Elskbar

Snákainnlegg og búster úr bambus terry með smellum

8 á lager

2.590 kr

Áætlaður afhendingartími milli apríl 09 og apríl 11.

Einstaklega vandað og rakadægt innleggjasett frá Elskbar úr dúnmjúku bambus terry sem helst mjúkt eftir óteljandi þvotta. Settið inniheldur innleggjatungu og búster sem smellist í Natural Snap-In og Cover All frá Elskbar eða sem innlegg í hvaða vasableyjur sem er. Innleggjatungan er þannig hönnuð að hægt er að brjóta hana saman á mismunandi vegu til að fá hámarksrakadrægni nákvæmlega þar sem þú þarft hana. Best er að hafa nokkur lög fremst fyrir drengi og að aftan fyrir stúlkubörn. 

Tilvalið er að eiga 3 sett fyrir hverja skel.  

Efni
85% bambus
15% polyester

Um merkið
Elskbar er danskt vörumerki í eigu fjögurra barna móður frá Árhúsum. Markmið Elskbar er að framleiða hágæða taubleyjur og aukahluti úr  vönduðum, náttúrulegum efnum sem koma í dásamlega fáguðum unisex munstrum og litum.

Deila

Customer Reviews

Based on 2 reviews
50%
(1)
50%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
D
Dagný Hulda Valbergsdóttir
Þægileg, nett og fljót að þorna

Þetta eru mjúk og rakadræg innlegg og tiltölulega fljót að þorna (miðað við sum önnur). Mjög gott að hægt er að ráða hvorum megin við viljum hafa fleiri lög, svo bleijan er ekki fyrirferðameiri en hún þarf að vera. Við erum enn að læra á þetta, en það eina sem okkur finnst erfitt við þau er hvað þau "límast við" barnið þegar hún er búin að pissa. Kannski er til eitthvað trikk til að laga það. Samt uppáhalds innleggin okkar. Mæli með!

V
Vala

Mjög ánægð með þessa vöru þegar notuð með soft cover bleyjunni frá Elskbar. Smelli einu að framan og öðru í aftari smellur og bleyjan helst létt og lipur en dregur vel í sig. Nota stundum svo mini hemp búster á milli laga og hún endist i marga klukkutíma.

Afhverju fjölnota?

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.