La Petite Ourse
XL blautpoki - Pail liner með rennilás á botni
5.890 kr
Verð per eininguÁætlaður afhendingartími milli desember 30 og janúar 01.
Sannkallaður LÚXUS blautpoki (pail liner) sem er ein vinsælasta varan okkar frá upphafi!
Þessi poki var hannaður til þess að auðvelda þér taubleyjulífið til muna!
Pokann getur þú bæði hengt upp á hanka, á lokaða stöng eða notað teygjuna yfir opinu til þess að strekkja yfir bala. Pokinn rúmar um 20-25 óhreinar bleyjur, er vatnsheldur og heldur lykt í skefjum. Virkilega endingargóður geymslupoki sem er algjör skyldueign fyrir alla taubleyjuforeldra.
Nánar
- Á botnum er rennilás sem gerir þér kleift að henda pokanum beint í þvottavélina án þess að þurfa tæma pokann og snerta skítugar bleyjurnar. Þú einfaldlega rennir frá og lokar vélinni og voila! Bleyjurnar rata sjálfar sína leið úr pokanum þegar vélin fer af stað.
- Tveir sterkir hankar með sterkum smellum sitthvorumegin á pokanum gerir þér kleift að geyma pokann hvar sem er.
- Lítill aukavasi inn í pokanum með rennilás á botninum fyrir þurrkur ef ske kynni að þú viljir ekki blanda þeim saman við bleyjurnar.
- Lítill bambusnibbi er á saumaður inn í pokann svo þú getur sett einn til tvo dropa af þinni uppáhalds ilmkjarnaolíu til að minnka lykt og minnka líkur á bakteríumyndun skítugra bleyja í pokanum.
Efni
LPO ECO: 100% polyester ú endurunnu plasti
Stærð: 60 cm X 68 cm
Um merkið
La Petite Ourse bjóða upp á endingagóðar vörur á viðráðanlegu verði. Þetta er franskt-kanadískt merki og vörurnar eru saumaðar í Kína.
Við mælum með að þvo allar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar, ef ekki allar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.
Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.
Þvottarútína
Við mælum heilshugar með að að þvo alla aukahluti með PUL-efni með öðrum PUL vörum og samnýta þannig þvottinn.
Þurrkun
Við mælum með að þurrka allar vörur með PUL-i á snúru. Ef þú þarft að nota þurrkara skaltu nota lága hitastillingu.
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 30 daga. Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira
5.890 kr
Verð per einingu