninni við með Lanolín viðhaldsspreyinu okkar frá Poppets baby!

    Ullarumhirðuvörur sem við mælum með

     

    Skildu eftir athugasemd

    Share information about your brand with your customers. Describe a product, make announcements, or welcome customers to your store.