Poppets baby

Eiturefnalaust barnapúður - án ilmefna 60/100gr

Vörulýsing

Dásamlegt púður sem er fullkomið eftir baðið eða við bleyjuskipti því það hjálpar til við að taka upp umfram raka og heldur húð barnsins mjúkri og sléttri. Hentar einnig vel á heitum sumardögum til að þurrka upp sveitta og raka húð ef sturta eða bað er ekki aðgengilegt á næsta leiti. 

Púðrið er búið til úr 100% náttúrulegum leir og púðrum með einstökum eiginleikum og eru vegan og laus við talkúm. Hægt er að kaupa áfyllingu í álflöskuna þegar hún fer að tæmast. 

Natural púðrið inniheldur engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.

Um púðrið

Poppets barnapúðrið var búin til af foreldrum fyrir foreldra sem var náttúrulegt, umhverfisvænt og laust við öll aukaefni. Púðrið er silkimjúkt með marga jákvæða eiginleika.

Barnapúðrið frá Poppets verndar, nærir, heilar og græðir viðkvæma húð barnsins. Það er nógu milt til að bæði fyrirbyggja og heila roða og útbrot.

Tilgangur barnapúðursins er að hjálpa til við að þerra húð barnsins við bleyjuskipti eða eftir bað. Það þarf aðeins örlítinn skammt til þess að þerra húðina svo ekki þurfi að bíða eftir því að rakinn fari úr húðinni eða þurrka henni harkalega til að þerra hana nægilega vel.

Hægt er að nýta barnapúðrið í ýmislegt annað tengt heimilislífinu. Eftir sund, eftir strandarferðina, þurrka svita og raka af húðinni á sumrin eða þegar maður er úti í útlöndum, eða jafnvel sem þurrsjampó!

Notkunarleiðbeiningar

Þerrið húðina létt áður en púðrið er sett á, dustaði litlu magni í lófann og settu beint á húðina. Gættu þess að púðrið fari ekki í andlit barnsins.

Innihald og pakkningar

Fáanlegar í 60gr ferðaflösku og 100gr álflösku í fullri stærð. Báðar flöskurnar eru endurnýtanlegar og eru með smellutappa með skrúfgangi þannig auðvelt er að dusta og bæta púðrinu úr eða í flöskuna.

Áfyllingarnar eru í 100gr kraft bréfapoka sem búinn er til úr endurnýtanlegum efnum og er lokað með límrönd. Pokarnir eru 100% niðurbrjótanlegir og brotna niður á 10 vikum.

Ilmmolar frá Poppets

Innihaldsefni

Bentonite, Kaolin, Zea Mays Starch, Calendula Officinalis Flower Extract, Ulmus Fulva Bark Extract

Um merkið

Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull. 

2.690 kr

Áætlaður afhendingartími milli janúar 06 og janúar 08.

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)

2.690 kr

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.