Little Lamb
Þjálfunarnærbuxur - Bómull/hemp - 15-20kg
4.690 kr
Verð per eininguÁætlaður afhendingartími milli janúar 03 og janúar 05.
Við kynnum til leiks nýjustu viðbótina úr smiðjum Little Lamb, einu af okkar uppáhalds vörumerkjum - Þjálfunarnærbuxur! Þessar nýstárlegu þjálfunarnærbuxur eru með innra lag úr bómullar- og hamp blöndu, sem gerir þær alveg extra rakadrægar. Það er extra auðvelt fyrir barnið að toga þær upp og niður en einnig mjög auðvelt fyrir foreldri að kippa þeim af því þær smellast á annarri hlið.
Þessar þjálfunarnærbuxur eru með vatnsþéttu ytra lagi þannig þær henta vel í löngu lúrana og bíltúruna - eða þegar fötin mega alls ekki blotna. Þessar nærbuxur eru í stærð Large og henta börnum 15-20kg.
Við bjóðum upp á þessar þjálfunarnærbuxur til 28kg þannig þær gætu einnig hentað börnum með dag- og næturvætuvandamál. Með því að velja að nota þjálfunarnærbuxur í koppaþjálfuninni í stað einnota buxnableyja hjálpar þú barninu þínu að kveikja á skynvitund sinni þegar kemur að því að gera stykkin sín. Það finnur fyrir vætunni án þess að eiga á hættu á að væta í buxurnar sínar (með tilheyrandi tilfinningum fyrir eldri
Við mælum með að þvo flestar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.
Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.
Þumalputtareglur
- Þjálfunarnærbuxur má þvo á 40-60°
- Hengið upp til þerris ef það er PUL í efninu (þurrkunartími 16-24klst)
- Ekki er mælst til þess að þurrka þjálfunarnærbuxur í þurrkara nema á lágum hita.
- Notið mild þvottaefni án ensíma.
- Engin mýkingarefni.
Geymsla notaðra þjálfunarnærbuxna
Við mælum með því að skola þjálfunarnærbuxur með köldu vatni og vinda mest úr og hengja til þerris ef þvo á nærbuxurnar með öðrum þvotti sem bíður þvottar. Þannig má koma í veg fyrir að blettir festist í innra efninu og að nærbuxurnar mygli ef þær fara í þvottakörfu með öðrum fötum t.d.
Ef þú vilt sleppa við allan handþvott þá mælum við með að geyma þær á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum (blautpokum) sem lofta. Við mælum sérstaklega með miðlungs- eða stórum blautpoka og að hafa rennilásinn opinn, eða netaþvottapoka, en það er einnig í lagi að nota bala sem tryggir gott loftflæði.
Pro tip: Það er í góðu lagi að að geyma og þvo þjálfunarnærbuxurnar með taubleyjunum, tíða- og lekavörunum eða handklæðunum.
Þvottarútína
Ef þú skolar þjálfunarnærbuxurnar þínar vel með köldu vatni strax eftir notkun þá dugar oftast að þvo vörurnar á 40-60°C með þeim þvotti sem hentar þér. Ath það þarf að skola allar kúkaleifar úr þjálfunarnærbuxum áður en þær eru settar í geymslupoka og í þvottavélina.
Sjá nánar um þvott á þjálfunarnærbuxum hér
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira
4.690 kr
Verð per einingu