Elskbar
Bambus prefold og trifold - 12 lög með smellum
Þetta ofurmjúka og vel rakadræga bambus prefold innlegg er auðvelt að smella í AIO bleyju eða Ai2 Cover All skel skeljarnar frá Elskbar.
Ofurmjukt bambusinnlegg
Þú munt elska þetta ofurmjúka bambus prefold því það er rosalega mjúkt, ofurakadrægt og náttúrulegt. Prefold innleggið frá Elskbar má brjóta á marga mismunandi vegu til að ná fram þeirri rakadrægni sem þú þarft fyrir barnið þitt. Þú getur brotið það bæði í styttri og lengri átt.
Innleggið er úr mjúku bambusfrotté sem er saumað í þrjú brot. Það hefur 3 x 4 x 3 lög af rakadrægni. Þetta þýðir að þegar þú brýtur það saman getur þú náð allt að 10 lögum af rakadrægni. Ef þú brýtur það á hinn veginn getur þú fengið 9 lög á rassinum, 12 lög í miðjunni og 9 lög að framan. Það er fullkomið fyrir börn sem pissa mikið eða til að nota í næturbleyjuinnlegg.
Prefold innleggið hefur tvær smellur og hægt er að festa það bæði í Cover All og Natural Snap-In skeljarnar. En þú þarft ekki að nota smellurnar neitt frekar en þú vilt og getur hreinlega bara lagt innleggið inn í ullarskeljar eða ofan í vasableyjur ef það þóknast þér frekar.
Ef þú vilt nota þetta bambus prefold í Cover All skelina mælum við með að þú hafir 3 innlegg fyrir hverja skel. Þú getur einnig notað auka innlegg til að auka rakadrægni bleyjunnar fyrir langar bílferðir eða næturnotkun.
Innra byrði prefoldsins er með pólýester „mesh“ sem bambuslykkjur eru saumaðar á. Þess vegna verður ekkert pólýester við húð barnsins, en efnið á innra byrðinu veitir stöðugleika, eykur endingu innleggsins og kemur í veg fyrir að prefoldið dragist saman.
Ertu óviss um hvaða innlegg þú átt að velja? Heimsæktu leiðbeininguna okkar um mismunandi innlegg hér.
Efni
85% bambus
15% polyerster
Lög: 3
Stærð:
Breidd: 30 cm
Lengd: 39 cm
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
2.790 kr
Verð per eininguÁætlaður afhendingartími milli janúar 01 og janúar 03.
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira
2.790 kr
Verð per einingu