14 vörur
14 vörur
Flokka eftir:
Viltu hafa stjórn á óreiðunni í leikskólanum, á ferðalagi eða heima? Miðlungs blautpokinn frá Cocobutts með tveimur hólfum er fullkomin lausn fyrir þig! Hér eru nokkur atriði sem gera þennan poka að frábærum valkosti:
- Tvö hólf: Eitt hólf fyrir þurrt og hreint og annað fyrir blautt og/eða óhreint, sem gerir skipulagninguna svo miklu auðveldari.
- Rúmgóð: Tekur allt að 6 bleyjur, fullkomið fyrir bleyjuskipti og þjálfunarnærbuxur.
- Margbreytileiki: Hentar einnig fyrir sundferðir, blaut föt og aðra hluti sem þurfa að vera í einangrun.
- Umhverfisvænt: Engin BPA, falöt eða blý; þú getur verið viss um að vörurnar séu öruggar fyrir þig og börnin þín.
- PCP vottun: Gæði tryggð með vottun sem veitir þér hugarró
Stærð: 30cm x 36cm – hentar vel í skiptitöskuna eða dagspokann.
Þekkirðu einhvern vill leggja sitt af mörkum til umhverfisins í foreldrahlutverkinu? Gjafabréf Cocobutts er þá tilvalin gjöf og gildir í netverslun, verslun og taubleyjuleigu og hentar einstaklega vel fyrir sængurlegugjafir, barnasturtur, skírnargjafir og aðrar tækifærisgjafir sem tengjast ungabörnum.
Veldu þína upphæð og gefðu gjöf sem styður við eiturefnalaust og umhverfisvænt upphaf.
Frí heimsending í bréfpósti fylgir öllum áþreifanlegum gjafabréfum! Láttu okkur vita í skilaboðum með pöntuninni hvort við skrifum á gjafabréfið fyrir þig!
Dagspakki fyrir fjölnota lífsstíl!
Grunnpakki Cocobutts er hugsaður sem fullkominn dagspakki af frábærum vasableyjum, og inniheldur nóg af bleyjum fyrir einn dag. Þessi pakki er tilvalinn fyrir þá sem vilja prófa taubleyjur í fyrsta sinn eða bæta við núverandi bleyjubirgðir.
Pakkinn inniheldur:
- 4x AWJ vasableyjur frá Alva Baby með einu bambus innleggi
- Þægilegar og einfaldar vasableyjur með Athletic Wicking Jersey (AWJ) innra lagi sem heldur húð barnsins þurrri. Vasableyjurnar frá Alva Baby eru elskaðar af taubleyjuforeldrum á Íslandi og um heim allan vegna þess að þær eru frábærlega sniðnar, eru ótrúlega endingagóðar og mjög hagkvæmar.
- Henta börnum frá 3,5–15 kg.
2x Vasableyjur frá Little Lamb eru einfaldar í notkun, rakadrægar og einstaklega rúmar og liprar. Þær eru hannaðar til að vaxa með barninu og henta frá 4–16 kg og jafnvel aðeins lengur. Þetta eru persónulega með okkar uppáhalds vasableyjum og eru alltaf á meðal þeirra fyrstu sem við veljum sjálfar í taubleyju safninu okkar.
- Passa börnum frá 4–16 kg
1x Einnota renningar úr lífrænu lífplasti
- Mjúkir og umhverfisvænir renningar sem grípa kúk en hleypa þvaginu í gegn. Algjör nauðsyn fyrir alla sem nota taubleyjur.
2x Hemp bústerar – 2 lög
- Einstaklega þunnir og rakadrægir hemp bústerar sem þú getur brotið saman eða lagt flatt undir eða utan um annað innlegg til að auka við rakadrægnina. Tilvalið fyrir langa lúra eða í ferðalög.
1x Cocobutts tveggja hólfa blautpoki í miðlungsstærð
- Vatnsheldur blautpoki með tveimur hólfum til að geyma hreinar og notaðar bleyjur aðskildar. Fullkominn fyrir daglega notkun eða í ferðalög.
Af hverju að velja Grunnpakka Cocobutts?
Dagleg notkun: Þessi pakki inniheldur allt sem þú þarft fyrir einn dag af fjölnota bleyjunotkun.
Einfalt og hagkvæmt: Fullkomið fyrir byrjendur sem vilja prófa taubleyjur án þess að flækja hlutina.
Vinsælustu bleyjurnar: Þú færð blöndu af vinsælum vasableyjum frá Alva Baby og Little Lamb sem eru bæði þægilegar og áreiðanlegar.
Skipulag og þægindi: Tveggja hólfa blautpokinn gerir geymslu og umhirðu bleyjanna einfaldari.
Umhverfisvænt og hagkvæmt: Hver taubleyja forðar um 700 einnota bleyjum úr urðun og sparar þér um 30.000 krónur í peningum.
Lykileiginleikar:
Einföld notkun: Vasableyjur með stillanlegri hönnun sem vaxa með barninu.
Rakadrægni: Hágæða innlegg og bústerar sem tryggja að barnið sér þurrt og líði vel.
Hentug lausn: Fullkomið fyrir daglega notkun heima eða á ferðinni.
Grunnpakki Cocobutts er frábær leið til að hefja fjölnota lífsstíl og tryggja umhverfisvænni framtíð – einn dag í einu! 🌿
Að byrja koppaþjálfun er stórt skref í lífi barnsins – og þjálfunarnærbuxur eru lykilatriði til að gera þetta ferli auðveldara og árangursríkara. Með koppaþjálfunarpakkanum getur þú valið 3 þjálfunarnærbuxur að eigin vali úr fjölbreyttu úrvali hágæða vara sem passa bæði þarfir barnsins og fjölskyldunnar. Cocobutts blautpoki með tvöföldu hólfi fylgir öllum koppaþjálfunarpökkum.
Af hverju þjálfunarnærbuxur?
Þjálfunarnærbuxur hjálpa börnum að tengja vætu við líkamlegar þarfir sínar og auka sjálfstæði með því að gera þeim kleift að toga nærbuxurnar auðveldlega upp og niður. Þær veita á sama tíma smá vörn gegn slysum, svo fötin haldist þurr, án þess að trufla ferlið.
Veldu úr eftirfarandi valkostum:
Alva Baby One size – Fallegar nærbuxur með bambus innra lagi og vatnsheldu PUL ytra lagi. Þær henta börnum frá 10–16 kg og eru tilvaldar fyrir fyrstu skrefin í koppaþjálfun.
Alva baby 2T og 3T - Fallegar nærbuxur með bómull sem innra og ytra lag og PUL sem milli lag. Þessar eru fullkomnar fyrir þá sem vilja sjá þegar slys hafa orðið því þær blotna meðfram lærum barnsins án þess að allt annað rennblotni.
Bare and Boho – Lífrænar bómullarnærbuxur með smellum fyrir auðveldari notkun. Henta vel fyrir börn á bilinu 15–20 kg.
Little Lamb – Rakadrægar nærbuxur úr hampi og bómull, með fjölbreyttum stærðum allt upp í 28 kg. Fullkomnar fyrir löngu bíltúra eða lúra þegar þú vilt tryggja að fötin haldist þurr.
Pakkinn inniheldur einnig:
1x Miðlungs Cocobutts blautpoki með tveimur hólfum – Fullkominn fyrir koppaþjálfunina, með tveimur aðskildum hólfum til að geyma bæði hrein og skítug föt. Fullkomið fyrir leikskólann eða í ferðalögin! Pokinn nýtist einnig áfram sem t.d. sundpoki eða bara undir hvað sem er sem þú myndir annars nota plastpoka fyrir.
Af hverju að velja fjölnota lausn í stað einnota í koppaþjálfun?
Eykur skynvitund barnsins og flýtir fyrir árangri í koppaþjálfun.
Umhverfisvæn lausn sem minnkar sóun.
Hagkvæmari kostur sem sparar þér peninga til lengri tíma.
Veldu fjölnota – fyrir barnið þitt, budduna og jörðina!
Frábærir blautpokar fyrir heimilið, skiptitöskuna og leikskólann! Þessir litlu blautpokar með einu hólfi eru fullkomnir fyrir að geyma allt sem þú þarft, hvort sem er:
- Bleyjur
- Blautar buxur og sokka
- Blaut sundföt
- Undir snyrtidót
- Sem pennaveski
Með þægilegri stærð að 20cm x 25cm er pokinn góð lausn fyrir margar af þínum daglegu þörfum. Auk þess er blautpokinn:
- PCP vottaður
- Engin BPA, falöt, eða blý

Vissir þú að flest börn eru tilbúin að hefja klósett og koppaþjálfun á bilinu 18 mánaða til þriggja ára? Það sparar ekki eingöngu pening að sleppa endalaus bleyjukaup hefur getur þetta ferli verið bæði skemmtilegt og einstaklega valdeflandi fyrir barnið. Lestu allt um koppaþjálfun hér
Kauptu tvær þjálfunarnærbuxur að eigin vali og fáðu þriðju frítt!
Veljið tvö pör af þjálfunarnærbuxum úr eftirfarandi valmöguleikum:
- One size þjálfunarnærbuxur frá Alva baby með bambusfóðrun og PUL ytra lagi og passa börnum frá c.a. 10-16kg
- Þjálfunarnærbuxur frá Little Lamb og með PUL ytra lagi og rakadrægu hemp/bómullar innra lagi og koma í fjórum stærðum frá 9-28kg
Veljið þjálfunarnærbuxur frá Alva baby úr bómull með PUL milli lagi í stærð 2T eða 3T frítt.
Afhverju klósettþjálfun?
- Þjálfa barnið í að finna hvenær það þarf á klósettið
- Veita tilfinningu svipaða venjulegum nærbuxum
- Draga úr slysum á leiðinni í klósettið
- Endurnýtanlegar og umhverfisvænar
📅 Tilboðið gildir aðeins í mars!
💚 Gefðu barninu bestu byrjunina í klósettþjálfun með mjúkum, þægilegum og rakadrægum þjálfunarnærbuxum!
Hafðu það notalegt og passaðu upp á heilsuna á meðan blæðingarnar eru í gangi með Náttúrulega tíðapakkanum okkar. Veldu þér þrjár fjölnota tíðavörur að eigin vali og fáðu blautpoka frítt með.
KAUPAUKI1x Lítill Cocobutts blautpoki – Fullkominn til að geyma fjölnota bindi á ferðinni. Þægilegur og vatnsheldur til að einfalda daginn þinn.
Af hverju fjölnota vörur?
- Þægileg, mjúk og hönnuð með heilbrigði í huga.
- Minni sóun og minni urðun einnota tíðavara, sem stuðlar að hreinni jörð.
- Umhverfisvæn hönnun úr hágæða náttúrulegum efnum sem anda vel og bjóða upp á einstaka vellíðan.
Skapaðu þér þægilegt og sjálfbært líf með Náttúrulega tíðapakkanum – Cocobutts blautpokinn fylgir með!
Af hverju ætti að velja ullarbleyjur og Ai2 kerfið?
Ullarbleyjur:
Ull er náttúrulegt efni sem andar einstaklega vel og hentar fullkomlega fyrir viðkvæma húð barna. Ullin hefur einstaka eiginleika sem gera hana vatnsfráhrindandi og bakteríudrepandi, sem þýðir að þú þarft ekki að þvo ullarbleyjur eftir hverja notkun – láttu þær bara lofta! Þetta sparar bæði tíma og orku og stuðlar að sjálfbærari lífsstíl. Ullarbleyjur henta sérstaklega vel fyrir bæði dag- og næturnotkun, þar sem þær veita betri öndun og draga úr hættu á rakamyndun í húð
AI2 kerfið (Allt-í-tvennu):
AI2 kerfið er einfalt, sveigjanlegt og hentar vel fyrir fjölskyldur sem vilja þægilegan og hagkvæman kost. Ullarskelin er notuð aftur og aftur svo lengi sem það kemur ekki kúkur í hana, og þú einfaldlega skiptir um innlegg eftir þörfum. Þetta þýðir minna þvottamagn og betri nýtingu á vörunni. Með Ai2 getur þú valið á milli mismunandi innleggsvalkosta, eins og bambus, hamp eða bómull, allt eftir þörfum barnsins. Ef það kemur kúkur í skelina er nóg að blettaþvo hana.
Saman mynda ullarbleyjur og AI2 kerfið fullkomið val fyrir foreldra sem vilja hagkvæmni, þægindi og umhverfisvænan lífsstíl – allt án þess að fórna þægindum barnsins. 🌱
Helstu kostir AI2 kerfisins:
- Færri skeljar: Þú þarft aðeins 2-3 skeljar fyrir daginn og getur notað þær aftur og aftur með nýjum innleggjum.
- Minni þvottur: Skeljarnar þværðu aðeins þegar þær verða óhreinar eða illa lyktandi, en innleggin þværðu eftir hverja notkun.
- Snap-in-One kerfi: Mörg innlegg eru með smellum sem tryggja að þau haldist á sínum stað í skeljunum.
- Sveigjanleiki: Þú getur blandað saman innleggjum, eftir þörfum fjölskyldunnar.
- Hagkvæmt og einfalt: Einfalt að skipta út innleggjum án þess að þvo skelina í hvert skipti.
Hvað er innifalið í þessum pakka?
- A.m.k. ein ullarskel að eigin vali sem henta þínum þörfum og barni þínu.
- A.m.k 3x innlegg að eigin vali
- KAUPAUKI - Lanolín lausn með ilm að eigin vali
Ullarskeljarnar sem þú getur valið úr:
Ullarskeljar frá Pisi
- Tvö lög af GOTS- og OEKO-TEX vottaðri ull, með efnisborðum að innan sem halda innleggjum á sínum stað.
- Stærðir: 2 (6-16 kg), 3 (10-19 kg).
- Þarf lanolín meðferð fyrir vatnsheldni.
Ullarskeljar frá Puppi
- Snap-in-One skeljar úr ítalskri merino ull.
- Stærðir: OS (6-15 kg) og OS+ (9-18 kg).
- Þarf lanolín meðferð fyrir vatnsheldni.
Innleggin í boði:
Bambus innlegg frá Bare and Boho
- 5 lög af bambus-bómullarfleece með „stay-dry“ microfleece.
- Snap-in-One smellur halda innleggjunum á sínum stað.
Hemp innlegg frá Bare and Boho
- Lífræn hamp-bómullarblanda með snap-in-One smellum fyrir aukna stöðugleika.
Flatar bleyjur úr muslin frá Pisi
- Lífræn bómull, einföld í notkun og þorna hratt. Henta fyrir alla skeljar.
- Það þarf að loka flötum bleyjum með snappi eða nælum.
Fitted bleyjur frá Pisi
- Lífræn bómull með vasa fyrir auka rakadrægni.
- Henta vel undir ullarskeljar og veita framúrskarandi lekavörn.
- Fliparnir eru nógu breiðir til að sleppa snappi eða nælum en það má nota lokun með ef þú vilt að bleyjurnar haggist ekki.
Hvernig set ég saman minn pakka?
- Veldu 2-4 ullarskeljar að eigin vali.
- Veldu 1+ lanolín lausn að eigin vali.
- Veldu 8+ innlegg að eigin vali og fáðu 20% afslátt.
- Kláraðu kaupin og Cocobutts blautpoki fylgir frítt með
Náttúrulegi ullarpakkinn – Sveigjanlegt kerfi fyrir einfalda, skilvirka og hagkvæma taubleyjunotkun.
Ert þú og fjölskyldan að íhuga að skipta yfir í taubleyjur en eruð ekki viss hvar og hvernig eigi að byrja? Eða kannski eruð þið þegar byrjuð en viljið fá dýpri innsýn og læra meira? Þá er þetta námskeið fyrir ykkur!
Hvað lærið þið?
Á þessu hnitmiðaða 50 mínútna netnámskeiði förum við yfir allt sem þið þurfið til að geta byrjað af öryggi með fjölnota bleyjur fyrir barnið ykkar. Við förum yfir:
- Ávinning taubleyja fyrir umhverfi, heilsu og sparnað.
- Mismunandi bleyjutýpur og efni, þar á meðal vasableyjur, AI2, AIO og næturkerfi.
- Hvernig á að setja upp og viðhalda þvottarútínu sem tryggir hreinar og öruggar bleyjur.
- Heilræði fyrir byrjendur og svör við algengum spurningum.
Fyrir hvern er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir öll sem vilja fræðast um taubleyjur og fá innsýn í hvernig það er að nota þær í íslenskum heimilisaðstæðum. Hvort sem þið eruð byrjendur eða reynslumikil, þá er markmið okkar að gera ykkur kleift að nota fjölnota bleyjur af öryggi og ánægju.
Þið fáið einnig:
- Aðgang að fræðsluefni og persónulegri ráðgjöf í gegnum Cocobutts.
- Afslátt af byrjendapökkum
- Tækifæri til að vera hluti af samfélagi foreldra sem hafa valið taubleyjur, þar sem þið getið deilt reynslu og fengið stuðning.
Fáið sjálfstraust og þekkingu til að taka þátt í grænu byltingunni með fjölnota bleyjum! Skráið ykkur núna og njótið þess að taka fyrsta skrefið í átt að umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl.
Við bjóðum þér að prófa taubleyjur á einfaldan hátt með nýburableyjupakkanum – skref í átt að sjálfbærni og vellíðan fyrir barnið.
Nýburableyjuleigan okkar er hagkvæm og umhverfisvæn leið til að nota taubleyjur frá fyrstu dögum barnsins.
Nýburableyjupakkarnir okkar eru í boði um allt land, og þú greiðir aðeins sendingarkostnað aukalega. Við sendum þér leiðbeiningar varðandi endursendingu með afhendingu pakkans og áminningu þegar líður að skilum. Þú færð einnig rafrænan leiðbeiningarbækling með hagnýtum upplýsingum við bókun.
Pakkarnir eru alltaf nýlegir og í topp standi. Við endurnýjum skeljar, innlegg og aukahluti sem sýna áberandi slit. Þannig tryggjum við að pakkarnir séu alltaf í góðu ástandi til að tryggja eins góða reynslu og best verður á kosið.
Allt sem þú þarft til að byrja með taubleyjur!
Startpakki Cocobutts er hannaður til að gera upphafið með taubleyjur auðvelt, hagkvæmt og skemmtilegt. Pakkinn inniheldur úrval vinsælustu vasableyjanna ásamt nauðsynlegum fylgihlutum fyrir fjölnota lífsstílinn – þar á meðal tvo blautpoka sem auðvelda geymslu og umhirðu.
Pakkinn inniheldur:
- 8x AWJ vasableyjur frá Alva Baby með bambus innleggi
Fjölhæfar og hagkvæmar vasableyjur með Athletic Wicking Jersey (AWJ) innra lagi sem heldur viðkvæmri húð barnsins þurri. - Passa börnum frá 3,5–15 kg með stillanlegri one-size hönnun.
2x Lúxus vasableyjur frá Poppets Baby með tveimur súper innleggjum
- Nettar og mjúkar bleyjur með flís innra lagi
- Tvö innlegg: eitt úr bambus og lífrænni bómull, og annað úr hampblöndu.
- Opnar í báða enda fyrir þægilega innsetningu og fjarlægingu innleggs.
- Passa börnum frá 3,5kg - 16kg
2x vasableyjur frá La Petite Ourse með tveimur bambus innleggjum
- Endingargóðar bleyjur með tveimur bambusinnleggjum og suede
- Framleiddar úr endurunnum plastefnum með CPSIA vottun.
- Henta börnum frá 5–16 kg.
1x Einnota renningar úr lífrænu lífplasti
- Mjúkir og umhverfisvænir renningar sem grípa kúk en hleypa þvagi í gegn. Algjör leikbreytir í taubleyjulífinu!
4x Bambus bústerar frá Alva Baby
- Frábærir bústerar sem auka rakadrægnina í bleyjunum fyrir löngu lúrana eða ferðalögin.
KAUPAUKAR
1x Stór Cocobutts tveggja hólfa blautpoki
- Fullkominn fyrir daglega notkun – geymir hreinar og notaðar bleyjur í aðskildum hólfum. Fullkomið fyrir ferðalög eða dagvistun.
1x XL blautpoki – Pail Liner með rennilás á botni
- Stór, vatnsheldur og lyktarheldur poki með rennilás á botni fyrir sem auðveldar þér taubleyjuþvottinn til muna.
- Hentar fullkomlega til að geyma bleyjur fyrir þvott.
Af hverju að velja Startpakka Cocobutts?
Vinsælustu bleyjurnar: Vasableyjur sem eru uppáhalds meðal Cocobutts viðskiptavina og okkar sjálfra.
Fullkomið fyrir byrjendur: Inniheldur allt sem þú þarft til að byrja á fjölnota ferðalaginu.
Umhverfisvænt og hagkvæmt: Hver taubleyja forðar um 700 einnota bleyjum úr urðun og sparar þér um 30.000 krónur í peningum.
Þægilegt og vel skipulagt: Með tveimur mismunandi blautpokum er auðvelt að halda skipulagi og sjá um notaðar bleyjur.
Lykileiginleikar:
Einföld notkun: Settu innlegg í vasa og bleyjan er tilbúin.
Sveigjanleiki: Bústerar og innlegg fyrir mismunandi þarfir.
Skipulag: Aðskildar lausnir fyrir daglega notkun og geymslu fyrir þvott.
Tryggðu þér Startpakka Cocobutts í dag og njóttu alls þess besta sem fjölnota lífsstíllinn hefur upp á að bjóða! 🌿
Taubleyjulánspakkinn er fullkominn fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í taui. Þú færð tækifæri til að prófa mismunandi kerfi og vörumerki sem Cocobutts býður upp á áður en þú fjárfestir í taubleyjum. Pakkinn er gjaldfrjáls, og þú greiðir aðeins fyrir sendingakostnað.
Þegar þú leigir pakkann færðu rafrænan leiðbeiningabækling í tölvupósti, QR kóða á pakkanum og tékklista yfir innihaldið. Pakkinn er í boði um allt land, en sendingarkostnaður er greiddur af leigutaka.
Hvað er í pakkanum?
One Size taubleyjur
- AIO frá Elskbar + bambus innleggjatunga og búster
-
Vasableyjur:
- 2x Alva Baby með AWJ innra lagi + 4ra laga bambusblandað innlegg
- 2x Little Lamb með microflís innra lagi + 2x 3ja laga bambus innlegg
- Fitted bleyja frá Alva Baby
- Ai2 „Cover all“ skel frá Elskbar
Innlegg
- 3ja laga bambus innlegg frá Alva Baby
- Trifold úr hreinum bambus frá Little Lamb
- Hemp búster frá Little Lamb
- Trifold frá Elskbar
- Innleggjasett frá Elskbar
Aukahlutir
-
Blautpokar:
- Lítill með tveimur hólfum frá Little Lamb
- Stór með tveimur hólfum frá Little Lamb
- 5x fjölnota bambusþurrkur frá Little Lamb
- 5x fjölnota bambus terry þurrkur frá Poppets Baby
Hvernig virkar þetta?
- Veldu upphafsdagssetningu á dagatalinu á síðunni. Rauðar dagssetningar þýða að pakkinn er frátekinn.
- Dagatalið tekur sjálfkrafa frá næstu 14 daga.
- Þegar þú hefur gengið frá pöntun færðu leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun taubleyjanna í tölvupósti.
Verð og skilmálar
- Pakkinn er gjaldfrjáls, en sendingarkostnaður er greiddur af leigutaka.
- Með bókun samþykkir þú leiguskilmála Cocobutts.
Nýttu þetta einstaka tækifæri til að prófa fjölnota taubleyjur og læra um hvernig þær henta fyrir fjölskylduna þína!
Persónulegur næturpakki - sérsniðinn að þínu barni!
Við vitum hversu mikilvægt það er að tryggja góðan nætursvefn fyrir litla ofurpissara og höfum því sett saman þetta sérsniðna kerfi fyrir þig. Ullarnæturpakkinn er að okkar mati rakadrægasta næturkerfi sem völ er á, hvort sem þú ert með ofurpissara eða barnið þitt er einfaldlega í leit að þægilegri næturlausn! Nú getur þú sett saman þinn eigin pakka með valmöguleikum sem henta best þér og barninu þínu.
Af hverju ull og fitted bleyjur?
Ull er frábært efni fyrir næturbleyjur, þar sem hún býður upp á einstakt loftflæði, viðheldur réttu hitastigi og dregur í sig raka án þess að leka. Í ullarbuxum með fitted bleyjum fær barnið þitt þægindi og þurrk í allt að 12 klukkustundir, sem er algjört lykilatriði fyrir góðan nætursvefn.
Svona virkar pakkinn:
- Veldu ullarbuxur
Byrjaðu á að velja ullarbuxur frá Disana í þeirri stærð sem barnið þitt er í eða er að fara að vaxa í. Stærð fyrir ofan núverandi hentar vel og dugar lengur. Þú getur einnig valið litinn sem þú vilt, eða við veljum fallegan lit fyrir þig ef ekkert er tekið fram.
-
Veldu 2-4 fitted bleyjur
Þú getur valið blöndu af AWJ næturbleyjum frá Alva Baby og frá Little Lamb. Hvort sem þú kýst gráan eða hvítan saum frá Alva Baby eða bambus bleyjurnar frá Little Lamb, þá er auðvelt að sérsníða pakkann þinn.
-
Viðbót: Umhirða fyrir ull
Veldu Lanólínlausn sem fylgir með í kaupbæti
- Lanólínmolar
- Viðhaldssprey fyrir ull
- Sápustykki fyrir ull
Þessar vörur eru ómissandi fyrir alla sem nota ullartau og gera viðhald þeirra einfalt og áhrifaríkt.
Nánar um vörurnar í pakkanum:
Ullarbuxur frá Disana
Þessar pull-up ullarbuxur úr 100% lífrænni merino ull bjóða upp á fullkomna vatnshelda „skel“ yfir bleyjusvæði barnsins. Þær eru teygjanlegar, anda vel og halda hita jafnvel þegar þær blotna.
AWJ Fitted næturbleyjur frá Alva Baby
Bleyjur með innsaumuðum 3ja laga bambusinnleggjum sem eru mjög rakadræg og henta sérstaklega vel ofurpissurum. Þær eru stay-dry, svo barnið þitt finnur ekki fyrir vætu næst húðinni.
Fitted bleyjur frá Little Lamb
Rakadrægar bambus/viscose bleyjur sem bjóða upp á valmöguleika fyrir meiri þurrk og lengri notkunartíma.
Ullin – Náttúruleg snilld
Ull hrindir frá sér bakteríum og þarf sjaldan að þvo. Hún dregur í sig raka án þess að leka og tryggir að börn hvorki svitni né verði köld, jafnvel þótt bleyjan sé blaut.
Hámarkaðu svefninn – Þægilegt fyrir barnið, auðvelt fyrir þig!
Þessi pakki er allt sem þú þarft til að annast litla bossann á sjálfbæran og náttúrulegan hátt. Þú veldur a.m.k. tvo pakka af fjölnota þurrkum að eigin vali og færð aukahlutina með sérafslætti – allt í hæsta gæðaflokki. Með öllum þurrkupökkum fylgir frír Cocobutts blautpoki með einu hólfi.
- Veldu a.m.k. 1-2 pakka af fjölnota þurrkum, blautþurrkubox frá Poppets baby að eigin vali og næringarlausn fyrir fjölnota þurrkur
- Veldu lítinn Cocobutts blautpoka í lit að eigin vali
Af hverju velja þennan pakka?
- Sjálfbært og umhverfisvænt – Minnkar sóun og stuðlar að sjálfbærum lífsstíl.
- Mjúkar og náttúrulegar lausnir – Fyrir viðkvæma húð barnsins án skaðlegra aukaefna.
- Hagkvæmur og fjölnota – Sparar peninga og býður upp á fjölbreytta notkun.
Veldu náttúrulega umhyggju – fyrir barnið þitt, budduna og jörðina!