3 vörur
3 vörur
Flokka eftir:
5.890 kr
Verð per eininguSannkallaður LÚXUS blautpoki (pail liner) sem er ein vinsælasta varan okkar frá upphafi!
Þessi poki var hannaður til þess að auðvelda þér taubleyjulífið til muna!
Pokann getur þú bæði hengt upp á hanka, á lokaða stöng eða notað teygjuna yfir opinu til þess að strekkja yfir bala. Pokinn rúmar um 20-25 óhreinar bleyjur, er vatnsheldur og heldur lykt í skefjum. Virkilega endingargóður geymslupoki sem er algjör skyldueign fyrir alla taubleyjuforeldra.
Nánar
- Á botnum er rennilás sem gerir þér kleift að henda pokanum beint í þvottavélina án þess að þurfa tæma pokann og snerta skítugar bleyjurnar. Þú einfaldlega rennir frá og lokar vélinni og voila! Bleyjurnar rata sjálfar sína leið úr pokanum þegar vélin fer af stað.
- Tveir sterkir hankar með sterkum smellum sitthvorumegin á pokanum gerir þér kleift að geyma pokann hvar sem er.
- Lítill aukavasi inn í pokanum með rennilás á botninum fyrir þurrkur ef ske kynni að þú viljir ekki blanda þeim saman við bleyjurnar.
- Lítill bambusnibbi er á saumaður inn í pokann svo þú getur sett einn til tvo dropa af þinni uppáhalds ilmkjarnaolíu til að minnka lykt og minnka líkur á bakteríumyndun skítugra bleyja í pokanum.
Efni
LPO ECO: 100% polyester ú endurunnu plasti
Stærð: 60 cm X 68 cm
Um merkið
La Petite Ourse bjóða upp á endingagóðar vörur á viðráðanlegu verði. Þetta er franskt-kanadískt merki og vörurnar eru saumaðar í Kína.
4.590 kr
Verð per eininguGeggjaðir blautpokar fyrir leikskólann og ferðalögin!
- Tvö hólf: Eitt fyrir þurrt og hitt fyrir óhreint.
- Eða eitt fyrir stærri föt og hitt fyrir minni föt.
Nánar:
- Stærð: 63.5cm x 45.72cm
- Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
5.990 kr
Verð per eininguEf þú ert að leita að geymslulausn fyrir taubleyjur sem er fullkomlega vatnsþétt og lyktarþétt þá þarftu ekki að leita lengra. Innblásinn af þurrpokum sem eru notaðir við bátsferðir, þá er nýi Pail linerinn frá Little Lamb fyrir taubleyjur hannaður til að einfalda líf þitt til muna, sérstaklega ef þú þarft að hafa geymslupokann frammi eða inn á baðherbergi eða á ferðalögum. Hann er algerlega vatnsheldur og þægilegur í notkun, með vatnsheldum og lyktarheldum rennilás sem auðveldar að bæta bleyjum við (og heldur lykt inni) og stórri opnun efst svo hægt sé að tæma allt beint í þvottavélina án þess að þurfa að snerta neitt. Notkunargildið lifir langt fram yfir taubleyjulífið, en þessi poki hentar fullkomlega í allar aðstæður þar sem þarf að halda blautu inni eða úti og er þessi poki töluvert sterkbyggðari en hefðbundnir pail linerar.
Notkunarleiðbeiningar:
- Geymið óhreinar taubleyjur, innlegg og fjölnota þurrkur
- Nóg pláss fyrir allt að 20 taubleyjur
- Hengið upp eða hafið nálægt bleyjuskiptistöðinni
- Á þvottadegi: Hellið innihaldinu beint í þvottavélina fyrir snertilausa meðhöndlun.
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.