Við höfum ákveðið að einfalda vöruúrvalið okkar í taubleyjum og því höfum við tekið þá ákvörðun að hætta með Eistneska ullarvörumerkið Pisi. Þetta frábæra taubleyjukerfi er því á rýmingarsölu hjá okkur á 30% afslætti.
Frá 4.225 kr
Verð per eininguMuslin flat bleyjur eru sérlega einfaldar og notendavæn lausn. Auðvelt að þvo og þorna sérlega hratt á snúru sem gera þær að frábærum kosti fyrir fjölskyldur sem eiga ekki þurrkara eða á ferðalagi. Gerðar úr 100% lífrænni bómull. Þessi muslin bleyja er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi (bleyjuskel) sem er vatnsverjandi lag, til dæmis ullarskeljarnar frá Pisi og Pulli og Ai2 skeljarnar frá Elskbar og Bare and Boho. Bleyjurnar frá Pisi eru mjög notendavænar og hér ríkir einfaldleikinn. Bleyjuna má nota samanbrotna inn í hvers kyns skel og einnig sem innleg í vasableyju. Einnig er hægt að brjóta bleyjuna í mismunandi brot sem hægt er að vefja utan um barnið og festa með bleyjufestingu. Þó skal tekið fram að bleyjan er ekki ferningslaga, þ.e. ekki allar hliðar jafn langar, sjá mál hér að ofan.
Hægt er að nota muslin bleyjuna til ýmissa annarra verka, tilvalið að nota sem ropklút, til að þurrka bleyjusvæðið, sem lítið handklæði, viskustykki eða þvottastykki.
Efni
Bleyjan er gerð úr tveimur lögum af 100% lífrænni bómull sem er með GOTS vottun. Bómullin er óbleikjuð/óhvíttuð sem þýðir að hún hefur ekki verið gerð hvítari með notkun efna. Bómullin er svo lítið unnin að mögulega gætir þú rekið augun í agnarsmá bómullarfræ inn á milli þráða í efninu. Hér er um að ræða eins náttúruleg efni og kostur er á. Efnið er 150 GSM.
Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | Frá 2,5 kg | 44x52 cm
- Stærð 2 | Frá 5 kg | 54x63 cm
- Stærð 3 | Frá 9 kg | 58x77 cm
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina frá Pisi, þá mælum við með að taka sömu stærð eða næstu stærð fyrir ofan af muslin bleyjunni, miðað við stærðina sem tekin er af ullarskelinni.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að flat bleyjur eru sérlega snöggar að þora á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur á borð við flat bleyjur hreinsast mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Muslin flat bleyjur eru sérlega einfaldar og notendavæn lausn. Auðvelt að þvo og þorna sérlega hratt á snúru sem gera þær að frábærum kosti fyrir fjölskyldur sem eiga ekki þurrkara eða á ferðalagi. Gerðar úr 100% lífrænni bómull. Þessi muslin bleyja er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi (bleyjuskel) sem er vatnsverjandi lag, til dæmis ullarskeljarnar frá Pisi og Pulli og Ai2 skeljarnar frá Elskbar og Bare and Boho. Bleyjurnar frá Pisi eru mjög notendavænar og hér ríkir einfaldleikinn. Bleyjuna má nota samanbrotna inn í hvers kyns skel og einnig sem innleg í vasableyju. Einnig er hægt að brjóta bleyjuna í mismunandi brot sem hægt er að vefja utan um barnið og festa með bleyjufestingu. Þó skal tekið fram að bleyjan er ekki ferningslaga, þ.e. ekki allar hliðar jafn langar, sjá mál hér að ofan.
Hægt er að nota muslin bleyjuna til ýmissa annarra verka, tilvalið að nota sem ropklút, til að þurrka bleyjusvæðið, sem lítið handklæði, viskustykki eða þvottastykki.
Efni
Bleyjan er gerð úr tveimur lögum af 100% lífrænni bómull sem er með GOTS vottun. Bómullin er óbleikjuð/óhvíttuð sem þýðir að hún hefur ekki verið gerð hvítari með notkun efna. Bómullin er svo lítið unnin að mögulega gætir þú rekið augun í agnarsmá bómullarfræ inn á milli þráða í efninu. Hér er um að ræða eins náttúruleg efni og kostur er á. Efnið er 150 GSM.
Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | Frá 2,5 kg | 44x52 cm
- Stærð 2 | Frá 5 kg | 54x63 cm
- Stærð 3 | Frá 9 kg | 58x77 cm
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina frá Pisi, þá mælum við með að taka sömu stærð eða næstu stærð fyrir ofan af muslin bleyjunni, miðað við stærðina sem tekin er af ullarskelinni.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að flat bleyjur eru sérlega snöggar að þora á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur á borð við flat bleyjur hreinsast mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Liner úr ull
Ullarliner eða ullarrenning frá Pisi sem eykur vatnsfráhrindandi eiginleika ullarskeljarinnar.
Stærðir
Linerinn passar inn í allar stærðir af skeljum frá Pisi og Puppi og ætti einnig að passa í flestar aðrar ullarskeljar frá öðrum framleiðendum. Linerinn er um 11x24 cm.
Notkun
Ullarliner frá Pisi er frábært að eiga til þess að auðvelda enn frekar notkun á ullarbleyjum.
Linerinn getur komið sér vel til dæmis:
- í byrjun þegar ný ullarskel er enn að ná upp fullum vatnsfráhrindandi eiginleikum sínum
- á nóttunni eða öðrum tímum þegar lengri tími líður milli bleyjuskipta
- ef barnið kemur til með að sitja lengi og þannig meiri líkur á þrýstingsleka
- ef ullarskelin er komin á tíma með að þurfa lanólínbað en tímasetningin hentar ekki
- til að veita ullarskelinni auka vörn gegn kúk
þá er í öllum þessum tilfellum alveg tilvalið að skella ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans) og þannig auka til muna við vatnsfráhrindandi eiginleika bleyjunnar. Muna að til þess að nýta sér þetta þarf linerinn að hafa verið settur í lanólínbað.
Þvottur
Ullarskeljar og -linera þarf mjög sjaldan að þvo. Í byrjun þarf yfirleitt að þvo ullina aðeins oftar en eftir því sem hún er notuð meira og lanólínið sest betur inn í efnið, þá er hægt að fara margar vikur milli þvotta.
Handþvottur eða ullarprógamm í þvottavél. Notið milda ullarsápu og ekki hærra hitastig en 30°, má vera lægri hiti. Þurrkist ekki í þurrkara, heldur leggið til þerris. Sjá leiðbeiningar hér fyrir ullarþvott.
Efni
- Tvö lög af 100% ull.
- Öll efni sem notuð eru í þessa vöru eru 100% Oeko-Tex® vottaðar.
- Ullin er fengin á grimmdarlausan (e. cruelty-free) máta. Í því felst að aðferð sem á ensku kallast mulesing er ekki beitt á dýrin.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimlandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Afhverju að velja Pisi?
- Náttúruleg og vistvæn efni – Pisi vörur eru úr lífrænni merínóull og bómull, sem eru bæði GOTS-vottuð og umhverfisvæn.
- Mikil rakadrægni – Merínóullin dregur í sig rakann án þess að líða blaut, sem tryggir þægindi og lekavörn fyrir börn.
- Loftandi og heilbrigð – Ullin andar og heldur góðu hitastigi, sem veitir börnum náttúrulega vellíðan og kemur í veg fyrir ofhitnun.
- Einföld umhirða – Ullarvörur frá Pisi þurfa sjaldan þvott; loftun á milli notkunar nægir oftast til að halda þeim ferskum.
- Endingargóð og falleg hönnun – Pisi ullarskeljar eru slitsterkar, en samt léttar og þunnar, með einfaldri og glæsilegri hönnun.
- Framleitt af ástríðu – Pisi leggur áherslu á sjálfbærni og vandað handverk, sem tryggir að hver vara sé bæði hagnýt og gerð af virðingu fyrir umhverfinu.
Ullarskeljarnar frá Pisi eru dásamlega mjúkar og einnig teygjanlegar, en aðaleinkenni þeirra er að innan eru skeljarnar með efnisborða sem heldur innleggi eða flat bleyju þægilega skorðuðu á sínum stað. Eftir því sem við komumst næst eru bleyjurnar frá Pisi þær fyrstu sem bjóða upp á þennan eiginleika í ullarskeljum, en þetta hefur verið vinsælt í annars konar skeljum. Bleyjurnar frá Pisi eru sérlega fallegar en á sama tíma mjög notendavænar og einfaldar í notkun.
Ullarskelin er ytra lag bleyjunnar og notast því yfir innri hluta bleyjunnar sem er rakadrægur. Vegna þess að skelin er með efnisborða að innan, þ.e. að framan og aftanverðu, er mjög þægilegt að nota innlegg eða flat bleyjur sem rakadrægni. Ekki er þörf á flóknum brotum, bara brjóta flat bleyjuna í ferhyrningslaga form sem passar inn í skelina. Einnig hægt að nota skelina yfir preflat og fitted bleyjur.
Ef nota á skelina lengi, til dæmis yfir nótt, gæti verið sniðugt að leggja ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans). Ullarlinerinn er þá lagður í lanólín líkt og ullarskelin, en linerinn eykur talsvert við vatnsfráhrindandi eiginleika skeljarinnar.
Efni
Skelin er gerð úr tveimur lögum af ull. Innra lagið er GOTS vottuð lífræn merino ull og ytra lagið er OEKO-TEX® vottuð ull sem er ofin á þann hátt að hún er teygjanleg og býður þannig upp á að lagast betur að líkama barnsins. Mikið er lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | 3-7 kg
- Stærð 2 | 6-16 kg
- Stærð 3/Large | 8-19 kg
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina yfir næturbleyju gæti verið gott að taka frekar stærri frekar en minni stærð.