Nýburaleigan er sniðug leið til þess að nota taubleyjur alveg frá upphafi án þess að brjóta bankann- þú greiðir aðeins fyrir þá daga sem þú ert með hann og mátt vera með hann allt upp að 4 vikur áður en þú skilar honum.
Í honum eru:
15 Teenyfit Star AIO bleyjur frá Totsbots
15 Fitted nýburableyjur frá Little Lamb
3 Skeljar frá Little lamb til að nota með Fitted bleyjunum
Stór Deluxe geymslupoki frá La Petite Ourse (Vinsælasti aukahluturinn okkar)
Minni PUL poki
10 fjölnota bambusþurrkur
Leiðbeiningaskjal
Verð: 690kr dagurinn (með vsk) og þú greiðir frá þeim degi sem þú fékkst hann í hendurnar og þar til að við fengum hann í hendurnar aftur.
Pakkinn er alltaf "nýr" eða aldrei eldri en tveggja ára. Foreldar geta notað hann um allt land en viðkomandi þarf að greiða sendingagjald á milli staða.
Hvernig virkar þetta?
Bókaðu þig hér til hliðar með upplýsingar um óskandi leigutíma.
Við höfum síðan samband aftur um hæl um hvort að hann sé laus viðkomandi vikum.