Poppets baby
Lanolín molar - hreinir
Auðveldari leiðin til þess að lanólínsera ull!
Einn moli er fullkomið magn til þess að lanólínsera ullina þína - bombaðu einum mola í volgt vatn og lausnin er tilbúin... easy peasy! Molarnir eru hreinir og einfaldir, gerðir úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum og eru lausir við ilm- og litarefni. Þú getur keypt lanolínmolana frá Poppets í dollu, í áfyllingarformi og svo geturu líka skellt prufu sem er einn moli með í körfuna ef þú vilt prófa fyrst.
Afhverju?
Til þess að ullarbleyjur virki þarf að "preppa" hana fyrir fyrstu notkun og aftur eftir þörfum eftir það. Lanólín er í raun vaxið sem gerir ullina vatnshelda og þegar ullin er unnin af kindinni þá er lanólínið hreinsað burt. Því er mikilvægt að setja lanólín aftur í bleyjuna svo hún virki og það er gert með lanólí"baði".
Lanólínbað þarf aðeins að framkvæma á nokkurra mánaðar fresti eða eftir þörfum.
Hvernig?
Lestu þvottaleiðbeiningar fyrir ull hér.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
2.990 kr
Verð per eininguÁætlaður afhendingartími milli janúar 25 og janúar 27.
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira