Tæmum lagerinn – nýr kafli framundan!
Við leggjum upp í nýja vegferð – og þökkum þér fyrir að vera með!
Hjálpaðu okkur að tæma hillurnar og nýta afslættina á meðan birgðir endast.
*Gildir ekki af vörum sem þegar eru á afslætti
þökkum taubleyjusamfylgdina síðustu 4 árin ❤️
Afslættir virkjast sjálfkrafa í körfu 🎉

Þú sparar
15%
Þegar þú verslar fyrir
0-12.000 kr

Þú sparar
20%
Þegar þú verslar fyrir
12.000-25.000kr

Þú sparar
25%
Þegar þú verslar fyrir
25.000-40.000kr

Þú sparar
30%
Þegar þú verslar fyrir
40.000kr eða meira
Flokka eftir:
Flexiskeljarnar eru fyrir nútímafjölskyldur sem vilja gæða dekurbleyjur sem eru bæði umhverfisvænar og hagkvæmar. Þær eru hannaðar með mikilli nákvæmni og með áherslu á virkni og stíl.
Bleyjukerfið frá Bare and Boho
Bleyjukerfið frá Bare and Boho er eitt það einfaldasta á markaðnum! Þú þarft bara að smella innlegginu í bleyjuskelina þína - og setja hana á barnið þitt. Bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho hafa enga flókna eiginleika eða margra laga innlegg sem þarf að brjóta saman á ákveðinn hátt, sem gerir þetta kerfi hagnýtt fyrir alla sem annast barnið, þar á meðal dagforeldra, ömmur, afa og vini!
Stærðir
One Size bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho eru hannaðar fyrir þyngdir 2,5 - 18 kg, eða frá fæðingu til koppaþjálfunar.
Athugið að innlegg eru seld sér hér og einnig hægt að versla skeljarnar með innleggi og búster hér
Endurbætur á Flexi Cover bleyjuskel
Nýja og endurbætta útgáfan af Flexi Cover bleyjuskelinni (2.0) hefur eftirfarandi eiginleika:
- Tvöfaldar teygjur í mjaðmagrófinni til að tryggja hámarksvörn gegn leka.
- NÝ magateygja til að forðast op á maganum þegar bleyjan er notuð.
- NÝR panell á aftari hluta bleyjunnar sem veitir innri vörn til að forðast kúkasprengingar upp að aftan.
- NÝ, breiðari og mýkri bakteygja og innri mjaðmateygja, til að tryggja hámarks þægindi fyrir barnið þitt.
Þetta Flexi Cover bleyjusett inniheldur:
- 1x Flexi Cover skel (PFAS frí)
- 3x 5-laga innlegg úr bambus-bómullarfleece með Stay-Dry lagi (OEKO-Tex vottað)
Bambusinnleggin
Nýju 2.0 bambusinnleggin innihalda nú 5 lög af rakadrægu efni, þar á meðal bambus-bómullarfleece og efra lag úr microfleece. Microfleece lagið dregur raka frá húð barnsins, þannig að það heldur barninu þurru í lengri tíma.
Bleyjuskeljar
Hver bleyjuskel er úr vatnsheldu efni sem er gert úr endurunnu pólýester, unnið úr plaströrum sem bjargað hefur verið úr sjónum. Flexi Cover skeljarnar innihalda tvö lag af TPU laminate og hægt er að nýta skelina allt að 3x svo lengi sem það kemur ekki kúkur í hana og skipta bara um innlegg. Skeljarnar hafa tvöfaldar teygjur í mjaðmagrófinni til að tryggja hámarksvörn gegn leka.
Aftast í hverri skel er innbyggð vörn sem verndar gegn leka upp að baki barnsins. Innleggið getur annað hvort verið sett undir þessa vörn eða lagst ofan á, það er valfrjálst. Framan á hverri skel er teygja sem heldur skelinni þétt að maga barnsins.
Bleyjuinnleggin
Hvert bleyjuinnlegg er hannað til að smella eða liggja inni í bleyjuskelinni. Innleggin frá Bare and Boho geta einnig verið sett undir bakvörnina fyrir aukna vörn gegn leka. Hvert innlegg hefur teygjur á hliðunum sem umlykja mjaðmirnar til að draga best úr raka og vernda gegn leka.
Bústerar
Hver búster er mótaður í stundaglaslaga form til að passa vel að líkama barnsins. Bústerarnir frá Bare and Boho hafa innbyggt efni sem er rakadrægt og mjúkt. Þeir eru hannaðir til að auka rakadrægni bleyjunnar og eru valfrjálsir í notkun, fer eftir því hversu mikla rakadrægni barnið þitt þarf.
Til að nota bústerinn skaltu einfaldlega leggja hann ofan á innleggið, eða brjóta hann í tvennt og leggja að framan, sérstaklega fyrir drengi, þar sem álagið er mest.
Efni
- Ytra efni skeljar: 100% pólýester rPET
- Ytra efni innleggs: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efra lag innleggs: 100% pólýester microfleece
- Búster: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efri lag bústera: 100% pólýester microfleece
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Ullarsápustykkið frá Poppets er fullkomið fyrir ull því það er milt og nærandi og eru einstaklega ríkt af olífusmjöri og lanolíni sem bæði nærir og lengir líf ullarinnar. Hentar einstaklega vel fyrir blettaþvott því nudda má sápustykkinu beint á skítugan blett.
Hreina ullarsápustykkið inniheldur engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm. Stykkið er 80gr hjartalaga sápustykki fyrir ull í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður - annars getur ullin þæfst.
2. Nuddaðu sápustykkið á milli handanna þinna ofan í vatninu þangað til vatnið er orðið fallega mjólkurlitað.
3. Settu ullina ofan í lausnina.
4. Þú mátt nudda sápustykkinu beint á erfiða bletti. Skolaðu svo sápuna vel úr álagssvæðinu.
5. Láttu ullina liggja í bleyti í 30 mín.
6. Skolaðu létt og varlega.
7. Ef þú þarft að lanolísera ullarskeljar, þá myndiru hefja það ferli hér.
8. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Efni
Glycerin, Aqua, Lanolin, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Sodium Shea Butterate, Olea Europaea Fruit Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Citric Acid, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI7789
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Notkunarleiðbeiningar
Flaskan inniheldur lanolínlögur sem er tilbúin til notkunar. Þú einfaldlega spreyjar létt á ullarskelina til að halda lanolínseringunni við. Þú getur blandað þínar eigin lanolínlögur og notað brúsann áfram þegar upphaflega innihaldið klárast.
Hvað er lanolín
Lanolín er skafað úr nýrri kindaull og er alveg náttúrulegt. Nýjar ullarskeljar hafa alla jafnan verið hreinsaðar. Með því að setja ullina í lanolínlögur gefurðu henni aftur vatnsfráhrindandi eiginleika se, hún hefur upphaflega af náttúrunnar hendi. Lanolín sprey er ekki full lanolínmeðferð.
Innihald og pakkningar
100gr af lanolín viðhaldsspeyi í speybrúsa úr áli. Áfyllanlegur ef þú vilt gera svona sprey sjálf/ur.
Efni
100% Pure Anhydrous Lanolin
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Hvað er lanolín
Lanolín er skafað úr nýrri kindaull og er mjög náttúrulegt. Nýjar ullarskeljar hafa alla jafnan verið hreinsaðar. Með því að setja ullina í lanolínlögur gefurðu henni aftur vatnsfráhrindandi eiginleika se, hún hefur upphaflega af náttúrunnar hendi.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður.
2. Settu 1/4 úr teskeið af lanolíni fyrir hverja skel í venjulegan bolla, bættu svo Poppet ilmmola út í eða einni sprautu af barna- eða ullarsápu.
3. Bættu við nýsoðnu vatn og fylltu á bollann, hrærðu lausnina þar til lanolínið og sápan hefur leystst upp fyllilega - þegar lausnin verður mjólkurhvít er hún tilbúin.
4. Helltu vatninu úr bollanum ofan í vasann (Gakktu alltaf úr skugga um að lausnin sé ekki heitari en 30gráður - annars getur ullin þæfst)
5. Settu ullarskelina ofan í lausnina og leyfðu henni að liggja í minnst 4 tíma.
Ef verið er að lanolínsera nýjar ullarskeljar skaltu endurtaka ferlið a.m.k. tvisvar í viðbót og óþarfi að þerra skelina á milli - bara gera nýjar lanolínlögur. Ef verið er að fríska upp á ullarskelina er nóg að setja einu sinni í lanolín lög.
6. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Innihald og pakkningar
100gr af hreinu lanolíni til að lanolínsera ullarbleyjurnar í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Efni
Glycerin, Aqua, Butyrospermum Parkii butter, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Cocos Nucifera Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, CI 74160 Parfum
Efni
100% Pure Anhydrous Lanolin
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Langt og mjög rakadrægt innlegg úr 100% GOTS vottaðri lífrænni bómull og bambus, sem gerir það mjúkt og sveigjanlegt í notkun. Innleggjatungan er þannig hönnuð að hægt er að brjóta hana saman á mismunandi vegu til að fá hámarksrakadrægni nákvæmlega þar sem þú þarft hana. Best er að hafa nokkur lög fremst fyrir drengi og að aftan fyrir stúlkubörn en innleggið veitir mest 15 lög af hágæða rakadrægni. 'Sporðsendann' á innlegginu má staðsetja að framan eða aftan í vasableyjunni, eftir því hvar þú vilt fá mestu rakadrægnina.
Stærð
60cm lengd x 9cm breidd, víkkar í 13 cm á sporðsendanum.
Efni
Ytra lag: 100% GOTS vottuð lífræn bómull.
Innra lag: 3x 80%bambus/20%polyester.
Umhirða
Þvoið á 40 eða 60 gráðum.
Ekki nota bleikiefni eða mýkingarefni.
Látið loftþorna eða notið þurrkara á lágum hita, fjarri beinum hita.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Efni
85% bambus
15% polyerster
Lög: 3
Stærð:
Breidd: 25 cm
Lengd: 27 cm
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Nýburaskeljarnar frá Elskbar einfalda upphaf fjölskyldunnar í taubleyjum. Kostirnir eru skýrir; Minni þvottur, fljótari þurrkunartími og hagkvæm lausn.
Praktískt og hagkvæmt
Skelin virkar sem vatnsheldur ytri hluti taubleyjunnar, þar sem rakadrægu innleggin eru sett innan í. Snjallræðið við skelina er að það er ekki nauðsynlegt að þvo hana eftir hver bleyjuskipti – þú getur einfaldlega strokið innan úr skelinni með rökum klút og hún er þá tilbúin aftur með nýjum rakadrægum innleggjum. Þú getur skipt um innleggið og notað skelina aftur og aftur, þar til hún verður skítug eða byrjar að lykta af þvagi. Þetta gerir þessa margnota bleyjulausn bæði praktíska og mjög hagkvæma.
Hönnuð fyrir nýfætt barn
Nýbura skelin er með mjúkum tvöföldum teygjum við lærin sem þýðir tvöföld lekavörn - sem er sérstaklega góð við að halda öllu inni, jafnvel þegar kemur að þunnfljótandi hægðum sem nýburar eiga oft til. Þannig koma ekki hinar margrómuðu „kúkasprengjur“ sem annars eru algengar með einnota bleyjur á nýburastiginu. Skelin er hönnuð til að vera notuð frá 2,5 kg upp í um 6 kg og hægt er að stilla hana eftir því sem barnið stækkar með smellum á framhlið bleyjunnar. Annar kostur við skelina er stuttur þurrkunartími, þar sem hún hefur ekki innsaumað rakadrægt efni. Þetta verndar einnig skelina í þvotti, sem eykur endingu hennar verulega. Flestir foreldrar nýbura sem hafa prófað nýburableyjurnar frá Elskbar eru sammála um það að þessar bleyjur leka nánast aldrei.
Veldu innlegg sem henta þér
Nýbura skelin passar fullkomlega með nýbura innleggi frá Elskbar, sem er úr bambus, þannig að þú færð bleyju sem dregur mjög vel í sig og er mjúk við húð barnsins. Þú getur einnig valið úr ýmsum öðrum innleggjum, eins og t.d. nýburainnleiggin frá Bare and Boho sem við bjóðum upp á, preflats, prefolds og flatar bleyjur. eins og frá Pisi og Puppi. Flest innlegg sem eru ætluð nýburum passa í Nýbura skelina frá Elskbar.
Hve margar nýburaskeljar þarftu?
Hver skel má nota í um það bil þrjár bleyjuskiptingar, sem þýðir að þú ættir að hafa þrjú nýburainnlegg fyrir hverja skel. Ef þú ætlar að nota margnota bleyjur allan daginn mælum við með 8 nýburaskeljum og 24 innleggjum, svo þú hafir alltaf hreina skel og innlegg tilbúin. Nýburaleigupakkarnir okkar innihalda nánast eingöngu nýburableyjur frá Elskbar. Við mælum með að þú kynnir þér hann því það er mun hagkvæmara fyrir þig að leigja en að kaupa nýjar nýburableyjur.
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Upplifðu þægindi og frábæran stíl með AWJ vasableyjunum okkar með bambus innleggi. Þessar einföldu og praktísku bleyjur eru fullkomnar fyrir börn á aldrinum 3,5 til 15 kg, þar sem þær bjóða upp á frábæra aðlögun og notagildi.
Helstu eiginleikar:
- One Size hönnun: Hentar börnum á mismunandi aldursstigum, tryggir að bleyjan passi yfir lengri tíma.
- Dúnmjúkt innra lag: Athletic Wicking Jersey veitir þægindi og fullkomna vernd gegn vætu.
- Margir litir og munstur: Veldu úr fjölbreyttu úrvali sem passar barninu.
- Fljótur þurrkunartími: Snöggar að þorna á snúru sem gerir þér kleift að nota þær aftur á eftir skamman tíma.
- Ódýrt valkostur: Frábært verð fyrir góð gæði.
Efni:
- Ytra lag: Polyester með vatnsheldu TPU (PUL).
- Innra lag: Athletic Wicking Jersey (AWJ).
- Innlegg: 4ra laga bambus innlegg (80% bambus, 20% polyester).
Vottanir: PCP vottun. Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.