48 vörur
48 vörur
Flokka eftir:
Virkilega fallegur og praktískur blautpoki með tveimur hólfum, 3D botni og endalausum notkunarmöguleikum.
Tvö hólf fyrir þægilega geymslu á blautum og þurrum hlutum
Nýi blautpokinn frá Elskbar er alger nauðsyn fyrir alla foreldra sem nota margnota bleyjur – eða í raun alla foreldra sem vilja skipuleggja hluti barnsins á snjallan og fallegan hátt. Blautpokinn er vatnsheldur og hefur tvö aðskilin hólf, svo þú getur auðveldlega haldið blautum og þurrum hlutum aðskildum. Hann er fullkominn fyrir heimilið, dagsferðir og lengri ferðir þar sem þú þarft að hafa allt skipulagt og innan seilingar.
Fjölhæf og stillanleg handfangahönnun
Framsækin hönnun á ólunum gerir það auðvelt að aðlaga blautpokann að þínum þörfum. Ólarnar er hægt að festa á þrjá mismunandi vegu:
- Festing á kerru – Festist auðveldlega utan um handfangið á kerrunni eða á stöng og hanka, sem gerir þér kleift að hafa nauðsynlegu hlutina við höndina á þæginlegan máta.
- Löng axlaról – Ólarnar er hægt að smella saman til að búa til þægilega axlaról sem gerir þér kleift að bera blautpokann á öxlinni.
- Handfang til að bera í hendi – Þú getur einnig fest ólarnar þannig að þær mynda lítið handfang, sem gerir þér kleift að bera blautpokann þæginlega í hendi ef þú þarft að gera borið pokann á únliðnum t.d.
Þetta er sannarlega lúxus blautpoki sem þú munt ekki geta verið án!
Stórt geymslurými fyrir margvíslega notkun
Þessi rúmgóði blautpoki getur geymt allt að 8 taubleyjur en notkunargildið endar ekki þar. Þú getur notað hann til að geyma leikföng, aukaföt, sundföt, handklæði eða jafnvel sem skiptitösku fyrir barnið. Hann er nógu fjölhæfur til að fylgja þér og fjölskyldunni í öll ævintýri – og er einnig ómissandi á ferðalagi þegar þú vilt halda hlutunum vel skipulögðum.
Frekari upplýsingar
Hæð: 38cm
Breidd: 35cm
Botn: 12cmx23cm
Efni: 100% Polyester með TPU (thermoplastic laminate)
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Skiptitaska sem hefur allt sem skipulagt nútímaforeldri þarf! Þessi skiptitaska er virkilega vel hólfuð, rúmgóð og þæginleg. Hún rúmar í kringum 8x taubleyjur,
Nánari upplýsingar
- Færanleg skiptidýna sem hægt er að smella úr
- Þægileg skiptistöð
- 2x einangraðir vasar fyrir pela
- Auðvelt aðgengi aftanfrá
- 2 hankar fyrir vagninn
- Fjöldi vasa sem gefur marga geymslumöguleika
- Hámarksþægindi
- Vatnshelt efni
- Bakpoki með bólstruðu baki og ermum
Um merkið
La Petite Ourse bjóða upp á endingagóðar vörur á viðráðanlegu verði.
Þetta er franskt-kanadískt merki og vörurnar eru saumaðar í Kína.
5.990 kr
Verð per eininguVörulýsing
Vasableyjan frá Poppets passar börnum frá 3,5-16kg og er ótrúlega falleg og gæðaleg bleyja. Hún er nett í sniðinu, opin í báða enda og með henni fylgja tvö innlegg, eitt hemp innlegg/búster og ein innleggjatunga úr bambus og lífrænum bómull.
Eiginleikar
Innlegg
Tvö innlegg fylgja öllum vasableyjum frá Poppets baby
Sporðlaga innleggjatunga
52cm langt innlegg úr 100% lífrænni bómull ytra lag og þrjú lög af bambus innra lagi sem gefur 5 lög af súper rakadrægni
Brjóttu innleggið saman í tvennt og eða jafnvel þrennt of stilltu rakadrægnina þar sem álagið er mest. Þannig geturðu fengið allt að 15 lög af súper rakadrægni tilvalið fyrir ofurpissara.
Hemp innlegg
Fjögurra laga hemp/bómullarblandað innlegg sem er hannað til að passa fullkomlega í bleyjuna í minni stærðarstillingum. Fullkomið fyrir nýbura sem pissa oft en lítið í einu. Þegar barnið stækkar er hægt að nota hemp innleggið sem búster með innleggjatungunni og fáðu gífurlega rakadræga bleyju fyrir ofurpissara.
Efni
Skel - 100% Polyester TPU
Innra lag- 100% Microflís
„Fishtail“ Innlegg
Ytri lög 100% GOTS vottaður lífrænn bómull
Innri lög: Þrjú lög af bambus og polyester (80/20)
Hemp Insert
Fjögurra laga hemp og bómullarblanda (55/45)
Þvottur og umhirða
Hefðbundinn taubleyjuþvottur. Sjá blogg Einföld þvottarútína til viðmiðunar.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Vandaðar fjölnota þurrkur í fullkominni stærð úr mjúku bambus terry. Koma 10 saman í pakka. Fullkomnar fyrir litla bossa, hendur og andlit og til að bústa bleyjur!
Bleyttu þurrkurnar með ilmmolunum frá Poppets og litli bossinn mun ilma eins og blóm í haga án allra eitur og aukaefna.
Efni og stærð
Tvöfaldur bambus 20cm x 20cm
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Dásamlegir og umhverfisvænir og næringarríkir molar fyrir fjölnota þurrkur, þannig að blautþurrkurnar þrífi betur og nærir húð barnins í leiðinni. Hægt er að kaupa næringarmolana í dollu eða sem áfyllingu, svo geturðu líka skellt prufu í körfuna ef þig langar að prófa áður en þú tekur þetta alla leið!
Smá dekur tekur mann langa leið!
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Innihald og pakkningar
Hver dolla af Poppets ilmmolum inniheldur blöndu af 20 molum.
Molarnir í eru allir búnir til úr shea smjöri og kókosolíu með mismunandi ilmkjarnaolíum og koma í mismunandi litum eftir ilmum.
Ilmmolarnir eru úr náttúrulegum efnum og eru laus við SLS, paraben og pálmolíu. Molarnir eru ekki prófaðir á dýrum.
Pakkningarnar eru endurvinnanlegar, endurnýtanlegar og lausar við plast.
Hægt verður að kaupa áfyllingar í náinni framtíð þannig við mælum með að geyma dolluna!
Efni
Glycerin, Aqua, Butyrospermum Parkii butter, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Cocos Nucifera Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, CI 74160 Parfum
Notkunarleiðbeiningar
Þú einfaldlega bræðir einn mola í sjóðandi heitu vatni, leyfir því að kólna aðeins og hellir svo ilmlausninni yfir hreinar fjölnota þurrkur.
Settu Poppet mola ofan í vasa og bættu við sjóðandi heitu vatni. Bíddu í 30 sekúndur og hrærðu vel í vatninu þar til molinn leysist alveg upp. Settu hreinar fjölnota þurrkur ofan í hitavarið box og helltu Poppet lausninni yfir þurrkurnar. Leyfðu þurrkunum að kólna áður en þú notar þær. Geymdu þurrkurnar í lokuðu boxi eða litlum blautpoka og notaðu þær innan tveggja daga. Einnig hægt að leyfa lausninni að kólna og setja í spreybrúsa og bleyta þurrkurnar jafn óðum ef vill.
Einn ilmmoli gerir 400ml-1000ml af ilmlausn
Vottuð örugg fyrir ungabörn 1. mánaða og eldri. Mælst er til að nota hreint soðið vatn fyrsta mánuðinn í lífi barnsins.
Myndband
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Hvað er lanolín
Lanolín er skafað úr nýrri kindaull og er mjög náttúrulegt. Nýjar ullarskeljar hafa alla jafnan verið hreinsaðar. Með því að setja ullina í lanolínlögur gefurðu henni aftur vatnsfráhrindandi eiginleika se, hún hefur upphaflega af náttúrunnar hendi.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður.
2. Settu 1/4 úr teskeið af lanolíni fyrir hverja skel í venjulegan bolla, bættu svo Poppet ilmmola út í eða einni sprautu af barna- eða ullarsápu.
3. Bættu við nýsoðnu vatn og fylltu á bollann, hrærðu lausnina þar til lanolínið og sápan hefur leystst upp fyllilega - þegar lausnin verður mjólkurhvít er hún tilbúin.
4. Helltu vatninu úr bollanum ofan í vasann (Gakktu alltaf úr skugga um að lausnin sé ekki heitari en 30gráður - annars getur ullin þæfst)
5. Settu ullarskelina ofan í lausnina og leyfðu henni að liggja í minnst 4 tíma.
Ef verið er að lanolínsera nýjar ullarskeljar skaltu endurtaka ferlið a.m.k. tvisvar í viðbót og óþarfi að þerra skelina á milli - bara gera nýjar lanolínlögur. Ef verið er að fríska upp á ullarskelina er nóg að setja einu sinni í lanolín lög.
6. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Innihald og pakkningar
100gr af hreinu lanolíni til að lanolínsera ullarbleyjurnar í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Efni
Glycerin, Aqua, Butyrospermum Parkii butter, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Cocos Nucifera Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, CI 74160 Parfum
Efni
100% Pure Anhydrous Lanolin
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Ullarsápustykkið frá Poppets er fullkomið fyrir ull því það er milt og nærandi og eru einstaklega ríkt af olífusmjöri og lanolíni sem bæði nærir og lengir líf ullarinnar.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður - annars getur ullin þæfst.
2. Nuddaðu sápustykkið á milli handanna þinna ofan í vatninu þangað til vatnið er orðið fallega mjólkurlitað.
3. Settu ullina ofan í lausnina.
4. Þú mátt nudda sápustykkinu beint á erfiða bletti. Skolaðu svo sápuna vel úr álagssvæðinu.
5. Láttu ullina liggja í bleyti í 30 mín.
6. Skolaðu létt og varlega.
7. Ef þú þarft að lanolísera ullarskeljar, þá myndiru hefja það ferli hér.
8. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Innihald og pakkningar
80gr hjartalaga sápustykki fyrir ull í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Efni
Glycerin, Aqua, Lanolin, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Sodium Shea Butterate, Olea Europaea Fruit Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Citric Acid, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI7789
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Hvað er lanolín
Lanolín er skafað úr nýrri kindaull og er mjög náttúrulegt. Nýjar ullarskeljar hafa alla jafnan verið hreinsaðar. Með því að setja ullina í lanolínlögur gefurðu henni aftur vatnsfráhrindandi eiginleika se, hún hefur upphaflega af náttúrunnar hendi.
Notkunarleiðbeiningar
Flaskan inniheldur lanolínlögur sem er tilbúin til notkunar. Þú einfaldlega spreyjar létt á ullarskelina til að halda lanolínseringunni við. Þú getur blandað þínar eigin lanolínlögur og notað brúsann áfram þegar upphaflega innihaldið klárast.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Innihald og pakkningar
100gr af hreinu lanolíni til að lanolínsera ullarbleyjurnar í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Efni
Glycerin, Aqua, Butyrospermum Parkii butter, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Cocos Nucifera Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, CI 74160 Parfum
Efni
100% Pure Anhydrous Lanolin
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Auðveldari leiðin til þess að lanólínsera ull!
Einn moli er fullkomið magn til þess að lanólínsera ullina þína - bombaðu einum mola í volgt vatn og lausnin er tilbúin... easy peasy! Þú getur keypt lanolínmolana frá Poppets í dollu, í áfyllingarformi og svo geturu líka skellt prufu sem er einn moli með í körfuna ef þú vilt prófa fyrst.
Afhverju?
Til þess að ullarbleyjur virki þarf að "preppa" hana fyrir fyrstu notkun og aftur eftir þörfum eftir það. Lanólín er í raun vaxið sem gerir ullina vatnshelda og þegar ullin er unnin af kindinni þá er lanólínið hreinsað burt. Því er mikilvægt að setja lanólín aftur í bleyjuna svo hún virki og það er gert með lanólí"baði".
Lanólínbað þarf aðeins að framkvæma á nokkurra mánaðar fresti eða eftir þörfum.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
What a Melon!: Dísætur sannkallaður vatnsmelónu ilmur. Hugsaðu um vanillu með dass af kirsuberjamöndlublöndu.
Hvernig?
Lestu þvottaleiðbeiningar fyrir ull hér.
Innihald
Lanolin, Glycerin, Aqua, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Sodium Shea Butterate, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Citric Acid, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, Parfum Citronellol, Linalool
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Frá 4.990 kr
Verð per eininguVörulýsing
Lífrænt og loftþétt blautþurrkubox sem er fullkomið til að geyma fjölnota þurrkur. Lokið er með tvöföldum lás sem gerir það 100% vatnshelt.
Lokið er hannað þannig að þú getur leyft þurrkunum þínum að kólna á öruggan hátt í boxinu með lokinu og það er meira að segja í lagi að setja það í örbylgjuofn til að hita upp þurrkurnar! Svo nýtast þau í svo margt annað en að geyma fjölnota þurrkur þegar það tímabil er liðið hjá.
Það er einstaklega auðvelt að þrífa boxið þar sem það má fara í uppþvottavélina. Það má einnig fara í frystinn.
Stærðir
Grande 19,5 x 19,5 x hæð 9,3 cm - 1900ml - Rúmar 20stk 20x20cm þurrkur
Poco: 20 x 12 x hæð 7cm - 900 ml - rúmar um 10stk 20x20 þurrkur brotnar í tvennt
Efni
100% lífrænt bio-plast.
Þvottur og umhirða
Má fara í uppþvottavél, þolir allt að 100gráðu hita, má setja í örbylgjuofn, auðvelt að þrífa.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Natural púðrið inniheldur engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Um púðrið
Poppets barnapúðrið var búin til af foreldrum fyrir foreldra sem var náttúrulegt, umhverfisvænt og laust við öll aukaefni. Púðrið er silkimjúkt með marga jákvæða eiginleika.
Barnapúðrið frá Poppets verndar, nærir, heilar og græðir viðkvæma húð barnsins. Það er nógu milt til að bæði fyrirbyggja og heila roða og útbrot.
Tilgangur barnapúðursins er að hjálpa til við að þerra húð barnsins við bleyjuskipti eða eftir bað. Það þarf aðeins örlítinn skammt til þess að þerra húðina svo ekki þurfi að bíða eftir því að rakinn fari úr húðinni eða þurrka henni harkalega til að þerra hana nægilega vel.
Hægt er að nýta barnapúðrið í ýmislegt annað tengt heimilislífinu. Eftir sund, eftir strandarferðina, þurrka svita og raka af húðinni á sumrin eða þegar maður er úti í útlöndum, eða jafnvel sem þurrsjampó!
Notkunarleiðbeiningar
Þerrið húðina létt áður en púðrið er sett á, dustaði litlu magni í lófann og settu beint á húðina. Gættu þess að púðrið fari ekki í andlit barnsins.
Innihald og pakkningar
Fáanlegar í 60gr ferðaflösku og 100gr álflösku í fullri stærð. Báðar flöskurnar eru endurnýtanlegar og eru með smellutappa með skrúfgangi þannig auðvelt er að dusta og bæta púðrinu úr eða í flöskuna.
Áfyllingarnar eru í 100gr kraft bréfapoka sem búinn er til úr endurnýtanlegum efnum og er lokað með límrönd. Pokarnir eru 100% niðurbrjótanlegir og brotna niður á 10 vikum.
Innihaldsefni
Bentonite, Kaolin, Zea Mays Starch, Calendula Officinalis Flower Extract, Ulmus Fulva Bark Extract
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
6.490 kr
Verð per eininguVörulýsing
Vandaðar fjölnota þurrkur í fullkominni stærð úr extra mjúku bambus velúr á einni hlið og bambus terry á hinni. Koma 12 saman í pakka, 4 af hverju munstri. Fullkomnar fyrir litla bossa, hendur og andlit!
Við mælum meira að segja með þeim til að þrífa farða blíðlega af án þess að erta húðina!
Bleyttu þurrkurnar með lausn úr næringarmolunum frá Poppets og litli bossinn mun ilma eins og blóm í haga án allra eitur og aukaefna.
Efni og stærð
Tvöfaldur bambus 20cm x 20cm
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Langt og mjög rakadrægt innlegg úr 100% GOTS vottaðri lífrænni bómull og bambus, sem gerir það mjúkt og sveigjanlegt í notkun. Innleggjatungan er þannig hönnuð að hægt er að brjóta hana saman á mismunandi vegu til að fá hámarksrakadrægni nákvæmlega þar sem þú þarft hana. Best er að hafa nokkur lög fremst fyrir drengi og að aftan fyrir stúlkubörn en innleggið veitir mest 15 lög af hágæða rakadrægni. 'Sporðsendann' á innlegginu má staðsetja að framan eða aftan í vasableyjunni, eftir því hvar þú vilt fá mestu rakadrægnina.
Stærð
60cm lengd x 9cm breidd, víkkar í 13 cm á sporðsendanum.
Efni
Ytra lag: 100% GOTS vottuð lífræn bómull.
Innra lag: 3x 80%bambus/20%polyester.
Umhirða
Þvoið á 40 eða 60 gráðum.
Ekki nota bleikiefni eða mýkingarefni.
Látið loftþorna eða notið þurrkara á lágum hita, fjarri beinum hita.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Ullarskeljarnar frá Pisi eru dásamlega mjúkar og einnig teygjanlegar, en aðaleinkenni þeirra er að innan eru skeljarnar með efnisborða sem heldur innleggi eða flat bleyju þægilega skorðuðu á sínum stað. Eftir því sem við komumst næst eru bleyjurnar frá Pisi þær fyrstu sem bjóða upp á þennan eiginleika í ullarskeljum, en þetta hefur verið vinsælt í annars konar skeljum. Bleyjurnar frá Pisi eru sérlega fallegar en á sama tíma mjög notendavænar og einfaldar í notkun.
Ullarskelin er ytra lag bleyjunnar og notast því yfir innri hluta bleyjunnar sem er rakadrægur. Vegna þess að skelin er með efnisborða að innan, þ.e. að framan og aftanverðu, er mjög þægilegt að nota innlegg eða flat bleyjur sem rakadrægni. Ekki er þörf á flóknum brotum, bara brjóta flat bleyjuna í ferhyrningslaga form sem passar inn í skelina. Einnig hægt að nota skelina yfir preflat og fitted bleyjur.
Ef nota á skelina lengi, til dæmis yfir nótt, gæti verið sniðugt að leggja ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans). Ullarlinerinn er þá lagður í lanólín líkt og ullarskelin, en linerinn eykur talsvert við vatnsfráhrindandi eiginleika skeljarinnar.
Efni
Skelin er gerð úr tveimur lögum af ull. Innra lagið er GOTS vottuð lífræn merino ull og ytra lagið er OEKO-TEX® vottuð ull sem er ofin á þann hátt að hún er teygjanleg og býður þannig upp á að lagast betur að líkama barnsins. Mikið er lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1/Small | 3-7 kg
- Stærð 2 | 6-16 kg
- Stærð 3 | 10-19 kg
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina yfir næturbleyju gæti verið gott að taka frekar stærri frekar en minni stærð.
Ullarskeljarnar frá Pisi eru dásamlega mjúkar og einnig teygjanlegar, en aðaleinkenni þeirra er að innan eru skeljarnar með efnisborða sem heldur innleggi eða flat bleyju þægilega skorðuðu á sínum stað. Eftir því sem við komumst næst eru bleyjurnar frá Pisi þær fyrstu sem bjóða upp á þennan eiginleika í ullarskeljum, en þetta hefur verið vinsælt í annars konar skeljum. Bleyjurnar frá Pisi eru sérlega fallegar en á sama tíma mjög notendavænar og einfaldar í notkun.
Ullarskelin er ytra lag bleyjunnar og notast því yfir innri hluta bleyjunnar sem er rakadrægur. Vegna þess að skelin er með efnisborða að innan, þ.e. að framan og aftanverðu, er mjög þægilegt að nota innlegg eða flat bleyjur sem rakadrægni. Ekki er þörf á flóknum brotum, bara brjóta flat bleyjuna í ferhyrningslaga form sem passar inn í skelina. Einnig hægt að nota skelina yfir preflat og fitted bleyjur.
Ef nota á skelina lengi, til dæmis yfir nótt, gæti verið sniðugt að leggja ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans). Ullarlinerinn er þá lagður í lanólín líkt og ullarskelin, en linerinn eykur talsvert við vatnsfráhrindandi eiginleika skeljarinnar.
Efni
Skelin er gerð úr tveimur lögum af ull. Innra lagið er GOTS vottuð lífræn merino ull og ytra lagið er OEKO-TEX® vottuð ull sem er ofin á þann hátt að hún er teygjanleg og býður þannig upp á að lagast betur að líkama barnsins. Mikið er lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | 3-7 kg
- Stærð 2 | 6-16 kg
- Stærð 3/Large | 10-19 kg
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina yfir næturbleyju gæti verið gott að taka frekar stærri frekar en minni stærð.
Fitted bleyja með vasa úr lífrænni bómull
Skemmtileg og hagnýt bleyja frá Pisi sem hentar vel undir ullarskeljar. Þessi bleyja mætti segja að sé á milli tegunda en hefur ákveðna eiginleika fitted bleyju, preflat bleyju og vasableyju. Hún býður öfluga lekavörn sem getur komið sér mjög vel, sér í lagi þegar barnið er ekki byrjað að borða fasta fæðu.
Þessi vara er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi sem er vatnsverjandi lag, til dæmis teygjanlegu ullarskelinni frá Pisi.
Bleyjurnar frá Pisi eru mjög notendavænar og hér ríkir einfaldleikinn. Fitted bleyjuvasinn er festur utan á barnið með Snappi eða annarri bleyjufestingu. Bleyjuvasinn sjálfur er þunnur og aðal rakadrægnin kemur frá því efni sem sett er inn í vasann. Þetta rakadræga efni getur verið innlegg sem þú átt nú þegar, flat bleyja úr muslin eða tencel eða bara hvað sem þér hentar vel hverju sinni. Um að gera að prófa sig áfram. Ef bleyjuvasinn er notaður undir ullarskelina frá Pisi er lítið mál að bústa bleyjuna utan á bleyjuvasann með því að leggja rakadrægt efni innan í skelina.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | 3-7 kg
- Stærð 2 | 6-16 kg
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærri stærðina frekar en minni, sér í lagi ef barnið hefur sver læri (sem er auðvitað það krúttlegasta!).
Efni
Bleyjan er gerð úr tveimur lögum af 100% lífrænni bómull sem er með GOTS vottun. Efnið er 150 GSM.
Ólitaða bómullin er óbleikjuð/óhvíttuð sem þýðir að hún hefur ekki verið gerð hvítari með notkun efna. Bómullin er svo lítið unnin að mögulega gætir þú rekið augun í agnarsmá bómullarfræ inn á milli þráða í efninu. Hér er um að ræða eins náttúruleg efni og kostur er á.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að þessar bleyjur eru sérlega snöggar að þorna á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur hreinsast mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi. Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt. Efnin í fitted bleyjuvasanum eru í raun afskurður og efni sem verður afgangs úr textíliðnaði en Pisi leggur mikla áherslu á að nýta allt hráefni vel og velur að gefa þessu efni nýtt líf í bleyjunum.
Liner úr ull
Ullarliner eða ullarrenning frá Pisi sem eykur vatnsfráhrindandi eiginleika ullarskeljarinnar.
Stærðir
Linerinn passar inn í allar stærðir af skeljum frá Pisi og Puppi og ætti einnig að passa í flestar aðrar ullarskeljar frá öðrum framleiðendum. Linerinn er um 11x24 cm.
Notkun
Ullarliner frá Pisi er frábært að eiga til þess að auðvelda enn frekar notkun á ullarbleyjum.
Linerinn getur komið sér vel til dæmis:
- í byrjun þegar ný ullarskel er enn að ná upp fullum vatnsfráhrindandi eiginleikum sínum
- á nóttunni eða öðrum tímum þegar lengri tími líður milli bleyjuskipta
- ef barnið kemur til með að sitja lengi og þannig meiri líkur á þrýstingsleka
- ef ullarskelin er komin á tíma með að þurfa lanólínbað en tímasetningin hentar ekki
- til að veita ullarskelinni auka vörn gegn kúk
þá er í öllum þessum tilfellum alveg tilvalið að skella ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans) og þannig auka til muna við vatnsfráhrindandi eiginleika bleyjunnar. Muna að til þess að nýta sér þetta þarf linerinn að hafa verið settur í lanólínbað.
Þvottur
Ullarskeljar og -linera þarf mjög sjaldan að þvo. Í byrjun þarf yfirleitt að þvo ullina aðeins oftar en eftir því sem hún er notuð meira og lanólínið sest betur inn í efnið, þá er hægt að fara margar vikur milli þvotta.
Handþvottur eða ullarprógamm í þvottavél. Notið milda ullarsápu og ekki hærra hitastig en 30°, má vera lægri hiti. Þurrkist ekki í þurrkara, heldur leggið til þerris. Sjá leiðbeiningar hér fyrir ullarþvott.
Efni
- Tvö lög af 100% ull.
- Öll efni sem notuð eru í þessa vöru eru 100% Oeko-Tex® vottaðar.
- Ullin er fengin á grimmdarlausan (e. cruelty-free) máta. Í því felst að aðferð sem á ensku kallast mulesing er ekki beitt á dýrin.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimlandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Hamp- og bómullar búster
Þunnur og grannur búster frá Pisi sem hægt er að bæta í hvaða bleyju sem er án þess að gera hana fyrirferðarmikla. Bústerinn tilheyrir hluta af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru rakadrægu efni. Búster er gerður til að auka við rakadrægni og gæti hentað vel til dæmis í næturbleyjur eða dagbleyjur sem þurfa að endast í tiltölulega langan tíma, til dæmis yfir lúr í lengri kantinum.
Stærðir
Bústerinn er um 32x11 cm og gæti minnkað um allt að 8% eftir fyrsta þvott.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að bústerinn er þunnur og sem slíkur er hann sérlega snöggur að þora á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur hreinsast almennt mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins. Þetta á einnig við um bústerinn.
Efni
Bústerinn er gerður úr 55% hampi og 45% bómull. Efnið er 350 GSM.
Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Framleiðsla
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.