Bare and Boho
Þjálfunarnærbuxur - Lífræn bómull - 15-20kg
Áætlaður afhendingartími milli janúar 25 og janúar 27.
Vörulýsing
Fallegar þjálfunarnærbuxur fyrir kríli sem eru tilbúin í næstu skref! Nærbuxurnar eru með smellum á hliðunum sem auðvelt er að opna í sundur og kippa frá og börnin geta einnig auðveldlega girt þær niður um sig á eigin spýtur.
Nánar
- Fjórar smellur á sitthvorri hlið svo auðvelt sé að smella barninu úr.
- 3x Smellur í nára til að stilla nárastærð og 3x smellur á sitthvorri hlið til að stilla mittisstærð
Efni
Innra lag: Þrjú lög af rakadrægri lífrænni bómull. Ekkert stay-dry til að hjálpa barninu þínu að tengja hugann við líkamlegar þarfir þegar það finnur fyrir vætu.
Ytra lag: 100% polyester endurunnið úr plastflöskum + TPU laminate og er vatnshelt
Breiðar teygjur svo barninu líði sem best.
Stærð
XL 15-20kg
Myndbönd
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.
Við mælum með að þvo flestar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.
Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.
Þumalputtareglur
- Þjálfunarnærbuxur má þvo á 40-60°
- Hengið upp til þerris ef það er PUL í efninu (þurrkunartími 16-24klst)
- Ekki er mælst til þess að þurrka þjálfunarnærbuxur í þurrkara nema á lágum hita.
- Notið mild þvottaefni án ensíma.
- Engin mýkingarefni.
Geymsla notaðra þjálfunarnærbuxna
Við mælum með því að skola þjálfunarnærbuxur með köldu vatni og vinda mest úr og hengja til þerris ef þvo á nærbuxurnar með öðrum þvotti sem bíður þvottar. Þannig má koma í veg fyrir að blettir festist í innra efninu og að nærbuxurnar mygli ef þær fara í þvottakörfu með öðrum fötum t.d.
Ef þú vilt sleppa við allan handþvott þá mælum við með að geyma þær á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum (blautpokum) sem lofta. Við mælum sérstaklega með miðlungs- eða stórum blautpoka og að hafa rennilásinn opinn, eða netaþvottapoka, en það er einnig í lagi að nota bala sem tryggir gott loftflæði.
Pro tip: Það er í góðu lagi að að geyma og þvo þjálfunarnærbuxurnar með taubleyjunum, tíða- og lekavörunum eða handklæðunum.
Þvottarútína
Ef þú skolar þjálfunarnærbuxurnar þínar vel með köldu vatni strax eftir notkun þá dugar oftast að þvo vörurnar á 40-60°C með þeim þvotti sem hentar þér. Ath það þarf að skola allar kúkaleifar úr þjálfunarnærbuxum áður en þær eru settar í geymslupoka og í þvottavélina.
Sjá nánar um þvott á þjálfunarnærbuxum hér
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira