Elskbar

Ai2 skel - Cover All - OS

5.490 kr

Áætlaður afhendingartími milli nóvember 13 og nóvember 15.

Cover All mun einfalda þér lífið. Kostirnir eru skýrir; minni þvottur, styttri þurrktími og ódýrara en önnur taubleyjukerfi.

 

Ný og endurbætt útgáfa
Elskbar hlustar statt og stöðugt eftir endurgjöf viðskiptavina sinna og vegna frábærra endurgjafa hefur Elskbar endurbætt frábæru Cover All skelina til að gera hana enn betri. Nú er Cover All rúmbetri, nær betur utan um formaðar bleyjur preflats og passar barninu í lengri tíma. Hér eru endurbæturnar:

  • Lengri teygjur við lærin
  • Breiðari vængir
  • Breiðari yfir rassinn
  • Lengri teygja á innri flipa aftan til

Hin fullkomna skel
Cover All er engin venjuleg bleyjuskel. Hún er vel úthugsuð og vandlega hönnuð með hjálp bæði reyndra notenda taubleyja og byrjenda frá öllum heimshornum. Hún hefur verið prófuð og leiðrétt nokkrum sinnum og hefur orðið að því sem margir vilja meina að hún sé hin fullkomna skel. Skel er vatnsheldur ytri hluti taubleyju. Skelina þarf ekki að þvo eftir hverja notkun. Þú smellir einfaldlega notuðu innleggi úr skelinni og setur nýtt innlegg í, og setur svo bleyjuna aftur á barnið þitt. Skelina má nota allt að þrisvar sinnum og þarf aðeins að þvo hana þegar hún verður óhrein eða byrjar að lykta af þvagi. Þetta er virkilega snjallt og mjög hagkvæmt kerfi. Kosturinn er sá að skelin verður minna fyrir sliti við þvott og eykur þannig endingu hennar verulega. Þurrktíminn er stuttur þar sem engin rakadræg efni eru saumuð inn í skelina.

 

Cover All er one size (einnar stærðar) og passar börnum frá u.þ.b. 6 kg til 16 kg. Á framhliðinni eru fjórar raðir af smellum sem eru notaðar til að stilla lengd bleyjunnar og þar með stærðina. Mittisparturinn hefur tvær raðir af smellum sem bjóða upp á fjölmarga möguleika til að laga bleyjuna að barninu þínu. Vængirnir eru mjúkir og teygjanlegir og passar virkilega vel um mittið. Innan á skelinni eru flipar bæði að framan og aftan sem halda innleggjum á sínum stað og virka sem auka vörn gegn kúkasprengjum. Fliparnir eru úr pólýester án TPU-lamineringar og eru því mjúkir og þunnir. 

 

Innlegg
Engin innlegg fylgja þessari skel. Við mælum með Elskbar innleggjasettunum og Elskbar prefoldinu, ásamt hinum sívinsælu hemp eða bambus innleggjum frá Bare and Boho sem smell passa einnig í þessa skel. Annars er hægt að nota nánast hvaða innlegg sem er í þessa skel, flatar bleyjur, fitted bleyjur, preflats og prefolds. Möguleikarnir eru endalausir. Sjá öll Ai2 innlegg.

 

Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar;  ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.

Við mælum með að þvo allar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar, ef ekki allar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.

Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.

Þumalputtareglur

  • Taubleyjur og innlegg má þvo á 60°
  • Innlegg má setja í þurrkara en skeljar ætti að hengja upp á snúru. 
  • Notið mild þvottaefni án ensíma.
  • Engin mýkingarefni.

Geymsla notaðra bleyja

Notaðar bleyjur skal geyma á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum sem lofta. Við mælum sterklega með Pail liner, en það er einnig í lagi að nota bala eða vask sem tryggir gott loftflæði. Pro tip: Gættu þess að geyma bleyjurnar þurrar – geymsla í vatni getur skemmt bleyjurnar og teygjurnar.

Ef bleyja verður fyrir kúki, skaltu skola hana að kvöldi eða strax. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að skola bleyjur sem aðeins hafa verið pissað í – þær má geyma fram að þvottadegi.

Þvottarútína

Við mælum heilshugar með að nota þrjá aðskilda þvottahringi (nýtt prógramm í hvert skipti), því flestar vélar skipta ekki um vatn milli hringja innan sama prógramms, sem getur valdið því að þvotturinn verði ekki nægilega hreinn.

Klassískur taubleyjuþvottur

  1. Fyrsti hringur: Kalt skol án þvottaefnis (Rinse + Spin).
  2. Annar hringur: Langur hringur á 60°C með þvottaefni (minnst 2 klst).
  3. Þriðji hringur: Kalt skol án þvottaefnis. 

Ofnæmisstilling

Ef þvottavélin þín er með ofnæmisstillingu sem þrífur við 60-63°C í 2,5-4 klst og skiptir um vatn á milli hringja, geturðu sleppt síðasta skolinu í lokin.

Pro tip: Eftir þvott er gott að þreifa á bleyjunum og lykta af þeim. Ef þær lykta ekki af þvottaefni eða súru ætti allt að vera í lagi. Ef þvotturinn er ekki alveg rétt skolaður, getur verið gott að setja þær í annan „Rinse + Spin“.

Þurrkun

Við mælum með að þurrka bleyjurnar í lofti. Ef þú þarft að nota þurrkara skaltu nota lága hita stillingu fyrir innleggin. Pro tip: Settu aldrei skeljar eða vasar í þurrkara þar sem hitinn getur eyðilagt teygjurnar og ytra efnið.

Sjá nánar um þvott á taubleyjum hér

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

6 vikna reynslutími
Við bjóðum upp á 6 vikna reynslutíma á öllum margnota bleyjum og aukahlutum fyrir nýja Cocobutts viðskiptavini sem eru að versla taubleyjur í fyrsta skipti. Ef þú ert ekki ánægð/ur með kaupin þín, þvoðu þá vörurnar og skilaðu þeim innan 6 vikna frá kaupum til að fá fulla endurgreiðslu í formi inneignarnótu eða 80% endurgreiðslu kjósir þú að fá endurgreitt inn á þann greiðslumáta sem þú upphaflega notaðir til að greiða fyrir vöruna.

Skilmálar og skilyrði:

  • Sendingarkostnaður vegna skilanna er á þinn kostnað.
  • Allar vörur verða að vera keyptar á Cocobutts.is.
  • Skilastefna okkar er takmörkuð við ein (1) skil eða skipti frá hverju heimili.
  • Vinsamlegast hafðu samband við okkur innan fyrstu 6 viknanna eftir að þú fékkst vörurnar þínar afhentar til að senda inn beiðni um skil.
  • Allar vörur verða að vera í hreinu og nothæfu ástandi og mega ekki hafa verið soðnar, bleiktar eða illa meðfarnar. Við tökum ekki við Cocobutts vörum í lélegu ástandi.
  • Þessi reynslutími á ekki við um hreinlætisvörur, tíðavörur, koppaþjálfunarnærbuxur eða aðrar vörur sem ekki tengjast taubleyjum, sem og útsöluvörur.
  • Lestu meira

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 30 daga. Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Based on 5 reviews
100%
(5)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
J
Jenný (Kopavogur)
Gæða skeljar

Elskbar skeljarnar eru frábærar og þetta kerfi - skeljar og smellanleg innlegg, hentar okkur mjög vel. Við fílum að þurfa ekki að þvo skelina í hvert sinn, þvotturinn verður minni, einfaldari og fljótlegri. Munar miklu að sleppa við að preppa bleyjurnar eins og þarf með vasableyjur. Við kunnum að meta teygjanlegu flipana og tvöföldu lærateyjurnar, sem og lekavörnina að framan og aftan. Við notum Bare and Boho innlegg með og virkar það mjög vel.

D
Dagný Hulda Valbergsdóttir (Reykjavik)
Góð byrjun í wipeable skeljum

Nett, mjúk og góð, hamlar ekki hreyfingum hjá stelpunni (4.mánaða) sem mér finnst mikill kostur. Getum reyndar bara smellt efri smellunum vegna lærastærðar, en það kemur ekki að sök- ég tók ekki eftir að skeljarnar eru ekki alveg eins og bleyjurnar (með einni röð af smellum). Þær virðast halda öllu- innleggið var skakkt eftir piss og var pollur í skelinni en ekki í fötunum! Tvöfalda teygjan greinilega að virka. Við erum mjög hrifin af þessu kerfi og erum að prófa okkur áfram með innlegg. Mæli með!

V
Vala (Reykjavik)
Vönduð!

Dásamlega vönduð skel. Frábær teyja í flipum, tvöföld bakteyja og höfum ekki lennt í leka.
Hægt að nota allskonar innlegg og mun vaxa mjög vel með mínum gaur, sem er núna 7 mánaða. Elskum Elskbar, okkar uppáhalds merki. AIO líka alveg geggjuð og pokarnir.

A
Anita Karin Guttesen (Reykjavik)
Besta ai2 skelin

Klárlega besta ai2 skelin 😍
Mjög teygjanlegir flipar til að festa bleyjuna og bara efri smella þar sem hentar læragóðum börnum sérstaklega vel. Svo passa nánast öll innlegg, með smellum eða án. Góð bakteygja og tvöföld við lærin sem heldur öllu á sínum stað ef svo ber undir.

L
Linda Emilsdóttir (Neskaupstadur)
Frábær skel

Fjölnota og vönduð skel. Algjör snilld að geta notað skelina með hvaða innleggjum sem er, hvort sem það er prefold, laust innlegg eða smellt innlegg. Góð lekavörn bæði við læri og maga svo það er ekkert màl að nota það með trifoldi sem nætur combo.

5.490 kr

Afhverju fjölnota?

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.