Bare and Boho
Bambus innlegg - 5 lög með smellum
Við kynnum með stolti nýju 2.0 bambus innleggin frá Bare and Boho - snjöll lausn sem gerir bleyjuskiptingar bæði þægilegar og einfaldar þar sem auðvelt er að skipta út skítugum innleggjum fyrir hrein, án fyrirhafnar.
Helstu eiginleikar:
- OEKO-TEX vottuð efni - tryggir að öll efni séu örugg fyrir barnið.
- One Size hönnun - hentar börnum frá fæðingu til klósettþjálfunar, á bilinu 2,5-18 kg.
- 5 lög af rakadrægni - hönnuð til að halda barninu þurru lengur með „stay-dry“ microfleece.
- Hreyfing barnsins í fyrirrúmi - innleggin eru kúpt í laginu sem aðlagar þau fullkomlega að líkama barnsins.
- Fjölbreytt notkun - henta bæði í Soft- og Flexi Cover skeljarnar frá Bare and Boho, Ai2 Elskbar skeljarnar og ullarskeljarnar frá Pisi og Puppi.
Bleyjukerfið frá Bare and Boho
Bleyjukerfið frá Bare and Boho er eitt það einfaldasta á markaðnum! Þú þarft bara að smella innlegginu í bleyjuskelina þína - og setja hana á barnið þitt. Bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho hafa enga flókna eiginleika eða margra laga innlegg sem þarf að brjóta saman á ákveðinn hátt, sem gerir þetta kerfi hagnýtt fyrir alla sem annast barnið, þar á meðal dagforeldra, ömmur, afa og vini!
Stærðir
One Size bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho eru hannaðar fyrir þyngdir 2,5 - 18 kg, eða frá fæðingu til koppaþjálfunar.
Bleyjuskeljar
Hver bleyjuskel er úr vatnsheldu efni sem er gert úr endurunnu pólýester, unnið úr plaströrum sem bjargað hefur verið úr sjónum. Flexi Cover skeljarnar eru þurrkanlegar og hægt að endurnýta sömu skelina allt að 3x svo lengi sem það kemur ekki kúkur í hana. Innra lagið í Soft bleyjuskeljunum frá Bare and Boho er hannað til að draga úr raka og halda barni þurru. Skeljarnar hafa tvöfaldar teygjur í mjaðmagrófinni til að tryggja hámarksvörn gegn leka.
Aftast í hverri skel er innbyggð vörn sem verndar gegn lekum upp að baki barnsins. Innleggið getur annað hvort verið sett undir þessa vörn eða lagst ofan á, það er valfrjálst. Framan á hverri skel er teygja sem heldur skelinni þétt að maga barnsins. Þú finnur Flexi Cover skeljarnar hér og Soft Cover skeljarnar hér.
Bleyjuinnleggin
Hvert endurnýjanlega innlegg er hannað til að smella eða liggja inni í bleyjuskelinni. Innleggin frá Bare and Boho geta einnig verið sett undir bakvörnina fyrir aukna vörn gegn lekum. Hvert innlegg hefur teygjur á hliðunum sem umlykja mjaðmirnar til að draga best úr raka og vernda gegn lekum.
Nýju 2.0 bambusinnleggin innihalda nú 5 lög af rakadrægu efni, þar á meðal bambus-bómullarfleece og efra lag úr microfleece. Microfleece lagið dregur raka frá húð barnsins, þannig að það heldur barninu þurru í lengri tíma.
Uppgötvaðu framúrskarandi gæði og náttúruleg þægindi með Hemp innlegginu frá Bare and Boho. Þetta innlegg er hannað úr lífrænni hamp-bómullarblöndu, sem gerir það að verkum að það er bæði umhverfisvænt og öruggt fyrir barnið þitt.
Hver endurnýjanlegi búster er mótaður í stundaglaslaga formi til að passa vel að líkamanum. Bústerarnir frá Bare and Boho hafa innbyggt efni sem er rakadrægt og mjúkt. Þeir eru hannaðir til að auka rakadrægni bleyjunnar og eru valfrjálsir í notkun, fer eftir því hversu mikið barnið þitt þarf.
Til að nota bústerinn skaltu einfaldlega leggja hann ofan á innleggið, eða brjóta hann í tvennt og leggja að framan, sérstaklega fyrir drengi, þar sem álagið er mest.
Bambus Trifold frá Bare and Boho
Trifold innleggið frá Bare and Boho er með 3 lögum af rakadrægum bambus-bómullarfleece. Þegar innleggið er brotið í þrennt, verður það að afar rakadrægu innleggi fyrir bleyjuskelina þína. Trifolds eru hönnuð til að brjóta saman í þrennt, en þrátt fyrir mikla rakadrægni er innleggið ennþá þunnt og þægilegt þegar það er samanbrotið í bleyjunni. Hægt er að nota trifolds eitt sér inni í bleyjunni eða sem viðbótarrakadrægni við venjuleg innlegg, eða í bland við önnur innlegg eða bústera fyrir enn meiri rakadrægni. Þú finnur bambus trifoldið frá Bare and Boho hér.
Sjá allar vörur frá Bare and Boho
Efni
- Ytra efni skeljar: 100% pólýester rPET
- Innri fóðrun skeljar: 100% pólýester microsuede
- Ytra efni innleggs: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efra lag innleggs: 100% pólýester microfleece
- Búster: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efri lag bústera: 100% pólýester microfleece
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
1.000 kr
Verð per eininguÁætlaður afhendingartími milli janúar 25 og janúar 27.