68 vörur
68 vörur
Flokka eftir:
Gæðalegar og fallegar þjálfunarnærbuxur eru hugsaðar fyrir börn sem eru tilbúin til þess að taka fyrstu skrefin úr bleyju í kopp/klósett. Þessi stærð ætti að passa börnum frá c.a. 12-15kg. Þessar sætu þjálfunarnærbuxur frá Alva Baby eru með bómullar innra og ytralagi en í milli laginu er microfiber og vatnshelt PUL. Þær líta því út eins og venjulegar nærbuxur en eru með leynilega ofurkrafta!
Þessar þjálfunarnærbuxur eru hannaðar þannig að þær halda vætu í skefjum en geta blotnað meðfram lærum og því auðveldara fyrir umönnunaraðila að fylgjast með slysum ef barnið lætur ekki vita.
Efni og eiginleikar
- Stærðir: 2T, 3T, 4T
-
Þyngd:
- 2T: 1.7oz(48g)
- 3T: 1.8oz (51g)
- Efni ytra lag: 95% bómull - 5% spandex
- Innra lag: bómull
- Millilag: Innsaumað 2ja laga microfiber fabric með plastkóðuðu TPU sem er mjög vatnshelt efni sem bæði andar og er endingarmikið.
Vottanir: PCP vottun. Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Liner úr ull
Ullarliner eða ullarrenning frá Pisi sem eykur vatnsfráhrindandi eiginleika ullarskeljarinnar.
Stærðir
Linerinn passar inn í allar stærðir af skeljum frá Pisi og Puppi og ætti einnig að passa í flestar aðrar ullarskeljar frá öðrum framleiðendum. Linerinn er um 11x24 cm.
Notkun
Ullarliner frá Pisi er frábært að eiga til þess að auðvelda enn frekar notkun á ullarbleyjum.
Linerinn getur komið sér vel til dæmis:
- í byrjun þegar ný ullarskel er enn að ná upp fullum vatnsfráhrindandi eiginleikum sínum
- á nóttunni eða öðrum tímum þegar lengri tími líður milli bleyjuskipta
- ef barnið kemur til með að sitja lengi og þannig meiri líkur á þrýstingsleka
- ef ullarskelin er komin á tíma með að þurfa lanólínbað en tímasetningin hentar ekki
- til að veita ullarskelinni auka vörn gegn kúk
þá er í öllum þessum tilfellum alveg tilvalið að skella ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans) og þannig auka til muna við vatnsfráhrindandi eiginleika bleyjunnar. Muna að til þess að nýta sér þetta þarf linerinn að hafa verið settur í lanólínbað.
Þvottur
Ullarskeljar og -linera þarf mjög sjaldan að þvo. Í byrjun þarf yfirleitt að þvo ullina aðeins oftar en eftir því sem hún er notuð meira og lanólínið sest betur inn í efnið, þá er hægt að fara margar vikur milli þvotta.
Handþvottur eða ullarprógamm í þvottavél. Notið milda ullarsápu og ekki hærra hitastig en 30°, má vera lægri hiti. Þurrkist ekki í þurrkara, heldur leggið til þerris. Sjá leiðbeiningar hér fyrir ullarþvott.
Efni
- Tvö lög af 100% ull.
- Öll efni sem notuð eru í þessa vöru eru 100% Oeko-Tex® vottaðar.
- Ullin er fengin á grimmdarlausan (e. cruelty-free) máta. Í því felst að aðferð sem á ensku kallast mulesing er ekki beitt á dýrin.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimlandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Vörulýsing
Við kynnum til leiks nýjustu viðbótina úr smiðjum Little Lamb, einu af okkar uppáhalds vörumerkjum - Þjálfunarnærbuxur!
Þessar nýstárlegu þjálfunarnærbuxur eru með innra lag úr bómullar- og hamp blöndu, sem gerir þær alveg extra rakadrægar. Það er extra auðvelt fyrir barnið að toga þær upp og niður en einnig mjög auðvelt fyrir foreldri að kippa þeim af því þær smellast á annarri hlið. Þessar þjálfunarnærbuxur eru með vatnsþéttu ytra lagi þannig þær henta vel í löngu lúrana og bíltúruna - eða þegar fötin mega alls ekki blotna.
Þessar nærbuxur eru í stærð 2xLarge og henta börnum 23-28kg
Nánar
Við bjóðum upp á þessar þjálfunarnærbuxur til 28kg þannig þær gætu einnig hentað börnum með dag- og næturvætuvandamál.
Með því að velja að nota þjálfunarnærbuxur í koppaþjálfuninni í stað einnota buxnableyja hjálpar þú barninu þínu að kveikja á skynvitund sinni þegar kemur að því að gera stykkin sín. Það finnur fyrir vætunni án þess að eiga á hættu á að væta í buxurnar sínar (með tilheyrandi tilfinningum fyrir eldri börn, sérstaklega). Little Lamb notar eingöngu náttúruleg og eiturefnalaus efni sem eru m.a. OEKO-TEX® vottaðar, og eru algjörlega skaðlausar barninu þínu.
Segðu skilið við rándýru einnota buxnableyjurnar sem gera nákvæmlega ekkert fyrir koppaþjálfunina og bjóddu þessar fallegu, eiturefnalausu og fjölnota þjálfunarnærbuxur velkomnar í þessi mikilvægu tímamót í lífi barnsins þíns.
Kynntu þér nánar um koppaþjálfun í skrefum HÉR.
Eiginleikar
Þvottaleiðbeiningar
Gott er að skola þjálfunarnærbuxur með köldu vatni og geyma í blautpoka áður en þær fara í þvott eða hengja til þerris áður en þær fara í þvottakörfuna. Það má þvo þær á 60 gráðum en það dugar alveg að þvo þær á 40 gráðum hafa þær verið skolaðar áður. Við mælum með að henda þjálfunarnærbuxum í þvott með handklæðunum eða bara með fötum barnsins þíns.
Vottanir
OEKO-TEX
Merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Einstaklega vel sniðnar og einfaldar vasableyjur frá Little Lamb sem passa börnum frá 4,5-9kg Þessar bleyjur koma í þremur stærðum og þeim fylgir gífurlega rakadrægt og öflugt bambus trifold úr 100% hreinum bambus.
Stærðir
Stærð 1: 4,5-9kg
Stærð 2: 8-16kg
Stærð 3: 15+kg
Eiginleikar
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Muslin flat bleyjur eru sérlega einfaldar og notendavæn lausn. Auðvelt að þvo og þorna sérlega hratt á snúru sem gera þær að frábærum kosti fyrir fjölskyldur sem eiga ekki þurrkara eða á ferðalagi. Gerðar úr 100% lífrænni bómull. Þessi muslin bleyja er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi (bleyjuskel) sem er vatnsverjandi lag, til dæmis ullarskeljarnar frá Pisi og Pulli og Ai2 skeljarnar frá Elskbar og Bare and Boho. Bleyjurnar frá Pisi eru mjög notendavænar og hér ríkir einfaldleikinn. Bleyjuna má nota samanbrotna inn í hvers kyns skel og einnig sem innleg í vasableyju. Einnig er hægt að brjóta bleyjuna í mismunandi brot sem hægt er að vefja utan um barnið og festa með bleyjufestingu. Þó skal tekið fram að bleyjan er ekki ferningslaga, þ.e. ekki allar hliðar jafn langar, sjá mál hér að ofan.
Hægt er að nota muslin bleyjuna til ýmissa annarra verka, tilvalið að nota sem ropklút, til að þurrka bleyjusvæðið, sem lítið handklæði, viskustykki eða þvottastykki.
Efni
Bleyjan er gerð úr tveimur lögum af 100% lífrænni bómull sem er með GOTS vottun. Bómullin er óbleikjuð/óhvíttuð sem þýðir að hún hefur ekki verið gerð hvítari með notkun efna. Bómullin er svo lítið unnin að mögulega gætir þú rekið augun í agnarsmá bómullarfræ inn á milli þráða í efninu. Hér er um að ræða eins náttúruleg efni og kostur er á. Efnið er 150 GSM.
Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | Frá 2,5 kg | 44x52 cm
- Stærð 2 | Frá 5 kg | 54x63 cm
- Stærð 3 | Frá 9 kg | 58x77 cm
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina frá Pisi, þá mælum við með að taka sömu stærð eða næstu stærð fyrir ofan af muslin bleyjunni, miðað við stærðina sem tekin er af ullarskelinni.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að flat bleyjur eru sérlega snöggar að þora á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur á borð við flat bleyjur hreinsast mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Ullarskeljarnar frá Pisi eru dásamlega mjúkar og einnig teygjanlegar, en aðaleinkenni þeirra er að innan eru skeljarnar með efnisborða sem heldur innleggi eða flat bleyju þægilega skorðuðu á sínum stað. Eftir því sem við komumst næst eru bleyjurnar frá Pisi þær fyrstu sem bjóða upp á þennan eiginleika í ullarskeljum, en þetta hefur verið vinsælt í annars konar skeljum. Bleyjurnar frá Pisi eru sérlega fallegar en á sama tíma mjög notendavænar og einfaldar í notkun.
Ullarskelin er ytra lag bleyjunnar og notast því yfir innri hluta bleyjunnar sem er rakadrægur. Vegna þess að skelin er með efnisborða að innan, þ.e. að framan og aftanverðu, er mjög þægilegt að nota innlegg eða flat bleyjur sem rakadrægni. Ekki er þörf á flóknum brotum, bara brjóta flat bleyjuna í ferhyrningslaga form sem passar inn í skelina. Einnig hægt að nota skelina yfir preflat og fitted bleyjur.
Ef nota á skelina lengi, til dæmis yfir nótt, gæti verið sniðugt að leggja ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans). Ullarlinerinn er þá lagður í lanólín líkt og ullarskelin, en linerinn eykur talsvert við vatnsfráhrindandi eiginleika skeljarinnar.
Efni
Skelin er gerð úr tveimur lögum af ull. Innra lagið er GOTS vottuð lífræn merino ull og ytra lagið er OEKO-TEX® vottuð ull sem er ofin á þann hátt að hún er teygjanleg og býður þannig upp á að lagast betur að líkama barnsins. Mikið er lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1/Small | 3-7 kg
- Stærð 2 | 6-16 kg
- Stærð 3 | 10-19 kg
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina yfir næturbleyju gæti verið gott að taka frekar stærri frekar en minni stærð.
Fáðu 2.0 bambus innleggin frá Bare and Boho 5 saman í pakka með 10% auka afslætti - snjöll lausn sem gerir bleyjuskiptingar bæði þægilegar og einfaldar þar sem auðvelt er að skipta út skítugum innleggjum fyrir hrein, án fyrirhafnar.
Helstu eiginleikar:
- OEKO-TEX vottuð efni - tryggir að öll efni séu örugg fyrir barnið.
- One Size hönnun - hentar börnum frá fæðingu til klósettþjálfunar, á bilinu 2,5-18 kg.
- 5 lög af rakadrægni - hönnuð til að halda barninu þurru lengur með „stay-dry“ microfleece.
- Hreyfing barnsins í fyrirrúmi - innleggin eru kúpt í laginu sem aðlagar þau fullkomlega að líkama barnsins.
- Fjölbreytt notkun - henta bæði í Soft- og Flexi Cover skeljarnar frá Bare and Boho, Ai2 Elskbar skeljarnar og ullarskeljarnar frá Pisi og Puppi.
Bleyjukerfið frá Bare and Boho
Bleyjukerfið frá Bare and Boho er eitt það einfaldasta á markaðnum! Þú þarft bara að smella innlegginu í bleyjuskelina þína - og setja hana á barnið þitt. Bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho hafa enga flókna eiginleika eða margra laga innlegg sem þarf að brjóta saman á ákveðinn hátt, sem gerir þetta kerfi hagnýtt fyrir alla sem annast barnið, þar á meðal dagforeldra, ömmur, afa og vini!
Stærðir
One Size bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho eru hannaðar fyrir þyngdir 2,5 - 18 kg, eða frá fæðingu til koppaþjálfunar.
Bleyjuskeljar
Hver bleyjuskel er úr vatnsheldu efni sem er gert úr endurunnu pólýester, unnið úr plaströrum sem bjargað hefur verið úr sjónum. Flexi Cover skeljarnar eru þurrkanlegar og hægt að endurnýta sömu skelina allt að 3x svo lengi sem það kemur ekki kúkur í hana. Innra lagið í Soft bleyjuskeljunum frá Bare and Boho er hannað til að draga úr raka og halda barni þurru. Skeljarnar hafa tvöfaldar teygjur í mjaðmagrófinni til að tryggja hámarksvörn gegn leka.
Aftast í hverri skel er innbyggð vörn sem verndar gegn lekum upp að baki barnsins. Innleggið getur annað hvort verið sett undir þessa vörn eða lagst ofan á, það er valfrjálst. Framan á hverri skel er teygja sem heldur skelinni þétt að maga barnsins. Þú finnur Flexi Cover skeljarnar hér og Soft Cover skeljarnar hér.
Bleyjuinnleggin
Hvert endurnýjanlega innlegg er hannað til að smella eða liggja inni í bleyjuskelinni. Innleggin frá Bare and Boho geta einnig verið sett undir bakvörnina fyrir aukna vörn gegn lekum. Hvert innlegg hefur teygjur á hliðunum sem umlykja mjaðmirnar til að draga best úr raka og vernda gegn lekum.
Nýju 2.0 bambusinnleggin innihalda nú 5 lög af rakadrægu efni, þar á meðal bambus-bómullarfleece og efra lag úr microfleece. Microfleece lagið dregur raka frá húð barnsins, þannig að það heldur barninu þurru í lengri tíma.
Uppgötvaðu framúrskarandi gæði og náttúruleg þægindi með Hemp innlegginu frá Bare and Boho. Þetta innlegg er hannað úr lífrænni hamp-bómullarblöndu, sem gerir það að verkum að það er bæði umhverfisvænt og öruggt fyrir barnið þitt.
Hver endurnýjanlegi búster er mótaður í stundaglaslaga formi til að passa vel að líkamanum. Bústerarnir frá Bare and Boho hafa innbyggt efni sem er rakadrægt og mjúkt. Þeir eru hannaðir til að auka rakadrægni bleyjunnar og eru valfrjálsir í notkun, fer eftir því hversu mikið barnið þitt þarf.
Til að nota bústerinn skaltu einfaldlega leggja hann ofan á innleggið, eða brjóta hann í tvennt og leggja að framan, sérstaklega fyrir drengi, þar sem álagið er mest.
Bambus Trifold frá Bare and Boho
Trifold innleggið frá Bare and Boho er með 3 lögum af rakadrægum bambus-bómullarfleece. Þegar innleggið er brotið í þrennt, verður það að afar rakadrægu innleggi fyrir bleyjuskelina þína. Trifolds eru hönnuð til að brjóta saman í þrennt, en þrátt fyrir mikla rakadrægni er innleggið ennþá þunnt og þægilegt þegar það er samanbrotið í bleyjunni. Hægt er að nota trifolds eitt sér inni í bleyjunni eða sem viðbótarrakadrægni við venjuleg innlegg, eða í bland við önnur innlegg eða bústera fyrir enn meiri rakadrægni. Þú finnur bambus trifoldið frá Bare and Boho hér.
Sjá allar vörur frá Bare and Boho
Efni
- Ytra efni skeljar: 100% pólýester rPET
- Innri fóðrun skeljar: 100% pólýester microsuede
- Ytra efni innleggs: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efra lag innleggs: 100% pólýester microfleece
- Búster: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efri lag bústera: 100% pólýester microfleece
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Flísrenningar eða fjölnota renningar frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætu þannig að barnið finnur síður fyrir henni. Stundaglaslaga flísrenningar aðlaga sig vel að taubleyjum og gefa hámarks vörn gegn vætu.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Vörulýsing
Einstaklega vel sniðnar og ofureinfaldar vasableyjur frá Little Lamb sem passa börnum frá 8-16kg. Þessar bleyjur koma í þremur stærðum og þeim fylgir gífurlega rakadrægt og öflugt bambus trifold úr 100% hreinum bambus.
Stærðir
Stærð 1: 4,5-9kg
Stærð 2: 8-16kg
Stærð 3: 15+kg
Eiginleikar
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Langt og mjög rakadrægt innlegg úr 100% GOTS vottaðri lífrænni bómull og bambus, sem gerir það mjúkt og sveigjanlegt í notkun. Innleggjatungan er þannig hönnuð að hægt er að brjóta hana saman á mismunandi vegu til að fá hámarksrakadrægni nákvæmlega þar sem þú þarft hana. Best er að hafa nokkur lög fremst fyrir drengi og að aftan fyrir stúlkubörn en innleggið veitir mest 15 lög af hágæða rakadrægni. 'Sporðsendann' á innlegginu má staðsetja að framan eða aftan í vasableyjunni, eftir því hvar þú vilt fá mestu rakadrægnina.
Stærð
60cm lengd x 9cm breidd, víkkar í 13 cm á sporðsendanum.
Efni
Ytra lag: 100% GOTS vottuð lífræn bómull.
Innra lag: 3x 80%bambus/20%polyester.
Umhirða
Þvoið á 40 eða 60 gráðum.
Ekki nota bleikiefni eða mýkingarefni.
Látið loftþorna eða notið þurrkara á lágum hita, fjarri beinum hita.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Efni
85% bambus
15% polyerster
Lög: 3
Stærð:
Breidd: 25 cm
Lengd: 27 cm
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Nýburaskeljarnar frá Elskbar einfalda upphaf fjölskyldunnar í taubleyjum. Kostirnir eru skýrir; Minni þvottur, fljótari þurrkunartími og hagkvæm lausn.
Praktískt og hagkvæmt
Skelin virkar sem vatnsheldur ytri hluti taubleyjunnar, þar sem rakadrægu innleggin eru sett innan í. Snjallræðið við skelina er að það er ekki nauðsynlegt að þvo hana eftir hver bleyjuskipti – þú getur einfaldlega strokið innan úr skelinni með rökum klút og hún er þá tilbúin aftur með nýjum rakadrægum innleggjum. Þú getur skipt um innleggið og notað skelina aftur og aftur, þar til hún verður skítug eða byrjar að lykta af þvagi. Þetta gerir þessa margnota bleyjulausn bæði praktíska og mjög hagkvæma.
Hönnuð fyrir nýfætt barn
Nýbura skelin er með mjúkum tvöföldum teygjum við lærin sem þýðir tvöföld lekavörn - sem er sérstaklega góð við að halda öllu inni, jafnvel þegar kemur að þunnfljótandi hægðum sem nýburar eiga oft til. Þannig koma ekki hinar margrómuðu „kúkasprengjur“ sem annars eru algengar með einnota bleyjur á nýburastiginu. Skelin er hönnuð til að vera notuð frá 2,5 kg upp í um 6 kg og hægt er að stilla hana eftir því sem barnið stækkar með smellum á framhlið bleyjunnar. Annar kostur við skelina er stuttur þurrkunartími, þar sem hún hefur ekki innsaumað rakadrægt efni. Þetta verndar einnig skelina í þvotti, sem eykur endingu hennar verulega. Flestir foreldrar nýbura sem hafa prófað nýburableyjurnar frá Elskbar eru sammála um það að þessar bleyjur leka nánast aldrei.
Veldu innlegg sem henta þér
Nýbura skelin passar fullkomlega með nýbura innleggi frá Elskbar, sem er úr bambus, þannig að þú færð bleyju sem dregur mjög vel í sig og er mjúk við húð barnsins. Þú getur einnig valið úr ýmsum öðrum innleggjum, eins og t.d. nýburainnleiggin frá Bare and Boho sem við bjóðum upp á, preflats, prefolds og flatar bleyjur. eins og frá Pisi og Puppi. Flest innlegg sem eru ætluð nýburum passa í Nýbura skelina frá Elskbar.
Hve margar nýburaskeljar þarftu?
Hver skel má nota í um það bil þrjár bleyjuskiptingar, sem þýðir að þú ættir að hafa þrjú nýburainnlegg fyrir hverja skel. Ef þú ætlar að nota margnota bleyjur allan daginn mælum við með 8 nýburaskeljum og 24 innleggjum, svo þú hafir alltaf hreina skel og innlegg tilbúin. Nýburaleigupakkarnir okkar innihalda nánast eingöngu nýburableyjur frá Elskbar. Við mælum með að þú kynnir þér hann því það er mun hagkvæmara fyrir þig að leigja en að kaupa nýjar nýburableyjur.
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Upplifðu þægindi og frábæran stíl með AWJ vasableyjunum okkar með bambus innleggi. Þessar einföldu og praktísku bleyjur eru fullkomnar fyrir börn á aldrinum 3,5 til 15 kg, þar sem þær bjóða upp á frábæra aðlögun og notagildi.
Helstu eiginleikar:
- One Size hönnun: Hentar börnum á mismunandi aldursstigum, tryggir að bleyjan passi yfir lengri tíma.
- Dúnmjúkt innra lag: Athletic Wicking Jersey veitir þægindi og fullkomna vernd gegn vætu.
- Margir litir og munstur: Veldu úr fjölbreyttu úrvali sem passar barninu.
- Fljótur þurrkunartími: Snöggar að þorna á snúru sem gerir þér kleift að nota þær aftur á eftir skamman tíma.
- Ódýrt valkostur: Frábært verð fyrir góð gæði.
Efni:
- Ytra lag: Polyester með vatnsheldu TPU (PUL).
- Innra lag: Athletic Wicking Jersey (AWJ).
- Innlegg: 4ra laga bambus innlegg (80% bambus, 20% polyester).
Vottanir: PCP vottun. Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Vörulýsing
„Eco Warrior“ lífræna hamp bómullarblandan er úr sjálfbærum og lífrænt ræktuðum trefjum sem gerir það að verkum að innleggið er náttúrulegra og minna unnið. Þetta er einnig harðgert efni sem endist vel. Vegna þess hve lítill hampurinn er unninn hefur hann tilhneigingu til að stífna þegar hann þornar og getur því verið harður og vel formaður en hefur þann eiginleika að mýkjast þegar hann hitnar við húð barnsins.
Innleggin eru „One-size“ og henta frá 4-18 kg.
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar að úr heiminum.