159 vörur
159 vörur
Flokka eftir:
Vörulýsing
Við kynnum til leiks nýjustu viðbótina úr smiðjum Little Lamb, einu af okkar uppáhalds vörumerkjum - Þjálfunarnærbuxur!
Þessar nýstárlegu þjálfunarnærbuxur eru með innra lag úr bómullar- og hamp blöndu, sem gerir þær alveg extra rakadrægar. Það er extra auðvelt fyrir barnið að toga þær upp og niður en einnig mjög auðvelt fyrir foreldri að kippa þeim af því þær smellast á annarri hlið. Þessar þjálfunarnærbuxur eru með vatnsþéttu ytra lagi þannig þær henta vel í löngu lúrana og bíltúruna - eða þegar fötin mega alls ekki blotna.
Þessar nærbuxur eru í stærð xLarge og henta börnum 19-25kg
Nánar
Við bjóðum upp á þessar þjálfunarnærbuxur til 28kg þannig þær gætu einnig hentað börnum með dag- og næturvætuvandamál.
Með því að velja að nota þjálfunarnærbuxur í koppaþjálfuninni í stað einnota buxnableyja hjálpar þú barninu þínu að kveikja á skynvitund sinni þegar kemur að því að gera stykkin sín. Það finnur fyrir vætunni án þess að eiga á hættu á að væta í buxurnar sínar (með tilheyrandi tilfinningum fyrir eldri börn, sérstaklega). Little Lamb notar eingöngu náttúruleg og eiturefnalaus efni sem eru m.a. OEKO-TEX® vottaðar, og eru algjörlega skaðlausar barninu þínu.
Segðu skilið við rándýru einnota buxnableyjurnar sem gera nákvæmlega ekkert fyrir koppaþjálfunina og bjóddu þessar fallegu, eiturefnalausu og fjölnota þjálfunarnærbuxur velkomnar í þessi mikilvægu tímamót í lífi barnsins þíns.
Kynntu þér nánar um koppaþjálfun í skrefum HÉR.
Eiginleikar
Þvottaleiðbeiningar
Gott er að skola þjálfunarnærbuxur með köldu vatni og geyma í blautpoka áður en þær fara í þvott eða hengja til þerris áður en þær fara í þvottakörfuna. Það má þvo þær á 60 gráðum en það dugar alveg að þvo þær á 40 gráðum hafa þær verið skolaðar áður. Við mælum með að henda þjálfunarnærbuxum í þvott með handklæðunum eða bara með fötum barnsins þíns.
Vottanir
OEKO-TEX
Merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Þetta ofurmjúka og vel rakadræga bambus prefold innlegg er auðvelt að smella í AIO bleyju eða Ai2 Cover All skel skeljarnar frá Elskbar.
Ofurmjukt bambusinnlegg
Þú munt elska þetta ofurmjúka bambus prefold því það er rosalega mjúkt, ofurakadrægt og náttúrulegt. Prefold innleggið frá Elskbar má brjóta á marga mismunandi vegu til að ná fram þeirri rakadrægni sem þú þarft fyrir barnið þitt. Þú getur brotið það bæði í styttri og lengri átt.
Innleggið er úr mjúku bambusfrotté sem er saumað í þrjú brot. Það hefur 3 x 4 x 3 lög af rakadrægni. Þetta þýðir að þegar þú brýtur það saman getur þú náð allt að 10 lögum af rakadrægni. Ef þú brýtur það á hinn veginn getur þú fengið 9 lög á rassinum, 12 lög í miðjunni og 9 lög að framan. Það er fullkomið fyrir börn sem pissa mikið eða til að nota í næturbleyjuinnlegg.
Prefold innleggið hefur tvær smellur og hægt er að festa það bæði í Cover All og Natural Snap-In skeljarnar. En þú þarft ekki að nota smellurnar neitt frekar en þú vilt og getur hreinlega bara lagt innleggið inn í ullarskeljar eða ofan í vasableyjur ef það þóknast þér frekar.
Ef þú vilt nota þetta bambus prefold í Cover All skelina mælum við með að þú hafir 3 innlegg fyrir hverja skel. Þú getur einnig notað auka innlegg til að auka rakadrægni bleyjunnar fyrir langar bílferðir eða næturnotkun.
Innra byrði prefoldsins er með pólýester „mesh“ sem bambuslykkjur eru saumaðar á. Þess vegna verður ekkert pólýester við húð barnsins, en efnið á innra byrðinu veitir stöðugleika, eykur endingu innleggsins og kemur í veg fyrir að prefoldið dragist saman.
Ertu óviss um hvaða innlegg þú átt að velja? Heimsæktu leiðbeininguna okkar um mismunandi innlegg hér.
Efni
85% bambus
15% polyerster
Lög: 3
Stærð:
Breidd: 30 cm
Lengd: 39 cm
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Uppgötvaðu nýja leið til að takast á við blæðingar með taubindunum okkar, sem eru hönnuð til að veita bestu mögulegu vernd, bæði fyrir þig og umhverfið.
Hagnýtir eiginleikar:
- Mikil rakadrægni: Hentar fullkomlega sem næturbindi fyrir þær sem upplifa miklar blæðingar, sérstaklega fyrstu dagana.
- Aðlögunarhæfni: Vængirnir eru stillanlegir í tvær mismunandi stærðir, svo bindið passi fullkomlega við nærbuxurnar.
- Fjölnota notkun: Einnig hægt að nota fyrir útferð, þvagleka eða sem úthreinsunarbindi
- Umhverfisvænn valkostur: Dregur úr notkun og urðun einnota tíðabinda
Efni:
- Ytra lag úr 100% endurunnum pólýester með vatnsheldu TPU laminate.
- Light Flow og Medium Flow bindi innihalda 2 lög af lífrænni bómull.
- Heavy flow og Ultra/Maternity Flow innihalda 3 lög af lífrænni bómull.
Af hverju að velja taubindi?
Þegar þú hefur prófað fjölnota bindi, munu einnota tíðabindi líklega tilheyra fortíðin. Taubindin festast ekki við húðina, þau hafa minni lykt, og stuðla að heilbrigðari flóru þarna niðri. Með því að velja taubindi, ertu ekki aðeins að huga að þinni eigin heilsu, heldur ertu einnig að vernda umhverfið okkar.
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Ofur rakadrægar brjóstagjafalekahlífar úr mjúkum bambus
Umhverfisvænn og eiturefnalaus kostur fyrir mjólkandi mæður
Elskbar brjóstagjafalekahlífarnar eru hannaðar fyrir mæður sem vilja sjálfbæra og þægilega lausn. Þessar ofurmjúku lekahlífar hafa bambusflauel við húðina, sem bæði andar og ertir ekki viðkvæma húð, ásamt því að hafa bakteríudrepandi eiginleika sem dregur úr líkum á sveppasýkingum. Þrjú lög af rakadrægum bambus tryggja að þú haldist þurr allan daginn, á meðan ytra vatnshelda TPU lagið verndar gegn leka. Hér færð þú pakka með þremur pörum (samtals 6 stykki) af lekahlífum með fallegu mynstrunum Wildflowers, Twigs og Dandelions. Lekahlífarnar eru 12 cm í þvermál, sem tryggir hámarks þekju og þægindi, óháð stærð brjóstanna. Brjóstagjafalekahlífarnar má auðveldlega þvo í vél við 60 gráður og endurnýta aftur og aftur, sem gerir þær að hagkvæmu og umhverfisvænu vali fram yfir einnota brjóstagjafalekahlífar. Þú getur notað litla Elskbar blautpokann til að geyma bæði hreinar og notaðar lekahlífar, bæði heima og á ferðinni.
Danska ljósmóðirin og brjóstagjafaráðgjafinn, Sanne Christensen frá Randers Ljósmóðurstofu, og brjóstagjafaráðgjafinn og dúlan, Astrid Givard frá En Anden Start mæla með brjóstagjafaleikahlífunum frá Elskbar við danskar mjólkandi mæður.
Kostir endurnýtanlegra brjóstagjafalekahlífa
Að velja endurnýtanlegar brjóstagjafalekahlífar fram yfir einnota gefur fjölmarga frábæra kosti sem bæta ekki aðeins brjóstagjafaupplifunina heldur hafa líka jákvæð áhrif á umhverfið og fjárhaginn þinn. Hér eru helstu kostir þess að velja endurnýtanlegar brjóstagjafalekahlífar:
- Meiri þægindi og mildara við húðina: Elskbar endurnýtanlegu brjóstagjafalekahlífarnar eru úr bambus, sem er mun mýkra efni og andar betur en efnin sem notuð eru í einnota lekahlífar. Þær eru því tilvaldar fyrir viðkvæma húð, þar sem þær minnka hættuna á bakteríu- og sveppamyndun.
- Betri rakadrægni: Fjöldi laga af ofur rakadrægum bambus bambus gera það að verkum að þessar endurnýtanlegu lekahlífar geta dregið í sig meiri vökva en margar einnota lekahlífar. Þetta þýðir færri skiptingar yfir daginn og betri vörn gegn óæskilegum leka.
- Umhverfisvænt og sjálfbært: Einn af stærstu kostunum við endurnýtanlegar brjóstagjafalekahlífar er jákvæð áhrif þeirra á umhverfið. Með því að fjölnota lekahlífar minnkar þú úrgang frá einnota vörum, sem dregur úr umhverfisáhrifum þínum. Þú getur notað sömu lekahlífarnar aftur og aftur, með nokkrum börnum – bara þvegið, þurrkað og endurnýtt!
- Fjárhagslegur sparnaður: Þó að endurnýtanlegar lekahlífar kunni að hafa hærri upphafskostnað, borga þær sig margfalt til baka. Þú þarft ekki stöðugt að kaupa nýja pakka af einnota lekahlífum, sem sparar peninga til lengri tíma og gerir þær að mun betri valkosti fjárhagslega.
Hversu margar lekahlífar þarftu?
Almennt er mælt með að hafa 6 sett af endurnýtanlegum brjóstagjafalekahlífum (samtals 12 lekahlífar) til að mæta daglegum þörfum. Þetta magn gefur þér nægar lekahlífar til að skipta reglulega yfir daginn og nóttina, á meðan þú hefur tíma til að þvo og þurrka þær á milli notkunar. Fjöldinn getur þó verið breytilegur eftir því hversu mikið þú lekur og hversu oft þú vilt þvo þær. Ef þú upplifir mikinn leka eða vilt þvo sjaldnar getur verið gott að hafa fleiri sett, mögulega allt að 10-12 sett, svo þú hafir alltaf nýjar lekahlífar tilbúnar. Góð þumalputtaregla er að byrja með 6 sett og aðlaga svo eftir þínum þörfum.
Nánari upplýsingar
- 3x pör í pakka (6stk í heildina)
- Innra lag: 3x lög af rakadrægum bambus. 85% bambus og 15% polyester
- Vatnhelt ytra lag: 100% polyester með TPU (thermoplastic laminate)
- Frábær lekavörn fyrir mjólkandi mæður bæði á meðgöngu og eftir fæðingu
- Eiturefnalaus og and bakteríusafnandi efni upp við viðkvæmar og sárar geirvörtur
- 12cm ummál
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Vörulýsing
Suede renningar / Fjölnota linerar frá La Petite Ourse.
Afar þunnur og mjúkur fjölnota renningur sem þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætunni.
Fjölnota renningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem stay-dry efnið hrindir vætunni frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir fjölnota renning er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Suede renningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Koma 10 saman í pakka.
Nimble Germ Zapper sótthreinsirinn þornar fljótt og skilur ekki eftir sig filmu á höndunum. Hann er bragðlaus, með milda og góða lykt og þurrkar ekki hendurnar. Hentar ekki síður fullorðnum með viðkvæma húð.
- Eingöngu náttúruleg innihaldsefni unnin úr plöntum.
- Laus við öll ertandi efni, súlföt, ilmefni og ensím
- Dreppur 99.9 % baktería
Virkilega fallegur og praktískur blautpoki með tveimur hólfum, 3D botni og endalausum notkunarmöguleikum.
Tvö hólf fyrir þægilega geymslu á blautum og þurrum hlutum
Nýi blautpokinn frá Elskbar er alger nauðsyn fyrir alla foreldra sem nota margnota bleyjur – eða í raun alla foreldra sem vilja skipuleggja hluti barnsins á snjallan og fallegan hátt. Blautpokinn er vatnsheldur og hefur tvö aðskilin hólf, svo þú getur auðveldlega haldið blautum og þurrum hlutum aðskildum. Hann er fullkominn fyrir heimilið, dagsferðir og lengri ferðir þar sem þú þarft að hafa allt skipulagt og innan seilingar.
Fjölhæf og stillanleg handfangahönnun
Framsækin hönnun á ólunum gerir það auðvelt að aðlaga blautpokann að þínum þörfum. Ólarnar er hægt að festa á þrjá mismunandi vegu:
- Festing á kerru – Festist auðveldlega utan um handfangið á kerrunni eða á stöng og hanka, sem gerir þér kleift að hafa nauðsynlegu hlutina við höndina á þæginlegan máta.
- Löng axlaról – Ólarnar er hægt að smella saman til að búa til þægilega axlaról sem gerir þér kleift að bera blautpokann á öxlinni.
- Handfang til að bera í hendi – Þú getur einnig fest ólarnar þannig að þær mynda lítið handfang, sem gerir þér kleift að bera blautpokann þæginlega í hendi ef þú þarft að gera borið pokann á únliðnum t.d.
Þetta er sannarlega lúxus blautpoki sem þú munt ekki geta verið án!
Stórt geymslurými fyrir margvíslega notkun
Þessi rúmgóði blautpoki getur geymt allt að 8 taubleyjur en notkunargildið endar ekki þar. Þú getur notað hann til að geyma leikföng, aukaföt, sundföt, handklæði eða jafnvel sem skiptitösku fyrir barnið. Hann er nógu fjölhæfur til að fylgja þér og fjölskyldunni í öll ævintýri – og er einnig ómissandi á ferðalagi þegar þú vilt halda hlutunum vel skipulögðum.
Frekari upplýsingar
Hæð: 38cm
Breidd: 35cm
Botn: 12cmx23cm
Efni: 100% Polyester með TPU (thermoplastic laminate)
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Þjálfunarnærbuxur – Pre-Loved
- Bare and Boho Þjálfunarnærbuxur
- Stærð: 5-15 kg
- Efni: Lífræn bómull og bambus
- Sérkenni: Hægt að smella frá á hliðunum fyrir þægilega notkun. Fullkomnar fyrir lítil skref í átt að klósettþjálfun!
- Alva Baby Þjálfunarnærbuxur
- Stærð: Stillanleg, passar um 10-15 kg
- Efni: Bambus innra lag og PUL ytra lag
- Sérkenni: Mjúkar og rakadrægar – tilvaldar fyrir börn sem eru að byrja að venjast koppnum eða klósettinu.
- Þjálfunarnærbuxur (3T)
- Stærð: 2-3 ára börn
- Efni: Bómull ytra og innra lag með PUL milli lagi
- Sérkenni: Þægilegar og einfaldar í notkun – veita bæði þægindi og vörn á meðan á klósettþjálfun stendur. Líta út eins og venjulegar nærbuxur.
Endurnýttar þjálfunarnærbuxur sem stuðla að sjálfbærni og gera klósettþjálfunina einfaldari og tryggja öryggi þegar þið þurfið á því að halda 🌿
Vörulýsing
Auktu rakadrægnina í taubleyjunum til muna þessum þunnu en rakadrægu bambus innleggjum frá Little Lamb án þess að þykkja bleyjurnar! Nauðsynjavara fyrir taubleyjufjölskylduna og hentar mjög vel sem nætur bústerar eða fyrir langar bíl- og flugferðir.
Þessi innlegg eru hönnuð þannig að þeir draga bæði hratt og vel í sig. Bambusinn er rakadrægur af náttúrunnar hendi en svo er það efnið sem er ofið á byltingarkenndan hátt þannig það myndast andrými milli bambuslaga sem gerir það að verkum að innleggið dregur hraðar í sig. Þannig verður innleggið hvorki of blautt upp við húð barnsins og tryggir því hámarks þægindi og frábæra lekavörn.
Efni og stærð
90% bambus viscose
10% polyester
13 x 33cm (passar í OS bleyjur og hægt að nota sem búster með öðru innleggi eða tvö innlegg saman)
Framleiðandi mælir með þremur þvottahringjum áður en bústerarnir eru teknir í notkun að tryggja hámarksrakadrægni
Vörulýsing
Hafði allt til alls á ferðinni og tryggðu þér auka innlegg í fjölnothæfu skiptimottuna/töskunni frá Noah Nappies. Auka innleggin eru með fjórum smellum og eru ætlaðar til skiptana á þeirri sem fylgir fjöllnothæfu skiptimottunni.
Við kynnum margnota OEKO-TEX vottuðu bleyjuinnleggin frá Bare and Boho – snjöll lausn sem gerir bleyjuskiptingar eins þægilegar og hægt er.
Innleggjakerfið okkar er einfalt með smellum! Skítug innlegg eru smellt af skelinni og hrein innlegg eru smellt á.
Engir vasar sem þarf að fylla og engar frekari fyllingar til að smella saman. Rakadrægu innleggin frá Bare and Boho eru hönnuð með hámarksþægindi í huga!
One Size innlegg okkar henta vel fyrir börn frá fæðingu til klósettþjálfunar – og lengur! Þau eru fullkomin fyrir börn sem vega á bilinu 2,5-18 kg, þó að nýbura innleggin okkar séu betur til þess fallin fyrir litil nýburakríli.
Innleggin eru löguð til að tryggja að bleyjurnar verði ekki fyrirferðarmiklar á litla líkama barnsins, svo þau geti hreyft sig og leikið sér!
Innleggin okkar eru með breiðari enda og mjórri enda – sem gefur umönnunaraðilanum möguleika á snúa innlegginu eftir því hvar barnið þarf meiri rakadrægni.
Samsetning: 3ja-laga nýburableyjuinnlegg – Bambus með „stay-dry“ bómullarflís uppvið húð (OEKO-Tex vottað).
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.
Taktu þátt í fræðslu og vörukynningu á Zoom, mánudaginn 25. nóvember kl. 10:30-11:30, þar sem við skoðum hvernig lífshættir okkar og neysluvenjur hafa áhrif á umhverfið, heilsuna og fjárhag heimilisins.
Í þessari fræðslu:
🌱 Lærir þú hvernig fjölnota og umhverfisvænar vörur geta gert lífið einfaldara og betra.
🌱 Við ræðum hvernig hægt er að minnka úrgang, lifa meðvitaðri og stíga skref í átt að hreinum lífsstíl.
🌱 Þú færð praktískar lausnir og góð ráð sem þú getur byrjað að nota strax.
Við kynnum einnig vinsælar Cocobutts vörur og svörum spurningum um fjölnota bleyjur, tíðavörur og fleiri sjálfbærar lausnir fyrir daglegt líf.
Vertu með okkur og taktu fyrstu skrefin í átt að sjálfbærari og hreinni framtíð 💚
Öll sem mæta fá 15% afslátt til að versla í netverslun eftir kynninguna.
Sjáumst á Zoom! 🌿
Kynntu þér þessa einstöku Lúxus ferðaskjóu frá Bare and Boho, sem er ekki aðeins falleg heldur einnig afar praktísk. Hún er hönnuð fyrir nútíma foreldra sem vilja halda skipulaginu í lagi án þess að fórna stíl og fegurð.
Eiginleikar:
- Rúmar 10-12 bleyjur: Þessi ferðaskjóða er hönnuð til að passa bleyjur og þjálfunarnærbuxur, auk þess að geyma þurrka og einnota renninga.
- Vatnsheld: Gerð úr endurunnu polýester-plasti, með vatnsheldri filmu sem gerir hana afar hentuga fyrir endurnýtanlegar nauðsynjavörur.
- Vandaður rennilás: Þolir klórvatn og saltan sjó, sem gerir hana fullkomna fyrir ferðalög.
- Handfang með smellum: Hægt er að hengja skjóðuna á vagninn eða við skiptiborðið fyrir auðvelda aðgengi.
Fullkomin fyrir ferðalög:
Ferðaskjóðan passar vel í hefðbundna ferðatösku og gerir ferðir með börn auðveldari. Við mælum með að eiga ýmsar stærðir og gerðir af blautpokum til að geyma allt frá bleyjum og fötum til sundfata.
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Vörulýsing
Ullarskeljar eru frábær lausn fyrir foreldra sem vilja hafa barnið sitt í náttúrulegum taubleyjum frá fæðingu.
Ullarskelin er notuð yfir gasbleyju eða fitted bleyju sem veita rakadrægni á meðan skelin veitir vatnsheldni. Gasbleyjur og fitted bleyjur henta einstaklega vel fyrir nýbura vegna þess hve oft og mikið þau kúka. Skipta þarf yfirleitt bara um gas- og fitted bleyjur svo lengi sem kúkur hefur ekki farið í skelina og svo er hægt að nota skelina aftur og aftur.
Við bleyjuskipti er skipt um gas- eða fitted bleyju og ullarskelin er viðruð þangað til kemur að næstu bleyjuskiptum. Við mælum með að eiga tvær 2-3 ullarskeljar til að rótera á milli bleyjuskipta.
ATH. Þessar ullarskeljar hafa ekki SIO (snap-in-one) smellur fyrir Ai2 innlegg. En það er lítið mál fyrir okkur að bæta þeim við sé óskað eftir því.
Skoða Ullarskeljar frá Puppi með SIO
Eiginleikar
Þessi bleyjuskel er saumuð úr ítalskri merino ull og er ullin ofin á þann hátt að skelin er mjög þétt en jafnframt ótrúlega þunn og mjúk.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Efni og leiðbeiningar
- Efni: 100% merino ull
- Stærðir: Nýbura (3-6,5 kg)/(6,5-14 lbs) og Mini One size (4,5 - 9,5 kg/10-21 lb)
- Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur með ullarsápu. Viðra skelina eftir hverja notkun. Sjá ullarþvottaleiðbeiningar HÉR.
- Fyrir fyrstu notkun: Setja skelina í lanólínlögur
- Vottanir: teygjur: keyptar frá GOTS- vottuðum framleiðanda(Global Organic Textile Srtandard), smellur: CPSIA
Myndbönd
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 skeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins (!).
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolini sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL.
Um merkið
Puppi er pólskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur saumað margverðlaunaðar ullarbleyjur frá árinu 2013.
Það sem gerir Puppi vörurnar einstakar er að öll efnin sem bleyjan er unnin úr eru náttúruleg og niðurbrjótanleg. Meira að segja teygjurnar eru vottaðar og unnar úr bómull og náttúrulegu gúmmíi.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Þekkirðu einhvern vill leggja sitt af mörkum til umhverfisins í foreldrahlutverkinu? Gjafabréf Cocobutts er þá tilvalin gjöf og gildir í netverslun, verslun og taubleyjuleigu og hentar einstaklega vel fyrir sængurlegugjafir, barnasturtur, skírnargjafir og aðrar tækifærisgjafir sem tengjast ungabörnum.
Veldu þína upphæð og gefðu gjöf sem styður við eiturefnalaust og umhverfisvænt upphaf.
Frí heimsending í bréfpósti fylgir öllum áþreifanlegum gjafabréfum! Láttu okkur vita í skilaboðum með pöntuninni hvort við skrifum á gjafabréfið fyrir þig!
2.500 kr
Verð per eininguBambus nýburainnleggin frá Bare and Boho eru ótrúlega þæginleg í flestar nýburaskeljar eins og frá Bare and Boho, Puppi, Pisi og frá fleiri merkjum. Eru líka mjög þægileg í margar skeljar frá ýmsum merkjum í minnstu stillingu ef ykkur langar að vera með innlegg sem passa betur á nýburann.
Þessi innlegg koma 5 í pakka
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.
4.500 kr
Verð per eininguDásamlegu fitted bleyjurnar frá Little Lamb voru eitt sinn í nýburapökkunum okkar og algjörlega elskaðar af nýbökuðum taubleyjuforeldrum. Ástæðan fyrir því að við ákváðum að skipta þeim út var vegna þess að riflásarbleyjur hentuðu einfaldlega ekki í leigupakkana.
Hver pakki inniheldur:
5x nýburableyjur með riflás ásamt búster og flísrenning
1x Ai2 nýburaskel með riflás og tvöfaldri lærateygju
Allir pakkarnir eru lítið til miðlungs mikið notaðir.
Vilt þú selja vörurnar þínar?
Myndir þú vilja selja þinn fjölnota taubleyjuvarning (hvaðan sem er) eða aðrar notaðar vörur frá okkur á Cocobutts markaðstorginu? Við erum með nokkrar pælingar í gangi þannig ef þú hefur áhuga hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á info@cocobutts.is og skoðum það saman nánar!
Vörulýsing
Við kynnum til leiks nýjustu viðbótina úr smiðjum Little Lamb, einu af okkar uppáhalds vörumerkjum - Þjálfunarnærbuxur!
Þessar nýstárlegu þjálfunarnærbuxur eru með innra lag úr bómullar- og hamp blöndu, sem gerir þær alveg extra rakadrægar. Það er extra auðvelt fyrir barnið að toga þær upp og niður en einnig mjög auðvelt fyrir foreldri að kippa þeim af því þær smellast á annarri hlið. Þessar þjálfunarnærbuxur eru með vatnsþéttu ytra lagi þannig þær henta vel í löngu lúrana og bíltúruna - eða þegar fötin mega alls ekki blotna.
Þessar nærbuxur eru í stærð Small og henta börnum 9-12kg
Nánar
Við bjóðum upp á þessar þjálfunarnærbuxur til 28kg þannig þær gætu einnig hentað börnum með dag- og næturvætuvandamál.
Með því að velja að nota þjálfunarnærbuxur í koppaþjálfuninni í stað einnota buxnableyja hjálpar þú barninu þínu að kveikja á skynvitund sinni þegar kemur að því að gera stykkin sín. Það finnur fyrir vætunni án þess að eiga á hættu á að væta í buxurnar sínar (með tilheyrandi tilfinningum fyrir eldri börn, sérstaklega). Little Lamb notar eingöngu náttúruleg og eiturefnalaus efni sem eru m.a. OEKO-TEX® vottaðar, og eru algjörlega skaðlausar barninu þínu.
Segðu skilið við rándýru einnota buxnableyjurnar sem gera nákvæmlega ekkert fyrir koppaþjálfunina og bjóddu þessar fallegu, eiturefnalausu og fjölnota þjálfunarnærbuxur velkomnar í þessi mikilvægu tímamót í lífi barnsins þíns.
Kynntu þér nánar um koppaþjálfun í skrefum HÉR.
Eiginleikar
Þvottaleiðbeiningar
Gott er að skola þjálfunarnærbuxur með köldu vatni og geyma í blautpoka áður en þær fara í þvott eða hengja til þerris áður en þær fara í þvottakörfuna. Það má þvo þær á 60 gráðum en það dugar alveg að þvo þær á 40 gráðum hafa þær verið skolaðar áður. Við mælum með að henda þjálfunarnærbuxum í þvott með handklæðunum eða bara með fötum barnsins þíns.
Vottanir
OEKO-TEX
Merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.