Pisi

Ullar renningur

Liner úr ull
Ullarliner eða ullarrenning frá Pisi sem eykur vatnsfráhrindandi eiginleika ullarskeljarinnar.

Stærðir
Linerinn passar inn í allar stærðir af skeljum frá Pisi og Puppi og ætti einnig að passa í flestar aðrar ullarskeljar frá öðrum framleiðendum. Linerinn er um 11x24 cm. 

Notkun
Ullarliner frá Pisi er frábært að eiga til þess að auðvelda enn frekar notkun á ullarbleyjum.

Linerinn getur komið sér vel til dæmis:

  •  í byrjun þegar ný ullarskel er enn að ná upp fullum vatnsfráhrindandi eiginleikum sínum 
  •  á nóttunni eða öðrum tímum þegar lengri tími líður milli bleyjuskipta 
  •  ef barnið kemur til með að sitja lengi og þannig meiri líkur á þrýstingsleka 
  •  ef ullarskelin er komin á tíma með að þurfa lanólínbað en tímasetningin hentar ekki 
  • til að veita ullarskelinni auka vörn gegn kúk

þá er í öllum þessum tilfellum alveg tilvalið að skella ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans) og þannig auka til muna við vatnsfráhrindandi eiginleika bleyjunnar. Muna að til þess að nýta sér þetta þarf linerinn að hafa verið settur í lanólínbað. 

Þvottur
Ullarskeljar og -linera þarf mjög sjaldan að þvo. Í byrjun þarf yfirleitt að þvo ullina aðeins oftar en eftir því sem hún er notuð meira og lanólínið sest betur inn í efnið, þá er hægt að fara margar vikur milli þvotta.

Handþvottur eða ullarprógamm í þvottavél. Notið milda ullarsápu og ekki hærra hitastig en 30°, má vera lægri hiti. Þurrkist ekki í þurrkara, heldur leggið til þerris. Sjá leiðbeiningar hér fyrir ullarþvott. 

 

Efni

  • Tvö lög af 100% ull. 
  • Öll efni sem notuð eru í þessa vöru eru 100% Oeko-Tex® vottaðar. 
  • Ullin er fengin á grimmdarlausan (e. cruelty-free) máta. Í því felst að aðferð sem á ensku kallast mulesing er ekki beitt á dýrin.

Um merkið

Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimlandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi. 

 

1.290 kr

Áætlaður afhendingartími milli desember 18 og desember 20.

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)

1.290 kr

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.