Little lamb
Sundbleyjur - Stærðir
Áætlaður afhendingartími milli janúar 25 og janúar 27.
Við kynnum til leiks sundbleyjurnar frá Little Lamb, fyrstu sundbleyjurnar sem við bjóðum upp á með riflás og engum smellum!
Langbestu eiginleikarnir við fjölnota sundbleyur er að þær halda kúk töluvert betur í skefjum en einnota sundbleyjur gera og þessar sundbleyjur frá Little Lamb hafa enga fítusa sem gera fjölnota sundbleyjur flóknari en einnota sundbleyjur!
Nú geturðu loksins klætt barnið þitt í sundbleyju sem virkar eins og venjuleg bréfbleyja, sem er auðvelt að setja á barnið og auðvelt að taka af. Nema þessi er fjölnota, laus við öll eiturefni, haldast vel á barninu og halda kúk í skefjum frá sundlauginni.
Fjölnota sundbleyjur hleypa vökva í gegn þannig vatnið festist ekki inn í bleyjunni og íþyngir henni. Barnið þitt sleppur við það að hafa stóra vatnsbungu hangandi aftan á bossanum.
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Við mælum með að þvo allar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar, ef ekki allar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.
Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.
Þvottarútína
Við mælum heilshugar með að að þvo alla aukahluti með PUL-efni með öðrum PUL vörum og samnýta þannig þvottinn.
Þurrkun
Við mælum með að þurrka allar vörur með PUL-i á snúru. Ef þú þarft að nota þurrkara skaltu nota lága hitastillingu.
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 30 daga. Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira