7 vörur
7 vörur
Flokka eftir:
Lítill blautpoki með tveimur hólfum (þurr- og blauthólfi).
Þessi poki er fullkominn fyrir fjölnota tíðavörur eða fjölnota þurrkur. Settu hreint í þurrhólfið að framanverðu og notað í blauthólfið.
Þessa poka má einnig nota í ýmislegt annað, til dæmis fyrir nesti, snarl, litlar skeiðar og fjölnota rör.
Stærð: 18 x 24cm
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í fjórum mismunandi stærðum og eru dúnmjúkar og einstaklega rakadrægar. Þær eru einfaldar og með frábært og þægilegt snið og eru gjarnan notaðar sem næturbleyjur en þá eru skeljarnar keyptar með.
Frekari upplýsingar
Bleyjurnar koma bæði með og án riflásar. Bleyjur með riflás eru afskaplega þæginlegar en fara oft verr úr þvotti og endast stundum skemur. Ef valdar eru bleyjur án riflásar þá þarf að eiga taubleyjuklemmu líka. Skoða bleyjur með riflás HÉR.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Eiginleikar
Notkunarleiðbeiningar
Efni
- Oeko-tex vottað bambus og viscose
- Framleitt á umhverfisvænan og mannúðlegan hátt í Tyrklandi
Myndband
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Suede renningar / Fjölnota linerar frá La Petite Ourse.
Afar þunnur og mjúkur fjölnota renningur sem þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætunni.
Fjölnota renningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem stay-dry efnið hrindir vætunni frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir fjölnota renning er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Suede renningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Koma 10 saman í pakka.
Flísrenningar eða fjölnota renningar frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætu þannig að barnið finnur síður fyrir henni. Stundaglaslaga flísrenningar aðlaga sig vel að taubleyjum og gefa hámarks vörn gegn vætu.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.

Vörulýsing
Ullarskeljar eru frábær lausn fyrir foreldra sem vilja hafa barnið sitt í náttúrulegum taubleyjum frá fæðingu.
Ullarskelin er notuð yfir gasbleyju eða fitted bleyju sem veita rakadrægni á meðan skelin veitir vatnsheldni. Gasbleyjur og fitted bleyjur henta einstaklega vel fyrir nýbura vegna þess hve oft og mikið þau kúka. Skipta þarf yfirleitt bara um gas- og fitted bleyjur svo lengi sem kúkur hefur ekki farið í skelina og svo er hægt að nota skelina aftur og aftur.
Við bleyjuskipti er skipt um gas- eða fitted bleyju og ullarskelin er viðruð þangað til kemur að næstu bleyjuskiptum. Við mælum með að eiga tvær 2-3 ullarskeljar til að rótera á milli bleyjuskipta.
ATH. Þessar ullarskeljar hafa ekki SIO (snap-in-one) smellur fyrir Ai2 innlegg. En það er lítið mál fyrir okkur að bæta þeim við sé óskað eftir því.
Skoða Ullarskeljar frá Puppi með SIO
Eiginleikar
Þessi bleyjuskel er saumuð úr ítalskri merino ull og er ullin ofin á þann hátt að skelin er mjög þétt en jafnframt ótrúlega þunn og mjúk.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Efni og leiðbeiningar
- Efni: 100% merino ull
- Stærðir: Nýbura (3-6,5 kg)/(6,5-14 lbs) og Mini One size (4,5 - 9,5 kg/10-21 lb)
- Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur með ullarsápu. Viðra skelina eftir hverja notkun. Sjá ullarþvottaleiðbeiningar HÉR.
- Fyrir fyrstu notkun: Setja skelina í lanólínlögur
- Vottanir: teygjur: keyptar frá GOTS- vottuðum framleiðanda(Global Organic Textile Srtandard), smellur: CPSIA
Myndbönd
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 skeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins (!).
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolini sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL.
Um merkið
Puppi er pólskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur saumað margverðlaunaðar ullarbleyjur frá árinu 2013.
Það sem gerir Puppi vörurnar einstakar er að öll efnin sem bleyjan er unnin úr eru náttúruleg og niðurbrjótanleg. Meira að segja teygjurnar eru vottaðar og unnar úr bómull og náttúrulegu gúmmíi.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Muslin flat bleyjur eru sérlega einfaldar og notendavæn lausn. Auðvelt að þvo og þorna sérlega hratt á snúru sem gera þær að frábærum kosti fyrir fjölskyldur sem eiga ekki þurrkara eða á ferðalagi. Gerðar úr 100% lífrænni bómull. Þessi muslin bleyja er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi (bleyjuskel) sem er vatnsverjandi lag, til dæmis ullarskeljarnar frá Pisi og Pulli og Ai2 skeljarnar frá Elskbar og Bare and Boho. Bleyjurnar frá Pisi eru mjög notendavænar og hér ríkir einfaldleikinn. Bleyjuna má nota samanbrotna inn í hvers kyns skel og einnig sem innleg í vasableyju. Einnig er hægt að brjóta bleyjuna í mismunandi brot sem hægt er að vefja utan um barnið og festa með bleyjufestingu. Þó skal tekið fram að bleyjan er ekki ferningslaga, þ.e. ekki allar hliðar jafn langar, sjá mál hér að ofan.
Hægt er að nota muslin bleyjuna til ýmissa annarra verka, tilvalið að nota sem ropklút, til að þurrka bleyjusvæðið, sem lítið handklæði, viskustykki eða þvottastykki.
Efni
Bleyjan er gerð úr tveimur lögum af 100% lífrænni bómull sem er með GOTS vottun. Bómullin er óbleikjuð/óhvíttuð sem þýðir að hún hefur ekki verið gerð hvítari með notkun efna. Bómullin er svo lítið unnin að mögulega gætir þú rekið augun í agnarsmá bómullarfræ inn á milli þráða í efninu. Hér er um að ræða eins náttúruleg efni og kostur er á. Efnið er 150 GSM.
Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | Frá 2,5 kg | 44x52 cm
- Stærð 2 | Frá 5 kg | 54x63 cm
- Stærð 3 | Frá 9 kg | 58x77 cm
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina frá Pisi, þá mælum við með að taka sömu stærð eða næstu stærð fyrir ofan af muslin bleyjunni, miðað við stærðina sem tekin er af ullarskelinni.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að flat bleyjur eru sérlega snöggar að þora á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur á borð við flat bleyjur hreinsast mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.