Alva Baby

Þjálfunarnærbuxur - Bambus/microfiber - 10-16kg

2.590 kr

Áætlaður afhendingartími milli desember 31 og janúar 02.

Þjálfunarnærbuxur eru hugsaðar fyrir börn sem eru tilbúin til þess að taka fyrstu skrefin úr bleyju í kopp/klósett. Þessar sætu þjálfunarnærbuxur frá Alva baby eru með bambus innra lagi og vatnsheldu ytra lagi (PUL) og ætti að halda 1-2 slysum.

Innra lag:

  • Má vera uppvið húð barns.
  • Varnin finnur fyrir vætunni.

Passar: Ættu að passa börnum frá 18m-3 ára.

Hönnun:

  • Eru með smellum að framan til þess að hagræða stærðum betur.
  • Engin smellur á hliðum.
  • Breitt læraop sem kemur þó ekki niður á virkni buxnanna.

Eiginleikar:

  • PCP vottun.
  • Engin BPA, falöt, eða blý.

Merkið

Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.

Við mælum með að þvo flestar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.

Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.

Þumalputtareglur

  • Þjálfunarnærbuxur má þvo á 40-60°
  • Hengið upp til þerris ef það er PUL í efninu (þurrkunartími 16-24klst)
  • Ekki er mælst til þess að þurrka þjálfunarnærbuxur í þurrkara nema á lágum hita.
  • Notið mild þvottaefni án ensíma.
  • Engin mýkingarefni.

Geymsla notaðra þjálfunarnærbuxna

Við mælum með því að skola þjálfunarnærbuxur með köldu vatni og vinda mest úr og hengja til þerris ef þvo á nærbuxurnar með öðrum þvotti sem bíður þvottar. Þannig má koma í veg fyrir að blettir festist í innra efninu og að nærbuxurnar mygli ef þær fara í þvottakörfu með öðrum fötum t.d.

Ef þú vilt sleppa við allan handþvott þá mælum við með að geyma þær á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum (blautpokum) sem lofta. Við mælum sérstaklega með miðlungs- eða stórum blautpoka og að hafa rennilásinn opinn, eða netaþvottapoka, en það er einnig í lagi að nota bala sem tryggir gott loftflæði. 

Pro tip: Það er í góðu lagi að að geyma og þvo þjálfunarnærbuxurnar með taubleyjunum, tíða- og lekavörunum eða handklæðunum.

Þvottarútína

Ef þú skolar þjálfunarnærbuxurnar þínar vel með köldu vatni strax eftir notkun þá dugar oftast að þvo vörurnar á 40-60°C með þeim þvotti sem hentar þér. Ath það þarf að skola allar kúkaleifar úr þjálfunarnærbuxum áður en þær eru settar í geymslupoka og í þvottavélina.

Sjá nánar um þvott á þjálfunarnærbuxum hér

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Based on 5 reviews
100%
(5)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
B
Brynja H.Þ. (Akureyri)
Bestu þjálfunarnærbuxurnar!

Bestu þjálfunarnærbuxurnar sem við höfum prófað! Dóttir mín vill bara þessar og finnst mjög gaman að velja nærbuxur fyrir daginn. Fullkomnar á leikskólann.

K
Kristín G. (Kopavogur)

Ótrúlega þæginlegar og góðar buxur. Einfaldar og auðveldar í notkun og ekki skemmir hvað þær eru litríkar og skemmtilegar

G
Guðrún R.H. (Akureyri)
Leka ekki!!

Leka ekki, þægilegar þegar við förum út, í heimsókn eða eitthvað bras.

K
Kristrún H.G. (Hnifsdalur)
Frábærar

Þessar eru snilld. Hafa reynst okkur vel. Við notum þær þegar við förum út að leika og þá grípa þær pissuslys ef þau verða og það kemur ekki dropi í gegn.

B
Brimdis (Reykjavik)
Elskum þær!

Keypti 3 svona fyrir stelpuna mína, fór í þeim í leikskólann þar sem hún var að hætta með bleyju. Hún var reyndar rosalega dugleg og það kem aldrei slys í þær á leikskólanum. En við létum hana síðan sofa í þeim þegar hún hætti með bleyju á næturnar og við vorum mjög ánægð með þær 🤩 fljótar að þorna eftir þvott og ekki bulky inna undir leggings eða náttföt 🙌🏼🙌🏼

Þjálfunarnærbuxur - Bambus/microfiber - 10-16kg

2.590 kr

2.590 kr

Afhverju fjölnota?

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.