Cocobutts

Taubleyjulánspakki

Taubleyjulánspakkinn er fullkominn fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í taui. Þú færð tækifæri til að prófa mismunandi kerfi og vörumerki sem Cocobutts býður upp á áður en þú fjárfestir í taubleyjum. Pakkinn er gjaldfrjáls, og þú greiðir aðeins fyrir sendingakostnað.

Þegar þú leigir pakkann færðu rafrænan leiðbeiningabækling í tölvupósti, QR kóða á pakkanum og tékklista yfir innihaldið. Pakkinn er í boði um allt land, en sendingarkostnaður er greiddur af leigutaka.


Hvað er í pakkanum?

One Size taubleyjur

  • AIO frá La Petite Ourse + auka búster
  • AIO frá Elskbar + bambus innleggjatunga og búster
  • Ai2 Flexi Cover frá Bare and Boho
  • Ai2 Soft Cover frá Bare and Boho + 4ra laga bambus innlegg og búster
  • Vasableyjur:
    • Alva Baby með suede innra lagi + 4ra laga bambusblandað innlegg
    • Alva Baby með AWJ innra lagi + 4ra laga bambusblandað innlegg
    • Little Lamb með microflís innra lagi + 2x 3ja laga bambus innlegg
  • Ai2 skel frá Alva Baby
  • Fitted bleyja frá Alva Baby
  • Ai2 „Cover all“ skel frá Elskbar

Innlegg

  • 3ja laga bambus innlegg frá Alva Baby
  • Trifold úr hreinum bambus frá Little Lamb
  • 3x 4ra laga bambus innlegg frá Bare and Boho
  • 2x hemp innlegg frá Bare and Boho
  • Trifold frá Bare and Boho
  • Hemp búster frá Little Lamb
  • Flísrenningar frá Little Lamb (1x stærð 1 og 1x stærð 2)

Aukahlutir

  • Blautpokar:
    • Lítill með tveimur hólfum frá Little Lamb
    • Stór með tveimur hólfum frá Little Lamb
  • 5x fjölnota bambusþurrkur frá Little Lamb
  • 5x fjölnota bambus terry þurrkur frá Poppets Baby

Hvernig virkar þetta?

  1. Veldu upphafsdagssetningu á dagatalinu á síðunni. Rauðar dagssetningar þýða að pakkinn er frátekinn.
  2. Dagatalið tekur sjálfkrafa frá næstu 14 daga.
  3. Þegar þú hefur gengið frá pöntun færðu leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun taubleyjanna í tölvupósti.

Verð og skilmálar

  • Pakkinn er gjaldfrjáls, en sendingarkostnaður er greiddur af leigutaka.
  • Með bókun samþykkir þú leiguskilmála Cocobutts.

 

Nýttu þetta einstaka tækifæri til að prófa fjölnota taubleyjur og læra um hvernig þær henta fyrir fjölskylduna þína!

 

0 kr

Áætlaður afhendingartími milli janúar 08 og janúar 10.

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Based on 15 reviews
100%
(15)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
K
K.S. (Reydarfjordur)
Frábær byrjun

Vorum ótrúlega ánægð með að hafa tekið þennann pakka á leigu og fá þar með góða kynningu inn í taubleyjulífið. Elskbar bleyjurnar voru mjög góðar of mjög hentugar fyrstu vikurnar. Við leiguðm pakkann í tvo mánuði en gátum skilað honum fyrr þegar barnið var orðið of stórt í bleyjurnar sem var mjög hentugt! Mæli með fyrir alla sem eru að velta því fyrir sér að byrja í taubleyjum strax frá byrjun.

L
Lilja K.S. (Reykjavik)
Geggjað

Geggjað að fá mismunandi kerfi til að prófa sig áfram

E
Evlalía K.Á. (Hafnarfjordur)
Frábær byrjun á taubleyjulífi

Nýburaleigupakkinn er ótrúlega sniðug leið til að komast inn í taubleyjur, sjá hvernig bleyjur henta og læra á mismunandi innlegg. Okkur fannst frábært að þurfa ekki að kaupa taubleyjur í blindni heldur geta prufað mismunandi tegundir áður en við færum að kaupa bleyjur. Pakkinn er líka frábær til að eiga möguleikann á því að nota taubleyjur frá byrjun og koma manni af stað þar sem nýburableyjurnar virka í skamman tíma.

S
Sandra Ý.D. (Reykjavik)

Prufupakkinn

Ó
Ólöf S.2. (Garðabaer)
Algjör snilld!

Prufupakkinn er algjör snilld og hjálpaði okkur helling að skilja mismunandi kerfin, prófa innlegg og mismunandi samsetningar. Kom mér mjög á óvart hvað þvotturinn er lítið mál. Kom mér mest á óvart hvað fjölnota þurrkurnar eru þægilegar, þrífa miklu betur en einnota og talandi um sparnaðinn!

0 kr

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.