Bare and Boho

Ai2 búster pakki - 5 í pakka

9.550 kr 4.500 kr

Áætlaður afhendingartími milli janúar 25 og janúar 27.

Búster pakkinn

Búster pakkinn er frábær lausn til að auka rakadrægnina í Ai2 bleyjurnar þínar frá Bare and Boho, Elskbar, Puppi og Pisi.

Hver pakki inniheldur:

  • 3x Bústera
  • 2x Trifold með smellum

Bústerar

Bústerarnir innihalda þrjú lög af bambus-bómullar flís með ásaumaðri stay-dry flís öðru megin sem yrsta lag. Bústerarnir eru stundaglaslaga og falla því afskaplega vel að innri lærum barnsins sem kemur í veg fyrir leka. Tilvaldir bústerar fyrir ofurpissara eða til að auka rakadrægnina í bleyjunni fyrir langan lúr eða ferðalag.

Trifoldin

Trifoldin eru SÚPER rakadræg bambus-bómullar innlegg sem þú brýtur í þrennt. Innleggið er með smellum sem smellast við skelina og einnig með smellum að ofan svo hægt sé að smella innleggjum ofan á trifoldið. Hentar fullkomnlega fyrir t.d næturvaktina eða þegar þú veist að það er langt í næstu skipti.

Þegar þú hefur brotið innleggið í þrennt hefur þú 9 laga, hágæða bambus-bómullarflís sem er bæði rakadrægt og mjúkt.

Merkið

Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu er OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.

Deila

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)

Afhverju fjölnota?

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.