158 vörur
158 vörur
Flokka eftir:
Allt sem þú þarft til að byrja með taubleyjur!
Startpakki Cocobutts er hannaður til að gera upphafið með taubleyjur auðvelt, hagkvæmt og skemmtilegt. Pakkinn inniheldur úrval vinsælustu vasableyjanna ásamt nauðsynlegum fylgihlutum fyrir fjölnota lífsstílinn – þar á meðal tvo blautpoka sem auðvelda geymslu og umhirðu.
Pakkinn inniheldur:
- 8x AWJ vasableyjur frá Alva Baby með bambus innleggi
Fjölhæfar og hagkvæmar vasableyjur með Athletic Wicking Jersey (AWJ) innra lagi sem heldur viðkvæmri húð barnsins þurri. - Passa börnum frá 3,5–15 kg með stillanlegri one-size hönnun.
2x Lúxus vasableyjur frá Poppets Baby með tveimur súper innleggjum
- Nettar og mjúkar bleyjur með flís innra lagi
- Tvö innlegg: eitt úr bambus og lífrænni bómull, og annað úr hampblöndu.
- Opnar í báða enda fyrir þægilega innsetningu og fjarlægingu innleggs.
- Passa börnum frá 3,5kg - 16kg
2x vasableyjur frá La Petite Ourse með tveimur bambus innleggjum
- Endingargóðar bleyjur með tveimur bambusinnleggjum og suede
- Framleiddar úr endurunnum plastefnum með CPSIA vottun.
- Henta börnum frá 5–16 kg.
1x XL blautpoki – Pail Liner með rennilás á botni
- Stór, vatnsheldur og lyktarheldur poki með rennilás á botni fyrir sem auðveldar þér taubleyjuþvottinn til muna.
- Hentar fullkomlega til að geyma bleyjur fyrir þvott.
1x Einnota renningar úr lífrænu lífplasti
- Mjúkir og umhverfisvænir renningar sem grípa kúk en hleypa þvagi í gegn. Algjör leikbreytir í taubleyjulífinu!
4x Bambus bústerar frá Alva Baby
- Frábærir bústerar sem auka rakadrægnina í bleyjunum fyrir löngu lúrana eða ferðalögin.
1x Stór Cocobutts tveggja hólfa blautpoki
- Fullkominn fyrir daglega notkun – geymir hreinar og notaðar bleyjur í aðskildum hólfum. Fullkomið fyrir ferðalög eða dagvistun.
Af hverju að velja Startpakka Cocobutts?
Vinsælustu bleyjurnar: Vasableyjur sem eru uppáhalds meðal Cocobutts viðskiptavina og okkar sjálfra.
Fullkomið fyrir byrjendur: Inniheldur allt sem þú þarft til að byrja á fjölnota ferðalaginu.
Umhverfisvænt og hagkvæmt: Hver taubleyja forðar um 700 einnota bleyjum úr urðun og sparar þér um 30.000 krónur í peningum.
Þægilegt og vel skipulagt: Með tveimur mismunandi blautpokum er auðvelt að halda skipulagi og sjá um notaðar bleyjur.
Lykileiginleikar:
Einföld notkun: Settu innlegg í vasa og bleyjan er tilbúin.
Sveigjanleiki: Bústerar og innlegg fyrir mismunandi þarfir.
Skipulag: Aðskildar lausnir fyrir daglega notkun og geymslu fyrir þvott.
Tryggðu þér Startpakka Cocobutts í dag og njóttu alls þess besta sem fjölnota lífsstíllinn hefur upp á að bjóða! 🌿
Frá 890 kr
Verð per eininguSticky Stopper sótthreinsar og þrífur klístur og fitu án ertandi efna og klórs. Frábær til að þrífa leikföngin og eftir matartímann!
- Eingöngu náttúruleg innihaldsefni unnin úr plöntum.
- Laus við öll ertandi efni og klór.
- Þrífur 99.9% baktería
- Þrífur erfiða og fitugabletti vel og örugglega
Fáðu ósvikinn lúxus í daginn þinn með stórum lúxus blautpoka. Þessi poki er fullkomin lausn fyrir foreldra og aðra sem þurfa á vatnsheldinni, öruggri og stílhreinni geymslulausn að halda.
Helstu eiginleikar
- Hágæða vatnshelt efni: Heldur gersemunum þínum þurrum og verndar þær gegn sulli, leka, lykt og óhreinindum.
- Aðskild hólf: Pokinn er með tveimur hólfum, sem gerir það auðvelt að skipuleggja og geyma allt sem þú þarft. Hægt er að geyma skítugt í einu hólfi og hreint í öðru t.d.
- Rými fyrir allt: Geymir allt að 12 bleyjur ásamt innleggjum og þurrkum, allt sem þú þarft að hafa á ferðinni.
- Umhverfisvæn framleiðsla: Gerður úr endurunnu pólýester eða efnum úr sjónum, svo þú getur verið viss um að þú sért að gera gott fyrir jörðina.
- Áreiðanlegur rennilás: Hágæða rennilás sem þolir klór, saltvatn og aðrar erfiðar aðstæður.
- Þægilegir hankar: Hankar sem passa fullkomlega um úlnliðinn, á hanka eða á skiptiaðstöðuna fyrir auðvelda notkun.
- Falleg hönnun: Hvernig er ekki hægt að elska fallegu hönnunina sem er unnin af virtum listamönnum?
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Virkilega fallegur og praktískur blautpoki með tveimur hólfum, 3D botni og endalausum notkunarmöguleikum.
Tvö hólf fyrir þægilega geymslu á blautum og þurrum hlutum
Nýi blautpokinn frá Elskbar er alger nauðsyn fyrir alla foreldra sem nota margnota bleyjur – eða í raun alla foreldra sem vilja skipuleggja hluti barnsins á snjallan og fallegan hátt. Blautpokinn er vatnsheldur og hefur tvö aðskilin hólf, svo þú getur auðveldlega haldið blautum og þurrum hlutum aðskildum. Hann er fullkominn fyrir heimilið, dagsferðir og lengri ferðir þar sem þú þarft að hafa allt skipulagt og innan seilingar.
Fjölhæf og stillanleg handfangahönnun
Framsækin hönnun á ólunum gerir það auðvelt að aðlaga blautpokann að þínum þörfum. Ólarnar er hægt að festa á þrjá mismunandi vegu:
- Festing á kerru – Festist auðveldlega utan um handfangið á kerrunni eða á stöng og hanka, sem gerir þér kleift að hafa nauðsynlegu hlutina við höndina á þæginlegan máta.
- Löng axlaról – Ólarnar er hægt að smella saman til að búa til þægilega axlaról sem gerir þér kleift að bera blautpokann á öxlinni.
- Handfang til að bera í hendi – Þú getur einnig fest ólarnar þannig að þær mynda lítið handfang, sem gerir þér kleift að bera blautpokann þæginlega í hendi ef þú þarft að gera borið pokann á únliðnum t.d.
Þetta er sannarlega lúxus blautpoki sem þú munt ekki geta verið án!
Stórt geymslurými fyrir margvíslega notkun
Þessi rúmgóði blautpoki getur geymt allt að 8 taubleyjur en notkunargildið endar ekki þar. Þú getur notað hann til að geyma leikföng, aukaföt, sundföt, handklæði eða jafnvel sem skiptitösku fyrir barnið. Hann er nógu fjölhæfur til að fylgja þér og fjölskyldunni í öll ævintýri – og er einnig ómissandi á ferðalagi þegar þú vilt halda hlutunum vel skipulögðum.
Frekari upplýsingar
Hæð: 38cm
Breidd: 35cm
Botn: 12cmx23cm
Efni: 100% Polyester með TPU (thermoplastic laminate)
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Nýburableyjukerfið frá Little Lamb er vel þekkt og við skiljum það vel. Þær eru svo þæginlegar! Þessar eru úr nýburapökkunum okkar en við erum hætt með þær í pökkunum vegna þess að þær hentuðu ekki. Það þýðir samt ekki að þær eigi ekki nóg eftir! Þessar elskur eru miðlungs-mikið notaðar og fást því á gjafaprís!
Í þessum pakka færð þú:
2x Nýbura Ai2 skeljar með riflás
8x Fitted nýburableyjur með riflás
Vilt þú selja vörurnar þínar?
Myndir þú vilja selja þinn fjölnota taubleyjuvarning (hvaðan sem er) eða aðrar notaðar vörur frá okkur á Cocobutts markaðstorginu? Við erum með nokkrar pælingar í gangi þannig ef þú hefur áhuga hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á info@cocobutts.is og skoðum það saman nánar!
Flísrenningar eða fjölnota renningar frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætu þannig að barnið finnur síður fyrir henni. Stundaglaslaga flísrenningar aðlaga sig vel að taubleyjum og gefa hámarks vörn gegn vætu.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Vörulýsing
Suede renningar / Fjölnota linerar frá La Petite Ourse.
Afar þunnur og mjúkur fjölnota renningur sem þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætunni.
Fjölnota renningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem stay-dry efnið hrindir vætunni frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir fjölnota renning er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Suede renningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Koma 10 saman í pakka.
Virkilega léttar og góðar sundbleyjur frá Alva Baby í fallegum munstrum.
Sundbleyjurnar eru með stillingum fyrir þyngd frá 4.5kg-18kg.
Efni:
- Innra lag: AWJ
- Ytra lag: 100% Polyester
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Upplifðu gæðin með sundbleyjum frá Bare and Boho, sem eru framleiddar í Ástralíu! Þetta eru mjög vandaðar, fjölnota bleyjur sem henta í sundið og í sólarlandaferðina.
Helstu eiginleikar:
- Umhverfisvæn efni: Bleyjurnar eru gerðar úr endurunnu pólýester, sem er bæði sterkt og sjálfbært.
- Öruggar teygjur: Með öflugum teygjum um lærin, hjúpa bleyjurnar barnið vel og halda kúk í skefjum.
- Fljótleg skipti: Stærðarsmellur bæði að framan og á hliðunum til að stækka og minnka bleyjuna eftir þörfum og kippa henni fljótlega af eftir notkun.
- Fjölbreyttar stærðir: Bleyjurnar koma í tveimur stærðum - Toddler (5-14kg) og Junior (15-25kg) - til að passa við þörf hvers barns.
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Við kynnum til leiks sundbleyjurnar frá Little Lamb, fyrstu sundbleyjurnar sem við bjóðum upp á með riflás og engum smellum!
Langbestu eiginleikarnir við fjölnota sundbleyur er að þær halda kúk töluvert betur í skefjum en einnota sundbleyjur gera og þessar sundbleyjur frá Little Lamb hafa enga fítusa sem gera fjölnota sundbleyjur flóknari en einnota sundbleyjur!
Nú geturðu loksins klætt barnið þitt í sundbleyju sem virkar eins og venjuleg bréfbleyja, sem er auðvelt að setja á barnið og auðvelt að taka af. Nema þessi er fjölnota, laus við öll eiturefni, haldast vel á barninu og halda kúk í skefjum frá sundlauginni.
Fjölnota sundbleyjur hleypa vökva í gegn þannig vatnið festist ekki inn í bleyjunni og íþyngir henni. Barnið þitt sleppur við það að hafa stóra vatnsbungu hangandi aftan á bossanum.
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Viltu tryggja að barnið þitt sé þægilega klætt á meðan það nýtur sundsins? Þessar sundbleyjur frá Alva Baby eru fullkomin lausn fyrir öll börn á aldrinum 8-25 kg! Þessar léttu og stílhreinu bleyjur veita ekki aðeins öryggi, heldur einnig þægindi og stíl.
Helstu eiginleikar:
- Stillanleg hönnun: Sundbleyjurnar eru auðvelt að stilla, þannig að þær passi fullkomlega á börn sem vega á milli 8 kg og 25 kg.
- Gæðefni: Innra lagið er úr AWJ efni sem veitir þægindi, og ytra lagið er úr 100% pólýester, sem tryggir endingartíma og auðveldan þvott.
- Falleg munstur: Vörurnar koma í fjölbreyttum og fallegum munstrum sem gera sundleikinn enn skemmtilegri.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Glæný vara frá danska gæðamerkinu, Elskbar.
Langbestu eiginleikarnir við fjölnota sundbleyur er að þær halda kúk töluvert betur í skefjum en einnota bleyjur gera. Sundlbeyjur eru fallegar í þokkabót og mun betri fyrir umhverfið!
Sundbleyjurnar frá Elskbar eru með öflugum teygjum um læri og mittið. Þær eru með smellum bæði til að stilla stærðina um lærin og sem hægt er að opna á hliðunum. Einnig eru þær með bómullarsnúru um mittið sem býður upp á enn betri stærðarmöguleika.
Efni
Ytri skelin er úr TPU
Ynnra lag er úr Athletic Whicking Jersey efni
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur fyrir börn og konur. Vörurnar eru saumaðar í Kína.
Virkilega sæt og hentug sundfatasett fyrir stúlkubörn sem innihalda léttar og góðar sundbleyjur frá Alva Baby í fallegum munstrum ásamt pífupol í stíl. Fullkomið við sundlaugarbakkann!
Stærðir
M - 4,5-15kg
L - 8-25kg
Efni og þvottaleiðbeiningar
- Efni Bolur: 82% polyester + 18% spandex
- Sundbleyja:
- Ytra lag: 100% Polyester með PUL
- Innra lag: Athletic Wicking Jersey (Polyester Mesh)
Þvottaleiðbeiningar:
- Þvoið fyrir notkun.
- Þvoið á max 30 gráðum í vel eða í handþvotti.
- Hengið til þerris.
Hönnuð til að endast
Upplitast ekki, þessi sett halda mýkt sinni og litnum.
- Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Vörulýsing
Vandaðir og fallegir sundgallar og derhúfa frá ástralska taubleyjuframleiðandanum Bare and Boho sem henta til sundiðkunar í íslenskum aðstæðum allan ársins hring.
Eins og með flest annað frá Bare and Boho þá eru vörurnar mjög vandaðar, búnar til úr endurunnu plastefni úr sjónum og loks, auðvitað, skreyttar af Áströlskum listamönnum.
Gallarnir eru með góðum rennilás að framan, löngum ermum og loks smellum í klofinu svo auðvelt er að opna þá að neðan ef þess þarf.
Þar að auki er efnið tvöfalt við búkinn þannig hann er fullkominn sundflík sem heldur hita í litlum kroppum yfir kalda vetrarmánuðina.
Skemmtilegur sólhattur kemur með öllum göllum. Bæði hattarnir og gallarnir vernda barninu frá sólinni með UPF50+.
Stærðir
Myndbönd
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu er OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.
Reifaðu barnið þitt í fallegt swaddle og litríkt bómullarsjal frá La Petite Ourse. Reifun er ein af árangursríkustu og vinsælustu aðferðum til að róa nýbura. Ef þú átt von á þér eða ert með nýfætt kríli, þá mælum við eindregið með að þú prófir!
Reifun hefur róandi áhrif á nýbura og er ein besta leiðin til að hugga grátandi barn. Hún veitir barninu öryggiskennd, því með reifunni líkjum við eftir þröngri tilveru barnsins í móðurkviði, þar sem því leið vel.Reifun hjálpar einnig til við að koma í veg fyrir svokallað bregðu-viðbragð (móró-reflex) hjá barninu.Rannsóknir sýna að reifuð nýfædd börn vakna sjaldnar og sofa í lengri lotum. Það er eitthvað sem margir þreyttir foreldrar nýbura vilja heyra!
Swaddle er einnig hægt að nota sem létt teppi eða undirlag á ferðinni.
Þessi vara er OEKO-TEX vottuð.
Efni og stærð
100% OEKO-TEX vottuð bómull
120x120cm