Alva baby

One Size næturpakki með smellukerfi

Alva baby er þekkt fyrir að bjóða upp gríðarlega öflugar og góðar taubleyjur á frábæru verði. Ekki skemmir hvað þær eru litríkar og einfaldar í notkun!

Afhverju næturbleyjur?
Börn eru yfirleitt lengur í næturbleyjunum, eða hátt upp í 12 tíma. Fæstar dagbleyjur eru með slíka rakadrægni. Því mælum við með að eiga góð næturkerfi  sem eru alltaf tilbúnar í slaginn fyrir næturvaktina. Enginn höfuðverkur og ekkert vesen um miðja nótt!

Nánari lýsing

Fitted bleyja frá Alva baby með AWJ innra lagi

Fitted bleyjurnar frá Alva baby eru einstaklega rakadrægar og henta sem næturbleyjur. Ef þær duga ekki til einar og sér þá er ekkert mál að setja búster í vasann á bleyjunni. Við mælum með Súper soker hemp/bómullar búster frá Little Lamb

Inní bleyjunni er í-saumaður 3ja laga bambus innlegg sem er mjög rakadrægt og hentar því ofurpissurum vel. Bleyjan er með AWJ innra lagi sem að hentar vel börnum með viðkvæma húð.

Bleyjan er með „ruffled“ teygjum utan um lærin sem gera það að verkum að hún hentar vel læragóðum sem og smágerðum börnum. "Ruffled" teygjur halda kúkasprengjum í skefjum líka.

Snap-in Ai2 skel frá Alva baby

Skelin er mjög vegleg, en hægt er að nota skelina bæði yfir fitted bleyjuna, preflats eða setja innlegg inn fyrir panelinn. Á skelinni er smella sem hin sívinsælu Bare and Boho innlegg passa í líka. Þannig getur þú notað skelina áfram á daginn líka.

Efni

Fitted bleyja
80% bambus
20% polyester

Skel
Ytra lag: polyester vatnsheldu og TPU sem andar.
Innra lag: Vatnshelt TPU sem andar. Hægt að nota með fitted bleyju, prefolds eða innleggjum. 

Myndband

 

Um merkið

Einfaldar og hagkvæmar vörur sem hafa allt sem þú mögulega þarft til þess að leiða farsælt taubleyjulíf. Vinsælustu vörurnar frá Alva baby eru vasableyjurnar og bambus innleggin. Alva Baby er kínverskt merki og eru vörurnar saumaðar þar. 

9.870 kr 7.403 kr

Áætlaður afhendingartími milli desember 31 og janúar 02.

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
9.870 kr 7.403 kr

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.