159 vörur
159 vörur
Flokka eftir:
Fjögurra laga hemp blanda fyrir auka rakadrægni frá kínverska merkinu Alva Baby. Þetta innlegg er:
- Tilvalið fyrir næturvaktina
- Ofurpissara
- Þegar það er langt í næstu skipti
Efni: 45% bómull og 55% hemp
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Lítill og fallegur geymslupoki frá Elskbar.
Þessi poki er með tveimur geymsluhólfum og rennilás og hentar vel undir tíðabindi, þurrkur, eina taubleyju eða annað smærra.
Pokinn er úr TPU efni og er með hanka og smellu
Mál: 20cmx22cm
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Vörulýsing
Komdu í veg fyrir þrýstingsleka og hámarkaðu þægindi barnsins með þessari snilldar viðbót á samfellurnar!
Þú færð þrjár í pakka og þær ættu að passa á flestar samfellur.
Framlengingarnar eru ekki bara fyrir taubleyjubörn heldur fyrir öll umhverfisvæn heimili sem vilja nota samfellurnar sínar aðeins lengur með stækkandi börnum!
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Lítill blautpoki með tveimur hólfum (þurr- og blauthólfi).
Þessi poki er fullkominn fyrir fjölnota tíðavörur eða fjölnota þurrkur. Settu hreint í þurrhólfið að framanverðu og notað í blauthólfið.
Þessa poka má einnig nota í ýmislegt annað, til dæmis fyrir nesti, snarl, litlar skeiðar og fjölnota rör.
Stærð: 18 x 24cm
Taubleyjulánspakkinn er fullkominn fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í taui. Þú færð tækifæri til að prófa mismunandi kerfi og vörumerki sem Cocobutts býður upp á áður en þú fjárfestir í taubleyjum. Pakkinn er gjaldfrjáls, og þú greiðir aðeins fyrir sendingakostnað.
Þegar þú leigir pakkann færðu rafrænan leiðbeiningabækling í tölvupósti, QR kóða á pakkanum og tékklista yfir innihaldið. Pakkinn er í boði um allt land, en sendingarkostnaður er greiddur af leigutaka.
Hvað er í pakkanum?
One Size taubleyjur
- AIO frá La Petite Ourse + auka búster
- AIO frá Elskbar + bambus innleggjatunga og búster
- Ai2 Flexi Cover frá Bare and Boho
- Ai2 Soft Cover frá Bare and Boho + 4ra laga bambus innlegg og búster
-
Vasableyjur:
- Alva Baby með suede innra lagi + 4ra laga bambusblandað innlegg
- Alva Baby með AWJ innra lagi + 4ra laga bambusblandað innlegg
- Little Lamb með microflís innra lagi + 2x 3ja laga bambus innlegg
- Ai2 skel frá Alva Baby
- Fitted bleyja frá Alva Baby
- Ai2 „Cover all“ skel frá Elskbar
Innlegg
- 3ja laga bambus innlegg frá Alva Baby
- Trifold úr hreinum bambus frá Little Lamb
- 3x 4ra laga bambus innlegg frá Bare and Boho
- 2x hemp innlegg frá Bare and Boho
- Trifold frá Bare and Boho
- Hemp búster frá Little Lamb
- Flísrenningar frá Little Lamb (1x stærð 1 og 1x stærð 2)
Aukahlutir
-
Blautpokar:
- Lítill með tveimur hólfum frá Little Lamb
- Stór með tveimur hólfum frá Little Lamb
- 5x fjölnota bambusþurrkur frá Little Lamb
- 5x fjölnota bambus terry þurrkur frá Poppets Baby
Hvernig virkar þetta?
- Veldu upphafsdagssetningu á dagatalinu á síðunni. Rauðar dagssetningar þýða að pakkinn er frátekinn.
- Dagatalið tekur sjálfkrafa frá næstu 14 daga.
- Þegar þú hefur gengið frá pöntun færðu leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun taubleyjanna í tölvupósti.
Verð og skilmálar
- Pakkinn er gjaldfrjáls, en sendingarkostnaður er greiddur af leigutaka.
- Með bókun samþykkir þú leiguskilmála Cocobutts.
Nýttu þetta einstaka tækifæri til að prófa fjölnota taubleyjur og læra um hvernig þær henta fyrir fjölskylduna þína!
Magnað hvað litlir einfaldir aukahlutir gefa gæfumun!
Net-þvottapokarnir frá Little Lamb er einir af þeim hlutum.
Þú einfaldlega hengir stóra pokann upp eða setur í bala og safnar bleyjunum í hann. Þegar hann er fullur skaltu taka pokann allann og henda honum í þvott! frábært fyrir þá sem eru hræddir við skítugar bleyjur. Einnig algjör snilld fyrir hvaða viðkvæma þvott sem er.
Litlu pokarnir eru tilvaldir fyrir litla hluti sem þvottavélin á það til að ræna, t.d litla sokka eða lekahlífar.
Cover All mun einfalda þér lífið. Kostirnir eru skýrir; minni þvottur, styttri þurrktími og ódýrara en önnur taubleyjukerfi.
Ný og endurbætt útgáfa
Elskbar hlustar statt og stöðugt eftir endurgjöf viðskiptavina sinna og vegna frábærra endurgjafa hefur Elskbar endurbætt frábæru Cover All skelina til að gera hana enn betri. Nú er Cover All rúmbetri, nær betur utan um formaðar bleyjur preflats og passar barninu í lengri tíma. Hér eru endurbæturnar:
- Lengri teygjur við lærin
- Breiðari vængir
- Breiðari yfir rassinn
- Lengri teygja á innri flipa aftan til
Hin fullkomna skel
Cover All er engin venjuleg bleyjuskel. Hún er vel úthugsuð og vandlega hönnuð með hjálp bæði reyndra notenda taubleyja og byrjenda frá öllum heimshornum. Hún hefur verið prófuð og leiðrétt nokkrum sinnum og hefur orðið að því sem margir vilja meina að hún sé hin fullkomna skel. Skel er vatnsheldur ytri hluti taubleyju. Skelina þarf ekki að þvo eftir hverja notkun. Þú smellir einfaldlega notuðu innleggi úr skelinni og setur nýtt innlegg í, og setur svo bleyjuna aftur á barnið þitt. Skelina má nota allt að þrisvar sinnum og þarf aðeins að þvo hana þegar hún verður óhrein eða byrjar að lykta af þvagi. Þetta er virkilega snjallt og mjög hagkvæmt kerfi. Kosturinn er sá að skelin verður minna fyrir sliti við þvott og eykur þannig endingu hennar verulega. Þurrktíminn er stuttur þar sem engin rakadræg efni eru saumuð inn í skelina.
Cover All er one size (einnar stærðar) og passar börnum frá u.þ.b. 6 kg til 16 kg. Á framhliðinni eru fjórar raðir af smellum sem eru notaðar til að stilla lengd bleyjunnar og þar með stærðina. Mittisparturinn hefur tvær raðir af smellum sem bjóða upp á fjölmarga möguleika til að laga bleyjuna að barninu þínu. Vængirnir eru mjúkir og teygjanlegir og passar virkilega vel um mittið. Innan á skelinni eru flipar bæði að framan og aftan sem halda innleggjum á sínum stað og virka sem auka vörn gegn kúkasprengjum. Fliparnir eru úr pólýester án TPU-lamineringar og eru því mjúkir og þunnir.
Innlegg
Engin innlegg fylgja þessari skel. Við mælum með Elskbar innleggjasettunum og Elskbar prefoldinu, ásamt hinum sívinsælu hemp eða bambus innleggjum frá Bare and Boho sem smell passa einnig í þessa skel. Annars er hægt að nota nánast hvaða innlegg sem er í þessa skel, flatar bleyjur, fitted bleyjur, preflats og prefolds. Möguleikarnir eru endalausir. Sjá öll Ai2 innlegg.
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Vörulýsing
Einstaklega vel sniðnar og einfaldar vasableyjur frá Little Lamb sem passa börnum frá 15kg og upp úr. Þessar bleyjur koma í þremur stærðum og þeim fylgir gífurlega rakadrægt og öflugt bambus trifold úr 100% hreinum bambus.
Stærðir
Stærð 1: 4,5-9kg
Stærð 2: 8-16kg
Stærð 3: 15+kg
Eiginleikar
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Vandaðar fjölnota þurrkur í fullkominni stærð úr mjúku bambus terry. Koma 10 saman í pakka. Fullkomnar fyrir litla bossa, hendur og andlit og til að bústa bleyjur!
Bleyttu þurrkurnar með ilmmolunum frá Poppets og litli bossinn mun ilma eins og blóm í haga án allra eitur og aukaefna.
Efni og stærð
Tvöfaldur bambus 20cm x 20cm
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
6.290 kr
Verð per eininguAIO Taubleyjur - með Elskbar Natural Snap-In færðu AIO (allt-í-einni) taubleyju sem hentar barninu þínu frá 6-18 kg. Bleyjan hefur vatnshelda skel og tvö innlegg úr bambus og lífrænni bómull.
Helstu eiginleikar
- Ótrúlega mjúkar og teygjanlegar
- Frábært snið
- Gríðarlega rakadræg innlegg - þú getur stjórnað rakadrægninni með mismunandi stillingum
- Ótrúlega fallegar
- Gerðar úr bambus og lífrænni bómull
- Notast við smellukerfið Snap-in-one (SIO). Inni í bleyjunni er bambus og lífræn bómullarblanda sem hentar fullkomlega viðkvæmri húð. Innleggjatunga og búster frá Elskbar fylgir með.
Elskbar Natural Snap-In er einstök taubleyja sem er hönnuð með tilliti til náttúrunnar og hágæða efna. Barnið þitt fær falleg unisex mynstur, mjúk náttúruleg efni á móti húðinni og skel sem passar vel á það og gefur því frelsi til hreyfinga.
Ein stærð - ein bleyja Þú þarft aðeins þessa bleyju frá því að barnið er um 6 kg upp í 18 kg. Þ.e.a.s., þetta er „one size“ bleyja sem stækkar með barninu. Hún er með smellum að framan sem gera þér kleift að stilla stærðina í þrjú stig. Þannig geturðu alltaf tryggt að bleyjan passi vel á barnið.
Snap-In AIO bleyja AIO (allt-í-einni) er hugtak yfir taubleyju þar sem innlegg og bleyjan eru saumuð saman. Elskbar Natural Snap-In er AIO bleyja, en með snjöll hönnun Elskbar gerir þér kleift að smella innleggjunum af, sem styttir þurrkunartímann verulega. Það þarf að þvo alla bleyjuna eftir hverja notkun þar sem skelin hefur innbyggða rakadrægni og blotnar. Við köllum þessa tegund bleyju Snap-In AIO.
Innlegg úr náttúrulegum efnum Tvö innlegg fylgja með, bæði úr mjúkum og mjög rakadrægum náttúrulegum efnum – bambus og lífrænni bómull. Það er langt innlegg og minna innlegg, bæði með þremur lögum. Með þessum innleggjunum færðu mikla rakadrægni án þess að bleyjan verði of stór. Innlegg eru smellt í vatnsheldu skelina til að koma í veg fyrir að þau hreyfist þegar barnið er á hreyfingu.
Rakadrægni eftir þörfum
- Ef barnið pissar lítið geturðu valið að nota aðeins minna innleggið og fengið fína, þrönga bleyju.
- Ef barnið pissar mikið geturðu notað lengra innleggið sem er brotið tvöfalt.
- Þú getur notað bæði innlegg ef barnið pissar mikið, til dæmis í hvíld eða á nóttunni. Þegar bæði innlegg eru notuð inniheldur bleyjan 9 mjög rakadræg lög, og ef lengra innleggið er brotið enn frekar, færðu 12 lög af rakadrægni. Það er ansi mikið.
Þannig geturðu breytt og lagað rakadrægnina að þörfum barnsins.
Vatnsheld skel Vatnsheldi hluti bleyjunnar er úr TPU efni. Oftast er PUL notað í vatnshelda ytra lag taubleyja, en það er framleitt í efnaferli sem er ekki mjög umhverfisvænt. TPU er hins vegar framleitt með hitameðferð og er þar af leiðandi laust við efna lím. Við erum stolt af því að bjóða taubleyjur með TPU. Inni í skelinni er lag af bambusflísefni sem gefur bleyjunni auka lag af rakadrægni og er á sama tíma mjúkt og þægilegt á húð barnsins.
Frelsi til hreyfinga og gott „fit“. Það er engin spurning að Natural Snap-In bleyjan passar vel á barnið. Hún er mjó á milli fótanna, ekki of stór á rassinum, og situr vel um læri án þess að þrengja of mikið. Þetta gerir barninu kleift að hreyfa sig frjálst án þess að bleyjan hindri það. Gott fit kemur einnig í veg fyrir leka.
Það er mikilvægt að setja bleyjuna rétt á barnið. Þess vegna mælum við með að þú skoðir vandlega mátunarmyndbandið okkar um hvernig á að setja taubleyju á barn. Þegar þú kannt réttu aðferðina eykur það líkurnar á að vel takist með taubleyjur.
Efni
Skel:
Ytra efni: 100% polyester með TPU laminate
Innra efni: 85% bambus, 15% polyester
Innlegg:
70% bambus , 30% lífrænn bómull
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu mjög vandaðar og lífrænar vörur fyrir börn og konur.
Viltu tryggja að barnið þitt sé þægilega klætt á meðan það nýtur sundsins? Þessar sundbleyjur frá Alva Baby eru fullkomin lausn fyrir öll börn á aldrinum 8-25 kg! Þessar léttu og stílhreinu bleyjur veita ekki aðeins öryggi, heldur einnig þægindi og stíl.
Helstu eiginleikar:
- Stillanleg hönnun: Sundbleyjurnar eru auðvelt að stilla, þannig að þær passi fullkomlega á börn sem vega á milli 8 kg og 25 kg.
- Gæðefni: Innra lagið er úr AWJ efni sem veitir þægindi, og ytra lagið er úr 100% pólýester, sem tryggir endingartíma og auðveldan þvott.
- Falleg munstur: Vörurnar koma í fjölbreyttum og fallegum munstrum sem gera sundleikinn enn skemmtilegri.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Fallegar og praktískar skiptimottur sem hægt er að rúlla upp og loka með smellu. Tilvalið til að hafa með í skiptitöskuna eða á öðrum stöðum á heimilinu til þess að passa upp á hreinleika.
Auðvelt að strjúka af og þrífa.
45x75cm
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Snap-in-One (SIO) ullarskeljarnar frá Puppi eru þéttofnar úr ítalskri merino ull og einstaklega þunnar og mjúkar. Þær koma í tveimur stærðum: OS (6-15 kg) og OS+ (9-18kg). SIO stendur fyrir snap-in-one sem þýðir að inn í bleyjunni eru smellur fyrir innlegg og henta betur börnum sem eru byrjuð að borða og kúka sjaldnar.
Nánar um vöruna
Þessi bleyjuskel er saumuð úr ítalskri merino ull og er ullin ofin á þann hátt að skelin er mjög þétt en jafnframt ótrúlega þunn og mjúk.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og eru náttúrulegar og niðurbrjótanlegar frá A-Ö. Meira að segja teygjurnar eru GOTS vottaðar! Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Innlegin frá Bare & Boho passa fullkomlega inn í Puppi bleyjurnar. Einnig er hægt að nota prefolds, preflats og fitted bleyjur en þá mælum við með að fara upp um stærð og nota skel í stærð OS+.
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 dagskeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins og nóg er að eiga eina næturskel í réttri stærð.
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti.
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolíni sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL. Hún gæti í raun endað á barnabörnunum!
Efni og stærðir
- Efni: 100% merino ull
- Stærðir: One size (6-15 kg)/(13-33 lbs) One size PLUS (9-18 kg)/(19,5-39,5 lbs)
- Vottanir: teygjur: keyptar frá GOTS- vottuðum framleiðanda(Global Organic Textile Srtandard), smellur: CPSIA
Þvottur og umhirða
Mikilvægt að hafa í huga
- Fyrir fyrstu notkun er mikilvægt að setja skelina í lanólínlögur a.m.k. 2x
- Viðra skelina eftir hverja notkun (gott að eiga tvær ullarskeljar og viðra til skiptis)
- Passa að vinda aldrei ull né setja í þurrkara. Best er að pressa vætuna úr í t.d. handklæði.
- Þurrkist á flötum stað.
Þvottaleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður.
2. Settu 1/4 úr teskeið af lanolíni fyrir hverja skel í venjulegan bolla, bættu svo Poppet ilmmola út í eða einni sprautu af barna- eða ullarsápu.
3. Bættu við nýsoðnu vatn og fylltu á bollann, hrærðu lausnina þar til lanolínið og sápan hefur leystst upp fyllilega - þegar lausnin verður mjólkurhvít er hún tilbúin.
4. Helltu vatninu úr bollanum ofan í vasann (Gakktu alltaf úr skugga um að lausnin sé ekki heitari en 30gráður - annars getur ullin þæfst)
5. Settu ullarskelina ofan í lausnina og leyfðu henni að liggja í minnst 4 tíma.
Ef verið er að lanolínsera nýjar ullarskeljar skaltu endurtaka ferlið a.m.k. tvisvar í viðbót og óþarfi að þerra skelina á milli - bara gera nýjar lanolínlögur. Ef verið er að fríska upp á ullarskelina er nóg að setja einu sinni í lanolín lög.
6. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Myndbönd
Um merkið
Puppi er pólskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur saumað margverðlaunaðar ullarbleyjur frá árinu 2013.
Það sem gerir Puppi vörurnar einstakar er að öll efnin sem bleyjan er unnin úr eru náttúruleg og niðurbrjótanleg. Meira að segja teygjurnar eru vottaðar og unnar úr bómull og náttúrulegu gúmmíi.
Vörulýsing
Fallegar þjálfunarnærbuxur fyrir kríli sem eru tilbúin í næstu skref! Nærbuxurnar eru með smellum á hliðunum sem auðvelt er að opna í sundur og kippa frá og börnin geta einnig auðveldlega girt þær niður um sig á eigin spýtur.
Nánar
- Fjórar smellur á sitthvorri hlið svo auðvelt sé að smella barninu úr.
- 3x Smellur í nára til að stilla nárastærð og 3x smellur á sitthvorri hlið til að stilla mittisstærð
Efni
Innra lag: Þrjú lög af rakadrægri lífrænni bómull. Ekkert stay-dry til að hjálpa barninu þínu að tengja hugann við líkamlegar þarfir þegar það finnur fyrir vætu.
Ytra lag: 100% polyester endurunnið úr plastflöskum + TPU laminate og er vatnshelt
Breiðar teygjur svo barninu líði sem best.
Stærð
XL 15-20kg
Myndbönd
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.
Vörulýsing
Auðveldari leiðin til þess að lanólínsera ull!
Einn moli er fullkomið magn til þess að lanólínsera ullina þína - bombaðu einum mola í volgt vatn og lausnin er tilbúin... easy peasy! Þú getur keypt lanolínmolana frá Poppets í dollu, í áfyllingarformi og svo geturu líka skellt prufu sem er einn moli með í körfuna ef þú vilt prófa fyrst.
Afhverju?
Til þess að ullarbleyjur virki þarf að "preppa" hana fyrir fyrstu notkun og aftur eftir þörfum eftir það. Lanólín er í raun vaxið sem gerir ullina vatnshelda og þegar ullin er unnin af kindinni þá er lanólínið hreinsað burt. Því er mikilvægt að setja lanólín aftur í bleyjuna svo hún virki og það er gert með lanólí"baði".
Lanólínbað þarf aðeins að framkvæma á nokkurra mánaðar fresti eða eftir þörfum.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
What a Melon!: Dísætur sannkallaður vatnsmelónu ilmur. Hugsaðu um vanillu með dass af kirsuberjamöndlublöndu.
Hvernig?
Lestu þvottaleiðbeiningar fyrir ull hér.
Innihald
Lanolin, Glycerin, Aqua, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Sodium Shea Butterate, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Citric Acid, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, Parfum Citronellol, Linalool
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
HEAVY FLOW Túrnærbuxurnar frá Elskbar eru frábærar fyrir fyrstu dagana af blæðingum, fyrir næturvaktina eða í úthreinsun á sængurlegunni. Þær ná hátt upp og eru einstaklega mjúkar og einfaldar - þér á eftir að líða eins og einhver sé að gefa þér risastórt knús utanum fallega blæðandi líkamann þinn!
Túrnærbuxurnar eru hannaðar með mikilli ást og væntumþykju í Danmörku þar sem hugsað er út í hvert einasta smáatriði. Nærbuxurnar eru úr hágæða TENCEL™ sem unnið er úr náttúrulegum trefjum og rakadrægi parturinn er úr tvöföldum bambus terry og yrsti parturinn er úr dúnmjúkur bambus velúr. Einnig er að finna vatnshelt millilag sem sem kemur í veg fyrir að vökvi smitist í fötin. Engin gerviefni er að finna upp við húð né viðkæmasta svæðið.
Stærðartafla
Afhverju að velja fjölnota?
Vissir þú að meðal kona notar u.þ.b. 14.000 einnota tíðavörur í lífi sínu? Þessar vörur eru bæði skaðlegar náttúrunni, hafa neikvæð áhrif á fjárhaginn og heilsuna.
Elskbar tíða- og lekanærbuxurnar eru eins og uppáhalds nærbuxurnar þínar, nema þær eru rakadrægar og knúsa þig extra fast þegar þú virkilega þarft á þeim að halda. Þú munt aldrei horfa til baka þegar þú hefur prófað fjölnota tíða- og lekavörur.
Fjölnota tíðanærbuxur og bindi er hægt að nota aftur og aftur, sem verndar jörðina og veskið þitt!
Afhverju að velja tíðavörur frá Elskbar?
Við persónulega elskum Elskbar vegna þess að það fer ekki á milli mála hvar ástríðan þeirra liggur. Hér hafa þau sett fókus á mæður með túrnærbuxum sem við höfum öll beðið eftir. Þau vilja að konur líði fallegum og elskaðar á meðan þær eru á blæðingum og því eru aðeins gæðainnihaldsefni notuð.
Innihaldsefni
Innihaldsefnin hafa verið valin vandlega af ást og umhyggju með það markmið að tryggja bestu þægindi sem völ er á. Efnið á nærbuxunum er úr umhverfisvænu og silkimjúku TENCEL™ sem er búið til úr viðamassa. Þyrsti parturinn er úr mjúku bambus velúr. Húðin mun getað andað án þess að einhver lykt safnist og án þess að þú munir finna fyrir kláða. Teygjurnar eru mjúkar og hannaðar þannig að engin för myndast. Til þess að einfalda þetta ; þetta eru túrnærbuxurnar sem líkaminn þinn á skilið á þessu kröftuga tímabili í mánuðinum!
Ertu ný í fjölnota tíðarbrókum?
Það eru háar likur á því að þú eigir eftir að elska fjölnota túrnærbuxur svo mikið að þú eigir eftir að segja skilið við einnota vörur fyrir fullt og allt! Að sjálfsögðu er aðlögunartímabil en þú átt örugglega eftir að vera seld á hugmyndina strax eftir fyrstu dagana af notkun. Við mælum með að nota túrnærbuxurnar aðeins heima fyrir svona fyrst um sinn þegar þú ert að venjast þeim.
Stuttar notkunarleiðbeiningar
Notaðu túrnærbuxurnar alveg eins og venjulegar nærbuxur. Innra lagið mun hjálpa þér að fylgjast með blæðingunum þínum.
Þegar þér líður eins og nærbuxurnar séu að verða svolítið þungar eða þegar þú sérð að blóð sé að nálgast ytri teygjur, þá er kominn tími á skipti.
Mundu að taka með þér extra nærbuxur þegar þú ferð útur húsi! Við mælum með að eiga fjölnota blautpoka til þess að geyma óhreinu nærbuxurnar í.
Skolaðu nærbuxurnar vel með köldu vatni áður en þú hendir þeim í þvott.
Þvoðu þær á 40-60 gráðum
Hengdu þær upp til þerris - má fara í þurrkara á lágum hita.
Notaðu þær aftur!
Við mælum með að prófa hugmyndina með 2-3 nærbuxum. Þú getur síðan bætt í þegar þú ert buin að öðlast traust gagnvart túrnærbuxunum!
Gæðalegar og fallegar þjálfunarnærbuxur eru hugsaðar fyrir börn sem eru tilbúin til þess að taka fyrstu skrefin úr bleyju í kopp/klósett. Þessi stærð ætti að passa börnum frá c.a. 12-15kg. Þessar sætu þjálfunarnærbuxur frá Alva Baby eru með bómullar innra og ytralagi en í milli laginu er microfiber og vatnshelt PUL. Þær líta því út eins og venjulegar nærbuxur en eru með leynilega ofurkrafta!
Þessar þjálfunarnærbuxur eru hannaðar þannig að þær halda vætu í skefjum en geta blotnað meðfram lærum og því auðveldara fyrir umönnunaraðila að fylgjast með slysum ef barnið lætur ekki vita.
Efni og eiginleikar
- Stærðir: 2T, 3T, 4T
-
Þyngd:
- 2T: 1.7oz(48g)
- 3T: 1.8oz (51g)
- Efni ytra lag: 95% bómull - 5% spandex
- Innra lag: bómull
- Millilag: Innsaumað 2ja laga microfiber fabric með plastkóðuðu TPU sem er mjög vatnshelt efni sem bæði andar og er endingarmikið.
Vottanir: PCP vottun. Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.