7 vörur
7 vörur
Flokka eftir:
5.990 kr
Verð per eininguVörulýsing
Ullarskeljar eru frábær lausn fyrir foreldra sem vilja hafa barnið sitt í náttúrulegum taubleyjum frá fæðingu.
Ullarskelin er notuð yfir gasbleyju eða fitted bleyju sem veita rakadrægni á meðan skelin veitir vatnsheldni. Gasbleyjur og fitted bleyjur henta einstaklega vel fyrir nýbura vegna þess hve oft og mikið þau kúka. Skipta þarf yfirleitt bara um gas- og fitted bleyjur svo lengi sem kúkur hefur ekki farið í skelina og svo er hægt að nota skelina aftur og aftur.
Við bleyjuskipti er skipt um gas- eða fitted bleyju og ullarskelin er viðruð þangað til kemur að næstu bleyjuskiptum. Við mælum með að eiga tvær 2-3 ullarskeljar til að rótera á milli bleyjuskipta.
ATH. Þessar ullarskeljar hafa ekki SIO (snap-in-one) smellur fyrir Ai2 innlegg. En það er lítið mál fyrir okkur að bæta þeim við sé óskað eftir því.
Skoða Ullarskeljar frá Puppi með SIO
Eiginleikar
Þessi bleyjuskel er saumuð úr ítalskri merino ull og er ullin ofin á þann hátt að skelin er mjög þétt en jafnframt ótrúlega þunn og mjúk.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Efni og leiðbeiningar
- Efni: 100% merino ull
- Stærðir: Nýbura (3-6,5 kg)/(6,5-14 lbs) og Mini One size (4,5 - 9,5 kg/10-21 lb)
- Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur með ullarsápu. Viðra skelina eftir hverja notkun. Sjá ullarþvottaleiðbeiningar HÉR.
- Fyrir fyrstu notkun: Setja skelina í lanólínlögur
- Vottanir: teygjur: keyptar frá GOTS- vottuðum framleiðanda(Global Organic Textile Srtandard), smellur: CPSIA
Myndbönd
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 skeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins (!).
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolini sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL.
Um merkið
Puppi er pólskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur saumað margverðlaunaðar ullarbleyjur frá árinu 2013.
Það sem gerir Puppi vörurnar einstakar er að öll efnin sem bleyjan er unnin úr eru náttúruleg og niðurbrjótanleg. Meira að segja teygjurnar eru vottaðar og unnar úr bómull og náttúrulegu gúmmíi.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
6.990 kr
Verð per eininguVörulýsing
Snap-in-One (SIO) ullarskeljarnar frá Puppi eru þéttofnar úr ítalskri merino ull og einstaklega þunnar og mjúkar. Þær koma í tveimur stærðum: OS (6-15 kg) og OS+ (9-18kg). SIO stendur fyrir snap-in-one sem þýðir að inn í bleyjunni eru smellur fyrir innlegg og henta betur börnum sem eru byrjuð að borða og kúka sjaldnar.
Nánar um vöruna
Þessi bleyjuskel er saumuð úr ítalskri merino ull og er ullin ofin á þann hátt að skelin er mjög þétt en jafnframt ótrúlega þunn og mjúk.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og eru náttúrulegar og niðurbrjótanlegar frá A-Ö. Meira að segja teygjurnar eru GOTS vottaðar! Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Innlegin frá Bare & Boho passa fullkomlega inn í Puppi bleyjurnar. Einnig er hægt að nota prefolds, preflats og fitted bleyjur en þá mælum við með að fara upp um stærð og nota skel í stærð OS+.
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 dagskeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins og nóg er að eiga eina næturskel í réttri stærð.
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti.
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolíni sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL. Hún gæti í raun endað á barnabörnunum!
Efni og stærðir
- Efni: 100% merino ull
- Stærðir: One size (6-15 kg)/(13-33 lbs) One size PLUS (9-18 kg)/(19,5-39,5 lbs)
- Vottanir: teygjur: keyptar frá GOTS- vottuðum framleiðanda(Global Organic Textile Srtandard), smellur: CPSIA
Þvottur og umhirða
Mikilvægt að hafa í huga
- Fyrir fyrstu notkun er mikilvægt að setja skelina í lanólínlögur a.m.k. 2x
- Viðra skelina eftir hverja notkun (gott að eiga tvær ullarskeljar og viðra til skiptis)
- Passa að vinda aldrei ull né setja í þurrkara. Best er að pressa vætuna úr í t.d. handklæði.
- Þurrkist á flötum stað.
Þvottaleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður.
2. Settu 1/4 úr teskeið af lanolíni fyrir hverja skel í venjulegan bolla, bættu svo Poppet ilmmola út í eða einni sprautu af barna- eða ullarsápu.
3. Bættu við nýsoðnu vatn og fylltu á bollann, hrærðu lausnina þar til lanolínið og sápan hefur leystst upp fyllilega - þegar lausnin verður mjólkurhvít er hún tilbúin.
4. Helltu vatninu úr bollanum ofan í vasann (Gakktu alltaf úr skugga um að lausnin sé ekki heitari en 30gráður - annars getur ullin þæfst)
5. Settu ullarskelina ofan í lausnina og leyfðu henni að liggja í minnst 4 tíma.
Ef verið er að lanolínsera nýjar ullarskeljar skaltu endurtaka ferlið a.m.k. tvisvar í viðbót og óþarfi að þerra skelina á milli - bara gera nýjar lanolínlögur. Ef verið er að fríska upp á ullarskelina er nóg að setja einu sinni í lanolín lög.
6. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Myndbönd
Um merkið
Puppi er pólskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur saumað margverðlaunaðar ullarbleyjur frá árinu 2013.
Það sem gerir Puppi vörurnar einstakar er að öll efnin sem bleyjan er unnin úr eru náttúruleg og niðurbrjótanleg. Meira að segja teygjurnar eru vottaðar og unnar úr bómull og náttúrulegu gúmmíi.
1.290 kr
Verð per eininguLiner úr ull
Ullarliner eða ullarrenning frá Pisi sem eykur vatnsfráhrindandi eiginleika ullarskeljarinnar.
Stærðir
Linerinn passar inn í allar stærðir af skeljum frá Pisi og Puppi og ætti einnig að passa í flestar aðrar ullarskeljar frá öðrum framleiðendum. Linerinn er um 11x24 cm.
Notkun
Ullarliner frá Pisi er frábært að eiga til þess að auðvelda enn frekar notkun á ullarbleyjum.
Linerinn getur komið sér vel til dæmis:
- í byrjun þegar ný ullarskel er enn að ná upp fullum vatnsfráhrindandi eiginleikum sínum
- á nóttunni eða öðrum tímum þegar lengri tími líður milli bleyjuskipta
- ef barnið kemur til með að sitja lengi og þannig meiri líkur á þrýstingsleka
- ef ullarskelin er komin á tíma með að þurfa lanólínbað en tímasetningin hentar ekki
- til að veita ullarskelinni auka vörn gegn kúk
þá er í öllum þessum tilfellum alveg tilvalið að skella ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans) og þannig auka til muna við vatnsfráhrindandi eiginleika bleyjunnar. Muna að til þess að nýta sér þetta þarf linerinn að hafa verið settur í lanólínbað.
Þvottur
Ullarskeljar og -linera þarf mjög sjaldan að þvo. Í byrjun þarf yfirleitt að þvo ullina aðeins oftar en eftir því sem hún er notuð meira og lanólínið sest betur inn í efnið, þá er hægt að fara margar vikur milli þvotta.
Handþvottur eða ullarprógamm í þvottavél. Notið milda ullarsápu og ekki hærra hitastig en 30°, má vera lægri hiti. Þurrkist ekki í þurrkara, heldur leggið til þerris. Sjá leiðbeiningar hér fyrir ullarþvott.
Efni
- Tvö lög af 100% ull.
- Öll efni sem notuð eru í þessa vöru eru 100% Oeko-Tex® vottaðar.
- Ullin er fengin á grimmdarlausan (e. cruelty-free) máta. Í því felst að aðferð sem á ensku kallast mulesing er ekki beitt á dýrin.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimlandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Frá 5.190 kr
Verð per eininguVörulýsing
"Pull-Up" ullarbuxur er algjör skyldueign fyrir fjölskyldur sem nota fitted, gas eða prefolds bleyjur því þær bjóða upp á hina fullkomnu vatnsheldu "skel" eða þekjun yfir bleyjusvæði. Buxurnar eru úr 100% lífrænni merino ull.
Nánari upplýsingar
Ullarbuxurnar frá Disana draga ekki í sig bakteríur, anda vel, halda hita þó þær blotni, og eru rakadrægar og teygjanlegar. Þær eru úr tvöföldu lagi af ofinni ull með stroffi utan um maga og um læri svo þær passi betur. Þær koma í 5 stærðum til þess að passa sem best og í fallegum litum.
Þær henta fullkomlega sem næturbleyjur utan um rakadrægar fitted bleyjur vegna þess hve vel þær anda en eru jafnframt rakadrægar. Þær henta ofurpissurum, heitfengnum sem og kaldfengnum börnum þar sem ullin heldur hita á köldum vetrarnóttum og kælir á heitum sumardögum. Góð þumalputtaregla er að þrífa bleyjuna á tveggja vikna fresti með lanólínlögum, en ef barnið kúkar í hana þá þarf að þvo hana.
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 dagskeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins og nóg er að eiga eina næturskel í réttri stærð.
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti.
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolíni sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL. Hún gæti í raun endað á barnabörnunum!
Myndband
Þvottur og umhirða
Mikilvægt að hafa í huga
- Það þarf ekki að preppa þessa bleyju serstaklega- hún er tilbuin eins og hún kemur.
- Passa að vinda aldrei ull né setja í þurrkara. Best er að pressa vætuna úr í t.d. handklæði.
- Þurrkist á flötum stað.
Þvottaleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður.
2. Settu 1/4 úr teskeið af lanolíni fyrir hverja skel í venjulegan bolla, bættu svo Poppet ilmmola út í eða einni sprautu af barna- eða ullarsápu.
3. Bættu við nýsoðnu vatn og fylltu á bollann, hrærðu lausnina þar til lanolínið og sápan hefur leystst upp fyllilega - þegar lausnin verður mjólkurhvít er hún tilbúin.
4. Helltu vatninu úr bollanum ofan í vasann (Gakktu alltaf úr skugga um að lausnin sé ekki heitari en 30gráður - annars getur ullin þæfst)
5. Settu ullarskelina ofan í lausnina og leyfðu henni að liggja í minnst 4 tíma.
Ef verið er að lanolínsera nýjar ullarskeljar skaltu endurtaka ferlið a.m.k. tvisvar í viðbót og óþarfi að þerra skelina á milli - bara gera nýjar lanolínlögur. Ef verið er að fríska upp á ullarskelina er nóg að setja einu sinni í lanolín lög.
6. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Efni
Efni: 100% merino wool
Vottanir: GOTS (Global Organic Textile Standard)
Um merkið
Disana er þýskt gæðamerki sem leggur áherslu á að framleiða vörur úr eins náttúrulegum efnum og hugsast getur. Disana var stofnað fyrir 40 árum og hóf vegferð sína sem frumkvöðull í náttúrulegum taubleyjum en hefur í gegnum árin fært út kvíarnar og framleiðir einnig ullarfatnað og ullarvörur á alla fjölskylduna.
7.990 kr
Verð per eininguUllarskeljarnar frá Pisi eru dásamlega mjúkar og einnig teygjanlegar, en aðaleinkenni þeirra er að innan eru skeljarnar með efnisborða sem heldur innleggi eða flat bleyju þægilega skorðuðu á sínum stað. Eftir því sem við komumst næst eru bleyjurnar frá Pisi þær fyrstu sem bjóða upp á þennan eiginleika í ullarskeljum, en þetta hefur verið vinsælt í annars konar skeljum. Bleyjurnar frá Pisi eru sérlega fallegar en á sama tíma mjög notendavænar og einfaldar í notkun.
Ullarskelin er ytra lag bleyjunnar og notast því yfir innri hluta bleyjunnar sem er rakadrægur. Vegna þess að skelin er með efnisborða að innan, þ.e. að framan og aftanverðu, er mjög þægilegt að nota innlegg eða flat bleyjur sem rakadrægni. Ekki er þörf á flóknum brotum, bara brjóta flat bleyjuna í ferhyrningslaga form sem passar inn í skelina. Einnig hægt að nota skelina yfir preflat og fitted bleyjur.
Ef nota á skelina lengi, til dæmis yfir nótt, gæti verið sniðugt að leggja ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans). Ullarlinerinn er þá lagður í lanólín líkt og ullarskelin, en linerinn eykur talsvert við vatnsfráhrindandi eiginleika skeljarinnar.
Efni
Skelin er gerð úr tveimur lögum af ull. Innra lagið er GOTS vottuð lífræn merino ull og ytra lagið er OEKO-TEX® vottuð ull sem er ofin á þann hátt að hún er teygjanleg og býður þannig upp á að lagast betur að líkama barnsins. Mikið er lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | 3-7 kg
- Stærð 2 | 6-16 kg
- Stærð 3/Large | 10-19 kg
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina yfir næturbleyju gæti verið gott að taka frekar stærri frekar en minni stærð.
7.990 kr
Verð per eininguUllarskeljarnar frá Pisi eru dásamlega mjúkar og einnig teygjanlegar, en aðaleinkenni þeirra er að innan eru skeljarnar með efnisborða sem heldur innleggi eða flat bleyju þægilega skorðuðu á sínum stað. Eftir því sem við komumst næst eru bleyjurnar frá Pisi þær fyrstu sem bjóða upp á þennan eiginleika í ullarskeljum, en þetta hefur verið vinsælt í annars konar skeljum. Bleyjurnar frá Pisi eru sérlega fallegar en á sama tíma mjög notendavænar og einfaldar í notkun.
Ullarskelin er ytra lag bleyjunnar og notast því yfir innri hluta bleyjunnar sem er rakadrægur. Vegna þess að skelin er með efnisborða að innan, þ.e. að framan og aftanverðu, er mjög þægilegt að nota innlegg eða flat bleyjur sem rakadrægni. Ekki er þörf á flóknum brotum, bara brjóta flat bleyjuna í ferhyrningslaga form sem passar inn í skelina. Einnig hægt að nota skelina yfir preflat og fitted bleyjur.
Ef nota á skelina lengi, til dæmis yfir nótt, gæti verið sniðugt að leggja ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans). Ullarlinerinn er þá lagður í lanólín líkt og ullarskelin, en linerinn eykur talsvert við vatnsfráhrindandi eiginleika skeljarinnar.
Efni
Skelin er gerð úr tveimur lögum af ull. Innra lagið er GOTS vottuð lífræn merino ull og ytra lagið er OEKO-TEX® vottuð ull sem er ofin á þann hátt að hún er teygjanleg og býður þannig upp á að lagast betur að líkama barnsins. Mikið er lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1/Small | 3-7 kg
- Stærð 2 | 6-16 kg
- Stærð 3 | 10-19 kg
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina yfir næturbleyju gæti verið gott að taka frekar stærri frekar en minni stærð.
4.590 kr
Verð per eininguVörulýsing
Ullarskeljar eru frábær lausn fyrir foreldra sem vilja hafa barnið sitt í náttúrulegum taubleyjum frá fæðingu.
Ullarskelin er notuð yfir gasbleyju eða fitted bleyju sem veita rakadrægni á meðan skelin veitir vatnsheldni. Gasbleyjur og fitted bleyjur henta einstaklega vel fyrir nýbura vegna þess hve oft og mikið þau kúka. Skipta þarf yfirleitt bara um gas- og fitted bleyjur svo lengi sem kúkur hefur ekki farið í skelina og svo er hægt að nota skelina aftur og aftur.
Við bleyjuskipti er skipt um gas- eða fitted bleyju og ullarskelin er viðruð þangað til kemur að næstu bleyjuskiptum. Við mælum með að eiga tvær 2-3 ullarskeljar til að rótera á milli bleyjuskipta.
ATH. Þessar ullarskeljar hafa ekki SIO (snap-in-one) smellur fyrir Ai2 innlegg. En það er lítið mál fyrir okkur að bæta þeim við sé óskað eftir því.
Skoða Ullarskeljar frá Puppi með SIO
Eiginleikar
Þessi bleyjuskel er saumuð úr ítalskri merino ull og er ullin ofin á þann hátt að skelin er mjög þétt en jafnframt ótrúlega þunn og mjúk.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Efni og leiðbeiningar
- Efni: 100% merino ull
- Stærðir: Nýbura (3-6,5 kg)/(6,5-14 lbs) og Mini One size (4,5 - 9,5 kg/10-21 lb)
- Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur með ullarsápu. Viðra skelina eftir hverja notkun. Sjá ullarþvottaleiðbeiningar HÉR.
- Fyrir fyrstu notkun: Setja skelina í lanólínlögur
- Vottanir: teygjur: keyptar frá GOTS- vottuðum framleiðanda(Global Organic Textile Srtandard), smellur: CPSIA
Myndbönd
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 skeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins (!).
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolini sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL.
Um merkið
Puppi er pólskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur saumað margverðlaunaðar ullarbleyjur frá árinu 2013.
Það sem gerir Puppi vörurnar einstakar er að öll efnin sem bleyjan er unnin úr eru náttúruleg og niðurbrjótanleg. Meira að segja teygjurnar eru vottaðar og unnar úr bómull og náttúrulegu gúmmíi.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.