6 vörur
6 vörur
Flokka eftir:
Auðveldaðu bleiuskiptin með einnota renningunum frá Little Lamb úr umhverfisvænu lífplasti (PLA). Þeir hleypa vökva í gegnum sig og inn í bleyjuna en grípa kúkinn, þannig að þegar kemur að bleiuskiptum getur þú einfaldlega tekið renninginn og hent honum (ásamt kúknum) í ruslið.
Auðveldur í notkun: Settu renning ofan á innra lag bleyjunnar, og þegar kemur að bleiuskiptum, tekur þú einfaldlega upp renninginn með kúknum í, hristir kúknum í klósettið (ef það er hægt) og hendir svo renningnum í ruslið. Passar fyrir allar tegundir af fjölnota bleyjum.
Stærð: 19 x 27 cm
Notkunarleiðbeiningar: Settu innlegg ofan á bleyjuna næst við húð barnsins. Eftir notkun skaltu setja renninginn í poka og henda honum í ruslið. Ekki sturta honum niður í klósettið! Ef það hefur ekki komið kúkur í renninginn þá máttu þrífa þessa týpu að renning með bleyjunum og nota hann aftur.
Við mælum með að nota einnota renninga þegar þú ert á ferðinni, þar sem það er þægilegra, en þegar þú ert heima er umhverfisvænna að nota fjölnota flís- eða awj renninga sem þú getur þvegið aftur og aftur og notað ár eftir ár.
Einnota renningarnar frá Little Lamb eru stórir í sniði og hægt er að klippa þá í tvennt fyrir smærri börn, en vinsamlegast forðastu að brjóta renningana í tvennt eða hafa fleira en eitt lag, þar sem það getur hindrað frásogið bleyjunnar.
Flísrenningur / Fjölnota liner frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætunni.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
ATH að þó myndinn sýni marga renninga eru þessir seldir stakir en með magnafslætti ef keyptir eru 5 eða fleiri!
Auðveldaðu bleiuskiptin með einnota bambus renningum. Þeir hleypa vökva í gegnum sig inn í bleyjuna en grípa kúkinn, þannig að þegar kemur að bleiuskiptum getur þú einfaldlega tekið renninginn og hent honum í ruslið ásamt kúknum.
Auðveldir í notkun: Settu renninginn ofan á bleyjuna og þegar þú skiptir um bleyju, notar þú renninginn til að taka upp kúkinn og hendir honum í klósettið (ef hægt er). Renningarnir passa fyrir allar tegundir af fjölnota bleyjum.
Mjúkir viðkomu: Ofurmjúkt bambus PLA sem gefur mesta þægindin fyrir litla engabossann.
Umhverfisvænn valkostur: Stóri kosturinn við Bambus PLA, sem er lífplast úr bambus, er að það brotnar náttúrulega niður í umhverfinu. PLA renningar brotna niður á milli tveggja og tólf mánaða í urðunarskilyrðum.
Notkunarleiðbeiningar: Settu renninginn ofan á bleyjuna næst við húð barnsins. Eftir notkun, settu renninginn í poka og hentu honum í ruslið. Ekki sturta honum niður í klósettið! Þessir renningar kurlast upp í þvotti og er því ekki hægt að þvo og nýta aftur þó það hafi eingöngu verið pissað í bleyjuna.
Við mælum með að nota einnota renninga þegar þú ert á ferðinni fyrir þægindin, en þegar þú ert heima er umhverfisvænna að nota fjölnota flís- eða awj renninga sem þú getur þvegið og notað aftur og aftur.
Flísrenningar eða fjölnota renningar frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætu þannig að barnið finnur síður fyrir henni. Stundaglaslaga flísrenningar aðlaga sig vel að taubleyjum og gefa hámarks vörn gegn vætu.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Vörulýsing
Suede renningar / Fjölnota linerar frá La Petite Ourse.
Afar þunnur og mjúkur fjölnota renningur sem þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætunni.
Fjölnota renningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem stay-dry efnið hrindir vætunni frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir fjölnota renning er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Suede renningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Koma 10 saman í pakka.
Liner úr ull
Ullarliner eða ullarrenning frá Pisi sem eykur vatnsfráhrindandi eiginleika ullarskeljarinnar.
Stærðir
Linerinn passar inn í allar stærðir af skeljum frá Pisi og Puppi og ætti einnig að passa í flestar aðrar ullarskeljar frá öðrum framleiðendum. Linerinn er um 11x24 cm.
Notkun
Ullarliner frá Pisi er frábært að eiga til þess að auðvelda enn frekar notkun á ullarbleyjum.
Linerinn getur komið sér vel til dæmis:
- í byrjun þegar ný ullarskel er enn að ná upp fullum vatnsfráhrindandi eiginleikum sínum
- á nóttunni eða öðrum tímum þegar lengri tími líður milli bleyjuskipta
- ef barnið kemur til með að sitja lengi og þannig meiri líkur á þrýstingsleka
- ef ullarskelin er komin á tíma með að þurfa lanólínbað en tímasetningin hentar ekki
- til að veita ullarskelinni auka vörn gegn kúk
þá er í öllum þessum tilfellum alveg tilvalið að skella ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans) og þannig auka til muna við vatnsfráhrindandi eiginleika bleyjunnar. Muna að til þess að nýta sér þetta þarf linerinn að hafa verið settur í lanólínbað.
Þvottur
Ullarskeljar og -linera þarf mjög sjaldan að þvo. Í byrjun þarf yfirleitt að þvo ullina aðeins oftar en eftir því sem hún er notuð meira og lanólínið sest betur inn í efnið, þá er hægt að fara margar vikur milli þvotta.
Handþvottur eða ullarprógamm í þvottavél. Notið milda ullarsápu og ekki hærra hitastig en 30°, má vera lægri hiti. Þurrkist ekki í þurrkara, heldur leggið til þerris. Sjá leiðbeiningar hér fyrir ullarþvott.
Efni
- Tvö lög af 100% ull.
- Öll efni sem notuð eru í þessa vöru eru 100% Oeko-Tex® vottaðar.
- Ullin er fengin á grimmdarlausan (e. cruelty-free) máta. Í því felst að aðferð sem á ensku kallast mulesing er ekki beitt á dýrin.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimlandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.