Bare and Boho
Stór lúxus blautpoki
Áætlaður afhendingartími milli janúar 25 og janúar 27.
Fáðu ósvikinn lúxus í daginn þinn með stórum lúxus blautpoka. Þessi poki er fullkomin lausn fyrir foreldra og aðra sem þurfa á vatnsheldinni, öruggri og stílhreinni geymslulausn að halda.
Helstu eiginleikar
- Hágæða vatnshelt efni: Heldur gersemunum þínum þurrum og verndar þær gegn sulli, leka, lykt og óhreinindum.
- Aðskild hólf: Pokinn er með tveimur hólfum, sem gerir það auðvelt að skipuleggja og geyma allt sem þú þarft. Hægt er að geyma skítugt í einu hólfi og hreint í öðru t.d.
- Rými fyrir allt: Geymir allt að 12 bleyjur ásamt innleggjum og þurrkum, allt sem þú þarft að hafa á ferðinni.
- Umhverfisvæn framleiðsla: Gerður úr endurunnu pólýester eða efnum úr sjónum, svo þú getur verið viss um að þú sért að gera gott fyrir jörðina.
- Áreiðanlegur rennilás: Hágæða rennilás sem þolir klór, saltvatn og aðrar erfiðar aðstæður.
- Þægilegir hankar: Hankar sem passa fullkomlega um úlnliðinn, á hanka eða á skiptiaðstöðuna fyrir auðvelda notkun.
- Falleg hönnun: Hvernig er ekki hægt að elska fallegu hönnunina sem er unnin af virtum listamönnum?
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Við mælum með að þvo allar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar, ef ekki allar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.
Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.
Þvottarútína
Við mælum heilshugar með að að þvo alla aukahluti með PUL-efni með öðrum PUL vörum og samnýta þannig þvottinn.
Þurrkun
Við mælum með að þurrka allar vörur með PUL-i á snúru. Ef þú þarft að nota þurrkara skaltu nota lága hitastillingu.
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 30 daga. Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira