28 vörur
28 vörur
Flokka eftir:
5.990 kr
Verð per eininguVörulýsing
Vasableyjan frá Poppets passar börnum frá 3,5-16kg og er ótrúlega falleg og gæðaleg bleyja. Hún er nett í sniðinu, opin í báða enda og með henni fylgja tvö innlegg, eitt hemp innlegg/búster og ein innleggjatunga úr bambus og lífrænum bómull.
Eiginleikar
Innlegg
Tvö innlegg fylgja öllum vasableyjum frá Poppets baby
Sporðlaga innleggjatunga
52cm langt innlegg úr 100% lífrænni bómull ytra lag og þrjú lög af bambus innra lagi sem gefur 5 lög af súper rakadrægni
Brjóttu innleggið saman í tvennt og eða jafnvel þrennt of stilltu rakadrægnina þar sem álagið er mest. Þannig geturðu fengið allt að 15 lög af súper rakadrægni tilvalið fyrir ofurpissara.
Hemp innlegg
Fjögurra laga hemp/bómullarblandað innlegg sem er hannað til að passa fullkomlega í bleyjuna í minni stærðarstillingum. Fullkomið fyrir nýbura sem pissa oft en lítið í einu. Þegar barnið stækkar er hægt að nota hemp innleggið sem búster með innleggjatungunni og fáðu gífurlega rakadræga bleyju fyrir ofurpissara.
Efni
Skel - 100% Polyester TPU
Innra lag- 100% Microflís
„Fishtail“ Innlegg
Ytri lög 100% GOTS vottaður lífrænn bómull
Innri lög: Þrjú lög af bambus og polyester (80/20)
Hemp Insert
Fjögurra laga hemp og bómullarblanda (55/45)
Þvottur og umhirða
Hefðbundinn taubleyjuþvottur. Sjá blogg Einföld þvottarútína til viðmiðunar.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Taubleyjulánspakkinn er fullkominn fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í taui. Þú færð tækifæri til að prófa mismunandi kerfi og vörumerki sem Cocobutts býður upp á áður en þú fjárfestir í taubleyjum. Pakkinn er gjaldfrjáls, og þú greiðir aðeins fyrir sendingakostnað.
Þegar þú leigir pakkann færðu rafrænan leiðbeiningabækling í tölvupósti, QR kóða á pakkanum og tékklista yfir innihaldið. Pakkinn er í boði um allt land, en sendingarkostnaður er greiddur af leigutaka.
Hvað er í pakkanum?
One Size taubleyjur
- AIO frá La Petite Ourse + auka búster
- AIO frá Elskbar + bambus innleggjatunga og búster
- Ai2 Flexi Cover frá Bare and Boho
- Ai2 Soft Cover frá Bare and Boho + 4ra laga bambus innlegg og búster
-
Vasableyjur:
- Alva Baby með suede innra lagi + 4ra laga bambusblandað innlegg
- Alva Baby með AWJ innra lagi + 4ra laga bambusblandað innlegg
- Little Lamb með microflís innra lagi + 2x 3ja laga bambus innlegg
- Ai2 skel frá Alva Baby
- Fitted bleyja frá Alva Baby
- Ai2 „Cover all“ skel frá Elskbar
Innlegg
- 3ja laga bambus innlegg frá Alva Baby
- Trifold úr hreinum bambus frá Little Lamb
- 3x 4ra laga bambus innlegg frá Bare and Boho
- 2x hemp innlegg frá Bare and Boho
- Trifold frá Bare and Boho
- Hemp búster frá Little Lamb
- Flísrenningar frá Little Lamb (1x stærð 1 og 1x stærð 2)
Aukahlutir
-
Blautpokar:
- Lítill með tveimur hólfum frá Little Lamb
- Stór með tveimur hólfum frá Little Lamb
- 5x fjölnota bambusþurrkur frá Little Lamb
- 5x fjölnota bambus terry þurrkur frá Poppets Baby
Hvernig virkar þetta?
- Veldu upphafsdagssetningu á dagatalinu á síðunni. Rauðar dagssetningar þýða að pakkinn er frátekinn.
- Dagatalið tekur sjálfkrafa frá næstu 14 daga.
- Þegar þú hefur gengið frá pöntun færðu leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun taubleyjanna í tölvupósti.
Verð og skilmálar
- Pakkinn er gjaldfrjáls, en sendingarkostnaður er greiddur af leigutaka.
- Með bókun samþykkir þú leiguskilmála Cocobutts.
Nýttu þetta einstaka tækifæri til að prófa fjölnota taubleyjur og læra um hvernig þær henta fyrir fjölskylduna þína!
Cover All mun einfalda þér lífið. Kostirnir eru skýrir; minni þvottur, styttri þurrktími og ódýrara en önnur taubleyjukerfi.
Ný og endurbætt útgáfa
Elskbar hlustar statt og stöðugt eftir endurgjöf viðskiptavina sinna og vegna frábærra endurgjafa hefur Elskbar endurbætt frábæru Cover All skelina til að gera hana enn betri. Nú er Cover All rúmbetri, nær betur utan um formaðar bleyjur preflats og passar barninu í lengri tíma. Hér eru endurbæturnar:
- Lengri teygjur við lærin
- Breiðari vængir
- Breiðari yfir rassinn
- Lengri teygja á innri flipa aftan til
Hin fullkomna skel
Cover All er engin venjuleg bleyjuskel. Hún er vel úthugsuð og vandlega hönnuð með hjálp bæði reyndra notenda taubleyja og byrjenda frá öllum heimshornum. Hún hefur verið prófuð og leiðrétt nokkrum sinnum og hefur orðið að því sem margir vilja meina að hún sé hin fullkomna skel. Skel er vatnsheldur ytri hluti taubleyju. Skelina þarf ekki að þvo eftir hverja notkun. Þú smellir einfaldlega notuðu innleggi úr skelinni og setur nýtt innlegg í, og setur svo bleyjuna aftur á barnið þitt. Skelina má nota allt að þrisvar sinnum og þarf aðeins að þvo hana þegar hún verður óhrein eða byrjar að lykta af þvagi. Þetta er virkilega snjallt og mjög hagkvæmt kerfi. Kosturinn er sá að skelin verður minna fyrir sliti við þvott og eykur þannig endingu hennar verulega. Þurrktíminn er stuttur þar sem engin rakadræg efni eru saumuð inn í skelina.
Cover All er one size (einnar stærðar) og passar börnum frá u.þ.b. 6 kg til 16 kg. Á framhliðinni eru fjórar raðir af smellum sem eru notaðar til að stilla lengd bleyjunnar og þar með stærðina. Mittisparturinn hefur tvær raðir af smellum sem bjóða upp á fjölmarga möguleika til að laga bleyjuna að barninu þínu. Vængirnir eru mjúkir og teygjanlegir og passar virkilega vel um mittið. Innan á skelinni eru flipar bæði að framan og aftan sem halda innleggjum á sínum stað og virka sem auka vörn gegn kúkasprengjum. Fliparnir eru úr pólýester án TPU-lamineringar og eru því mjúkir og þunnir.
Innlegg
Engin innlegg fylgja þessari skel. Við mælum með Elskbar innleggjasettunum og Elskbar prefoldinu, ásamt hinum sívinsælu hemp eða bambus innleggjum frá Bare and Boho sem smell passa einnig í þessa skel. Annars er hægt að nota nánast hvaða innlegg sem er í þessa skel, flatar bleyjur, fitted bleyjur, preflats og prefolds. Möguleikarnir eru endalausir. Sjá öll Ai2 innlegg.
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Vörulýsing
Vandaðar fjölnota þurrkur í fullkominni stærð úr mjúku bambus terry. Koma 10 saman í pakka. Fullkomnar fyrir litla bossa, hendur og andlit og til að bústa bleyjur!
Bleyttu þurrkurnar með ilmmolunum frá Poppets og litli bossinn mun ilma eins og blóm í haga án allra eitur og aukaefna.
Efni og stærð
Tvöfaldur bambus 20cm x 20cm
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
HEAVY FLOW Túrnærbuxurnar frá Elskbar eru frábærar fyrir fyrstu dagana af blæðingum, fyrir næturvaktina eða í úthreinsun á sængurlegunni. Þær ná hátt upp og eru einstaklega mjúkar og einfaldar - þér á eftir að líða eins og einhver sé að gefa þér risastórt knús utanum fallega blæðandi líkamann þinn!
Túrnærbuxurnar eru hannaðar með mikilli ást og væntumþykju í Danmörku þar sem hugsað er út í hvert einasta smáatriði. Nærbuxurnar eru úr hágæða TENCEL™ sem unnið er úr náttúrulegum trefjum og rakadrægi parturinn er úr tvöföldum bambus terry og yrsti parturinn er úr dúnmjúkur bambus velúr. Einnig er að finna vatnshelt millilag sem sem kemur í veg fyrir að vökvi smitist í fötin. Engin gerviefni er að finna upp við húð né viðkæmasta svæðið.
Stærðartafla
Afhverju að velja fjölnota?
Vissir þú að meðal kona notar u.þ.b. 14.000 einnota tíðavörur í lífi sínu? Þessar vörur eru bæði skaðlegar náttúrunni, hafa neikvæð áhrif á fjárhaginn og heilsuna.
Elskbar tíða- og lekanærbuxurnar eru eins og uppáhalds nærbuxurnar þínar, nema þær eru rakadrægar og knúsa þig extra fast þegar þú virkilega þarft á þeim að halda. Þú munt aldrei horfa til baka þegar þú hefur prófað fjölnota tíða- og lekavörur.
Fjölnota tíðanærbuxur og bindi er hægt að nota aftur og aftur, sem verndar jörðina og veskið þitt!
Afhverju að velja tíðavörur frá Elskbar?
Við persónulega elskum Elskbar vegna þess að það fer ekki á milli mála hvar ástríðan þeirra liggur. Hér hafa þau sett fókus á mæður með túrnærbuxum sem við höfum öll beðið eftir. Þau vilja að konur líði fallegum og elskaðar á meðan þær eru á blæðingum og því eru aðeins gæðainnihaldsefni notuð.
Innihaldsefni
Innihaldsefnin hafa verið valin vandlega af ást og umhyggju með það markmið að tryggja bestu þægindi sem völ er á. Efnið á nærbuxunum er úr umhverfisvænu og silkimjúku TENCEL™ sem er búið til úr viðamassa. Þyrsti parturinn er úr mjúku bambus velúr. Húðin mun getað andað án þess að einhver lykt safnist og án þess að þú munir finna fyrir kláða. Teygjurnar eru mjúkar og hannaðar þannig að engin för myndast. Til þess að einfalda þetta ; þetta eru túrnærbuxurnar sem líkaminn þinn á skilið á þessu kröftuga tímabili í mánuðinum!
Ertu ný í fjölnota tíðarbrókum?
Það eru háar likur á því að þú eigir eftir að elska fjölnota túrnærbuxur svo mikið að þú eigir eftir að segja skilið við einnota vörur fyrir fullt og allt! Að sjálfsögðu er aðlögunartímabil en þú átt örugglega eftir að vera seld á hugmyndina strax eftir fyrstu dagana af notkun. Við mælum með að nota túrnærbuxurnar aðeins heima fyrir svona fyrst um sinn þegar þú ert að venjast þeim.
Stuttar notkunarleiðbeiningar
Notaðu túrnærbuxurnar alveg eins og venjulegar nærbuxur. Innra lagið mun hjálpa þér að fylgjast með blæðingunum þínum.
Þegar þér líður eins og nærbuxurnar séu að verða svolítið þungar eða þegar þú sérð að blóð sé að nálgast ytri teygjur, þá er kominn tími á skipti.
Mundu að taka með þér extra nærbuxur þegar þú ferð útur húsi! Við mælum með að eiga fjölnota blautpoka til þess að geyma óhreinu nærbuxurnar í.
Skolaðu nærbuxurnar vel með köldu vatni áður en þú hendir þeim í þvott.
Þvoðu þær á 40-60 gráðum
Hengdu þær upp til þerris - má fara í þurrkara á lágum hita.
Notaðu þær aftur!
Við mælum með að prófa hugmyndina með 2-3 nærbuxum. Þú getur síðan bætt í þegar þú ert buin að öðlast traust gagnvart túrnærbuxunum!
Ert þú og fjölskyldan að íhuga að skipta yfir í taubleyjur en eruð ekki viss hvar og hvernig eigi að byrja? Eða kannski eruð þið þegar byrjuð en viljið fá dýpri innsýn og læra meira? Þá er þetta námskeið fyrir ykkur!
Hvað lærið þið?
Á þessu hnitmiðaða 50 mínútna netnámskeiði förum við yfir allt sem þið þurfið til að geta byrjað af öryggi með fjölnota bleyjur fyrir barnið ykkar. Við förum yfir:
- Ávinning taubleyja fyrir umhverfi, heilsu og sparnað.
- Mismunandi bleyjutýpur og efni, þar á meðal vasableyjur, AI2, AIO og næturkerfi.
- Hvernig á að setja upp og viðhalda þvottarútínu sem tryggir hreinar og öruggar bleyjur.
- Heilræði fyrir byrjendur og svör við algengum spurningum.
Fyrir hvern er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir öll sem vilja fræðast um taubleyjur og fá innsýn í hvernig það er að nota þær í íslenskum heimilisaðstæðum. Hvort sem þið eruð byrjendur eða reynslumikil, þá er markmið okkar að gera ykkur kleift að nota fjölnota bleyjur af öryggi og ánægju.
Þið fáið einnig:
- Aðgang að fræðsluefni og persónulegri ráðgjöf í gegnum Cocobutts.
- Afslátt af byrjendapökkum
- Tækifæri til að vera hluti af samfélagi foreldra sem hafa valið taubleyjur, þar sem þið getið deilt reynslu og fengið stuðning.
Fáið sjálfstraust og þekkingu til að taka þátt í grænu byltingunni með fjölnota bleyjum! Skráið ykkur núna og njótið þess að taka fyrsta skrefið í átt að umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl.
Skiptitaska sem hefur allt sem skipulagt nútímaforeldri þarf! Þessi skiptitaska er virkilega vel hólfuð, rúmgóð og þæginleg. Hún rúmar í kringum 8x taubleyjur,
Nánari upplýsingar
- Færanleg skiptidýna sem hægt er að smella úr
- Þægileg skiptistöð
- 2x einangraðir vasar fyrir pela
- Auðvelt aðgengi aftanfrá
- 2 hankar fyrir vagninn
- Fjöldi vasa sem gefur marga geymslumöguleika
- Hámarksþægindi
- Vatnshelt efni
- Bakpoki með bólstruðu baki og ermum
Um merkið
La Petite Ourse bjóða upp á endingagóðar vörur á viðráðanlegu verði.
Þetta er franskt-kanadískt merki og vörurnar eru saumaðar í Kína.
Dagspakki fyrir fjölnota lífsstíl!
Grunnpakki Cocobutts er hugsaður sem fullkominn dagspakki af frábærum vasableyjum, og inniheldur nóg af bleyjum fyrir einn dag. Þessi pakki er tilvalinn fyrir þá sem vilja prófa taubleyjur í fyrsta sinn eða bæta við núverandi bleyjubirgðir.
Pakkinn inniheldur:
- 4x AWJ vasableyjur frá Alva Baby með einu bambus innleggi
- Þægilegar og einfaldar vasableyjur með Athletic Wicking Jersey (AWJ) innra lagi sem heldur húð barnsins þurrri. Vasableyjurnar frá Alva Baby eru elskaðar af taubleyjuforeldrum á Íslandi og um heim allan vegna þess að þær eru frábærlega sniðnar, eru ótrúlega endingagóðar og mjög hagkvæmar.
- Henta börnum frá 3,5–15 kg.
2x AIO bleyjur frá La Petite Ourse
- Endingargóðar og gífurlega rakadrægar AIO bleyjur með ísaumuðu bambus innleggi og bambus búster sem smellist ofan á bleyjuna eða hægt að setja í vasann. Með hemp búster duga þessar bleyjur sem næturbleyjur fyrir flestar fjölskyldur fyrsta árið.
- Passa börnum frá 5–16 kg
1x Einnota renningar úr lífrænu lífplasti
- Mjúkir og umhverfisvænir renningar sem grípa kúk en hleypa þvaginu í gegn. Algjör nauðsyn fyrir alla sem nota taubleyjur.
2x Hemp bústerar – 2 lög
- Einstaklega þunnir og rakadrægir hemp bústerar sem þú getur brotið saman eða lagt flatt undir eða utan um annað innlegg til að auka við rakadrægnina. Tilvalið fyrir langa lúra eða í ferðalög.
1x Cocobutts tveggja hólfa blautpoki í miðlungsstærð
- Vatnsheldur blautpoki með tveimur hólfum til að geyma hreinar og notaðar bleyjur aðskildar. Fullkominn fyrir daglega notkun eða í ferðalög.
Af hverju að velja Grunnpakka Cocobutts?
Dagleg notkun: Þessi pakki inniheldur allt sem þú þarft fyrir einn dag af fjölnota bleyjunotkun.
Einfalt og hagkvæmt: Fullkomið fyrir byrjendur sem vilja prófa taubleyjur án þess að flækja hlutina.
Vinsælustu bleyjurnar: Þú færð blöndu af vinsælum vasableyjum frá Alva Baby og Little Lamb sem eru bæði þægilegar og áreiðanlegar.
Skipulag og þægindi: Tveggja hólfa blautpokinn gerir geymslu og umhirðu bleyjanna einfaldari.
Umhverfisvænt og hagkvæmt: Hver taubleyja forðar um 700 einnota bleyjum úr urðun og sparar þér um 30.000 krónur í peningum.
Lykileiginleikar:
Einföld notkun: Vasableyjur með stillanlegri hönnun sem vaxa með barninu.
Rakadrægni: Hágæða innlegg og bústerar sem tryggja að barnið sér þurrt og líði vel.
Hentug lausn: Fullkomið fyrir daglega notkun heima eða á ferðinni.
Grunnpakki Cocobutts er frábær leið til að hefja fjölnota lífsstíl og tryggja umhverfisvænni framtíð – einn dag í einu! 🌿
Upplifðu þægindi og frábæran stíl með AWJ vasableyjunum okkar með bambus innleggi. Þessar einföldu og praktísku bleyjur eru fullkomnar fyrir börn á aldrinum 3,5 til 15 kg, þar sem þær bjóða upp á frábæra aðlögun og notagildi.
Helstu eiginleikar:
- One Size hönnun: Hentar börnum á mismunandi aldursstigum, tryggir að bleyjan passi yfir lengri tíma.
- Dúnmjúkt innra lag: Athletic Wicking Jersey veitir þægindi og fullkomna vernd gegn vætu.
- Margir litir og munstur: Veldu úr fjölbreyttu úrvali sem passar barninu.
- Fljótur þurrkunartími: Snöggar að þorna á snúru sem gerir þér kleift að nota þær aftur á eftir skamman tíma.
- Ódýrt valkostur: Frábært verð fyrir góð gæði.
Efni:
- Ytra lag: Polyester með vatnsheldu TPU (PUL).
- Innra lag: Athletic Wicking Jersey (AWJ).
- Innlegg: 4ra laga bambus innlegg (80% bambus, 20% polyester).
Vottanir: PCP vottun. Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.