Little lamb
Einnota renningar - Bambus PLA (100 blöð)
Auðveldaðu bleiuskiptin með einnota bambus renningum. Þeir hleypa vökva í gegnum sig inn í bleyjuna en grípa kúkinn, þannig að þegar kemur að bleiuskiptum getur þú einfaldlega tekið renninginn og hent honum í ruslið ásamt kúknum.
Auðveldir í notkun: Settu renninginn ofan á bleyjuna og þegar þú skiptir um bleyju, notar þú renninginn til að taka upp kúkinn og hendir honum í klósettið (ef hægt er). Renningarnir passa fyrir allar tegundir af fjölnota bleyjum.
Mjúkir viðkomu: Ofurmjúkt bambus PLA sem gefur mesta þægindin fyrir litla engabossann.
Umhverfisvænn valkostur: Stóri kosturinn við Bambus PLA, sem er lífplast úr bambus, er að það brotnar náttúrulega niður í umhverfinu. PLA renningar brotna niður á milli tveggja og tólf mánaða í urðunarskilyrðum.
Notkunarleiðbeiningar: Settu renninginn ofan á bleyjuna næst við húð barnsins. Eftir notkun, settu renninginn í poka og hentu honum í ruslið. Ekki sturta honum niður í klósettið! Þessir renningar kurlast upp í þvotti og er því ekki hægt að þvo og nýta aftur þó það hafi eingöngu verið pissað í bleyjuna.
Við mælum með að nota einnota renninga þegar þú ert á ferðinni fyrir þægindin, en þegar þú ert heima er umhverfisvænna að nota fjölnota flís- eða awj renninga sem þú getur þvegið og notað aftur og aftur.
1.890 kr
Verð per eininguÁætlaður afhendingartími milli janúar 18 og janúar 20.
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira
1.890 kr
Verð per einingu