Tæmum lagerinn – nýr kafli framundan!
Við leggjum upp í nýja vegferð – og þökkum þér fyrir að vera með!
Hjálpaðu okkur að tæma hillurnar og nýta afslættina á meðan birgðir endast.
*Gildir ekki af vörum sem þegar eru á afslætti
þökkum taubleyjusamfylgdina síðustu 4 árin ❤️
Afslættir virkjast sjálfkrafa í körfu 🎉

Þú sparar
15%
Þegar þú verslar fyrir
0-12.000 kr

Þú sparar
20%
Þegar þú verslar fyrir
12.000-25.000kr

Þú sparar
25%
Þegar þú verslar fyrir
25.000-40.000kr

Þú sparar
30%
Þegar þú verslar fyrir
40.000kr eða meira
Flokka eftir:
Kynntu þér nýjustu útgáfu af Fitted bleyjunni 2.0 frá Alva baby, sem er hönnuð til að veita þér ótrúlega rakadrægni og þægindi fyrir barnið þitt þar sem hún er með innra lag úr Athletic Wicking Jersey. Þessi bleyja er ekki bara falleg í sínum tveimur litum heldur er hún einnig ákaflega létt og lipur!
Helstu eiginleikar:
- Framúrskarandi rakadrægni: Bleyjan sjálf er úr rakadrægum bambus og innra lagið úr Athletic Wicking Jersey tryggir að barnið haldist þurrt, án þess að flísrenningur trufli leikinn.
- Rúmgóð og aðlögunarhæf: Bleyjan hentar börnum frá fæðingu til allt að 14 kg, með teygjum sem aðlagast bæði læragóðum og smágerðum börnum.
- Þægilegt og lipurt bambus innra lag: Þriggja laga bambus innra lag veitir mjög góða rakadrægni, sérstaklega hannað fyrir ofurpissara.
- Vasi fyrir viðbótar rakadrægni: Vasi að framan gerir þér kleift að bæta við meiri rakadrægni þegar þörf krefur.
- Fjölhæf notkun: Hentar bæði sem dagbleyja og næturbleyja, eftir þörfum.
- Stay-dry efni sem andar: Húðin á barninu er varin gegn vætu, sem gerir þetta að frábærum valkost dagsdaglega
Fyrirkomulag:
Til að tryggja að bleyjan virki sem best, þarf að notast við vatnshelda skel, hvort sem er úr ull eða PUL. Skoðaðu úrvalið okkar af skeljum til að finna þá sem hentar best.
Efni:
80% bambus, 20% polyester
Vottanir: PCP vottun. Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Gæðalegar og fallegar þjálfunarnærbuxur eru hugsaðar fyrir börn sem eru tilbúin til þess að taka fyrstu skrefin úr bleyju í kopp/klósett. Þessi stærð ætti að passa börnum frá c.a. 10-12kg. Þessar sætu þjálfunarnærbuxur frá Alva Baby eru með bómullar innra og ytralagi en í milli laginu er microfiber og vatnshelt PUL. Þær líta því út eins og venjulegar nærbuxur en eru með leynilega ofurkrafta!
Þessar þjálfunarnærbuxur eru hannaðar þannig að þær halda vætu í skefjum en geta blotnað meðfram lærum og því auðveldara fyrir umönnunaraðila að fylgjast með slysum ef barnið lætur ekki vita.
Efni og eiginleikar
- Stærðir: 2T, 3T, 4T
-
Þyngd:
- 2T: 1.7oz(48g)
- 3T: 1.8oz (51g)
- Efni ytra lag: 95% bómull - 5% spandex
- Innra lag: bómull
- Millilag: Innsaumað 2ja laga microfiber fabric með plastkóðuðu TPU sem er mjög vatnshelt efni sem bæði andar og er endingarmikið.
Vottanir: PCP vottun. Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Auktu rakadrægnina í taubleyjunum til muna þessum þunnu og rakadrægu mini-bústerum frá Little Lamb án þess að þykkja bleyjurnar! Henta fullkomlega sem innlegg í nýburableyjur eða sem bústerar undir hvaða innlegg sem er hvort sem það er sett flatt undir eða brotið saman í tvennt.
Nauðsynjavara fyrir taubleyjufjölskylduna og hentar mjög vel sem nætur bústerar eða fyrir langar bíl- og flugferðir.
Þessir bústerar eru hannaðir þannig að þeir draga bæði hratt og vel í sig. Bambusinn er rakadrægur af náttúrunnar hendi en svo er það efnið sem er ofið á byltingarkenndan hátt þannig það myndast andrými milli bambuslaga sem gerir það að verkum að innleggið dregur hraðar í sig. Þannig verður innleggið hvorki of blautt upp við húð barnsins og tryggir því hámarks þægindi og frábæra lekavörn.
Efni og stærð
90% bambus viscose
10% polyester
10 x 30cm (gott að brjóta saman í tvennt og nota sem mini-búster)
Framleiðandi mælir með þremur þvottahringjum áður en bústerarnir eru teknir í notkun að tryggja hámarksrakadrægni
Vörulýsing
Gríðarlega rakadrægt, þétt ofið og þunnt bambus innlegg frá Little Lamb - þrisvar sinnum öflugra en hinn venjulegi bambus búster! Fullkomið fyrir ofurpissara og á leikskólann.
Stærðir
Stærð 2: Hægt að brjóta saman í tvennt í OS vasableyjur og skeljar með panel en í þrennt í bleyjur í minni stærðum. Frábært innlegg með aukabúster.
Stærð 3: Hægt að brjóta saman í þrennt í OS vasableyjur og skeljar með panel. Er mjög öflugt eitt og sér.
Efni
100% bambus
Oeko Tex Vottað.
Minnkar um 10% eftir nokkra þvotta sem kemur ekki niður á innlegginu sjálfu eða notkunargildi þess.
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Ert þú og fjölskyldan að íhuga að skipta yfir í taubleyjur en eruð ekki viss hvar og hvernig eigi að byrja? Eða kannski eruð þið þegar byrjuð en viljið fá dýpri innsýn og læra meira? Þá er þetta námskeið fyrir ykkur!
Hvað lærið þið?
Á þessu hnitmiðaða 50 mínútna netnámskeiði förum við yfir allt sem þið þurfið til að geta byrjað af öryggi með fjölnota bleyjur fyrir barnið ykkar. Við förum yfir:
- Ávinning taubleyja fyrir umhverfi, heilsu og sparnað.
- Mismunandi bleyjutýpur og efni, þar á meðal vasableyjur, AI2, AIO og næturkerfi.
- Hvernig á að setja upp og viðhalda þvottarútínu sem tryggir hreinar og öruggar bleyjur.
- Heilræði fyrir byrjendur og svör við algengum spurningum.
Fyrir hvern er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir öll sem vilja fræðast um taubleyjur og fá innsýn í hvernig það er að nota þær í íslenskum heimilisaðstæðum. Hvort sem þið eruð byrjendur eða reynslumikil, þá er markmið okkar að gera ykkur kleift að nota fjölnota bleyjur af öryggi og ánægju.
Þið fáið einnig:
- Aðgang að fræðsluefni og persónulegri ráðgjöf í gegnum Cocobutts.
- Afslátt af byrjendapökkum
- Tækifæri til að vera hluti af samfélagi foreldra sem hafa valið taubleyjur, þar sem þið getið deilt reynslu og fengið stuðning.
Fáið sjálfstraust og þekkingu til að taka þátt í grænu byltingunni með fjölnota bleyjum! Skráið ykkur núna og njótið þess að taka fyrsta skrefið í átt að umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl.
Uppgötvaðu fjölbreytni og þægindi með miðlungs blautpokanum okkar, hannaður til að auðvelda lífið á ferðinni! Þessi poki er ekki aðeins stílhreinn, heldur einnig einstaklega praktískur. Hann er tilvalinn fyrir:
- Heimilið
- Skiptitöskuna
- Leikskólann
Með hliðarsmellu og hönkum er auðvelt að bera hann með sér, hvort sem þú ert að fara í sundferð eða að leysa dagleg verkefni. Pokinn er sérstaklega hannaður til að aðskilja þurrt og óhreint:
- Tvö hólf: Eitt hólf fyrir þurrt og hreint og annað fyrir blautt og/eða óhreint, sem gerir skipulagninguna svo miklu auðveldari.
- Rúmgóð: Tekur allt að 6 bleyjur, fullkomið fyrir bleyjuskipti og þjálfunarnærbuxur.
- Margbreytileiki: Hentar einnig fyrir sundferðir, blaut föt og aðra hluti sem þurfa að vera í einangrun.
- Umhverfisvænt: Engin BPA, falöt eða blý; þú getur verið viss um að vörurnar séu öruggar fyrir þig og börnin þín.
- PCP vottun: Gæði tryggð með vottun sem veitir þér hugarró
Stærð: 30cm x 36cm – hentar vel í skiptitöskuna eða dagspokann.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
5.490 kr
Verð per eininguVörulýsing
Vasableyjan frá Poppets passar börnum frá 3,5-16kg og er ótrúlega falleg og gæðaleg bleyja. Hún er nett í sniðinu, opin í báða enda og með henni fylgja tvö innlegg, eitt hemp innlegg/búster og ein innleggjatunga úr bambus og lífrænum bómull.
Eiginleikar
Innlegg
Tvö innlegg fylgja öllum vasableyjum frá Poppets baby
Sporðlaga innleggjatunga
52cm langt innlegg úr 100% lífrænni bómull ytra lag og þrjú lög af bambus innra lagi sem gefur 5 lög af súper rakadrægni
Brjóttu innleggið saman í tvennt og eða jafnvel þrennt of stilltu rakadrægnina þar sem álagið er mest. Þannig geturðu fengið allt að 15 lög af súper rakadrægni tilvalið fyrir ofurpissara.
Hemp innlegg
Fjögurra laga hemp/bómullarblandað innlegg sem er hannað til að passa fullkomlega í bleyjuna í minni stærðarstillingum. Fullkomið fyrir nýbura sem pissa oft en lítið í einu. Þegar barnið stækkar er hægt að nota hemp innleggið sem búster með innleggjatungunni og fáðu gífurlega rakadræga bleyju fyrir ofurpissara.
Efni
Skel - 100% Polyester TPU
Innra lag- 100% Microflís
„Fishtail“ Innlegg
Ytri lög 100% GOTS votttuð lífræn bómull
Innri lög: Þrjú lög af bambus og polyester (80/20)
Hemp Insert
Fjögurra laga hemp og bómullarblanda (55/45)
Þvottur og umhirða
Hefðbundinn taubleyjuþvottur. Sjá blogg Einföld þvottarútína til viðmiðunar.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Magnað hvað litlir einfaldir aukahlutir gefa gæfumun!
Net-þvottapokarnir frá Little Lamb er einir af þeim hlutum.
Þú einfaldlega hengir stóra pokann upp eða setur í bala og safnar bleyjunum í hann. Þegar hann er fullur skaltu taka pokann allann og henda honum í þvott! frábært fyrir þá sem eru hræddir við skítugar bleyjur. Einnig algjör snilld fyrir hvaða viðkvæma þvott sem er.
Litlu pokarnir eru tilvaldir fyrir litla hluti sem þvottavélin á það til að ræna, t.d litla sokka eða lekahlífar.
Lítill og fallegur geymslupoki frá Elskbar.
Þessi poki er með tveimur geymsluhólfum og rennilás og hentar vel undir tíðabindi, þurrkur, eina taubleyju eða annað smærra.
Pokinn er úr TPU efni og er með hanka og smellu
Mál: 20cmx22cm
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Vörulýsing
Komdu í veg fyrir þrýstingsleka og hámarkaðu þægindi barnsins með þessari snilldar viðbót á samfellurnar!
Þú færð þrjár í pakka og þær ættu að passa á flestar samfellur.
Framlengingarnar eru ekki bara fyrir taubleyjubörn heldur fyrir öll umhverfisvæn heimili sem vilja nota samfellurnar sínar aðeins lengur með stækkandi börnum!
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Vandaðar fjölnota þurrkur í fullkominni stærð úr mjúku bambus terry. Koma 10 saman í pakka. Fullkomnar fyrir litla bossa, hendur og andlit og til að bústa bleyjur!
Bleyttu þurrkurnar með ilmmolunum frá Poppets og litli bossinn mun ilma eins og blóm í haga án allra eitur og aukaefna.
Efni og stærð
Tvílaga. 80% bambus, 20% pólýester. Stærð – 18 cm x 18 cm.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Einstaklega vel sniðnar og ofureinfaldar vasableyjur frá Little Lamb sem passa börnum frá 15kg og upp úr. Þessar bleyjur koma í þremur stærðum og þeim fylgir gífurlega rakadrægt og öflugt bambus trifold úr 100% hreinum bambus.
Stærðir
Stærð 1: 4,5-9kg
Stærð 2: 8-16kg
Stærð 3: 15+kg
Eiginleikar
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Cover All mun einfalda þér lífið. Kostirnir eru skýrir; minni þvottur, styttri þurrktími og ódýrara en önnur taubleyjukerfi.
Ný og endurbætt útgáfa
Elskbar hlustar statt og stöðugt eftir endurgjöf viðskiptavina sinna og vegna frábærra endurgjafa hefur Elskbar endurbætt frábæru Cover All skelina til að gera hana enn betri. Nú er Cover All rúmbetri, nær betur utan um formaðar bleyjur preflats og passar barninu í lengri tíma. Hér eru endurbæturnar:
- Lengri teygjur við lærin
- Breiðari vængir
- Breiðari yfir rassinn
- Lengri teygja á innri flipa aftan til
Hin fullkomna skel
Cover All er engin venjuleg bleyjuskel. Hún er vel úthugsuð og vandlega hönnuð með hjálp bæði reyndra notenda taubleyja og byrjenda frá öllum heimshornum. Hún hefur verið prófuð og leiðrétt nokkrum sinnum og hefur orðið að því sem margir vilja meina að hún sé hin fullkomna skel. Skel er vatnsheldur ytri hluti taubleyju. Skelina þarf ekki að þvo eftir hverja notkun. Þú smellir einfaldlega notuðu innleggi úr skelinni og setur nýtt innlegg í, og setur svo bleyjuna aftur á barnið þitt. Skelina má nota allt að þrisvar sinnum og þarf aðeins að þvo hana þegar hún verður óhrein eða byrjar að lykta af þvagi. Þetta er virkilega snjallt og mjög hagkvæmt kerfi. Kosturinn er sá að skelin verður minna fyrir sliti við þvott og eykur þannig endingu hennar verulega. Þurrktíminn er stuttur þar sem engin rakadræg efni eru saumuð inn í skelina.
Cover All er one size (einnar stærðar) og passar börnum frá u.þ.b. 6 kg til 16 kg. Á framhliðinni eru fjórar raðir af smellum sem eru notaðar til að stilla lengd bleyjunnar og þar með stærðina. Mittisparturinn hefur tvær raðir af smellum sem bjóða upp á fjölmarga möguleika til að laga bleyjuna að barninu þínu. Vængirnir eru mjúkir og teygjanlegir og passar virkilega vel um mittið. Innan á skelinni eru flipar bæði að framan og aftan sem halda innleggjum á sínum stað og virka sem auka vörn gegn kúkasprengjum. Fliparnir eru úr pólýester án TPU-lamineringar og eru því mjúkir og þunnir.
Innlegg
Engin innlegg fylgja þessari skel. Við mælum með Elskbar innleggjasettunum og Elskbar prefoldinu, ásamt hinum sívinsælu hemp eða bambus innleggjum frá Bare and Boho sem smell passa einnig í þessa skel. Annars er hægt að nota nánast hvaða innlegg sem er í þessa skel, flatar bleyjur, fitted bleyjur, preflats og prefolds. Möguleikarnir eru endalausir. Sjá öll Ai2 innlegg.
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Tíðanærbuxurnar frá Elskbar eru einstaklega fallegar og þæginlegar tíðanærbuxur sem hver kona ætti að eiga í nærfataskúffunni. Regular Flow tíðanærbuxurnar henta konum sem fara á meðalmiklar eða litlar blæðingar og halda allt að 30ml af vökva sem jafngildir t.d. fullum álfabikar. Nærbuxurnar má einnig nota til að halda leka í skefjum fyrir þær konur sem eiga erfitt með að halda í sér af einhverjum ástæðum.
Tíðanærbuxurnar frá Elskbar eru háar í mittið, einfaldar og fallegar. Hannaðar með mikilli ást og væntumþykju í Danmörku þar sem hugsað er út í hvert einasta smáatriði. Nærbuxurnar eru úr hágæða TENCEL™ sem unnið er úr náttúrulegum trefjum og rakadrægi parturinn er úr tvöföldum bambus terry og yrsti parturinn er úr dúnmjúkur bambus velúr. Einnig er að finna vatnshelt millilag sem sem kemur í veg fyrir að vökvi smitist í fötin. Engin gerviefni er að finna upp við húð né viðkæmasta svæðið.
Stærðartafla
Afhverju að velja fjölnota?
Vissir þú að meðal kona notar u.þ.b. 14.000 einnota tíðavörur í lífi sínu? Þessar vörur eru bæði skaðlegar náttúrunni, hafa neikvæð áhrif á fjárhaginn og heilsuna.
Elskbar tíða- og lekanærbuxurnar eru eins og uppáhalds nærbuxurnar þínar, nema þær eru rakadrægar og knúsa þig extra fast þegar þú virkilega þarft á þeim að halda. Þú munt aldrei horfa til baka þegar þú hefur prófað fjölnota tíða- og lekavörur.
Fjölnota tíðanærbuxur og bindi er hægt að nota aftur og aftur, sem verndar jörðina og veskið þitt!
Afhverju að velja tíðavörur frá Elskbar?
Við persónulega elskum Elskbar vegna þess að það fer ekki á milli mála hvar ástríðan þeirra liggur. Hér hafa þau sett fókus á mæður með túrnærbuxum sem við höfum öll beðið eftir. Þau vilja að konur líði fallegum og elskaðar á meðan þær eru á blæðingum og því eru aðeins gæðainnihaldsefni notuð.
Innihaldsefni
Innihaldsefnin hafa verið valin vandlega af ást og umhyggju með það markmið að tryggja bestu þægindi sem völ er á. Efnið á nærbuxunum er úr umhverfisvænu og silkimjúku TENCEL™ sem er búið til úr viðamassa. Þyrsti parturinn er úr mjúku bambus velúr. Húðin mun getað andað án þess að einhver lykt safnist og án þess að þú munir finna fyrir kláða. Teygjurnar eru mjúkar og hannaðar þannig að engin för myndast. Til þess að einfalda þetta ; þetta eru túrnærbuxurnar sem líkaminn þinn á skilið á þessu kröftuga tímabili í mánuðinum!
Ertu ný í fjölnota tíðarbrókum?
Það eru háar likur á því að þú eigir eftir að elska fjölnota túrnærbuxur svo mikið að þú eigir eftir að segja skilið við einnota vörur fyrir fullt og allt! Að sjálfsögðu er aðlögunartímabil en þú átt örugglega eftir að vera seld á hugmyndina strax eftir fyrstu dagana af notkun. Við mælum með að nota túrnærbuxurnar aðeins heima fyrir svona fyrst um sinn þegar þú ert að venjast þeim.
Stuttar notkunarleiðbeiningar
- Notaðu túrnærbuxurnar alveg eins og venjulegar nærbuxur. Innra lagið mun hjálpa þér að fylgjast með blæðingunum þínum.
- Þegar þér líður eins og nærbuxurnar séu að verða svolítið þungar eða þegar þú sérð að blóð sé að nálgast ytri teygjur, þá er kominn tími á skipti.
- Mundu að taka með þér extra nærbuxur þegar þú ferð útur húsi! Við mælum með að eiga fjölnota blautpoka til þess að geyma óhreinu nærbuxurnar í.
- Skolaðu nærbuxurnar vel með köldu vatni áður en þú hendir þeim í þvott.
- Þvoðu þær á 40-60 gráðum
- Hengdu þær upp til þerris - má fara í þurrkara á lágum hita.
- Notaðu þær aftur!
Við mælum með að prófa hugmyndina með 2-3 nærbuxum. Þú getur síðan bætt í þegar þú ert buin að öðlast traust gagnvart túrnærbuxunum!
5.990 kr
Verð per eininguAIO Taubleyjur - með Elskbar Natural Snap-In færðu AIO (allt-í-einni) taubleyju sem hentar barninu þínu frá 6-18 kg. Bleyjan hefur vatnshelda skel og tvö innlegg úr bambus og lífrænni bómull.
Helstu eiginleikar
- Ótrúlega mjúkar og teygjanlegar
- Frábært snið
- Gríðarlega rakadræg innlegg - þú getur stjórnað rakadrægninni með mismunandi stillingum
- Ótrúlega fallegar
- Gerðar úr bambus og lífrænni bómull
- Notast við smellukerfið Snap-in-one (SIO). Inni í bleyjunni er bambus og lífræn bómullarblanda sem hentar fullkomlega viðkvæmri húð. Innleggjatunga og búster frá Elskbar fylgir með.
Elskbar Natural Snap-In er einstök taubleyja sem er hönnuð með tilliti til náttúrunnar og hágæða efna. Barnið þitt fær falleg unisex mynstur, mjúk náttúruleg efni á móti húðinni og skel sem passar vel á það og gefur því frelsi til hreyfinga.
Ein stærð - ein bleyja Þú þarft aðeins þessa bleyju frá því að barnið er um 6 kg upp í 18 kg. Þ.e.a.s., þetta er „one size“ bleyja sem stækkar með barninu. Hún er með smellum að framan sem gera þér kleift að stilla stærðina í þrjú stig. Þannig geturðu alltaf tryggt að bleyjan passi vel á barnið.
Snap-In AIO bleyja AIO (allt-í-einni) er hugtak yfir taubleyju þar sem innlegg og bleyjan eru saumuð saman. Elskbar Natural Snap-In er AIO bleyja, en með snjöll hönnun Elskbar gerir þér kleift að smella innleggjunum af, sem styttir þurrkunartímann verulega. Það þarf að þvo alla bleyjuna eftir hverja notkun þar sem skelin hefur innbyggða rakadrægni og blotnar. Við köllum þessa tegund bleyju Snap-In AIO.
Innlegg úr náttúrulegum efnum Tvö innlegg fylgja með, bæði úr mjúkum og mjög rakadrægum náttúrulegum efnum – bambus og lífrænni bómull. Það er langt innlegg og minna innlegg, bæði með þremur lögum. Með þessum innleggjunum færðu mikla rakadrægni án þess að bleyjan verði of stór. Innlegg eru smellt í vatnsheldu skelina til að koma í veg fyrir að þau hreyfist þegar barnið er á hreyfingu.
Rakadrægni eftir þörfum
- Ef barnið pissar lítið geturðu valið að nota aðeins minna innleggið og fengið fína, þrönga bleyju.
- Ef barnið pissar mikið geturðu notað lengra innleggið sem er brotið tvöfalt.
- Þú getur notað bæði innlegg ef barnið pissar mikið, til dæmis í hvíld eða á nóttunni. Þegar bæði innlegg eru notuð inniheldur bleyjan 9 mjög rakadræg lög, og ef lengra innleggið er brotið enn frekar, færðu 12 lög af rakadrægni. Það er ansi mikið.
Þannig geturðu breytt og lagað rakadrægnina að þörfum barnsins.
Vatnsheld skel Vatnsheldi hluti bleyjunnar er úr TPU efni. Oftast er PUL notað í vatnshelda ytra lag taubleyja, en það er framleitt í efnaferli sem er ekki mjög umhverfisvænt. TPU er hins vegar framleitt með hitameðferð og er þar af leiðandi laust við efna lím. Við erum stolt af því að bjóða taubleyjur með TPU. Inni í skelinni er lag af bambusflísefni sem gefur bleyjunni auka lag af rakadrægni og er á sama tíma mjúkt og þægilegt á húð barnsins.
Frelsi til hreyfinga og gott „fit“. Það er engin spurning að Natural Snap-In bleyjan passar vel á barnið. Hún er mjó á milli fótanna, ekki of stór á rassinum, og situr vel um læri án þess að þrengja of mikið. Þetta gerir barninu kleift að hreyfa sig frjálst án þess að bleyjan hindri það. Gott fit kemur einnig í veg fyrir leka.
Það er mikilvægt að setja bleyjuna rétt á barnið. Þess vegna mælum við með að þú skoðir vandlega mátunarmyndbandið okkar um hvernig á að setja taubleyju á barn. Þegar þú kannt réttu aðferðina eykur það líkurnar á að vel takist með taubleyjur.
Efni
Skel:
Ytra efni: 100% polyester með TPU laminate
Innra efni: 85% bambus, 15% polyester
Innlegg:
70% bambus , 30% lífrænn bómull
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu mjög vandaðar og lífrænar vörur fyrir börn og konur.
Dásamleg og næringarrík lausn fyrir fjölnota þurrkur í formi mola sem leysast upp í vatni. Lausnin er stútfull af næringarefnum efnum og shea smjöri og kókosolíu sem nærir húð barnsins og inniheldur einnig milda sápu svo litli bossinn verði skínandi hreinn! Hægt er að kaupa lausnina í dollu eða sem áfyllingu, svo geturðu líka skellt prufu í körfuna ef þig langar að prófa áður en þú tekur þetta alla leið!
Þessi lausn er náttúruleg og inniheldur engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Einn moli gefur þér 400ml-1000ml af næringarlausn.
Vottuð örugg fyrir ungabörn 1. mánaða og eldri. Mælst er til að nota hreint soðið vatn fyrsta mánuðinn í lífi barnsins.
Ilmir
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Snow Baby: Lífleg og sæt blanda með fjörugum keim af tyggjókúlu, perudropum og banana, lagskipt með mjúkum keim af musk, vanillu og dass af sætu candy floss.
Innihald og pakkningar
Hver dolla af Poppets næringarmolum inniheldur blöndu af 20 molum.
Molarnir í eru allir búnir til úr shea smjöri og kókosolíu með mismunandi ilmkjarnaolíum og koma í mismunandi litum eftir ilmum.
Ilmmolarnir eru úr náttúrulegum efnum og eru laus við SLS, paraben og pálmolíu. Molarnir eru ekki prófaðir á dýrum.
Pakkningarnar eru endurvinnanlegar, endurnýtanlegar og lausar við plast.
Hægt verður að kaupa áfyllingar í náinni framtíð þannig við mælum með að geyma dolluna!
Efni
Glycerin, Aqua, Butyrospermum Parkii butter, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Cocos Nucifera Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, CI 74160 Parfum
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.