158 vörur
158 vörur
Flokka eftir:
Af hverju ætti að velja ullarbleyjur og Ai2 kerfið?
Ullarbleyjur:
Ull er náttúrulegt efni sem andar einstaklega vel og hentar fullkomlega fyrir viðkvæma húð barna. Ullin hefur einstaka eiginleika sem gera hana vatnsfráhrindandi og bakteríudrepandi, sem þýðir að þú þarft ekki að þvo ullarbleyjur eftir hverja notkun – láttu þær bara lofta! Þetta sparar bæði tíma og orku og stuðlar að sjálfbærari lífsstíl. Ullarbleyjur henta sérstaklega vel fyrir bæði dag- og næturnotkun, þar sem þær veita betri öndun og draga úr hættu á rakamyndun í húð
AI2 kerfið (Allt-í-tvennu):
AI2 kerfið er einfalt, sveigjanlegt og hentar vel fyrir fjölskyldur sem vilja þægilegan og hagkvæman kost. Ullarskelin er notuð aftur og aftur svo lengi sem það kemur ekki kúkur í hana, og þú einfaldlega skiptir um innlegg eftir þörfum. Þetta þýðir minna þvottamagn og betri nýtingu á vörunni. Með Ai2 getur þú valið á milli mismunandi innleggsvalkosta, eins og bambus, hamp eða bómull, allt eftir þörfum barnsins. Ef það kemur kúkur í skelina er nóg að blettaþvo hana.
Saman mynda ullarbleyjur og AI2 kerfið fullkomið val fyrir foreldra sem vilja hagkvæmni, þægindi og umhverfisvænan lífsstíl – allt án þess að fórna þægindum barnsins. 🌱
Helstu kostir AI2 kerfisins:
- Færri skeljar: Þú þarft aðeins 2-3 skeljar fyrir daginn og getur notað þær aftur og aftur með nýjum innleggjum.
- Minni þvottur: Skeljarnar þværðu aðeins þegar þær verða óhreinar eða illa lyktandi, en innleggin þværðu eftir hverja notkun.
- Snap-in-One kerfi: Mörg innlegg eru með smellum sem tryggja að þau haldist á sínum stað í skeljunum.
- Sveigjanleiki: Þú getur blandað saman innleggjum, eftir þörfum fjölskyldunnar.
- Hagkvæmt og einfalt: Einfalt að skipta út innleggjum án þess að þvo skelina í hvert skipti.
Hvað er innifalið í þessum pakka?
- 2-4 ullarskeljar að eigin vali sem henta þínum þörfum og barni þínu.
-
1+ lanolín lausn að eigin vali
- 8+ innlegg að eigin vali á 20% afslætti
- KAUPAUKI - 1 Cocobutts blautpoki með tveimur hólfum fylgir frítt með
Ullarskeljarnar sem þú getur valið úr:
Ullarskeljar frá Pisi
- Tvö lög af GOTS- og OEKO-TEX vottaðri ull, með efnisborðum að innan sem halda innleggjum á sínum stað.
- Stærðir: 2 (6-16 kg), 3 (10-19 kg).
- Þarf lanolín meðferð fyrir vatnsheldni.
Ullarskeljar frá Puppi
- Snap-in-One skeljar úr ítalskri merino ull.
- Stærðir: OS (6-15 kg) og OS+ (9-18 kg).
- Þarf lanolín meðferð fyrir vatnsheldni.
Innleggin í boði:
Bambus innlegg frá Bare and Boho
- 5 lög af bambus-bómullarfleece með „stay-dry“ microfleece.
- Snap-in-One smellur halda innleggjunum á sínum stað.
Hemp innlegg frá Bare and Boho
- Lífræn hamp-bómullarblanda með snap-in-One smellum fyrir aukna stöðugleika.
Flatar bleyjur úr muslin frá Pisi
- Lífræn bómull, einföld í notkun og þorna hratt. Henta fyrir alla skeljar.
- Það þarf að loka flötum bleyjum með snappi eða nælum.
Fitted bleyjur frá Pisi
- Lífræn bómull með vasa fyrir auka rakadrægni.
- Henta vel undir ullarskeljar og veita framúrskarandi lekavörn.
- Fliparnir eru nógu breiðir til að sleppa snappi eða nælum en það má nota lokun með ef þú vilt að bleyjurnar haggist ekki.
Hvernig set ég saman minn pakka?
- Veldu 2-4 ullarskeljar að eigin vali.
- Veldu 1+ lanolín lausn að eigin vali.
- Veldu 8+ innlegg að eigin vali og fáðu 20% afslátt.
- Kláraðu kaupin og Cocobutts blautpoki fylgir frítt með
Náttúrulegi ullarpakkinn – Sveigjanlegt kerfi fyrir einfalda, skilvirka og hagkvæma taubleyjunotkun.
Magnað hvað litlir einfaldir aukahlutir gefa gæfumun!
Net-þvottapokarnir frá Little Lamb er einir af þeim hlutum.
Þú einfaldlega hengir stóra pokann upp eða setur í bala og safnar bleyjunum í hann. Þegar hann er fullur skaltu taka pokann allann og henda honum í þvott! frábært fyrir þá sem eru hræddir við skítugar bleyjur. Einnig algjör snilld fyrir hvaða viðkvæma þvott sem er.
Litlu pokarnir eru tilvaldir fyrir litla hluti sem þvottavélin á það til að ræna, t.d litla sokka eða lekahlífar.
Ert þú og fjölskyldan að íhuga að skipta yfir í taubleyjur en eruð ekki viss hvar og hvernig eigi að byrja? Eða kannski eruð þið þegar byrjuð en viljið fá dýpri innsýn og læra meira? Þá er þetta námskeið fyrir ykkur!
Hvað lærið þið?
Á þessu hnitmiðaða 50 mínútna netnámskeiði förum við yfir allt sem þið þurfið til að geta byrjað af öryggi með fjölnota bleyjur fyrir barnið ykkar. Við förum yfir:
- Ávinning taubleyja fyrir umhverfi, heilsu og sparnað.
- Mismunandi bleyjutýpur og efni, þar á meðal vasableyjur, AI2, AIO og næturkerfi.
- Hvernig á að setja upp og viðhalda þvottarútínu sem tryggir hreinar og öruggar bleyjur.
- Heilræði fyrir byrjendur og svör við algengum spurningum.
Fyrir hvern er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir öll sem vilja fræðast um taubleyjur og fá innsýn í hvernig það er að nota þær í íslenskum heimilisaðstæðum. Hvort sem þið eruð byrjendur eða reynslumikil, þá er markmið okkar að gera ykkur kleift að nota fjölnota bleyjur af öryggi og ánægju.
Þið fáið einnig:
- Aðgang að fræðsluefni og persónulegri ráðgjöf í gegnum Cocobutts.
- Afslátt af byrjendapökkum
- Tækifæri til að vera hluti af samfélagi foreldra sem hafa valið taubleyjur, þar sem þið getið deilt reynslu og fengið stuðning.
Fáið sjálfstraust og þekkingu til að taka þátt í grænu byltingunni með fjölnota bleyjum! Skráið ykkur núna og njótið þess að taka fyrsta skrefið í átt að umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl.
3.500 kr
Verð per eininguBamboozle kerfið frá Totsbots er einstaklega þæginlegt og auðvelt kerfi í notkun. Hægt er að nota skelina yfir fitted bleyjuna og prefoldin og flísrenningin á bæði prefoldin og fitted bleyjuna. Ath það þarf taubleyjuklemmu eða nælu með prefoldunum ef það á að brjóta þau saman eins og bleyju á barnið.
Í þessum pakka færð þú:
1x Nýbura Bamboozle skel frá Totsbots
1x Nýbura Bamboozle fitted bleyju frá Totsbots
2x Prefolds frá Alva baby
1x Flísrenning frá Little Lamb
Vilt þú selja vörurnar þínar?
Myndir þú vilja selja þinn fjölnota taubleyjuvarning (hvaðan sem er) eða aðrar notaðar vörur frá okkur á Cocobutts markaðstorginu? Við erum með nokkrar pælingar í gangi þannig ef þú hefur áhuga hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á info@cocobutts.is og skoðum það saman nánar!
Vörulýsing
„Eco Warrior“ lífræna hamp bómullarblandan er úr sjálfbærum og lífrænt ræktuðum trefjum sem gerir það að verkum að innleggið er náttúrulegra og minna unnið. Þetta er einnig harðgert efni sem endist vel. Vegna þess hve lítill hampurinn er unninn hefur hann tilhneigingu til að stífna þegar hann þornar og getur því verið harður og vel formaður en hefur þann eiginleika að mýkjast þegar hann hitnar við húð barnsins.
Innleggin eru „One-size“ og henta frá 4-18 kg.
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar að úr heiminum.
Nýburableyjuleigan okkar er hagkvæm og umhverfisvæn leið til að nota taubleyjur frá fyrstu dögum barnsins.
Nýburableyjupakkarnir okkar eru í boði um allt land, og þú greiðir aðeins sendingarkostnað aukalega. Við sendum þér leiðbeiningar varðandi endursendingu með afhendingu pakkans og áminningu þegar líður að skilum. Þú færð einnig rafrænan leiðbeiningabækling með hagnýtum upplýsingum.
Þú greiðir fyrir fyrsta mánuðinn (30 dagar) sem er óafturkræft, en ef þú sérð fram á að þurfa ekki tvo mánuði (60 daga) og hefur bókað svo langan tíma þá getur þú skilað fyrr og fengið inneign fyrir ónotuðum dögum af seinni mánuðinum.
Pakkarnir eru alltaf nýlegir og í topp standi. Við endurnýjum skeljar, innlegg og aukahluti sem sýna áberandi slit. Þannig tryggjum við að pakkarnir séu alltaf í góðu ástandi til að tryggja eins góða reynslu og best verður á kosið.
ATH: Með bókun samþykkir þú sjálfkrafa leiguskilmála Cocobutts.
Hvað er í nýburableyjupakkanum?
Nýburableyjur frá Elskbar
- 20x Skeljar með bambus innra lag ásamt trifold úr bambus
Nýburaskeljar frá Elskbar
- 3x Þurrkanlegar skeljar
Ai2 innlegg
- 6x Bambus innlegg frá Bare and Boho
- 3x Hemp innlegg frá Bare and Boho
Fjölnota þurrkur
- 10x Bambus blautþurrkur frá Little lamb
- 10x Bambus terry þurrkur frá Poppets
Blautpokar
- 1x Miðlungs blautpoki frá Cocobutts
- 1x Pail Liner frá La Petite Ourse
Skil og afhending
Ef þú færð pakkann sendan með Dropp eða Íslandspósti fylgir skilamiði með. Þú greiðir fyrir skilamiðann við pöntun og heldur umbúðunum meðan á leigutíma stendur. Við bætum 5 daga við leigutímann fyrir skil, og pakkinn skal sendur af stað í síðasta lagi á lokadegi leigutímans.
Allar bleyjur eru ástandsskoðaðar við skil, og ef þörf er á, fara þær í djúphreinsun, en það er afar sjaldgæft. Við gerum okkar besta til að fjarlægja bletti sem kunna að vera til staðar vegna sterks litarefnis í mjólkurhægðum, en blettir hafa ekki áhrif á notkun bleyjanna, né gera litarblettir þær skítugar.
Verð og greiðslur
- 30 dagar: 14.900 kr.
- 60 dagar: 29.900 kr.
Innborgun
- Þú ræður hvort þú greiðir 50% við bókun og 50% við afhendingu eða staðgreiðir.
Hvernig virkar þetta?
- Veldu leigutímabil (30 eða 60 daga) og upphafsdagssetningu í dagatalinu.
- Svartmerktar dagsetningar sýna lausa daga.
- Dagatalið tekur sjálfkrafa frá tímabilið fyrir þig á meðan þú gengur frá pöntun.
- Við sendum þér leiðbeiningar um meðhöndlun og notkun í tölvupósti eftir greiðslu.
Við bjóðum þér að prófa taubleyjur á einfaldan hátt með nýburableyjupakkanum – skref í átt að sjálfbærni og vellíðan fyrir barnið.
Vörulýsing
Dásamlegir og umhverfisvænir og næringarríkir molar fyrir fjölnota þurrkur, þannig að blautþurrkurnar þrífi betur og nærir húð barnins í leiðinni. Hægt er að kaupa næringarmolana í dollu eða sem áfyllingu, svo geturðu líka skellt prufu í körfuna ef þig langar að prófa áður en þú tekur þetta alla leið!
Smá dekur tekur mann langa leið!
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Innihald og pakkningar
Hver dolla af Poppets ilmmolum inniheldur blöndu af 20 molum.
Molarnir í eru allir búnir til úr shea smjöri og kókosolíu með mismunandi ilmkjarnaolíum og koma í mismunandi litum eftir ilmum.
Ilmmolarnir eru úr náttúrulegum efnum og eru laus við SLS, paraben og pálmolíu. Molarnir eru ekki prófaðir á dýrum.
Pakkningarnar eru endurvinnanlegar, endurnýtanlegar og lausar við plast.
Hægt verður að kaupa áfyllingar í náinni framtíð þannig við mælum með að geyma dolluna!
Efni
Glycerin, Aqua, Butyrospermum Parkii butter, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Cocos Nucifera Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI 77891, CI 51319, CI 74160 Parfum
Notkunarleiðbeiningar
Þú einfaldlega bræðir einn mola í sjóðandi heitu vatni, leyfir því að kólna aðeins og hellir svo ilmlausninni yfir hreinar fjölnota þurrkur.
Settu Poppet mola ofan í vasa og bættu við sjóðandi heitu vatni. Bíddu í 30 sekúndur og hrærðu vel í vatninu þar til molinn leysist alveg upp. Settu hreinar fjölnota þurrkur ofan í hitavarið box og helltu Poppet lausninni yfir þurrkurnar. Leyfðu þurrkunum að kólna áður en þú notar þær. Geymdu þurrkurnar í lokuðu boxi eða litlum blautpoka og notaðu þær innan tveggja daga. Einnig hægt að leyfa lausninni að kólna og setja í spreybrúsa og bleyta þurrkurnar jafn óðum ef vill.
Einn ilmmoli gerir 400ml-1000ml af ilmlausn
Vottuð örugg fyrir ungabörn 1. mánaða og eldri. Mælst er til að nota hreint soðið vatn fyrsta mánuðinn í lífi barnsins.
Myndband
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Alva baby er þekkt fyrir að bjóða upp gríðarlega öflugar og góðar taubleyjur á frábæru verði. Ekki skemmir hvað þær eru litríkar og einfaldar í notkun!
Afhverju næturbleyjur?
Börn eru yfirleitt lengur í næturbleyjunum, eða hátt upp í 12 tíma. Fæstar dagbleyjur eru með slíka rakadrægni. Því mælum við með að eiga góð næturkerfi sem eru alltaf tilbúnar í slaginn fyrir næturvaktina. Enginn höfuðverkur og ekkert vesen um miðja nótt!
Nánari lýsing
Fitted bleyja frá Alva baby með AWJ innra lagi
Fitted bleyjurnar frá Alva baby eru einstaklega rakadrægar og henta sem næturbleyjur. Ef þær duga ekki til einar og sér þá er ekkert mál að setja búster í vasann á bleyjunni. Við mælum með Súper soker hemp/bómullar búster frá Little Lamb.
Inní bleyjunni er í-saumaður 3ja laga bambus innlegg sem er mjög rakadrægt og hentar því ofurpissurum vel. Bleyjan er með AWJ innra lagi sem að hentar vel börnum með viðkvæma húð.
Bleyjan er með „ruffled“ teygjum utan um lærin sem gera það að verkum að hún hentar vel læragóðum sem og smágerðum börnum. "Ruffled" teygjur halda kúkasprengjum í skefjum líka.
Snap-in Ai2 skel frá Alva baby
Skelin er mjög vegleg, en hægt er að nota skelina bæði yfir fitted bleyjuna, preflats eða setja innlegg inn fyrir panelinn. Á skelinni er smella sem hin sívinsælu Bare and Boho innlegg passa í líka. Þannig getur þú notað skelina áfram á daginn líka.
Efni
Fitted bleyja
80% bambus
20% polyester
Skel
Ytra lag: polyester vatnsheldu og TPU sem andar.
Innra lag: Vatnshelt TPU sem andar. Hægt að nota með fitted bleyju, prefolds eða innleggjum.
Myndband
Um merkið
Einfaldar og hagkvæmar vörur sem hafa allt sem þú mögulega þarft til þess að leiða farsælt taubleyjulíf. Vinsælustu vörurnar frá Alva baby eru vasableyjurnar og bambus innleggin. Alva Baby er kínverskt merki og eru vörurnar saumaðar þar.
7.990 kr
Verð per eininguVörulýsing
Virkilega mjúk, falleg og nytsamleg lök sem vernda dýnuna frá vætu. Lökin eru hljóðlát og anda vel.
Það sem við elskum mest við lökin er að þau eru að mestu laus við þennan "brakandi" fýling sem almennar vatnsheldar undirbreiður eru með og draga gjarnan úr svefngæðum barna og foreldra.
Stærð 81 x 41 x 10cm
Passar m.a. á
- Moses vöggur
Þvottaleiðbeiningar
Lökin mega fara í þvott með almennum þvotti í hitastigi í allt upp að 60 gráður.
Við mælum með að hengja lökin upp til þerris en annars mega þau fara fara í þurrkara á lágum hita.
Má ekki strauja, leggja í klór eða láta liggja í bleyti til lengri tíma.
Efni
Efra lag er úr 100% lífrænni bómull með umhverfisvænu bleki fyrir mynstur.
Vatnsheldi parturinn er úr mjög þunnu PUL-i sem andar. Þræðirnir PUL-ið er þynnra en mennskt hár!
Varan er án allra skaðlegra efna.
Um Merkið
Little Human Linens er ástralskt merki sem sérhæfir sig í nauðsynjavörum fyrir foreldra og börn.
Vörulýsing
Nimble Potty Cleaner sótthreinsirinn er öruggur og eiturefnalaus koppa- og klósettsetuhreinsir sem á erindi á hvert heimili
- Eingöngu náttúruleg innihaldsefni unnin úr plöntum.
- Laus við öll ertandi efni, klór, súlföt, ilmefni og ensím
- Drepur 99.9 % baktería
- Mildur ilmur sem drepur kúkafýluna
- Hentar fyrir koppa, klósettsetur, bleyjuruslafötur, skiptimottur og jafnvel sem almennur baðherbergishreinsir!
- Ein flaska dugar fyrir c.a. 250 hreinsanir.
Innihaldsefni
Náttúruleg innihaldsefni: sodium laureth sulphate (coconut-based), lactic acid (natural disinfectant from fermented corn) and 0.1% ethanol. Others: Water, parfum (allergen-free)
Vörulýsing
Komdu í veg fyrir þrýstingsleka og hámarkaðu þægindi barnsins með þessari snilldar viðbót á samfellurnar!
Þú færð þrjár í pakka og þær ættu að passa á flestar samfellur.
Framlengingarnar eru ekki bara fyrir taubleyjubörn heldur fyrir öll umhverfisvæn heimili sem vilja nota samfellurnar sínar aðeins lengur með stækkandi börnum!
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Ullarsápustykkið frá Poppets er fullkomið fyrir ull því það er milt og nærandi og eru einstaklega ríkt af olífusmjöri og lanolíni sem bæði nærir og lengir líf ullarinnar.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður - annars getur ullin þæfst.
2. Nuddaðu sápustykkið á milli handanna þinna ofan í vatninu þangað til vatnið er orðið fallega mjólkurlitað.
3. Settu ullina ofan í lausnina.
4. Þú mátt nudda sápustykkinu beint á erfiða bletti. Skolaðu svo sápuna vel úr álagssvæðinu.
5. Láttu ullina liggja í bleyti í 30 mín.
6. Skolaðu létt og varlega.
7. Ef þú þarft að lanolísera ullarskeljar, þá myndiru hefja það ferli hér.
8. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
Innihald og pakkningar
80gr hjartalaga sápustykki fyrir ull í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Efni
Glycerin, Aqua, Lanolin, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Sodium Shea Butterate, Olea Europaea Fruit Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Citric Acid, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI7789
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Taktu þátt í fræðslu og vörukynningu á Zoom, mánudaginn 25. nóvember kl. 10:30-11:30, þar sem við skoðum hvernig lífshættir okkar og neysluvenjur hafa áhrif á umhverfið, heilsuna og fjárhag heimilisins.
Í þessari fræðslu:
🌱 Lærir þú hvernig fjölnota og umhverfisvænar vörur geta gert lífið einfaldara og betra.
🌱 Við ræðum hvernig hægt er að minnka úrgang, lifa meðvitaðri og stíga skref í átt að hreinum lífsstíl.
🌱 Þú færð praktískar lausnir og góð ráð sem þú getur byrjað að nota strax.
Við kynnum einnig vinsælar Cocobutts vörur og svörum spurningum um fjölnota bleyjur, tíðavörur og fleiri sjálfbærar lausnir fyrir daglegt líf.
Vertu með okkur og taktu fyrstu skrefin í átt að sjálfbærari og hreinni framtíð 💚
Öll sem mæta fá 15% afslátt til að versla í netverslun eftir kynninguna.
Sjáumst á Zoom! 🌿
Fallegar og praktískar skiptimottur sem hægt er að rúlla upp og loka með smellu. Tilvalið til að hafa með í skiptitöskuna eða á öðrum stöðum á heimilinu til þess að passa upp á hreinleika.
Auðvelt að strjúka af og þrífa.
45x75cm
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Langt og mjög rakadrægt innlegg úr 100% GOTS vottaðri lífrænni bómull og bambus, sem gerir það mjúkt og sveigjanlegt í notkun. Innleggjatungan er þannig hönnuð að hægt er að brjóta hana saman á mismunandi vegu til að fá hámarksrakadrægni nákvæmlega þar sem þú þarft hana. Best er að hafa nokkur lög fremst fyrir drengi og að aftan fyrir stúlkubörn en innleggið veitir mest 15 lög af hágæða rakadrægni. 'Sporðsendann' á innlegginu má staðsetja að framan eða aftan í vasableyjunni, eftir því hvar þú vilt fá mestu rakadrægnina.
Stærð
60cm lengd x 9cm breidd, víkkar í 13 cm á sporðsendanum.
Efni
Ytra lag: 100% GOTS vottuð lífræn bómull.
Innra lag: 3x 80%bambus/20%polyester.
Umhirða
Þvoið á 40 eða 60 gráðum.
Ekki nota bleikiefni eða mýkingarefni.
Látið loftþorna eða notið þurrkara á lágum hita, fjarri beinum hita.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Einstaklega vandað og rakadægt innleggjasett frá Elskbar úr dúnmjúku bambus terry sem helst mjúkt eftir óteljandi þvotta. Settið inniheldur innleggjatungu og búster sem smellist í Natural Snap-In og Cover All frá Elskbar eða sem innlegg í hvaða vasableyjur sem er. Innleggjatungan er þannig hönnuð að hægt er að brjóta hana saman á mismunandi vegu til að fá hámarksrakadrægni nákvæmlega þar sem þú þarft hana. Best er að hafa nokkur lög fremst fyrir drengi og að aftan fyrir stúlkubörn.
Tilvalið er að eiga 3 sett fyrir hverja skel.
Efni
85% bambus
15% polyester
Um merkið
Elskbar er danskt vörumerki í eigu fjögurra barna móður frá Árhúsum. Markmið Elskbar er að framleiða hágæða taubleyjur og aukahluti úr vönduðum, náttúrulegum efnum sem koma í dásamlega fáguðum unisex munstrum og litum.