Hjálplegt efni

Taubleyjur í leikskólann

Taubleyjur í leikskólann

Það er svo spennandi að byrja í leikskólanum!Ásamt öðrum mikilvægum undirbúningi þurfa taubleyjuforeldrar að huga að bleyjunum og spyrja gjarnan hvernig best sé að hátta þessu þannig að fyrirkomulagið virki sem best fyrir alla aðila.   Eru leikskólar og dagmömmur hlynnt taubleyjum yfir höfuð? Þróunin í átt að taui er óumflýjanleg. Að neita taubleyjum er hugsunarháttur sem á heima í fortíðinni. Þetta er ekki spurning um hvort að allir leikskólar og dagforeldrar taka við taui heldur hvenær.   Flestir leikskólar eiga ekki í neinum vandræðum með taubleyjur á meðan aðrir eru enn að mikla handtökin fyrir sér. Okkar skoðun er sú að ef við sem foreldrar kjósum heilbrigðari, ódýrari og umhverfisvænni lífsstíl fyrir börnin okkar þá þarf að virða þá ákvörðun.  En jú, þetta krefst smá auka undirbúnings af hálfu foreldris – undirbúnings sem við erum klárlega í stakk búin til þess að tækla!  Þetta snýst allt um samvinnu, vilja, skipulag og upplýsingaflæði.  Í raun er þetta líka gríðalegur ávinningur fyrir leikskóla lika því þetta minnkar sorp til muna og stuðlar að heilbrigðari kroppum.  Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað bæði foreldrum og starfsmönnum leikskólans.      Svona ferð þú að: 1. Tilkynntu að barnið þitt notar taubleyjur  Gott er að senda tölvupóst eða ræða við starfsmenn. Opnaðu fyrir umræðuna og segðu frá fyrirkomulaginu þínu.  Hvert barn er auðvitað með sínar þarfir og hafa margir foreldrar tekið á það ráð að sýna sitt fyrirkomulag og hvernig þau gera hlutina í aðlöguninni.   2. Preppaðu bleyjur  Sem dæmi höfum við séð að flestir foreldar setja fimm bleyjur í pokann og bæta síðan inn í eftir þörfum. Einnig er það flott ráð að setja einnota liner í bleyjunar ef ske kynni að barnið kúkar - það auðveldar starfsmönnum handtökin og bleyjunar koma aðeins hreinni heim. Þriðja preppið er að ganga frá bleyjunum þannig að þær eru smelltar/stilltar í þeirri stillingu sem barnið þitt notar. Þannig veit leikskólinn alltaf í hvaða stillingu bleyjan á að vera.    3. Útvegaðu þér meðalstóran Pul Poka með tveimur hólfum PUL pokinn er besti vinur þinn í tauinu og þetta á sérstaklega við í leikskólann. Hann heldur lykt og vætu í skefjum þannig að leikskólinn ætti aldrei að finna fyrir þeim óþægindum. Útvegaðu þér poka með tveimur hólfum - þannig er hægt að hámarka skipulagið í kringum taubleyjurnar og þær blandast ekkert saman. Eitt hólfið yrði þá fyrir hreinar bleyjur á meðan hitt er fyrir skítugt. Passaðu að taka síðan strax upp úr pokanum þegar heim er komið! Gangi ykkur vel. 
Taubleyjur og kúkur

Tau og kúkur

Ef þú ert foreldri þá eru allar líkur á því að þú kemst í námunda við barnakúk, hvort sem þú notar taubleyjur eða ekki. Þetta blogg er um hvernig á að díla við kúk.    Sama lögmál gildir með barnakúk og þinn eigin kúk : Kúkur á heima í klósettinu, en ekki í ruslinu.   1.  Ef barn er á brjósti/formúlu er nóg að skola bleyjuna. Ef barn er á fastri fæðu skaltu henda kúknum beint úr bleyjunni í klósettið og skola rest.  Það getur einnig verið hjálplegt að fjárfesta í þunnum hrís- eða bambus liner sem þú leggur í bleyjuna. Þessi pappír er gerður til þess að grípa kúkinn. Það má ekki sturta þessum pappír niður. Ef þú notar pappír skaltu henda honum í ruslið og skola rest. 2. Þú þarft að skola bleyjuna þar til að öll sjáanleg ummerki eru farin. Sumir eru með sér sprey-júnit til að skola en aðrir skola bara með sturtuhausnum í baðkarið. Einnig er hægt að nota þvottahússvaskinn. Þú ræður. 3. Hafðu bleyjuna í sérdalli/hólfi frá þeim sem ekki er búið að kúka í. Allt fer þó saman í sömu vél á þvottadegi. 4. Passaðu síðan að þvo hendur vel og spritta. Þegar kemur að þvottinum... 1. Allar bleyjur fara saman í sömu vélina. Nærri allar taubleyjuleiðbeiningar segja að bleyjan þolir ekki þrif yfir 40°en af reynslunni að dæma þá þvo flestir foreldar á 60°, sérstaklega ef það er kúkableyja. En það er að sjálfsögðu undir þér komið. Við mælum með að þvo bleyjur á 60° til þess að drepa allar bakteríur.  2. Einfalda þvottarútínu má finna í þessu bloggi hér 3. Eftir að bleyjan er orðin hrein og þurr skaltu endurtaka leikinn! En hvað ef barn kúkar á ferðinni?...   Við skiptum yfirleitt á börnum á stað þar sem hefur aðgengi að klósetti. Ef barn kúkar á ferðinni skaltu henda kúk í klósettið og loka svo bleyjunni. Skolaðu hana á undan ef þú hefur tökin á því en annars þarftu að geyma bleyjuna lokaða í PUL pokanum þínum. Ekki gleyma að taka bleyjuna úr pokanum þegar heim er komið!  Gangi þér vel.
Taubleyjur fyrir heilsuna

Tau fyrir heilsuna

Vissir þú að það er ekki skilyrði fyrir bleyjufyrirtæki að gefa upp innihaldsefnin í vörunum sínum? Það sama gildir um dömubindi, túrtappa og jafnvel lekavörur. Þetta þýðir að það getur verið mjög erfitt að finna upplýsingar um hvaða efni eru notuð í þessum vörum, þar sem framleiðendur deila þeim sjaldan opinberlega. Þó að einnota bleyjur séu hannaðar til að auðvelda líf nútímaforeldra með því að geyma mikinn vökva án þess að taka of mikið pláss eða valda óþægindum fyrir börnin, þurfa þær að innihalda ýmis efni til að ná þessari virkni. Þessi efni, ásamt ferlunum sem notaðir eru við framleiðslu bleyjanna, geta reynst skaðleg börnum og umhverfi.   Einnota bleyjur eru í grunninn byggðar upp þannig: Innra lag: Yfirleitt úr polypropylene eða öðru plasti. Þyrsti kjarninn: Inniheldur oft efnið Sodium Polyacrylate, sem er umvafið viðarmassa sem oft er hvíttað með klór. Sodium Polyacrylate var eitt sinn notað í túrtappa en var tekið úr þeim vegna áhyggja af hættulegum aukaverkunum eins og sýkingum og hormónaójafnvægi. Ytra lag: Úr polypropylene filmu eða öðru plasti.   Þegar börn eru í bleyjum allan daginn, allan ársins hring, getur það leitt til langtímaáhrifa sem eru ekki öllum kunn. Dioxin, sem myndast við klórferlið, er eiturefni sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur metið sem eitt af skaðlegustu eiturefnum fyrir fólk. Langtímaáhrifin geta verið meðal annars ófrjósemi og krabbamein.   Svipað gildir um dömubindi og túrtappa sem margir nota daglega í mörg ár. Þessar vörur, rétt eins og bleyjur, geta innihaldið skaðleg efni eins og dioxin og Sodium Polyacrylate, sem getur haft áhrif á viðkvæma slímhúð kynfæra. Fjöldi kvenna hefur kvartað undan sýkingum, óþægindum og jafnvel hormónaójafnvægi vegna notkunar á hefðbundnum tíðarvörum. Það er mikilvægt að skoða aðrar valkostir eins og endurnýtanlegar tíðarvörur, þar á meðal taubindi eða túrsvamp, sem eru öruggari og umhverfisvænni valkostir.   Lekavörur fyrir fullorðna eru einnig oft hannaðar með sömu aðferðum og einnota bleyjur. Margir hafa þurft að glíma við húðvandamál eða ofnæmisviðbrögð vegna efna sem notuð eru í þessum vörum. Þeir sem kjósa umhverfisvænni valkosti hafa því verið að leita í endurnýtanlegar lekavörur sem eru laus við skaðleg efni.   Til að tryggja heilsusamlega og umhverfisvæna valkosti, hvetjum við foreldra og einstaklinga til að íhuga notkun á tauvörum og öðrum endurnýtanlegum vörum, hvort sem það eru taubleyjur, taubindi eða lekavörur. Ef þú þarft að nota einnota vörur, reyndu þá að velja merki sem leggja áherslu á náttúruleg og eiturefnafrí efni, þó að þau geti verið dýrari.
Taubleyjur fyrir sparnaðinn

Tau fyrir sparnaðinn

  Hversu mikinn pening spörum við við taubleyjunotkun? Það er ekki hægt að vera 100% nákvæmur á sparnaðnum þar sem notkun hverrar fjölskyldu er misjöfn  En hér höfum við sett upp eitt dæmi ykkur til viðmiðunar. Reiknum eitt dæmi saman... „Libero Comfort nr 5“ í Krónunni með 76 bréfbleyjum kostar 3.469 kr þegar þetta dæmi er reiknað (júní 2024). Bleyjan kostar þá 45,5 kr stykkið Börn fara að meðaltali í gegnum 8 bleyjuskipti á sólarhring 45,5 kr x 8 = 356 kr í bleyjukostnað á sólarhring 365 dagar x 356 kr = 129.940 kr á ári Börn eru að meðaltali í 2,5 ár í bleyjum 129.940 kr x 2,5 ár = 324.850 kr ➡ 324.850 kr beint í ruslið Ef barn notar 6 bleyjur á sólarhring þá eru það... 249.113 kr sem fara í ruslið Ef 10 bleyjur eru notaðar á dag þá eru það 415.188 kr Gott að hafa í huga... ✔ Verð á einnota bleyjum fer undantekningarlaust hækkandi ár frá ári!✔ Meðalaldur smábarna sem læra að gera stykkin sín í kopp eða klósett fer hækkandi! Þessi útreikningur sýnir hversu mikinn sparnað er hægt að ná með því að velja endurnýtanlegar lausnir eins og taubleyjur. Staðgreiðsla taubleyja getur verið þung í upphafi, en við sjáum hér að það margborgar sig að nota tau ef maður vill spara. Tölum ekki um ef foreldar eignast fleiri börn. Svo er gott að muna að hægt er að fá hluta af þessari fjárfestingu tilbaka þegar bleyjurnar eru seldar áfram. Öll vinna!
fyrstu taubleyjurnar

Ég var að kaupa fyrstu taubleyjurnar mínar, hvað nú?

Til hamingju með nýju bleyjurnar þínar! Fyrsta skref er að undirbúa þær fyrir notkun. Það þarf að væta þær/þvo til þess að koma rakadrægninni í gang. Almennt er talað um að þvo þær 2-3 sinnum áður en þær eru teknar í notkun í fyrsta sinn, en auðvitað ræður þú hvað þú gerir. Persónulega setjum við þær á langan þvott á 40°með smá þvottaefni með auka skoli. Rakadrægnin eykst síðan með hverjum þvotti. "Einn þvottur" telst gilt þegar bleyjan hefur verið þvegin og þornuð einu sinni. Þegar þú ert búin/nn að þrífa og virkja þær skaltu einfaldlega fara af stað og byrja að nota þær! Þú setur hana á barnið og geymir hana síðan í PUL-poka, íláti, baði eða bala eftir hverja notkun. Þegar þú ert komin/nn með nóg af bleyjum eða þegar þú ert búin/nn að nota þær allar þá er kominn tími á að þvo þær. Hér er innlegg um einfaldlega þvottarútinu sem þu getur notað til viðmiðunar.   Síðan er gott að hafa þrjár meginreglur í huga varðandi taubleyjur. Það fyrsta er að microfiber innlegg má aldrei liggja upp við húð barns. Þetta er vegna þess að microfiber er öflugt efni og dregur mikinn vökva í sig hratt. Þetta getur þurrkað húð barnsins. Því skal alltaf passa að hafa alltaf eitthvað á milli innleggsins og húð barnsins eins og til dæmis flísrenning eða liner.    Annað er að ef þú notar bossakrem þá má ekki vera zinc í því. Zinc gerir bleyjuna vatnshelda og vinnur gegn tilgangi hennar.    Í taui þarf að skipta oftar. Þetta er vegna þess að í taubleyjum eru ekki sömu kemísku eiturefnin og í einnota bleyjunum sem gerir þeim kleift að halda vætu í langann tíma. Gott er að skipta á barni á 2-3 tíma fresti eða eftir þörfum. Þau finna líka meira fyrir vætunni og geta orðið óróleg þegar það er komið að skiptum.  Á móti kemur að börn í taui eru gjarnan styttra á bleyju vegna þess að þau tengja vætu við óþægindi og því auðveldara er að kenna þeim á kopp.   Loks er að muna að leki er partur af taunotkun. Það skiptir ekki máli hvaða týpur eða merki þú kaupir - allir taubleyjuforeldrar fara í gegnum einhvern leka á einhverjum tímapunkti. Ekki örvænta því um leið og þú ert búin/nn að fatta hvað gerðist þá er þetta ekkert mál. Kíktu á tjékklistann okkar hér ef þú lendir í leka og veist ekki afhverju. Gangi þér vel og ekki gleyma að ef þig vantar meiri ráðgjöf þá er ekkert mál að bóka síma eða zoom ráðgjöf hjá einum af sérfræðingunum okkar þér að kostnaðalausu! 
Næturbleyjur

Að velja tau fyrir nóttina

  Það er mikið spurt um næturbleyjur á miðlunum okkar. Okkar fyrsta ráð er alltaf það sama: prófaðu þig áfram þar til að þú ert búin/nn að finna kerfi sem virkar fyrir þig. Það sem virkar fyrir eina fjölskyldu getur algjörlega floppað fyrir aðra en blessunalega þá eru margir valmöguleikar í boði svo ekki örvænta! Þitt fullkomna nætursystem er þarna úti.   Mörgum finnst skrítið að skipta ekki um bleyju á nóttunni. Á meðan þú ert með nýbura eða ert í grjótföstum vana að skipta á nóttunni þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af sérstöku nætursystemi. En ef þú vilt komast í gegnum nóttina án þess að þurfa að skipta þá þarftu að huga betur að rakadrægninni. Langflestir foreldrar nota svokallað „fitted“bleyju með skel (tveggja parta system) vegna þess að þær eru rakadrægastar. Þær eru þó meiri um sig og því yfirleitt ekki notaðar yfir daginn.   Hér er stutt yfirlit yfir þau kerfi sem við vitum af og seljum. Það getur verið fínt að velja eitt til þess að byrja með og vinna sig áfram út frá því.   Pro Tip: Það er EKKERT sem segir að það megi ekki mixa merkjum þegar kemur að innleggjum og skeljum. Ekki vera feimin við að púsla merkjum þannig að kerfið virkar sem best fyrir fjölskylduna þína. Það má nota "dagsbleyjur" -þú preppar þær bara betur/öðruvísi. Kerfið þarf ekki að heita „nætursystem“ til þess að standast næturvaktina. Fitted + skeljar frá Little Lamb Fitted bleyjurnar + skeljar frá Little Lamb er þægilegt kerfi sem ætti að tryggja ykkur leka-fría nótt í allt að 12 tíma. Þetta tveggja – parta kerfi virkar þannig að þú setur fyrst fitted bleyjuna á barnið (þyrsti parturinn) og síðan skelina yfir (vatnsheldi parturinn).    Pro-tip : Ef barnið þitt finnur fyrir vætu þá er gott ráð að setja flísrenning í bleyjuna. Það ætti að koma í veg fyrir vætutilfinningu. Einnig getur þú sett auka hemp búster í bleyjuna fyrir auka rakadrægni.    Fitted bleyja með ullarbuxum frá Disana Fitted bleyja undir Disana ullarbuxur er klárlega vinsælasta leiðin sem viðskiptavinir okkar taka. Ullarbuxurnar anda vel, hreinsa sig sjálfar og bjóða upp á skothelda lekavörn. Það má síðan klárlega bústa fitted bleyjuna ef þess þarf. Við seljum þetta system á góðum afslætti hér Pro tip: Það er fínt að eiga einn hemp búster yfir höfuð. Hann gefur öfluga rakadrægni án þess að bleyjan verði of fyrirferðamikil. La Petite Ourse AIO bleyja La Petite Ourse bleyjurnar koma með tvöföldum saumi hjá lærum sem ætti klárlega að tryggja leka. Við mælum með þessum fyrir börn sem eru ekki að pissa mikið á nóttunni. Ef það vantar aðeins upp á rakadrægnina þá er hægt að nota bústerinn sem fylgir bleyjunni, annars er áfasta innleggið mjög öflugt. Við byrjuðum ekki að selja þessar bleyjur sem næturbleyjur heldur voru það viðskiptavinir okkar sem kenndu okkur þessa staðreynd og við verðum að mæla með!   Pro tip : Ef barninu þínu finnst gott að sofa á maganum eða ef þú ert að upplifa að það leki upp eftir maganum þá er gott að brjóta saman þunnu innleggi að framan fyrir extra þéttni og rakadrægni. Að lokum : Það er mikilvægt að samfestingurinn eða náttgallinn er ekki of þröngur því það getur bæði valdið óþægindum og leka. Við seljum framlengingar ef þú þarft auka rými á samfelluna þína, þú getur nálgast þá hér. Gangi þér vel og góða nótt!
notaðar taubleyjur

Að kaupa notaðar bleyjur - hvað þarf að skoða?

Eitt það besta við taubleyjur er að þú getur keypt þær notaðar. Við hvetjum foreldra til þess að nýta sér þennan valmöguleika því þetta bæði sparar pening og er betra fyrir umhverfið. En auðvitað fylgir ákveðin 'áhætta' þegar við kaupum notaða hluti. Taubleyjur endast mjög lengi þegar hugsað er vel um þær - en þó ekki að eilífu. PUL þynnist, innlegg og ytri lög fá göt og teygjur slakna með tímanum. Það kemur alltaf sá tími á endanum þar sem við þurfum að sleppa tökunum á vörunni sem bleyju og gefa henni nýjan tilgang. Í þessu bloggi deilum við með ykkur hvað skal hafa í huga þegar þið eruð að skoða notaðar vasableyjur, aio, skeljar og fitted bleyjur.   Fáðu alltaf að skoða bleyjuna áður en þú borgar fyrir hana.  Þetta á sérstaklega við ef þú kaupir í gegnum Facebook. Myndir segja þúsund orð - en stundum er það ekki nóg til þess að vita nákvæmlega um ástand vörunnar.   Þegar þú ert komin með bleyjuna í hendurnar þá skaltu skoða eftirfarandi: 1) Teygjur. Eru þær enn stífar og þokkalegar um lærin? Hvað með að aftan þar sem maður setur innleggið í? Þegar þú togar í teygjuna þá á hún að skjótast til baka - ef þú togar í hana og hún fellur bara til hliðanna þá er bleyjan ekki í góðu standi.   2) PUL (vatnshelda ytri skelin). Gott PUL er vatnshelt en andar líka. Ónýtt PUL missir vatnsheldnina og lekur í gegn. Þetta finnst með áferðinni : Það ætti að vera hálfgerð plastáferð á því að innan. Þetta sama plast á heldur ekki að vera að byrja að skilja sig frá bleyjunni. Ef bleyjan er mjög mjúk (næstum eins og silki) að utan þá er PUL-ið líklegast ónýtt.   4) Göt. Almennt viljum við ekki göt því göt stækka og það getur lekið í gegnum þau   5) Smellur. Það á að þurfa smá átak til þess að smella og losa þær. Einnig passa að smellur séu ekki að losna undan PUL-inu. Ef bleyjan þín er með riflás (velcro) þá skaltu prófa að opna og loka honum líka. Ath: Ef bleyjan er með riflás þá skaltu skoða ástand bleyjunar einstaklega vel því stundum gleyma foreldar að "loka fyrir" riflásana þegar þær eru þvegnar. Þegar þetta gerist þá festast þær gjarnan við bleyjuna sjálfa og rífa í hana.   6) Fyrir AIO bleyjur: Skoðaðu ástandið á innlegginu. Er það nokkuð tætt, snjáð eða rifið?   7) Spurðu hversu lengi og hversu mörg börn hafa notað bleyjuna. Almennt er talað um að bleyja dugir í gegnum tvö til þrjú bleyjutímabil. Allt lengra en það er orðið vafasamt þrátt fyrir að það séu til undantekningar á þessu. Einnig er fínt að vita hvernig og- hversu oft bleyjan var þvegin (annanhvern dag? einusinni í viku?) því það segir margt um ástand bleyjunnar.   8) Djúphreinsun. Spurðu seljandann hvort það sé búið að djúphreinsa bleyjurnar. Ef svo er ekki þá mælum við með að þú gerir það. Þú veist aldrei hvað bleyjurnar hafa farið í gegnum og við viljum auðvitað að hreinlætið sé upp á 10!Sjá nánar um hvernig á að djúphreinsa bleyjur hér Kostir við að kaupa notað Sparar pening. Getur prófað mismunandi týpur /gerðir /kerfi bleyja án þess að greiða of mikið fyrir það. Þú ert að endurnýta vöruna til hins ýtrasta og það er alltaf gott fyrir umhverfið.   Gallar við að kaupa notað 1. Eru oft ekki í góðu standi eða eiga lítinn líftíma eftir 2. Stundum erfitt að finna nákvæmlega það sem maður vill, notað.    Hvar get ég keypt notaðar bleyjur?   Facebook Inná Facebook er síða sem heitir 'Taubleyjutorg'. Þar eru flest allar bleyjur sem eru til sölu á Íslandi.    Loppan Hvernig fóru foreldrar að án Barnaloppunnar? Þar er hægt að finna gersemar á mjög litlu verði. Þeir sem selja í loppunni auglýsa það yfirleitt á facebook síðunni lika.   Hjá vinum og fjölskyldu Yfirleitt finnst taubleyjuforeldrum gaman að bera orðið áfram. Þekkirðu einhvern sem hefur verið í taui? Það eru miklar líkur á því að foreldrið sé til í að selja þér eitthvað af sínum bleyjum, sérstaklega ef þau eru hætt í barneignum. Gangi ykkur vel!
Djúphreinsa taubleyjur

Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar þínar

Enginn vill slæma lykt í bleyjunum sínum en við höfum öll verið þarna á einhverjum tímapunkti. Ekki örvænta kæra foreldri, dragðu djúpt andann - þú ert með þetta!   Mig langar að ítreka að taubleyjulífið er öðruvísi fyrir hvert barn og foreldri. Þú gerðir ekki endilega eitthvað rangt. Lykt er partur af leiknum.   Allir eru með öðruvísi aðferðir til þess að fyrirbyggja/vinna úr þessu alræmda vandamáli. Prófaðu þig áfram og finndu hvað virkar fyrir þínar bleyjur. Náðu tökum á vandamálinu sem fyrst ef hún er nú þegar komin hjá þér. Ef lyktin er látin vera of lengi þá getur orðið erfiðara að ná henni úr.     Hér eru nokkrir punktar sem gætu hjálpað (Punktar teknir saman af "Þvottaráð fyrir Taubleyjur" á Facebook, Cloth Diapers eftir Bailey Bowman og almennri leit á veraldarvefnum).   En fyrst....  Afhverju kemur ammóníu lykt?   Mér þykir mikilvægt að hafa ákveðna hugmynd afhverju lyktin kemur yfir höfuð. Ammóníulykt myndast þegar það er meiri úrgangur (waste) en vökvi (fluid) í pissinu. Flest börn fara í gegnum svona tímabil, sérstaklega þegar matarvenjur breytast. Passaðu að barn fær nóg af vökva yfir daginn. Sérstaklega þegar það byrjar að fá meira af fastri fæðu.     Næsta lykilatriðið er að passa að bleyjur séu ekki geymdar of lengi. Því lengur sem blautar bleyjur bíða eftir þvotti, því meiri líkur að ammónía myndast. Ef það dregst að þrífa þær - reyndu þá að hafa þær í opnu íláti eins og t.d bala. Það þarf að lofta.   En ég er með ammóníu í bleyjunum mínum- hvernig losna ég við hana?   Prófaðu nokkur aukaskol eftir þvottahringinn þinn. Ef það er ekki nóg, þá getur verið tími á djúphreinsun.   Gerðu þetta með allar bleyjur sem þú átt í einu því stundum er það bara ein bleyja sem heldur áfram að smita yfir í aðrar.   1) Þrífðu allar bleyjur eins og þú myndir gera venjulega. 2) Settu þær hreinar í baðið og láttu renna eins og heitt úr krananum og þú getur. 3) Settu þvottaefni (um 250 ml) + Eina skúbbu (um 1dl) af Vanish Oxy. Einnig má setja 1dl af washing soda en þessu má sleppa. Láttu liggja í minnst 8 klst. Gott er að hræra allt til endrum og eins. 4) Skolaðu allt saman og settu aftur í þvott en nú án þvottaefnis á 60°.   Þú ræður hvort þú viljir setja bleyjurnar í klórbað líka. Það er ekki skylda. Ef þú vilt gera það þá eru bleyjur látnar liggja í 45 mínutur í köldu vatni með klór eða rodalon (smkv "Þvottaráð fyrir taubleiur"). Þær eru síðan settar á skol og loks þvegnar aftur á 60°með þvottaefni.   Mundu að þú er öllu búin/nn til þess að takast á við hvaða lykt sem er!Gangi þér vel.  Sjá einnig: Svona djúphreinsar þú þvottavélina þína Einföld þvottarútína til viðmiðunar