Miðlungs blautpokar- Eitt hólf
Miðlungs geymslupoki úr TPU efni frá Elskbar.
Pokarnir eru einstaklega fallegir og rúma um 3-5 bleyjur. Þeir eru með einu hólfi og hanka með smellu. Henta mjög vel fyrir óhreinatau á ferðalagi, í sundið eða sem pissufatapokar á leikskólann!
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.