1 vara
1 vara
Flokka eftir:
7.990 kr
Verð per eininguÞetta teygjulak fyrir barnarúm frá La Petite Ourse er með PUL-himnu í innra laginu sem veitir vörn gegn leka milli barnsins og dýnunnar. Ytra lag laksins er mjög mjúkt og býður upp á mikil þægindi fyrir litla barnið þitt bæði á nóttunni og í daglúrum og er algjör snilld fyrir ykkur foreldrana líka! Ef það verður pissuslys þá dugar einfaldlega að kippa lakinu af. Við mælum með að hafa alltaf hreint lak undir til að spara tíma og fyrirhöfn sérstaklega á nóttunni, og ekki verra að það sé eins lak til að hámarka vörnina.
Lakið passar líka frábærlega við mismunandi liti á sængum fyrir barnarúm. Þannig getur þú búið til þitt uppáhalds sett!
Athugið að þetta teygjulak kemur ekki í staðinn fyrir dýnuhlíf, það veitir einungis auka vörn gegn leka.
Efni og stærð
Stærð: 137 cm x 71 cm x 21 cm
Samsetning: 70% bambus, 30% bómull
Um merkið
La Petite Ourse er franskt-kanadískt taubleyjufyrirtæki sem stofnað var árið 2013 af hjónunum Agate og David. Þau höfðu það að markmiði að gera taubleyjur bæði einfaldar og aðgengilegar fyrir alla. Vörumerkið hefur notið mikilla vinsælda og verið notað af yfir þrjátíu þúsund fjölskyldum um allan heim. Það sem gerir La Petite Ourse að einstöku merki eru endingargóðar og vandaðar vörur á sanngjörnu verði. Okkar allra vinsælustu og dáðustu vörur frá LPO eru bæði vasableyjurnar og AIO bleyjur og Pail liner-inn.