3 vörur
3 vörur
Flokka eftir:
Lítill og fallegur geymslupoki frá Elskbar.
Þessi poki er með tveimur geymsluhólfum og rennilás og hentar vel undir tíðabindi, þurrkur, eina taubleyju eða annað smærra.
Pokinn er úr TPU efni og er með hanka og smellu
Mál: 20cmx22cm
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Lítill blautpoki með tveimur hólfum (þurr- og blauthólfi).
Þessi poki er fullkominn fyrir fjölnota tíðavörur eða fjölnota þurrkur. Settu hreint í þurrhólfið að framanverðu og notað í blauthólfið.
Þessa poka má einnig nota í ýmislegt annað, til dæmis fyrir nesti, snarl, litlar skeiðar og fjölnota rör.
Stærð: 18 x 24cm
Magnað hvað litlir einfaldir aukahlutir gefa gæfumun!
Net-þvottapokarnir frá Little Lamb er einir af þeim hlutum.
Þú einfaldlega hengir stóra pokann upp eða setur í bala og safnar bleyjunum í hann. Þegar hann er fullur skaltu taka pokann allann og henda honum í þvott! frábært fyrir þá sem eru hræddir við skítugar bleyjur. Einnig algjör snilld fyrir hvaða viðkvæma þvott sem er.
Litlu pokarnir eru tilvaldir fyrir litla hluti sem þvottavélin á það til að ræna, t.d litla sokka eða lekahlífar.