Bare and Boho
Bambus búster með staydry - 3 lög
Vörulýsing
Frábærir stundaglaslaga bústerar sem innihalda þrjú lög af bambus-bómullar flís með ásaumaðri stay-dry flís öðru megin sem yrsta lag. Þar sem þeir eru stundaglaslaga falla þeir afskaplega vel að innri lærum barnsins sem kemur í veg fyrir leka. Tilvaldir bústerar fyrir ofurpissara eða til að auka rakadrægnina í bleyjunni fyrir langan lúr eða ferðalag. Æðislegir bústerar upp við húð barns og henta vel í bleyjurnar frá Bare and Boho og Puppi t.d.
Notkunarleiðbeiningar
Næturbleyjusamsetningar
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu er OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.
1.190 kr
Verð per eininguÁætlaður afhendingartími milli desember 14 og desember 16.
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira