1 vara
1 vara
Flokka eftir:
5.990 kr
Verð per eininguEf þú ert að leita að geymslulausn fyrir taubleyjur sem er fullkomlega vatnsþétt og lyktarþétt þá þarftu ekki að leita lengra. Innblásinn af þurrpokum sem eru notaðir við bátsferðir, þá er nýi Pail linerinn frá Little Lamb fyrir taubleyjur hannaður til að einfalda líf þitt til muna, sérstaklega ef þú þarft að hafa geymslupokann frammi eða inn á baðherbergi eða á ferðalögum. Hann er algerlega vatnsheldur og þægilegur í notkun, með vatnsheldum og lyktarheldum rennilás sem auðveldar að bæta bleyjum við (og heldur lykt inni) og stórri opnun efst svo hægt sé að tæma allt beint í þvottavélina án þess að þurfa að snerta neitt. Notkunargildið lifir langt fram yfir taubleyjulífið, en þessi poki hentar fullkomlega í allar aðstæður þar sem þarf að halda blautu inni eða úti og er þessi poki töluvert sterkbyggðari en hefðbundnir pail linerar.
Notkunarleiðbeiningar:
- Geymið óhreinar taubleyjur, innlegg og fjölnota þurrkur
- Nóg pláss fyrir allt að 20 taubleyjur
- Hengið upp eða hafið nálægt bleyjuskiptistöðinni
- Á þvottadegi: Hellið innihaldinu beint í þvottavélina fyrir snertilausa meðhöndlun.
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.