Ofurmjúkt og rakadrægt nýburainnlegg úr bambus.
Passar fullkomlega í Elskbar nýburaskeljar
Þetta ferkantaða innlegg passar fullkomlega í Elskbar nýburaskelina, en það er einnig hægt að nota það sem aukainnlegg (búster) í allar tegundir taubleyja. Innleggið er 25 x 27 cm að stærð og samanstendur af þremur lögum af mjúku og ofurrakadrægu bambusfrotti, sem tryggir þægindi og hámarks rakadrægni fyrir nýburann þinn. Innleggið er brotið í þrjú lög og sett inn í Elskbar nýbura skelina, passar fullkomlega inn í hana og veitir hámarksrakadrægni. Það er einnig hægt að nota sem búster fyrir auka rakadrægni ef bleyjan þarf á meiri drægni að halda fyrir lengri ferðir eða nætur. Þetta er sama innlegg og fylgir með þegar þú kaupir Elskbar Natural nýburableyju, en kemur án smellu, sem gerir það þægilegt til notkunar í bæði nýbura skel og aðrar bleyjur eins og t.d. ullarskeljar.
Hver nýburaskel má nota í um það bil 3 bleyjuskiptingar, sem þýðir að þú ættir að hafa um þrjú Elskbar nýburainnlegg fyrir hverja skel. Ef þú ætlar að nota taubleyjur allan daginn mælum við með 8 nýburaskeljum og 24 innleggjum, svo þú hafir alltaf hreina skel og innlegg tilbúin. Nýburaleigupakkarnir okkar innihalda nánast eingöngu nýburableyjur frá Elskbar. Við mælum með að þú kynnir þér hann því það er mun hagkvæmara fyrir þig að leigja en að kaupa nýjar nýburableyjur.
Efni
85% bambus
15% polyerster
Lög: 3
Stærð:
Breidd: 25 cm
Lengd: 27 cm
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.